Tíminn - 17.01.1984, Page 9

Tíminn - 17.01.1984, Page 9
ÞRIÐJUÐAGUR 17. JANÚAR 1984 á vettvangi dagsins MC D0NALD5 HAMBORGARAR OG ÍSUENSKI MRSKUHNN — eftir Einar Frey i ■ Getur það verið satt, að mörg fátæk heimili á Islandi, lifi á barmi hungurs- neyðar? Slíkar fréttir berast frá íslandi til útlanda. Ef þetta er satt, þá geta Islendingar huggað sig við það, að í einu ríkasta landi heimsins, Bandaríkjunum, lifa 35 miiljónir manns á barmi hungurs- neyðar. Fátækt og hungur mitt í hinni miklu velmegun og straumum peninga, er ekta vestrænt efnahagslegt fyrirbæri nútíma menningar. Vísindalegt sam- band milli fyrirtækjahagfræðinnar og þjóðhagfræðinnar hefur ekki ennþá ver- ið uppfundið. Ef til vill er von á breytingum i þessum efnum? Bókin „In Search of Exellence - Lesson from America’s Best-Run Companies'S virðist vera skrifuð bæði fyrir fyrirtækjahagfræðinga og þjóðhag- fræðinga. Það er bara, að ekki komi fram einhver nýr bölvaldur Milton Fried- man og eyðileggi allan árangur af hinum „nýja tón“ sem þessi nýja áður nefnda bók hefur gefið efnahagslífi hinna nú- tíma þjóða heimsins. í þessari nýju bók um efnahagslíf nútímans, er gerður mikill greinarmunur á „efnahagsvandamáli númer eitt" og „efnahagsvandamáli númer tvö“. Og þetta á bæði við um fyrirtæki. stofnanir og ráðuneyti ríkis- stjórna. Ég kem að þessu aftur seinna. íslenzk blöð boða kreppu á íslandi, talað er um minnkandi þjóðarfram- leiðslu og minnkandi tekjur, eða fimm til sex milljörðum króna minna til skipt- anna á komandi ári en 1982. Þetta gæti þýtt sama og hungur fyrir þá allra fátækustu. Nú segja sumir, að það séu aðallega einstaklingar úr Sjálfstæðisflokknum er mesta vitið hafi á efnahags- og fjármál- um. Ef þetta er satt, þá eru það áreiðan- lega ekki karlmennirnir í Sjálfstæðis- flokknum sem gæddir eru hinu mikla fjármálaviti, - það hlýtur því að vera átt við konurnar í Sjálfstæðisflokknum. Og ef það er nú hinn raunverulegi sann- leikur, er sá galli á gjöf Njarðar, að allar þessar gáfuðu konur hafa næstum því engin pólitísk völd. Þegar sjónarmið sumra karlmanna í Sjálfstæðisflokknum eru athuguð niður í kjölinn verður ljóst, að þessir vesalings menn hafa vanalega meiri áhuga á því, að erlendir kapítalistar græði á íslend- ingum en að íslenzkir kapitalistar græði peninga í útlöndum. Slík afstaða er síður en svo heppileg til að bæta efna- hagslífið á íslandi. Kannski myndi efnahagur íslendinga ganga miklu betur fyrir sig, éf konurnar í Sjálfstæðisflokknum tækju flokksvöld- in í sínar hendur? Hér vantar efnahags- lega hugarfarsbreytingu! í Morgunblaðinu 29.11. sl. segir Mar- grét Þorvaldsdóttir eftirfarandi: „Þegar litið er yfir júlíhefti Family Circle læðist í hugann illur grunur um að íslenzk framleiðsla sé að falla úr höndum Islend- inga í hendur erlendra aðila". Margrét skrifar frá Washington og kallar pistil sinn „Islenzkt tap - erlendur gróði". Frá sjónarmiði íslenzkra fyrirtækja myndu höfundar áðumefndrar bókar „In Search of Excellence..." flokka þetta vandamál sem Margrét bendir á, sem „efnahagsvandamál númer eitt'' vegna þess, að flest öll önnur efnahagsleg vandamál þjóða og fyrirtækja helgast af slíkum vandamálum. Margrét dregur upp mynd, vísvitandi eða ómeðvitað, af fjármálaviti íslenzkra karla úr Sjálf- stæðisflokknum. En hvernig stendur á þessum smásál- arhætti Sjálfstæðismanna? Eða réttara- sagt: Hvaðan í frá kemur þetta neikvæða ■ Robert H. Waterman jr. og