Tíminn - 17.01.1984, Side 11
ÞRIÐJUDAGUR 17. JANUAR 19U4
15
umsjón: Samúel Örn Erlingsson
SKAGASniKUR
VELGDU ÍR...
Fram og FH unnu stórsigra
í kvennahandboltanum
■ Úr leik FH og KR í Hafnarfirði á
með 10 marka mun.
FH-stúlkurnar voru aðgangsharðar við mark KR, og sigruðu að lokum
Tímamynd Árni Sæberg.
VALSMEHN A SKRH)
— sigruðu Stjörnuna 28:19 í 1. deild karla í handknattleik
■ Valsmenn leika nú æ betur í 1.
deild karla í handknattleik, og virðist
sem liðið muni verða á toppnum í
úrslitakeppninni í vor, ef marka má þá
stígandi sem verið hefur hjá liðinu að
undanförnu. Valsmenn unnu stóran
og verðskuldaðan sigur um helgina á
Stjörnunni, 28-19. „Þetta er besti
leikur Vals i vetur, það er áreiðan-
legt“, sagði Hilmar Björnsson þjálfari
þeirra um helgina, og er hann örugglega
manna færastur að úrskurða um það.
Valsmenn tóku leikinn strax í sínar
hendur, og höfðu undirtökin allan
leikinn. Staðan í hálfieik var 13-8 Val
í hag.
Margir leikmenn Vals blómstruðu í
leiknum, Steindór Gunnarsson fór á
kosium í fyrri hálfleik og skoraði þá
Staðan er nú þessi:
FH . 10 10 0 0 307-098 20
Valur . 11 8 1 2 244-215 17
Víkingur . . 10 6 0 4 238-215 12
Þróttur .... . 10 4 2 4 219-232 10
KR . 10 4 1 5 117-171 9
Stjarnan .. . 11 4 1 6 213-255 9
Haukar .... . 10 1 1 8 195-249 3
KA . 10 0 2 8 176-224 2
alls 5 mörk og Jakob Sigurðsson var
atkvæðamikill. Þá átti Geir Sveinsson
góðan sprett í síðari hálfleik, og skor-
aði þá 3 mörk.
Hannes Leifsson var yfirburðamað-
ur í liöi Stjörnunnar, skoraði helming
marka liðsins. Eyjólfur Bragason lék
með að nýju, en óvenjulítið fór fyrir
honum. Vörn Vals var enda sterk, og
markvörðurinn Einar Þorvarðarson
stóð fyrir sínu að vanda.
Mörkin: Valur: Brynjar Harðarson
6/4, Steindór Gunnarsson 6, Jakob
Sigurðsson 4, Valdemar Grímsson og
Geir Sveinsson 3 hvor, Júlíus Jónasson
2, og Björn Björnsson, Þorbjörn
Jensson, og Jón Pétur Jónsson 1 hver.
Stjarnan: Hannes Leifsson 9/3, Magn-
ús Teitsson og Eyjólfur Bragason 3
hvor, Bjarni Bessason 2, og Sigurjón
Guðmundsson og Gunnlaugur Jónsson
I hvor.
Jón Pétur Jónsson Valsmaður var
útilokaður í leiknum með rauðu
spjaldi. Hann mótmælti harðlegadómi
Óla Ólsen dómara, og Óli vísaði
honum hið snarasta útaf og útilokaði
hann. Jón hafði fengið eina brottvísun
áður.
Valur hefur gulltryggt annað sætið í
deildinni með þessum sigri, og þar
ALFREÐ GERÐI 5
GEGN BARCELONA
Essen úr leik á markahlutfalli
■ Frá Magnúsi Ólafssyni, íþróttafrétta-
manni Tímans í V-Þýskalandi:
Alfreð Gíslason skoradi 5 mörk í
15-12 sigri Essen á Barcelona frá Spáni
í Evrópukeppni bikarhafa í handknatt-
lcik, og er þar með Essen fallið úr
kcppni, tapaði 13-19 á Spáni.
Essen byrjaði mjög vel í leiknum, og
var Alfreð þá mjög atkvæðamikill.
Essen komst í 5-0, og skoraði Alfreð 4
þeirra marka., Síðan dró heldur af
Essen, en Barcelona seig á. Aðalmað-
urinn í liði BarcelOna var spánski
landsliðsmaðurinn Uria, skoraði 4
mörk. Uria er íslendingum kunnur frá
landsleikjum þjóðanna, og hefur oft
gert íslendingum skráveifu. - Hins
vegar bar ekkert á þýsku stórstjörn-
unni Wunderlich, sem Barcelona fékk
til sín fyrir mikið fé. -Mól/SÖE
með sæti í úrslitakeppninni, Ef stíg-
andi verður svipuð hjá Val þangað til
og hún hefur verið hingað til, má búast
við að FH fái verðuga keppni. -SÖE
■ Handknattleiksstúlkurnar frá
Akranesi vclgdu verulega einu topp-
liða fyrstu deildar kvenna í handknatt-
leik, IR, um hclgina. IA hafði yfir
framan af leiknum, og jafnt var í
hálfieik 11-11. í síðari hálfieik sigu svo
IR-stúlkurnar fram tir og sigruðu 22-
16. Hin toppliðin í deildinni, Fram og
FH unnu stórsigra, og virðast einungis
innbyrðis viðureignir þessara liða ætla
að skera úr.
