Tíminn - 17.01.1984, Síða 7
■ Sean og Michelin, kona hans eiga víða um heiminn lúxusíbúðir
og heimili. Þau tilheyra hinu svokallaða „þotufólki“ (jet-set) sem
stöðugt er á ferð og flugi.
■ Neil Connery og Eleanor kona hans, búa í litlu einbýlishúsi í
Edinborg og lifa rólegu IiTi. Bræðurnir hittast a.m.k. tvisvar eða
þrisvar á ári og talast reglulega við í síma.
um, en hann er stigahæsti
alþjóðlegi meistari í heim-
inum í dag. Shamkovitsch,
rússneskur stórmeistari sem
nú er búsettur í Bandaríkj-
unum verður einnig meðal
þátttakenda og ekki má
gleyma Piu Cramling frá
Svíþjóð, en hún er stigahæst
allra kvenna í heiminum í
dag.stórmeistari kvenna og
alþjóðlegur meistari í karla-
flokki með 2405 stig.
Báðir íslensku stórmeist-
ararnir, Friðrik Ólafsson og
Guðmundur Sigurjónsson
verða meðal keppenda, al-
þjóðlegu meistararnir Helgi
Olafsson, Margeir Pétursson
og Jón L. Árnason. og Jóh-
ann Hjartarson, en hann á
aðeins eftir einn áfanga að
alþjóðlegum titli.
Ennfremur einn úr röðum
Búnaðarbankamanna,
Bragi Kristjánsson.
Mótið verður af styrkleika-
gráðunni 9 og þátttakend-
ur alls 12. Það þýðir að til
þess að ná áfanga að alþjóð-
legum titli barf 51/2 vinning
og til þess a ná stórmeistara-
árangri þarf 8 vinninga.
bru vegleg verðlaun
veitt?
Nei, þau eru ekki sérlega
vegleg. Mótið er fyrst og
fremst freistandi til þátttöku
vegna þess að það er ekki
mikið um lokuð mót sem
geta gefið áfanga að titlum,
en til þess að fá titil þarf að
ná tilteknum árangri í tveim
opnum mótum og einu lok-
uðu og ungir meistarar eiga
í erfiðleikum með að kom-
ast í nægilega sterk lokuð
mót til að ná titlum eða
áföngum að þeim. Það er
það sem lokkar ungu meist-
arana til þátttöku en ekki
verðlaunin.
Verður Búnaðarbanka-
mót í skák reglulegur við-
burður í framtíðinni?
Reynslan verður að skera
úr um það. Erlendis er al-
gengt að bankar eða fyrirtæki
haldi skákmót og að því
hlýtur að koma hér einnig.
Hvort það verður Búnaðar-
bankinn eitthvert fyrirtæki
eða stofnun önnur sem
stendur fyrir næsta móti er
ómögulegt aó segja.
KOMMUNISTAFLOKKUR-
INN í Vestur-Þýzkalandi er lítill
flokkur og áhrifalaus, þótt hann
reyni að beita sér innan friðar-
hreyfinganna. Það hefurþvíekki
vakið athygli, þegar hann hefur
haldið árleg þing sín.
Þetta sætti þó nokkurri undan-
tekningu, þegar flokkurinn hélt
þing sitt í Nurnberg skömmu
eftir áramótin. Ástæðan var sú,
að þar mætti einn af þeim leið-
togum Kommúnistaflokks
Sovétríkjanna, sem líklegastir
þykja nú til að erfa sæti Andro-
povs, ef hann lætur fljótlega af
formennsku í flokknum. Þessi
maður var Grigory Romanov.
Bæði forustumenn stjórnar-
flokkanna og stjórnarandstöð-
unnar í Vestur-Þýskalandi vildu
gjarnan nota þetta tækifæri til að
ræða við Romanov og létu það
■ Tikhanov forsætisráðherra og keppendurnir tveir Romanov og Gorbachov
Romanov vildi ekki ræða
við þýzka stjórnmálamenn
Vorotnikov er nýr keppandi um sæti Andropovs
berast til hans bak við tjöldin, að
þeir væru fúsir til að hitta hann
að máli. Romanov lét þessu með
öllu ósvarað. Hann sat þing
Kommúnistaflokksins og ræddi
við leiðtoga hans, en hélt síðan
heimleiðis, án þess að liitta aðra
að máli.
Vafalítið hefur Romanov not-
að þetta tækifæri til að fræðast af
flokksbræðrum sínum um stjórn-
málaástandið í Vestur-Þýzka-
landi. Kremlverjarmunuvafalít-
ið taka þær upplýsingar með í
reikninginn, þegar þeir leggja
línurnar í alþjóðamálum og
ákveða þann þátt í málflutningi
sínum, sem snýr sérstaklega að
Vestur-Evrópu.
Það hefur vakið nýja athygli
á Romanov sem líklegum eftir-
manni Andropovs, að hann skuli
hafa verið valinn til umræddrar
ferðar, sem vafalítið hefur verið
talin mikilvæg undir þeim kring-
umstæðum, sem nú eru.
AÐ undanförnu hafa tveir menn
verið taldir líklegastir til að
hljóta sæti Andropovs, ef hann
forfallaðist fljótlega. Annar
þeirra er Romanov, eins og áður
segir. Hinn er Michail S. Gor-
bachov.
Þeir Romanov og Gorbachov
hafa átt það sameiginlegt að vera
yngstu mennirnir, sem sæti áttu
í framkvæmdanefnd Kommún-
istaflokksins, sem yfirleitt er tal-
in mesta valdastofnun Sovétríkj-
anna. Romanov er 60 ára, en
Gorbachov 52.
