Tíminn - 17.01.1984, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 19X4
fréttir
Lagarfossmálið upplýst:
JATNINGAR GÆSLUVARDHALDS-
FANGANNA GREIDDU ÚR MAUNU
■ „Þeir þrír menn sem setið hafa í við blaðið í gær þegar spurst var fyrir um
gæsluvarðhaldi vegna þessa máls hafa Lagarfossmálið svonefnda. Einn maður
allir játað að hafa verið aðilar að því situr nú inni vegna málsins en um
hver á sinn hátt“, sagði Gísli Björnsson helgina var sleppt úr haldi manni sem
hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í samtali setið hafði í gæsluvarðhaldi í rúma 70
daga. Málið er í höfuðdráttum upplýst fíkniefnum. hassi, amfetamíni og kóka-
að sögn Gísla, en hann kvaðst á þessu íni. 5 kg afhassi, 240grömm af amfeta-
stigi ekki geta látið uppskátt hvort fleiri míni og 20 grömm af kókaíni. Söluverð-
tengdust því en áðurnefndir þrír menn. mæti þessara efna er á bilinu 2.6 til 3
Lagarfossmálið snýst um smygl á milljónir miðað við gangverð eínanna á
markaði um þessar mundir.
Málið verður á næstunni afhent fíkni-
efnadómstólnum og þaðan fer það vænt-
anlega til ríkissaksóknara.
-JGK
íbúð full af reyk:
Gleymdu að
slökkva á
matarofni
■ Slökkviliðið í Reykjavík var kallað
út að Bergstaðastræti 50 á laugardags-
morguninn en þar lagði mikinn reyk út
úr einni íbúðinni. í Ijós kom að íbúarnir
höfðu gleymt að slökkva á matarofni
sem í voru matarleifar en íbúarnir, sem
voru tveir, voru hinsvegar í fastasvefni
þegar slökkviliðið bar að garði.
Slökkviliðið slökkti á ofninum og
loftaði út íbúðina en íbúarnir voru
sendir á slysavarðstofuna vegna hugsan-
legrar reykeitrunar. Þeim mun þó ekki
hafa orðið meint af þessu.
-FRI
Dómsmálaráðuneytið
vegna áskorananna
frá Akureyri:
Engar rétt-
arheimildir
— er að f inna fyrir hand-
hafa framkvæmda-
valdsins til afskipta af
niðurstöðum
dómstólanna
■ Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hef-
ur sent frá sér fréttatilkynningu vegna
áskorunar á sjötta hundrað Akureyr-
inga þess efnis að dómsmálaráðherra
hlutist til um að ekki verði framkvæmdur
með útburði, a.m.k. um sinn, dómur
Hæstaréttar sem skyldar tiitekna eigend-
ur að íbúð í fasteign á Akureyri ti! að
flytja úr húsnæði sínu þar sem sannað
var talið að þeir hefðu gerst sekir um
stórkostleg og ítrekuð brot gagnvart
eigendum að íbúðarhúsnæði í sömu
fasteign.
í tilkynningunni segir m.a.:
„Af þessu tilefni vill dómsmálaráðu-
neytið benda á að stjórnskipun íslands
er byggð á þrískiptingu ríkisvaldsins, og
segir í 2. grein stjórnarskrárinnar að
dómendur fari með dómsvaldið. Engar
réttarheimildir er að finna fyrir handhafa
framkvæmdavaldsins til afskipta af
niðurstöðum dómstólanna. Dómstólarn-
ir geta hinsvegar samkvæmt 60. grein
stjórnarskrárinnar ógilt löglausar á-
kvarðanir yfirvalda, þar sem dómstólum
er falið að skera úr ágreiningi um
embættistakmörk yfirvalda.
Jafnframt skal á það bent, að þeir sem
dóma hafa fengið fyrir máli sínu geta
leitað aðstoðar fógeta sem dómara til
fullnustu á dómi, og er lögreglu skylt að
veita fulltingi við fullnustu úrskurðar.“
í tilkynningunni er ennfremur vakin
athygli á því að umfjöllun um þetta mál
í fjölmiðlum hefur mótast mjög af til-
finningaafstöðu og þyki því rétt að
benda á að dómar og úrskurðir með
samskonar niðurstöðu hafa a.m.k. þrí-
vegis gengið hér á landi.