Thomas J. Peters, höfundar bókarinnar: „In Search of Excellence - lesson from America’s Best-Run Companies". Á íslensku mætti bókin heita: „I leit að frábæru fyrirtæki". Þessi bók er talin það bezta sem skrifað hefur verið um fyrirtækjafræði á þessari öld. þjóðavettvangi veldur efnahagslegu tjóni á íslandi. Seint á síðasta ári sýndi brezka vikurit- ið The Economist Islandi mikinn áhuga. Þetta vikurit virðist hafa mestan áhuga á vandamálum íslendinga þegar illa gengur. Á þessu tímariti er í raun og veru ekkert að græða. Það segir að skuldabyrði Islendinga sé meiri en Brasi- líumanna. Það bendir á hina miklu verðbólgu á íslandi. Samkvæmt kenningum hinnar nýju bókar „In Search of Excellence'' sem mætti kalla á íslenzku:. í leit að frábæru fyrirtæki", tileyra vandamálin ■ „er- lendar skuldir" og „verðbólga" „efna- hagsvaldamálum númer tvö“ eða jafnvel „númer þrjú“, eða m.ö.o., þau tilheyra alls ekki hinum þýðingarmestu efnahags- vandamálum. Ekki skal ég gera of lítið úr fjármála- snilli Alberts Guðmundssonar og hans manna. Þeir hafa staðið sig mjög vel. Það versta er hins vegar það, að það er alls ekki fjallað um höfuðvandamál efna- hagslífsins. í augum höfunda „In Search of Excell- ence“ er m.a. „efnahagsvandamál núm- er eitt“, sem allt annað í efnahagslífinu stendur og fellur með, fólgið í því að finna upp nýjar vörur til að framleiða og selja. Nýjar vörur til útflutningsframleiðslu er það sem gildir, ef almennt mannlíf á að geta blómstrað á íslandi og menningin að geta þróazt fram á við. Þannig hljóða nýju sjónarmiðin. II. Ég sé það í íslenzkum blöðum að til eru íslenzkir kaupmenn sem leggja áherzlu á það, að flytja inn „snack" vörur. Imyndunaraflið er ekki meira en svo. Hér er í raun og veru átt við kartöflu-chips og cheez. Verslunarfé- lagið vill fá að flytja inn sérstakar karföflutegundir til að geta framleitt chips og cheez. Ekki er þó verið að gefa upp ástæðuna fyrir þessu þótt minnzt sé lítilsháttar á innflutning á chips og cheez frá útlöndum. Nú er chips talið fremur óhollt og álitið geta valdið nýrnaveiki, ef mikið er af því etið. En áhuginn fyrir því að byrja framleiðslu chips gæti stafað af því, að talið er líklegt að ölfrumvarpið á Alþingi verði samþykkt. Ef svo verður getur sala á chips aukizt mikið. Veitingamenn sem þéna á ölsölu gefa oft ókeypis chips og sem þeir salta dálítið aukalega til að efla ölþorstann, en slíkt eykur bæði sölu á chipsi og öli. hugarfar í fjarmála- og efnahagslífi ís- lendinga? Það getur vel verið að ég hafi á röngu að standa, - en ég áiít samt að þetta neikvæða og þjóðhagsfjandsamlega fjármálahugarfar komi aðallega frá heildsöluverzluninni á íslandi. Nú má ekki skiija þetta á þann veg, að ég sé andvígur heildsölum, viss heildsölufyrir- tæki eru nauðsynleg. En hættan liggur hins vegar í því, að það er miklu auðveld- ara að flytja inn tilbúnar vörur en að vinna upp nýjar, framleiða þær, vinna þær upp til sigurs og gera að útflutnings- vörum og verðmæti. Án slíkrar fram- leiðslu er ekki mögulegt að flytja inn mikið af erlendum vörum; framþróun íslenzkrar menningar er meira að segja háð útflutningsverzluninni ekkert síður en annarri innlendri framleiðslu. Eða ættu íslendingar að fara að lifa á vændi eins og sumir íslenzkir „blaða- menn" virðast hafa áhuga á? Um það mætti skrifa aðra grein! Hugarfar karlmanna í Sjálfstæðis- flokknum um kapitaliskan gróða á al- En verður áfenga ölið öruggt