Auk þess að eiga sæti í fram-
kvæmdanefndinni eru þeir Rom-
anov og Gorbachov báðir ritarar
(framkvæmdastjórar) miðstjórn-
ar flokksins, en ritararnir eru alls
ellefu. Auk þeirra Romanovs og
Gorbachocs eiga tveir ritarar
sæti í framkvæmdastjórninni,
eða þeir Andropov, sem er titl-
aður aðalritari, og Chernenko.
Það þykir vera mikil valdastaða
í Sovétríkjunum að vera ritari
miðstjórnar og eiga jafnframt
sæti í framkvæmdanefndinni.
Um valdaferil þeirra tveggja
er það að segja, að Gorbachov
hlaut fyrr ritarastöðu en Rom-
anov, en Romanov tók fyrr sæti
í framkvæmdanefndinni. Rom-
anov varð fyrst ritari á síðast-
liðnu sumri, þegar hann var
fluttur frá Leningrad, þar sem
hann fór með stjórn flokksins.
Þessi tilfærsla þótti bera vott um
vaxandi völd hans og vinfengi
hans við Andropov.
Á fundi miðstjórnar
Kommúnistaflokksins, sem
haldinn var rétt fyrir áramótin,
gerðist það, að tveimur mönnum
var bætt í framkvæmdastjórnina
og eiga þar nú alls 13 menn sæti.
■ Frá síðasta fundi miðstjórnarinnar. I fremstu röð ræðast við Ustinov,
þá eru Vorotnikov og Romanov
Gromyko og Chernenko. Bak við
Annar þessara nýju manna var
Vitali Vornotnikov, sem þegar
er farið að ræða um sem líklegan
keppinaut þeirra Romanovs og
Gorbachovs um sæti Andropovs.
Vornotnikov er 57 ára, eða
þremur árum yngri en Romanov
og fimm árum aldri en Gorbac-
hov. Hann var varaforsætisráð-
herra rússneska lýðveldisins í
Sovétríkjunum 1976-1979, en
það þykir mikil valdastaða, því
að rússneska lýðveldið er stærst
og áhrifamest lýðveldanna.
Árið 1979 mun Vorotnikov
hafa lent í ónáð hjá Brésnjef og
var hann þá skipaður sendiherra
á Kúbu. Hann var kvaddur heim
sumarið 1982 og er talið að
Andropov hafi verið þar að
verki. Hann var þá skipaður
yfirmaður flokksins í Krasnodar-
héraðinu, en þar þótti hafa
myndazt mikil spilling innan
flokksins.
Vorotnikov þótti ganga ræki-
lega til verks og hlaut að launum
þá viðurkenningu hjá Andropov
að vera skipaður á síðastliðnu
sumri forsætisráðherra í rúss-
neska lýðveldinu og varamaður
í framkvæmdastjórninni. Hann
hlaut svo sæti aðalmanns um
áramótin, eins og áður segir.
Þessi skjóti frami Vorotnikovs
þykir bera vitni um, að hann sé
sérstaklega í náðinni hjá Andro-
pov. Sumir fréttaskýrendur
gizka á, að Andropov muni
vegna reynslunnar frá Krasnodar
treysta honum bezt til að halda
áfram því starfi sínu að uppræta
spillinguna.
EFTIR þá fjölgun í fram-
kvæmdastjórninni, sem átti sér
stað um áramótin, eiga 13 menn
sæti í framkvæmdastjórninni og
eru þeir þessir (aldur þeirra innan
sviga):
Tikhonov (78), Ustinov (75),
Gromyko (74), Chemcnko (72),
Kunajev (71), Solomentsev (70),
Andropov (69), Grishin (69),
Shchcrbitskij (65), Romanov
(60), Aliyev (60), Vorotnikov
(57), Gorbachov (52).
Varamenn í framkvæmda-
ncfndinni eru: Kusnetsov (82),
Ponomarjov (79), Demitjev
Þórarinn
Þórarinsson,
ritstjori, skrifar
(65), Tjebrikov (60), Dolgikh
(59), Sjernadse (56).
Samkvæmt þessu er meðalald-
ur þeirra 13 manna, sem eiga
sæti í framkvæmdanefndinni 67
ár. Meðalaldur varamannanna
er einnig 67 ár.
í framkvæmdanefndinni eiga
sæti níu Rússar, tveir Ukraníu-
menn (Tikhanov og Shcherbit-
sky), einn frá Azerbajdsan (Al-
iyev) og einn frá Kazakhstan
(Kunajev).
Fimm af sex varamönnum eru
Rússar, en einn Georgíumaður.
Það er framkvæmdanefndin,
sem velur raunverulega formann
flokksins, en síðan staðfestir
miðstjómin tilnefningu hennar.
Talið er. að Andropov hafi örugg-
an meirihluta í nefndinni eftir
fjölgunina um áramótin. Það er
talið vega þyngzt, að Ustinov
varnarmálaráðherra stendur
með honum. Ýmsir höfðu spáð
því, að herinn fengi mann til
viðbótar í nefndina . og var Nic-
olai Ogarkov, formaðurherráðs-
ins, þá oftast nefndur, en hann
hefur tvívegis komið fram á
blaðamannafundum að undan-
förnu.
Chernenko, sem var nánasti
samverkamaður Brésnjevs og
talið er að hann hafi helzt viljað
fá sem eftirmann sinn, er nú
yfirleitt talinn úr leik sem lík-
legur eftirmaður Andropovs,
enda orðinn 72 ára. Hann er hins
vegar sagður hafa veruleg völd
áfram og Andropov verði því að
taka tillit til hans.