Tíminn - 07.02.1984, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.02.1984, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1984 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurisson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiöslustjóri: Siguriur Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Óiafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv . Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðnl Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristin Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guðný Jónsdóttir Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Siðumúta 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasimi 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verð i lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Réttlæti og stöðugleiki ■ Mikið hefur verið rætt og ritað um yfirlýsingar ráðherra undanfarna daga og vikur vegna þeirra viðræðna um væntanlega kjarasamninga sem nú standa yfir. Eins og margoft hefur verið lýst yfir af ríkisstjórninni eru samningarnir frjálsir að því marki, að aðilar vinnumarkaðarins sprengi ekki þann ramma sem settur var í fjárlögum og efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar, og spilli viðleitni hennar að halda verðbólgu innan skynsamlegra og nauðsynlegra marka. Aðhaldið sem ríkisvaldið gefur samningsað- ilum er einkum það, að lýsa yfir, að verði gerðir óraunhæfir samningar, sem ekki taka tillit til þjóðartekna og efnahagsástands- ins yfirleitt, geti þeir sem að slíkum samningum standa ekki vænst þess að gengi verði lækkað eða gripið til annarra þeirra ráðstafana sem ganga á skjön við stefnuna í efnahgsmálum, og gera að engu þá viðleitni að ná verðbólgunni niður á viðráðanlegt stig. Engum er gerður greiði með því að gerðir verði samningar um kaup og kjör sem fyrirtækin fái ekki risið undir. Slíkt veldur aðeins minnkandi framleiðslu og atvinnuleysi þegar fram í sækir. Það er meira um vert að halda hjólum athafnalífsins gangandi en að semja um krónutöluhækkanir sem innistæða er ekki til fyrir. Það cr þetta sem var að er við þegar minnt er á þann ramma, sem ríkisstjórnin hefur sett sér í efnahagsmálum og varað er við þegar talað er um að ekki megi sprengja rammann. Ef stöðugt gengi og hin mikla vaxtalækkun sem átt hefur sér stað hefur þegar eflt atvinnuvegina svo, að þeir treystast til að börga hærra kaup án aðstoðar eða ráðstafana af hálfu ríkisvalds- ins, er það vel. En hins ber að gæta, að það er ekki víst að allar atvinnugreinar standi jafnvel að vígi og því verða launþegasamtök- in að gera sér grein fyrir. Enginn neitar því, að kjör hinna lægstlaunuðu eru fyrir neðan þau mörk sem samrýmast því velferðarþjóðfélagi sem allir í orði kveðnu vilja byggja upp á íslandi. Ef launþegasamtökin kærðu sig um, væri hægt að bæta kjör þeirra verst settu, ef það svigrúm sem til staðar er, verður einkum notað þeim til góða. En mikil fyrirstaða er á því að svo verði, enda reynslan sú, að sérhver launahækkun sem láglaunafólkið fær æðir upp allan launastigann og krónutöluhækkunin verður þeim mun meiri sem kaupið er hærra fyrir. Þetta er sú blákalda staðreynd sem nú er staðið frammi fyrir. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra hefur oft lýst þeim vilja sínum að svigrúmið verði nýtt til hagsbóta þeim verst settu, og er þar sammála forystumönnum láglaunahópanna. En þarna er við ramman reip að draga því allir vilja fá sinn bita af kökunni, og eru þeir ekki öfundsverðir, sem henni þurfa að skipta. Um hvort svigrúmið til launahækkana er 4% eða 6% hefur staðið allhörð rimma undanfarið og leika fjölmiðlarnir þar aðalhlutverkið. Fjármálaráðherra situr fast við sinn keip um lægra markið og hefur þá í huga kaupkröfur þeirra sem fá útborgað úr ríkissjóði og standa nú í samningaviðræðum. Telur