hagnað- arvara fyrir íslendinga? Er ekki hægt að græða á einhverju öðru svipuðu? í Svíþjóð og jafnvel í Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum fer það í vöxt, að fólk drekki létt kolsýrað vatn sem inni- heldur hóflega mikið af nauðsynlegum málmsöltum. Það fer einnig í vöxt að fólk sem tekur þátt í fjölmennum verzl- unar- eða vísindaráðstefnum velji frem- ur heilsudrykki en vín eða öl. Sala á hinu sérstaka sænska sódavatni „Ramlösa" eykst ár frá ári og er nú selt um allan heim. íslendingar ættu að geta flutt út létt kolsýrað íslenzkt drykkjarvatn sem heilsudrykk. í þeim löndum þar sem mengun er mikil er mikil þörf fyrir slíka drykki, og áhugi fyrir þeim fer vaxandi. Áfengir drykkir eru að gera út af við fjölda fólks á meginlandinu því þetta fólk þjáist af lifrtx- og nýrnasjúkdómum. Það er satt sem t.d. Halldór frá Kirkjubóli segir. að til séu einstaklingar sem ættu aldrei að bragða áfenga drykki. Drykkjumenningin er nokkuð vafasöm goðsögn. Að maður og kona geti ekki elskast nema undir áhrifum áfengis virð- ist vera ómeðvitaður arfur frá gömlum fordómum er náð hefur að festa rætur í „menningarlífinu". Það er í raun og veru engin lækning við sjálfum duldu fordómunum að hella sig fullan. Jafnvel hófleg víndrykkja veldur viss- um efnabreytingum í líkamanum. hvað þá heldur meiriháttar drykkjuskapur. Það er sem sagt mikill vandi að umgang- ast áfenga drykki án þess að skaða.sig á þeim bæði andlega og líkamlega. Til þess að geta umgengist vín á heilbrigðan hátt þarf maður á miklu meiri þekkingu að halda um þá hluti en almennt er viðurkennt. Lenin hélt því fram að þcgar sovézki sósíalisminn hefði fest rætur myndu borgaralegir sjúkdómar eins og of- drykkja hverfa eins og dögg fyrir sólu. En drykkjusýkin hefur aldrei í sögu Rússlands verið eins mikil og nú á dögum. Ekki er vitað hér á Vestur- löndum hvað ami að Jurij Andropof. Kannski er hann nýrna og lifrarveikur af of miklu vodka. T.d. deyja fleiri sovézkir hermenn í Afganistan af of miklu vodka en byssukúlum skæruliða. Væri ekki rétt að setja á laggirnar verksmiðju sem frarrileiðir gosdrykkjar- ílát úr áli? Kannski gætu Svíar hjálpað íslendingum með að setja upp slíka verksmiðju? Sala og neyzla á kræklingi er í miklum vexti í Evrópu. Ræktun, vinnsla og sala kræklings veitir aukna atvinnu. Hvernig væri að koma sér upp hugmyndabanka í þessum efnum? Af mörgu erað taka. Sjá má í íslenzkum blöðum að óbreytt- ir sjómenn eru farnir að blanda sér í umræður fiskifræðinga meira en .áður hefur tíðkast. Slíkt getur haft mikla og jákvæða þýðingu fyrir þróun þekkingar á sviði atvinnulífsins og aukið nýja möguleika fyrir auknum verkefnum. Miklir stjórnmálamenn og fjármála- menn eins og t.d. Henry Morgenthau og Gunnar Stráng hafa sagt sem svo, að rétt sé að taka fullt tillit til lærðra hagfræð- inga, en jafnframt hafa algjöra og sjálfstæðar skoðanir. En skáldin geta einnig haft sínar sjálfstæðu skoðanir á þessum hlutum. Sagt er t.d. að Steinn Steinarr hafi einu sinni sagt eftirfarndi við prófessor Ólaf Björnsson: „Mikið held ég að þú hafir lesið slæmar bækur um hagfræði!" III. Af tvennskonar ástæðum hef ég lagt í að skrifa þessa grein. í fyrsta lagi skrifaði ég til þriggja íslenzkra stjórnmálamanna úr ólíkum stjórnmálaflokkum og sendi þeim hugmynd mtna um framleiðslu fiskiréttar sem ég taldi að gæti slegið út McDonalds hamborgara. Mér var al- vara. En ég heyrði aldrei neitt frá þessum ágætu ólíku stjórnmála- mönnum. Það eru nokkur ár síðan ég sendi frá mér þessa hugmynd mína, og einn af þessum stjórnmálamönnum er nýlátinn. Þar sem mér var Ijóst að hugmynd mín að þessum fiskirétti var byggð á öruggum grundvelli. tók ég afrit af tillögu minni og bréfi. Það er dagsett 25.8. 