Ingunn Bernódusdóttir var að vanda
atkvæðamest ÍR-stúlknanna í marka-
skoruninni, skoraði 11/7 mörk í 22-16
sigrinum á ÍA. Ásta Óskarsdóttirskor-
aði 4, Ásta B. Sveinsdóttir, Erla Rafns-
dóttir og Kristín Arnþórsdóttir 2 hver,
og Svanlaug Skúladóttir 1. Laufey
Sigurðardóttir skoraði mest ÍA stúlkn-
anna, 5/5 mörk, Ágústa Friðriksdóttir
4, Hrefna Guðjónsdóttir og Ragnheið-
ur Jónasdóttir 3 hvor og Karítas Jóns-
dóttir 1.
Fram vann stórsigur á Val, 33-17.
Leikurinn var cinstefnafrá upphafi, og
staðan 17-6 í hálflcik. Oddný Sigsteins-
dóttir lék mikinn afmælisleik að þessu
sinni, sinn 400. leik fyrir Fram. Þá lék
Guðríður Guöjónsdóttir sinn 200. leik.
Þær voru enda atkvæðamestar Fram-
stúlknanna í lciknum, Guðríöur mcð
11/4 niörk, og Oddný meö 8. Sigrún
Blomstcrbcrg skoraði 6 mörk, Hanna
Leiísdóttir 4, Margrét Blöndal 3, og
Þórunn Ólafsdóttir 1. Sigurlína Bald-
ursdóttirskoraði mest Valsstúlknanna,
4 mörk, Erna Lúðvíksdóttir og Karcn
Guðnadóttir skoruðu 3 hvor, Hclga
Lúðvíksdóttir, Elín Kristinsdóttir og
Soffía Hreinsdóttir skoruðu 2 hver og
Harpa Sigurðardóttir 1.
FH tók KR í karphúsiö frá upphafi,
komst í 6-1, og hafði yfir 14-9 í
hálfleik. FH sigraði síðan 27-17. FH-
liðið var jafnt í þessum leik og lék vel
saman. Margrét Thcodórsdóttir og
Kristjana Aradóttir voru markahæstar
með 6 mörk hvor, Sigurborg Eyjólfs-
dóttir skoraði 5, Katrín Danívalsdóttir
og Kristín Pétursdóttir 4 hvor og
Hildur Harðardóttir 2. Sigurbjörg Sig-
þórsdóttir skoraði mest KR-stúlkn-
anna. 6 mörk, Jóhanna Ásmundsdóttir
skoraði 4, Arna Garðarsdóttir 3, og
Hansína Melsted og Kristbjörg Magn-
úsdóttir 2 hvor.
Fylkir og Víkingur gerðu jafntefli
20-20 í hörkulcik. Fylkir hafði yfir
13-12 í hálfleik. Eva Baldursdóttir var
markahæst Fylkisstúlknanna með 8/2
mörk, Rut systir hennár skoraði 4,
Ágústa Hafliðadóttir 3, Helga
Sigvaldadóttir og Margrét Elísabet 2
mörk hvor, og Arnheiður Bergstcins-
dóttir 1. lnga L Þórisdóttir var marka-
hæst Víkingsstúlknanna, skoraöi 6
mörk Eiríka Ásgrímsdóttir skoraði
4. Hclga Bragadótir 4, Svava Baldvins-
dóttir 3, Valdís Birgisdóttir 2 og Sig-
urrós Björnsdótir 1.
Úrslit:
ÍR-IA 22-16
Fram-Valur . . 33-17
FH-KR 27-17
Fylkir-Víkingur 20-20
Staðan:
ÍR 8 6 2 0 175-113 14
Fram 8701 175-120 14
FH 8 6 1 1 188-137 13
KR 8 2 2 4 122-140 6
Valur 8 2 1 5 124-163 5
Fylkir 8 2 1 5 134-166 5
Víkingur .... 8 1 2 5 137-158 4
ÍA 8116 105-163 3 - SÖE.
ÞRÚTTARAR SIERKARI
HK var með pálmann í höndum f bikarkeppninni í blaki
■ Þróttur, íslands og bikarmeistar-
arnir, tryggðu sér nánast bikarmeist-
aratitilinn í blaki um helgina, er þeir
sigruðu aðalkeppinaut sinn, HK í 1.
umferð bikarkeppni karla. Þróttur
sigraði eftir langan og erfiðan leik 3-2,
eftir að HK hafði sigrað tvær fyrstu
hrinurnar, og haft góða forystu í bæði
Ijórðu og fimmtu hrinu.