hann að fjárlagaramminn verði sprengdur ef fyrra markinu er hnikað og hefur stór orð um afleiðingarnar ef svo fer. Forsætisráðherra hefur aftur á móti varað við afleiðingunum af óraunhæfum kjarasamningum, en telur að efnahagsstefna ríkis- stjórnarinnar hafi ekki beðið neitt skipbrot þótt aðeins sé slegið af ýtrustu kröfum þótt það sé óæskilegt. Árangur efnahagsstefn- unnar síðan í vor er betri en nokkur maður þorði að spá eða vona. Það væri mjög miður ef ekki tekst að ná því marki að ná verðbólgunni niður fyrir 10% í lok þessa árs og viðskiptahalla niður í 1%. En sveiflur í þjóðarframleiðslu og ytri skilyrðum eru miklar á íslandi og hlýtur efnahagslífið allt að einkennast af því. Um þetta leyti í fyrra deildu menn um prósentustig á bilinu 60-130, og jafnvel enn hærra. Því ætti að vera léttvægt þótt eitt eða tvö prósentustig beri einhvers staðar á milli. Aðalatriðið er að einhvers réttlætis sé gætt við útdeilingu þjóðarkökunnar og að ríkisstjórnin geti staðið við fyrirheit sín og markmið um stöðugleika í efnahagslífinu. -OÓ. skrifad og skrafað hvaða atvinnnutækifæri mundu bjóðast fyrir það fólk og samdráttur mundi verða í greinum sem þjóna landbún- aðinum. Vanda láglauna- fólks verður að leysa með öðrum hætti en þessum. Það er nauðsynlegt að að- gerðir stjórnvalda miðist við það að aðstoða landbúnaðinn yfir þá sviftingatíma og erfið- leika sem að honum hafa steðjað á síðustu árum og styðja nýjar búgreinar sem gætu styrkt atvinnuveginn í sessi. Öflugur landbúnaður cr bráðnauðsynlegur fyrir at- vinnulífið í landinu og fjöl- margar iðnaðar- og þjónustu- greinar mega ekki án hans vera." Skólagróði í sama blað skrifar Bene- dikt Vilhjálmsson um þann skatt sem borgarstjórnar- meirihlutinn í Reykjavík hyggst leggja á landsbyggð- ina. Hann segir: „Nýr tekjuliður er á góðri leið með að þrengja sér inn á fjárlög þeirra Reykjvíkinga, sem eru námsvistargjöld er dreifbýlismenn eiga að greiða fyrir að „fá" að stunda nám í höfðuborg landsins. Ekki skil ég þetta írafár dreifbýlismanna vegna þessa, því það hlýtur að hanga á spýtunni hjá Davíð borgar- stjóra, að allt nám sé verðlagt. Þannig má sann- gjarnt og eðlilegt teljast að leikskólanám sé eitthvað metið jafnframt grunnskóla- og framhaldsskólanámi. Koma verður upp einhverj- um kvóta til að meta þessa þætti, þannig að það sveitar- félag sem að lokum fær við- komandi einstakling inn á íbúaskrá greiði allan kostnað að fullu af þeirri menntun er viðkomandi hefur orðið að- njótandi að, og það á hæstu lögleyfðu vöxtum. Þannig ganga menn svo kaupum og sölum, eftir menntun og hæfni, gæti þetta orðið hin vænlegasta tekjuöflunarleið fyrir mörg sveitarfélög sem sjá á bak sínum bestu dætrum og sonum í annað byggðar- lag. Auk þess eykur þetta mjög á alla pappírsvinnu og eftirlit með menningu. Setja verður á stofn sérstakar nefndir til að úrskurða vafa- atriði um menntun og mann- gildi. Þetta stækkar báknið og færri ganga atvinnulausir, svo mér sýnist þetta vera hið besta mál hjá Davíð borgar- stjóra." Sviftingar og erfiðleikar í landbúnaði ■ Sjávarútvegsumræðan og þau vandkvæði sem steðja að þeim atvinnuvegi hefur tekið mikið rúm í opinberri um- fjöllun undanfarið. Jón Krist- jánsson ritstjóri Austravend- ir sínu kvæði í kross og skrifar forystugrein í blað sitt um landbúnaðinn og þá erfið- leika sem þar eru fyrir hendi. Jón skrifar: „Landbúnaðurinn er nú eins og ávallt áður einn af höfuðatvinnuvegum þjóðar- innar og á viðgangi hans byggist atvinnuöryggi fjölda fólk^ í sveitum og í þéttbýli. Málefni landbúnaðarins hafa farið hljóðlega undanfarið þegar rætt er um erfiðleika atvinnuveganna. Sannleikurinn er sá að tímarnir hafa verið landbún- aðinum erfiðir og kemur þar margt til. Söluerfiðleikar hafa verið á framleiðslu land- búnaðarafurða erlendis og veldur þar um