Tíminn - 17.01.1984, Qupperneq 8

Tíminn - 17.01.1984, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 19ÍM Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdast]óri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Rltstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Timans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghiidur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv . Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: GunnarTrausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guðný Jónsdóttir Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasimi 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Enn liggur straumurinn suður ■ Greinilegt er samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofu íslands að þróunin sækir mjög í þá átt að fólki fjölgar í þéttbýlinu á höfuðborgarsvæðinu og í þcim byggðarlögum sem næst liggja en sáralítið í öðrum landshlutum, og sums staðar er jafnvel uni fækkun að ræða. Sú tala, sem mest sker í augu í bráðabirgðatölunum um mannfjöldaþróun á síðasta ári, er að allt frá Vesturlandi, vestur um og norður fyrir land og að meðtöldum Austfjörðum, fjölgaði aðeins um 13 manns á síðasta ári, en alls fjölgaði íslendingum um 2.914 á árinu. Um 100 manns fluttu til landsins umfram þá sem fóru til útlanda. í kjölfar öflugrar byggðastefnu, sem tekin var upp á fyrstu árum síðasta áratugar, var þeirri öfugþróun snúið við, að flóttinn frá landsbyggðinni væri á góðri leið með að leggja fjölda byggðarlaga í auðn. Dæmið snerist við, og á árunum 1975-80 fjölgaði fólki mun meira úti á landsbyggðinni en í höfuðborginni. Upp úr því fór aftur að síga í gamla farið og greinilegt er í hvaða átt þróunin stefnir. Hafþór Helgason hagfræðingur skrifaði nýlega grein um fólksfjölgun á Norðurlandi og tekur þar fyrir þróunina 1981-82. Þess ber að geta að skýrsla Hagstofunnar, sem hér er vitnað í, var óbirt þegar Hafþór skrifaði sína grein. Hann segir m.a.: „Á árunum 1981-82 hefur íbúum á Norðurlandi fjölgað um 526 manns, sem skiptist þannig á milli kjördæma, að fjölgunin nemur 139 íbúum á Norðurlandi vestra og 387 íbúum á Norðurlandi eystra. Þetta lítur nokkuð blómlega út, þar til maður gerir sér grein fyrir því að þessi fjölgun íbúa er langt undir meðaltalsfjölgun á landinu á sama tíma. Og þar sem fæðingar- og dánartíðni er svipuð í öllum kjördæmunt landsins skýrist fólksfjölgunin undir landsmeðaltali á tilteknu svæði af brottflutningi fólks frá því. Það er einkum ungt fólk nteð nýstofnað heimili í lcit að hentugu ævistarfi sem flyst búferlum á íslandi. Ef landsmeðaltal fólksfjölgunar er sett sem hundrað kemur í ljós að fjölgunin á Norðurlandi vestra er aðeins 75% af landsmeðaltalinu árið 1981 og ekki nema 26.7% af því árið 1982. Fyrir Norðurland eystra eru þessi hlutföll 58.3% á árinu 1981 og 53.3% árið 1982. Það sent á vantar í landsmeðaltalið segir nokkuð til um umfang fólksflutninga frá kjördæmun- um.