Tíminn - 17.01.1984, Page 4

Tíminn - 17.01.1984, Page 4
ÞRIÐJUDAGUR 17. JANUAR 19« 4 ðtmbm fréttir Kæran á hend- ur Albert fyrir hundahald: „Tekin fyrir eins og hver önnur kæra” — segir William Möller, fulltrúi lögreglustjóra ■ „Þetta mál er enn i athugun o|> hefur sinn gang en þessi kæra verður lekin fyrir eins og hver önnur kæra sem keinur inn og ineðhöndluð á þeim grunni“, sagði William Möller, fulltrúi lögreglustjöra í samtali við Tímann er við forvitnuðumst um stöðuna í kæru- niálinu á hendur Albert Guðmunds- syni fjármálaráðherra fyrir hundahald. William átti ekki von á að langur tími liði áður en málið yrði tekið fyrir hjá þeim...' „þetta er svolítið viðkvæmt mál. menn spurja um það en ekki önnur og ömögulegt að segja fyrírfratn um eitthvað í því áður en það er tekið til afgreiðslu". Þegar lögreglunni berst kæfa vegna hundahalds, svipað og í þessu tilfelli. er venjulega um það að ræða að ntálið er kannað betur og ef fullljöst þykir að viðkoinandi haldi hund er honum gef- inn kostur á að losa sig við hann með cinhvcrjum hætti. Ef menn hafa svo losað sig við hann. unnaöhvort tneð því að lóga honum, eða koma honum út úr borginni hcfur málið ekki farið lengra. Ef mcnn hafa viijaö Italda í hundinn hafa málin verið scnd til saksöknara og þar er þessum málum í mörgum tilfellum lokið mcð dómssátt. Ef um ítrckuð brot hefur vcrið að ræöa er hinsvegar ákært í málinu. -FRI Skagafjördur: Tveir einstakl- ingar reisa vatnsaflstödvar vid býli sín ■ Tvær vatnsaflsrafstöðvar í einka- eign hafa verið byggðar og teknar í notkun nýlega í Skagafirði, á Vatni á Höfðaströnd og Fremrikotum í Norðurárdal. Á Vatni hefur ungur bóndi. Valgeir Þorvaldsson sem hóf búskap s.l., vor, reist heimilísrafstöð. Leiðirhann vatn- ið úr Gljúfurá í skurði sem myndar uppistöðulón við stöðvarhúsið. Raf- stööin framleiðir 14 kílóvött, sem næg- ir til allra heimilisnota, upphitunar og súgþurrkunar í heyhlöðu. Telur Val- geir að stöðin tnuni borga sig niður á 2-3 árum. Svo hagaði til að bærinn Vatn var í einskonar millistöðu við héraðsrafveiturnar. Línan frá Skciðs- fossi endaði við bæinn Höfða, næsta bæ utan við Vatn, en Skagafjarðarlín- an við bæinn Mannskaðahól næst inn- an við Vatn. Á Fremrikotum í Noröurárdal byggðu þeir bræð"r Valdimar og Jón Gunnarssynir virkjun í Strangalæk. Rafstöðin var gangsett rétt fyrir jólin, eða 21. dcsember s.l. Rafstöðin er 25 kílóvött og afl túrbínu 32 kílóvött. Á Fremrikotum var olíurafstöð, enda býlið ekki viðurkennt á samveitusvæð- inu. Vélavcrkstæði Braga Sigurðssonar á Sauðárkróki smíðaði túrbínurnar í báðar þessar virkjanir. Munu þctta vera fyrstu vatnstúrbínurnar sem smíð- aðar eru í Skagafirði, enda Bragi kunnur vélsmiður og völundur. -G.Ó/HEI Bjarni Axelsson, stjómarform. Aðalbóls, ■ Frummælendur og fundarstjórar á fróðlegum fundi sem SUF gekkst fyrir um húsnæðismál s.l. laugardag. Frá vinstri: Jón Rúnar Sveinsson, form. Búseta, Inga Þyrí Kjartansdóttir og Helgi Pétursson, fundarstjórar, Alexander Stefánsson, félagsmálaráðherra (í ræðustól) og l’etur H. Blöndal, form. Húseigendafélags Reykjavíkur. Mynd Árni Sæberg. Búseti fellur ekki undir ákvæðin um félagslegt húsnæði — ad mati félagsmálaráðherra ■ „Þar sem forystumenn Búseta skilgreina þctta nýja húsnæðisform þannig að búseturéttur fólks eigi ekkert að tengjast Ijárhag þess né efnahag - eins og skýrt kom fram á þessum fundi - þá sýnist mér alveg Ijóst að það fcllur ekki undir þá skilgreiningu um félagslegt húsnæði eins og það er skilgreint í núgildandi lögum eða því fruinvarpi sem nú er í meðförum, heldur ulmcnna kerfið. Mér sýnist því Ijóst að þetta form geti því ekki kontiö til greina varðandi