-FRI
í vöruafgreiðslu notar
EIMSKIP tæki til að flytja
vörur á milli staða. Þessi tæki
heita
a) Flytjarar
b) Slakarar
c) Lyftarar
2. EIMSKIP lestar og losar
skipin og hefur vöruafgreiðslu
í Reykjavík í nýlegri höfn. Hún
heitir
a) Nýhöfn
b) Sundahöfn
c) Friðarhöfn
5. Hvað vinna margir hjá
—í Or,
3. Hvað er EIMSKIP meö mörg
skip í siglingum?
a) 5
b) 20
c) 40
4. Fyrsti formaður EIMSKIPS
varð síðan fyrsti forsefi
lýðveldis íslands. Hann hét
a) Sveinn Björnsson
b) Ásgeir Ásgeirsson
c) Jón Sigurðsson
EIMSKIPS samtals 1.068.000
sjómílna vegalengd sem a.
jafngildir
a) Siglingu frá Reykjavík til
Japan
b) Ferð 7 sinnum kringum
hnöttinn
c) Siglingu 5 sinnum til
tungslins
•TTvT
. EIMSKIP veitirviðskiptavinum
sínum margs konar þjónustu.
Það sem vakið hefur sérstaka
athygli er
a) Heimakstur á vörum til
viðskiptavina - Flutningur
heim í hlað.
b) Sérstakar skyndiferðir
með hraðbátum milli landa.
c) Hnattferðir fyrir farþega
Hvað hét fyrsta skip
EIMSKIPS?
a) Dettifoss
b) Gullfoss
c) Fyrstifoss
9. Mikið af vörum sem EIMSKIP
flytur er flutt í sérstökum
geymslum. Þær eru kallaðar
a) Hámar
b) Gámar
c) Tankar
10.
Halldór Laxness kom með
bókmenntaverðlaun Nóbels til
(slands með Gullfossi árið
EIMSKIP
býOur bömunum í spennandi
spurnlngalelk
Þriðjudaginn 17. janúar eigum við í Eimskip stórafmæli. Þann dag höfum við
annast farsælar siglingar og flutningsþjónustu fyrir íslensku þjóðina I sjö áratugi.
Eins og venja er á merkum tímamótum bryddum við upp á ýmsu skemmtilegu
til hátíðabrigða, bæði fyrir börn og fullorðna.
í dag bjóðum við öllum krökkum á grunnskólaaldri I spurningakeppni þar sem
vegleg verðlaun eru í boði. Við tengjum spurningarnar, sem eru krossaspurningar,
sögu Eimskips í sjötíu ár og bendum ykkur á að leita ráðlegginga hjá eldri
kynslóðinni ef eitthvað reynist erfitt.
Gangi ykkur vel - og góða skemmtun!
Svarseðill
Krossið við réttan bókstaf
□ a Da Da Da Da
1) □ b 2) □ b 3) Db 4) □ b 5) Db
□ c 'Oc Dc Qc Dc
□ a Qa Qa Oa Qa
6) Db 7) □ b 8) Db 9) Db 10) Db
□ c Qc Dc Qc Qc
Nafn .
Heimilisfang
Sími_________
. Aldur .
Verðlaunin
1. Hringferð fyrir tvo með Álafossi eða Eyrarfossi til
Englands, Hollands, Belgíu og Þýskalands næsta sumar.
2. Hringferð fyrir fvo með Dettifossi eða Mánafossi til Noregs,
Svíþjóðar og Danmerkur næsta sumar.
3.-10. Vandaðar sjálfvirkar myndavélar.
10.-50. Bókaverðlaun.
Utanáskriflin er:
EIMSKIP Pósthússtræti 2 Afmælisgetraun 101 Reykjavík
Skilafrestur er til 1. febrúar 1984.
Flutningur er okkar fag
i EIMSKIP
0 0 Sírni 27100
*