“ Innan landshlutanna eru einnig talsverðar hreyfingar. Fólki fækkar í sveitum og flyst til þéttbýlisstaðanna úti á landi, en samt halda þeir ekki hlut sínum nema í sárafáum tilvikum og straumurinn liggur áfram suður. Hér er ekkert einfalt og auðskýrt mál á ferðinni. Allir eru santmála um að nauðsyn sé að halda landinu öllu í byggð til að nýta gæði þess og auðlindir. Á þeim grundvelli var stofnað til hinnar víðtæku byggðastefnu sem vissulega hefur skilað miklum og góðum árangri, þótt deilt sé um einstök atriði hennar. En búseta ræðst af fleiru en tekjumöguleikum, serri kannski hefur verið einblínt um of á. Gott dæmi um þetta eru Vestfirðir. Þar eru tekjur langt yfir landsmeðaltali og gerast ekki betri annars staðar. Samt er fólksfækkunin þar meiri en á öðrum stöðum á landinu. Á Vestfjörðum vinna mun fleiri við framleiðslustörf en annars staðar, en hvergi eru eins fáir sem starfa að þjónustustörfum. Þetta segir mikið um það, að tekjumöguleikarnir eru ekki einhlítir þegar fólk velur sér búsetu. Það eru mörg fleiri atriði sem taka verður inn í það dæmi. Vert er að gefa gaum þeim orðum Hafþórs Helgasonar, að það sé einkum ungt fólk í leit að hentugu ævistarfi sem flyst búferlum á íslandi. Þetta þýðir að straumurinn suður er aðallega ungt fólk sem á starfsævina framundan. En það er einmitt þetta fólk sem skapa þarf góð skilyrði á hverjum stað til að halda jafnvægi í byggð landsins. skrifað og skrafad Verðbólgan ■ Ólafur Þ. Þórðarson alþingismaður skrifar yfirlitsgrein um stjórn- málaviðhorfið í ísfirðing og segir m.a.: Verðbólgan hefur á undanförnum árum verið að færast á æ hættulegra stig. Sjálfvirk vísitölu- kerfi orsökuðu verð- breytingar með auknum hraða. Allir vildu bætur fyrir þann skaða sem verðbólgan hafði unnið þeim og einnig dreymdi margan þann draum að verða ríkur á verðbólg- unni. íslenska krónan hrundi og gjaldmiðils- breytingin í þeirri verð- bólgu sem hér var ruglaði allt verðskyn almenn- ings. Minnkandi þjóðar- tekjur gerðu það með öllu ómögulegt að við- halda þeim lífskjörum, sem hér var reynt að tryggja með vísitölu- bótum á laun. Verð- hækkanir á vöru og þjón- ustu fylgdu á eftir eins og skuggi og öllum var ljóst að þetta gekk ekki lengur. Hagspeki vísi- tölukerfanna var hrunin. Þeir stjórnmálamenn sem fyrir kosningarnar boðuðu harðar aðgerðir með varanlegan árangur sem markmið stóðu frammi fyrir því að af- loknum Alþingiskosn- ingunum að mynda ríkis- stjórn. Vinstri vængur ís- lenskra stjórnmála var flakandi í sárum. Fram- sóknarflokkurinn hafði beðið ósigur í kosningun- um og taldi rétt að láta á það reyna hvort stjórn yrði mynduð án hans þátttöku. Öllum var ljóst að harðar aðgerðir er snerta myndu lífskjör hvers einasta manns í landinu yrðu til óvin- sælda og spurning hvort ríkisstjórn er fram- kvæmdi slíkar aðgerðir fengi vinnufrið. Mönnum var það líka ljóst að það var ekkert að flýja. Ríkisstjórn sem tækist á við vandann yrði að mynda. Vissulega hef- ur ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar tekist á við vandann og verðbólg- an hefur minnkað mikið. Almenningur í landinu hefur tekið hinum hörðu aðgerðum með miklum skilningi og árangur efnahagsaðgerðanna er farinn að koma í ljós á sumum sviðum. Vextir eru að lækka og atvinnu- vegirnir ættu að rétta úr kútnum. Aflasamdrátt- urinn í sjávarútveginum setur þó strik í reikning- inn. Hversu alvarlegar afleiðingar liann hefur er ekki hægt að fullyrða en óneitanlega þarf að gá að sér í þeirri stöðu sem við erum í. Iðnaðarfram- leiðsla hefur þegar tekið við sér og vonandi tekst að auka