fjármagn úr Byggingarsjóði verkamanna - það yrði að setja ný lög ef útvega ætti sérstakt fjármagn til slíkra bygginga", sagði Alexander Stefánsson, félagsmála- ráðherra er við ræddum við hann vegna sjónarmiða sem fram komu í umræðum á húsnæðismálafundi SUF sem haldinn var s.l. laugardag. Alexander sagði lög og rcglur um félagslegt íbúðakerfi alltaf hafa byggst á því að með því væri verið að auðvelda þcim sem lægstar hefðu tekjurnar og eignirnar að komast inn í húsnæði. Það hafi því alltaf miðast við viss tekju- og eignamörk, hvort sem það sé hið eina rétta form eða ekki. „Forystumenn Bú- seta hafa aldrei fyrr talað svo í okkar eyru að það ætti að sleppa þessum skilningi á hugtakinu félagslegar íbúðir, þ.e. að þetta nyja kerfi miðaðist við það að hjálpa þeim sem verstar aðstæður hefðu og gætu því á engan- hátt eignast eigið húsnæði. Ef skilningur þeirra sem eru að berjast fyrir þessu nýja fornti er hins vegar sá að efnahagur fólks skipti þarna ekki máli þá er auðvitað kominn upp allt annar flötur á þessu máli. Til hvers er þá verið að setja tekju og eignamörk þegar fólk sækir um að komast inn í verkamannabústaði eða leiguíbúðir sveitafélaga ef allt í einu ætti að koma inn í lögin þar um nýtt kerfi sem hendir þessu öllu fyrir borð"?, sagði Alexander. Samkvæmt því sem fram hefði komið hjá formanni Búseta gæti bankastjóri allt eins farið inn í búsetu- réttarrbúð og hver annar. Umræður á þessum húsnæðismála- fundi SUF snérust mest um þetta nýja húsnæðisform, sem eðlilegt er, komu þar bæði fram skiptar skoðanir og fjöl- margar fyrirspurnir. Sumt voru margir þó nær sammála unt, t.d. að bankakcrfið sé úrelt, eða eins og Pétur H. Blöndai orðaði það. „Hér er enginn banki - þeir cru bara fyrirgreiðslustofnanir". Þeir Pétur og Jón Rúnar voru og sammála um það að eitt höfuðmálið sé að fá fólk til að spara, þótt þeir hefðu skiptar skoðan- irá því hvernig ætti að koma því í kring. -HEI Fjórdungssjúkrahúsiö á ísafirdi: sónartæki ■ Kvenlélagið Hlíf á Ísafírði afhenti fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði sónar- tæki að gjöf í siðustu viku. Að sögn Einars Hjaltasonar, yfirlæknis er sónartæki þetta það fimnita af sömu gcrð sem tekiö er í notkun hér á landi, enda sé stefnt að því að hægt sé að hafa sameiginlega þjónustu og kennslu fyrir þessi tæki. Tækið var afhent af Helgu Sigurðar- dóttur, formanni Hlífar. Sagði hún kaupin hafa verið ákveðin í samráði við lækna á fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði s.l. vor og þá samþykkt á fundi í félaginu. Tækið kostaði rösklega 500 þús. krónurántolla. Kvenfélagiðsafnaði peningum til kaupanna með blómasölu, barnaskemmtun og glæsilegum jólabas- ar. Tekjur af þessu nægðu þó ekki til svo félagið gekk cinnig á byggingarsjóð sinn til að endar næðu saman. Helga kvað fjáröflun þó hafa gengið vel vegna þess hve bæjarbúar bæru góðan hug til Kven- félagsins Hlífar. Að sögn Samúcls Samúelssonar læknis eru kostir þessa tækis m.a. þeir að það sýnir vel mjúka vefi oger jafnframt talið hættulaust. í tækinu má sjá hreyfingar fósturs - hvort þau eru fleiri en eitt - stærð fósturs og aldur svo og ef um vansköpun er að ræða. Einar Hjaltason sýndi gestum á mynd hvernig tækið greinir fóstur. Hann hrósaði dugnaði Hlífarkvenna, sem hefðu nú gert lækn- um á ísafirði kleyft að vinna við sömu tæki og læknar í Reykjavík. Auk þess að tækið sparaði vestfirskum konum Reykjavíkurferðir í framtíðinni gæti það stuðlað að því að læknar héldust betur þarvestra. F.K./HEI ■ Magnús Reynir Guðmundsson tekur við sónartækinu af Helgu Sigurðardóttur formanni Hlífar (Mynd Finnbogi).

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.