HK byrjaði leikinn afar vel, lék
Þrótt sundur og saman í fyrstu hrinu,
og sigraði í henni 15-3. í annarri hrinu
var meira jafnræði með liðunum, en
HK hafði þó tögl og hagldir. HK
sigraði 15-11. I þriðju hrinu kvað við
annan tón, Þróttarar náðu sér vel á
strik, en HK menn virtusti dasaðir.
Þróttur vann 15-4. í fjórðu hrinu hafði
HK undirtökin framan af, og leiddi allt
þar til í lok hrinunnar, að Þróttarar
komust yfir og sigruðu 15-12. Svipað
var uppi .á teningnum í síðustu hrin-
unni, HK hafði yfir 13-10, en seigla og
leikreynsla Þróttara kom þeim mjög
að haldi er þeir mjötluðu fram sigur
15-13, eftir langar og spennandi
skorpur. Unnu liðin boltann á víxl, og
vannst aðeins eitt stig í einu hjá Þrótti.
Það var liðsheildin sem færði Þrótti
þennan sigur. Þegar þreyta gerði vart
við sig hjá leikmönnum, var liðsheild
Þróttar sterkari, enda sami kjarninn í
liðinu nú og hefur unnið til allra titla
með félaginu síðustu þrjú árin eða svo.
HK, sem er skipað ungum og efni-
legum leikmönnum ásamt eldri og
reyndari, stóð ekki undir þeirri pressu
sem á liðinu var.
GuðmundurE. Pálsson varsterkasti
maður Þróttar í þessum leik, og þá
kom hinn ungi og cfnilegi Guðmundur
Kjærnested sterkur út. Aörir voru
góðir, sérstaklega þegar leið á. Lið HK
var mjög jafnt, Benedikt Höskuldsson
stjórnaði uppspilinu eins og hcrforingi
framan af, og Ástvaldur Arthúrsson
átti mjög góða spretti.
Fram sigraði Breiðablik 3-1 í Kópa-
vogi á eftir leik HK og Þróttar. Ekki
er vitað hvort Friðbert Traustason var
úrslitunum feginn eður ei, hann þjálfar
bæði liðin, cn leikur með Breiðabliki.
Tvcir leikir voru í bikarkeppni
kvenna, Breiðablik sló ÍS út í hörku-
leik 3-2. Leikið var í Hagaskóla,
heimaleikur Stúdínanna. Úrslit í hrin-
um urðu 4-15, 15-4, 15-12, 13-15, og
12-15. Þá sigraði Þróttur Víking 3-0,
15-13, 15-6, og 15-7.
-SÖE
Fram og Þór V
— á sigurbraut í 2. deild karla
■ Fram hcldur áfram sigurgöngu
sinni í 2. deild karla í handknattlcik,
sigraði HK 20-16 í Digranesi á laugar-
dag. Þór Vestmannacyjum sigraði ÍR
í Eyjum, 26-20, þannig að þessi lið
halda forystu sinni.
HK-menn mættu reifir til leiks gegn
Fram, og höfðu undirtökin í leiknum
framan af, höfðu yfir 8-7 í hálfleik.
Fram var svo sterkara í síðari hálfleik.
HK-menn voru mjög óhressir með
dómgæsluna í leiknum og töldu hana
sér mjög í óhag. Talsmenn Framara
voru á öðru máli.
Óslar Þorsteinsson var atkvæða-
mestur Framara í lciknum, skoraði 7
mörk, cn Hermann Björnsson skoraði
5. Guðni Guðfinnsson var markahæst-
ur HK manna með 5 mörk, en þcir
Gunnar og Rúnar Einarssynir skoruðu
3 mörk hvor.
Þór í Vestmannaeyjum sigraði IR
25-20 í Eyjum í hörkuleik. Þórarar
höfðu yfir 14-8 í hálfleik, en ÍR-ingar
bitu töluvert frá sér í síðari. Gylfi
Birgisson var atkvæðamestur Þórara í
leiknum með 8 mörk, en Ragnar
Hilmarsson skoraði 5. Atli Þorvalds-
son var langmarkahæstur ÍR-inga,
skoraði 12 mörk.
Breiðablik sótti sigur í Sandgcrði,
27-24. Ólafur Bjömsson var atkvæða-
mestur Blikanna þar, skoraði 7 mörk,
en Björn Jónsson skoraði 5. Daníel
Einarsson skoraði mest Sandgerðinga,
9 mörk.
Fylkismenn náðu jafntefii 21-21 af
miklu harðfylgi á Seltjarnarnesi,
Grótta hafði yfir 21-18. en Árbæ-
ingarnir náðu að jafna.
-sjá stöðu bls. 12-13