fjölbreytni inn- lendrar iðnaðarfram- leiðslu. Hér má ekki slaka á þeirri kröfu að hann sé samkeppnisfær við erlenda framleiðslu. ' Byggðastefnan Sá áróður er rekinn að byggðastefnan sé orsök efnahagsörðugleikanna. Hér er um að ræða full- yrðingu sem auðvelt er að afsanna. Frá 1970 til 1980 jókst þjóðarfram- leiðslan um 4.7% á ári en á sama tíma í OECD- löndum um 3.4%. Frá 1971 til 1981 fjölgaði heilsársstörfum um 24.253 á íslandi. í grunn- greinum og úrvinnslu- greinum þeirra fjölgaði í Reykjavík og Reykja- nesi um 1890 menn en í sömu greinum úti á landi um 4.118. í þjónustu- greinunum fjölgaðj um 13.045 manns í Reykja- vík og Reykjanesi á sama tímabili, en úti á landi um 5.200 manns í þjón- ustugreinum. Það blasir því við að fjölgað hefur verið í grunn- og úr- vinnslugreinum um eitt starf á móti hverjum þremur í þjónustustörf- um. í Reykjavík og á Reykjanesi fjölgaði um 6.9 í þjónustustörfum fyrir hvern 1 í grunn- og úrvinnslugreinum en á landsbyggðinni eru sam- svarandi tölur 1.3 á móti 1. Horfi menn öfgalaust á þessa niðurstöðu hljóta menn að viðurkenna að efnahagsframfarirnar liafa byggst á framleiðsl- unni og vaxtarbroddur hennar var á landsbyggð- inni. Við Vestfirðingar getum því með sanni bent á þá staðreynd að vegna framleiðslustarfa á Vestfjörðum hafi verið byggð upp þjónustustörf í Reykjavík. Uppbygg- ing þjónustustarfa á Vestfjörðum er því grundvallaratriði vilji menn byggðastefnunni vel. Með þessu er ég ekki að segja að efling land- búnaðar, sjávarútvegs og iðnaðar sé ekki nauðsyn, því fer víðs fjarri. Auð- vitað þurfum við að efla þær greinar en gleymum því ekki, að þau þjónustustörf sem hvort sem er eru greidd af Vestfirðingum er best að innt séu af hendi á Vest- fjörðum verði því við komið. Upphitunarkostnað- urinn ásamt slæmum samgöngum hefur reynst byggðastefnunni þyngst í skauti. Mikið liefur áunnist á báðum þessum sviðum en ærið er samt óunnið. Orkusparnaðar- þættinum í upphitunar- málum þarf að gefa meiri gaum en gert hefur verið. Einangrunarkröfur húsa eru t.d. lægri á íslandi en í Frakklandi. Með bættri einangrun er hægt að lækka verulega þennan kostnað. Núverandi ríkisstjórn ætlar sér að færa aukinn þunga yfir á þennan þáttinn ásamt því að auka niður- greiðslur á raforku til húsahitunar. Það er svo annað mál hvort niður- greiðslan á raforku til húsahitunar er ekki í reynd greiðsla til stór- iðjunnar, því að orku- verð til almennrar neyslu hér á landi er orðið óeðli- lega hátt vegna óhag- stæðra samninga Lands- virkjunar til orkufreks iðnaðar. Á sviði sarn- gangna hefur þróunin verið hröð. byggingu atvinnuvega og þjónustu í landinu. Hér er og um það að tefla hvort allir íslendingar eiga að hafa atvinnumöguleika eða hvort þeir æskumenn sem nú eru að vaxa úr grasi koma inn í veröld hinna fráteknu stæða. Því miður hefur atvinnu- leysið á Vesturlöndum í þeirri efnahagslægð sem þar hefur verið fyllt margt ungmennið hatri í garð þess þjóðfélags sem það lifir f. Ungmenni sem skilið er eftir at- vinnulaust utangarðs finnur sínum löngunum farveg í trássi við hags- muni þjóðfélagsins, sem ætlar því ekkert hlutverk. Þá er stutt í þá hugsun að „betra sé illt að gera en ekkert.