Tíminn - 17.01.1984, Page 13
ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 19!M
17
Pels úr sérunnum lambaskinnum og minnir helst á persneskan lambaskinnspels.
■ Herrapeysa með leðurbótum á erm-
um til hlífðar. Góð peysa í vetrarkuldan-
um. (Tímamyndir G.E.)
■ Sportlegur fatnaður fyrir ungt folk.
■ Iðnaðardeild Satnbandsins kynnti það
nýjasta í framleiðslu sinni í ullar- og
skinnavörum á tískusýningu sl. fimmtudag
í Átthagasal Hótels Sögu. Þar var fyrst og
fremst sýndur fatnaður, sem er fram-
leiddur til útflutnings, en mun jafnt og
þétt koma líka á innlendan markað.
Skinnaiðnaðurinn er elsti þátturinn í
starfsemi Iðnaðardeildar og byrjaði hann
1923. Tveir meginþættir í skinnaiðnaðin-
um er sútunin og hins vegar fullvinnsla
fatnaðar úr fullsútuðum gærum.
Á 4. hundrað þúsund lambagærur voru
fullunnar árlega og á sl. ári voru fram-
leiddar um 6100 mokkaflíkur á skinna-
saumastofunni.
Á fimm árum hefur framleiðsla full-
vinnslu sútunarinnar tvöfaldast, einnig er
um rúmlega tvöföldun að ræða á skinna-
saumastofu á sama tíma.
Nýlega var gerður samningur um sölu
10.000 skinnkápa til Sovétríkjanna, en
þar og í Skandinavíu og víðar í Norður-
Evrópu eru meginmarkaðir fyrir fullunnin
skinn og skinnavörur.
Aðalframkvæmdastjóri Skinnaiðnaðar
er Jón Sigurðarson en markaðsstjóri er
Örn Gústafsson.
Ullarvinnslan kom líka til hjá Iðnaðar-
deild á fyrstu árum hennar. Ullariðnað-
urinn er þannig byggður upp, að hann
hefur alla þætti ullarvinnslunnar til með-
ferðar, allt frá ullarlitun, þar til varan er
komin fullunnin í hendur umboðsmanns,
eða í hillur verslana hérlendis eða erlend-
is. Aðstoðarframkvæihdastjóri Uliariðn-
aðar er Sigurður Arnórsson, en markaðs-
stjóri er Þórður Valdimarsson.
Iðnaðardeildin á Akureyri hefur um
1000 manns í vinnu, og sagði Hjörtur
Eiríksson, framkvæmdastjóri, í ávarpi á
sýningunni, að framtíðarhorfur væru
góðar. Mætti starfsfólk Iðnaðardeildar
vera öruggt um sinn hag, þar sem allar
líkur bentu til aukinnar starfsemi þar,
vegna mikillar eftirspurnar eftir fram-
leiðsluvörunum og markaðslöndum færi
stöðugt fjölgandi.
Hér á síðunni viljum við gefa lesendum
Heimilistímans svolítið sýnishorn af því
sem þarna var að sjá.
■ Nappa-pelsjakki fynr dómur. Hann er ofoðraður, því að loðnan snýr inn, og er
mjúkur eins og mokkaskinnsflík, þó leðuráferð sé á jakkanum. 1‘etla e> nýjasta
vinnsluaðferðin á skinnum hjá Iðnaðardeildinni.
■ Grár mokkaskinnsjakki fyrir herra, hlýlegur og mjög fallegur.