1980. I. öðru lagi skrifa ég þessa grein vegna þess, að ný bandarísk bók hefur bókstaf- lega sannað það, að hugmynd mín um þennan fiskirétt er byggð á rökréttum grundvelli og gæti jafnvel verið hugmynd sem ekki er milljarða króna virði, heldur milljarða dollara virði. Hugmyndin er alls ekki verri en sú hugmynd, sem fyrirtækið McDonalds er byggt á. Meira að segja draga höfundar bókarinnar fram í dagsljósið boðorð eins og þetta: „Þú skalt ekki drepa nýja framleiðslu- hugmynd!". Þessi setning er tekin úr 7. kafla bókarinnar. Ég endurtek allt nafn bókarinnar. „In Search of Excellence -. Lesson from Amcrica’s Best-Run Companies". Höf- undar bókarinnar eru tveir og heita Thomas J. Peters og Robert H. Water- man Jr. Bókin kom út í 12 þúsund eintökum í nóvember 1982 í Bandaríkj- unum. Upplagið seldist upp. Næsta ár, 1983, seldust yfir 850.(K)() eintök eftir 34 útgáfur. í Thc New York Times var bókin á lista yfir bczt seldar bækur í 30 vikur. Og bókin heldur áfram að seljast. Höfundarnir ferðast um allan heim og halda erindi um kenningar sínar. Seint á seinasta ári hélt annar höfundurinn Thomas J. Peters erindi í stóra Konsert- húsinu í Stokkhólmi fyrir troðfullu húsi af áhugasömum áheyrendum og eigend- um sænskra fyritækja, og þótt aðgöngu- miðinn kostaði 950 sænskar krónur stýkkið. Færri komust inn en vildu. Til eru þeir sem segja, að þessi bók sé bara „Nýju fötin keisarans". Að mínum dómi eru slík umrnæli sleggjudómar einir. Bókin hefur samt fengið mjög góða umsögn. Sannleikurinn er sá, að þessi bók gefur viðskiptalífinu nýjan og mjúkan tón sem áður var óþekktur í viðskiptaheimi hins tillitslausa kapítal- isma. Jafnt samvinnumenn, sósíalistar og kapitalistar niunu hafa mikið gagn af að lesa þessa bók, hún á erindi til hinna ólíkustu hagkerfa frá hægri til vinstri. Spurningin er, hvort stjórn Háskóla íslands og skólanefndir íslenzkra skóla, ættu ekki að kynna sér innihald bókar- innar með það fyrir augum að hagnýta hana fyrir námsefni í skólum landsins. Hin gífurlega mikla sala bókarinnar stafar af því að hún er í eðli sínu sönn, - enda stóðu höfundar hennar að rannsóknum sínum á 60 bezt starfsreknu fyrirtækjum Bandaríkjanna, á vísinda- legum grundvelli sem sannast m.a. á því, að niðurstöður rannsóknanna komu höfundunum sjálfum algjörlega á óvart. Bókin er sem sagt full af nýrri og heilbrigðri skynsemi um viðskipta og athafnalíf háþróaðra fyrirtækja af ýms- um stærðum. Og kapitalistum nútímans er ráðlagt að taka upp mýkri og mann- eskjulegri hætti en þeir áður hafa ástund- að. Ekki veitti íslenzkum stjórnmála- mönnum af því að. lesa þessa bók, og reyna að læra eitthvað af henni, þar sem margt bendir til þess, að efnahagi íslend- inga verði aldrei bjargað úr kreppunni vegna þess, að of stór hópur íslenzkra stjórnmálamanna, er fullur af yfirlætis- hroka. En gleymum því samt ekki að þessi bók, „In Search of Excellence" er fyrst og fremst afburða góð fyrirtækjafrxði, - þar er t.d. ekki minnzt á það einu orði, að 35 milljónir einstaklinga í Bandaríkj- unum lifa á barmi hungursneyðar. í janúar1984 Einar Freyr.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.