“ Spurningin getur því hljóðað upp á það, hvort menn ætla að byggja upp skóla og atvinnutækifæri eða fangelsi. Þar sem fólkinu líður vel þarf ekki fangelsi, segir Nó- belsskáldið íslenska á einum stað í bókum sínum. Auðvitað er hér ekki um neitt val að ræða. Við byggjum upp atvinnuvegina. Hvert nýtt starfstækifæri kostar aftur á móti alltaf meira og meira vegna þeirra tækniframfara sem eiga sér stað. Það er ekki orfið, handsögin og ára- báturinn sem duga í þeirri atvinnusköpun sem hér er um að ræða. Þó er það svo að mjög er þaði misjafnt hvað eitt nýtt starf kostar í hinum ýmsu atvinnugreinum, störf í stóriðju kosta margfalt á við störf í öðrum greinum. Á sviði sjávarútvegs erum við að færa okkur af veiðimannsstigi yfir á stig hjarðmennskunnar. Við ætlum að ákveða hve mikið við drepum af hjörðinni á hverju ári. Til þess að þetta sé gert af viti þurfum við að vita hve hjörðin er stór og hún verður einnig að halda sig innan þess svæðis sem við ráðum yfir. Því er nú verr að stofnstærð fiskistofnanna er ekki þekkt stærð held- ur áætluð stærð og bless- aður þorskurinn eltir fæðuna hiklaust út fyrir landhelgina m.a. til Fær- eyja ef honum býður svo við að horfa. Samt er ekki um annað að ræða en reyna að feta sig áfram á þeirri braut sem liggur frá veiðimennsku yfir til hjarðmennsku og þaðan yfir í ræktun fiskistofn- anna. Satt best að segja er þróunin á þessu sviði svo hröð að erfitt er að fóta sig. Hitt má engum dyljast að þetta er sú leið sem við verðum að fara ásamt því að fullvinna í auknum mæli þann afla sem berst að landi og nýta til fullnustu allt hrá- efnið. Á sviði landbún- aðar og iðnaðar gildir það sama. Þróunin er svo hröð að það er erfitt að fóta sig. Hver hefði trúað því fyrir stuttu að mjólkurkýr á fslandi mjólkaði 10.000 lítra eða að fslendingar færu að framleiða tölvur? Vöruflutningar með gámum hafa gert alla flutninga með skipum ör- uggari og þannig beinlín- is fært landið saman sem markaðssvæði. Stefnu- breytingin sem varð í vegagerð á seinasta kjörtímabili er farin að skila árangri. Öll hönnun stofnbrauta í dag miðar að því að þær skuli þola 10 tonna öxulþunga og vera færar allt árið. Jafn- framt er mörkuð sú stefna að leggja bundið slitlag á allar stofnbraut- ir. Þetta hefur haft þær afleiðingar að öll vega- gerð í dag er ákvörðunar- taka um staðsetningar á vegum sem ekki verður breytt næstu áratugi eða aldir. Þess vegna hefur umræðan um vegagerð á Vestfjörðum færst á það stig að farið verði í gegn- um fjöllin og yfir firði. Styrkleiki keðjunnar fer eftir því hvað veikasti hlekkurinn þolir og það sama gildir um vegagerð. Tækniframfarir við jarð- gangagerð hafa verið miklar á undanförnum árum og með stórvirkum vinnuvélum hefur kostn- aður við jarðvegsfylling- ar t.d. vegna brúargerðar lækkað. Vegagerð á Vestfjörðum verður eins og annars staðar að mið- ast við það að vegirnir verði færir allan ársins hring. Uppbygging atvinnuveganna Það er að sjálfsögðu markmið uppbyggingar atvinnuveganna að hægt sé að bæta lífskjörin og m.a. félagslega þjónustu. Ef lífskjörunum er hald- ið á hærra stigi en atvinnuvegirnir fá risið undir er það að sjálf- sögðu á kostnað framtíð- arinnar og leiðir sjálf- krafa til lakari lífskjara innan örfárra ára en ef jafnvægis er gætt í upp-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.