innflutnings- kvótar og vaxandi framboð landbúnaðarvara í viðskipta- löndum okkar og langvarandi verðbólga innanlands sem gerir það að verkum að sífellt minni hluti framleiðslukostn- aðar hefur fengist á erlendum mörkuðum. Árferði hefur verið erfitt fyrir landbúnað á undanförn- um árum og verður það til þess að tilkostnaður við búin eykst á tímum minnnkandi framleiðslu. Síðustu ár hafa verið sífelldir vorkuldar og óþurrkar síðasta árs í blóm- legustu landbúnaðarsveitun- um eru mönnum í fersku minni. Bændur hafa brugðist við offramleiðslunni með því að veittar hafa verið víðtækar heimildir til þess að stýra framleiðslunni með kvóta- kerfi og fóðurbætisskatti. Þessar aðgerðir hafa verið framkvæmdar og framleiðsl- an hefur minnkað af þeim orsökum og vegna versnandi árferðis. Þetta hefur orðið til þess að minnka þörfina fyrir útflutningsuppbætur, þótt enn sé hún veruleg og enn sé hvatt til samdráttar í fram- leiðslu kjöts og mjólkur. Hins vegar leiðir þetta til þess að tekjur bænda minnka og eins og áður cr sagt hafa þeir þurft að mæta vaxandi tilkostnaði við búin vegna utanaðkomandi erfiðleika. Þetta veldur því að staða margra bænda er mjög erfið um þessarmundirogernauð- synlegt að létta þeim róður- inn með aðgerðum sem til dæmis felast í breytingu á lausaskuldum þeirra í föst lán, eins og í athugun er, en ekki hefur enn komist í framkvæmd. sem greitt er í ufflutnings- uppbætur og greiða það í atvinnuleysistryggingar, eða til þeirra lægst launuðu í þjóðfélaginu. Þetta mundi aðeins skapa nýjan vanda í stað þess sem þessum aðgerð- Þessir erfiðleikar í land- búnaðinum eru alveg sam- bærilegir við það sem við er að etja í sjávarútvegi með minnkandi afla og minnkandi tekjum af þeim orsökum. Heyrst hcfur í umræðunni um vanda þjóðfélagsins að það væri lausn að taka það fé um er ætlað að leysa úr. Með slíkri lagabreytingu er aðeins verið að koma því til leiðar að lækka enn tekjur bænda og slíkar aðgerðir ofan á aðra erfiðleika mundu aðeins leiða til þess að æ fleiri mundu neyðast til þess að hætta búskap, vandséð er á vettvangi dagsins Landshlutaútvarp og rás tvö ■ Ekki verður annað sagt en hin gamla og gróna stofnun Ríkisútvarpið njóti almennra vinsælda og viðurkenningar þorra þjóðarinnar. Með tilkomu sjónvarpsins á sínum tíma óttuðust margir. að útvarpið myndi falla í skuggann. Sá ótti hefur reynst ástæðulaus. Útvarpið heldur fyllilega sínu gildi og vinsældum. Hinu skal hins vegar ekki neitað, að sjónvarpið er skemmtileg viðbót við það á ýmsum sviðum, því að sagt er „að oft er sjón sögu ríkari". Mikið hefur verið rætt og ritað um landshlutaútvarp á liðnum árum. Út frá þeim umræðum spratt útvarp Akureyrar, sem hjáleiga frá aðaljörð- inni. Á starfsemi þess útibúser nú komin allgóð reynsla. ' Almannarómur er. að þar hafi mjög vel til tekist. Útvarpið frá Akureyri er mjög vinsælt um allt land og þykir hvoru tveggja, bæði skemmtilegt og ekki síður menningarlegt. undir stjórn og umsjón þess ágætis fólks, sem þar ræður ríkjum og kemur fram. Sumir telja jafnvel, að nú orki tvímæl- is, hvort „hjáleigan" sé ekki að verða að höfuðbólj. Hvað sem scgja má um það, virðist fulljóst, að landshlutaútvörp eiga fyllilega rétt á sér og muni styrkja stöðu hinna dreifðu byggða, ekki síst á sviði hvers konar menningarmála. Mín skoðun cr sú. að slíkt útvarp eigi að koma sem fyrst. t.d. frá Vestfjöröum og Austfjörðum, til viðbótar Akureyrar- stöðinni. Eftir töluverðar umræður og áróðurs- brölt tók til starfa hin svokallaða Rás tvö fyrir skemmstu. Eftir fyrirganginn hefði mátt ætla, að hér væri á ferðinni merkilegt mál til þroska þjóðarinnar. Má vera, aðeftirsvostuttan tíma.sem þetta útvarp hefur starfað. sé ekki sann- gjarnt að dæma það strangt. Hitt ervíst. að í upphafi urðu margir fyrir vonbrigð- um. Flutningur efnis mjög gegnsýrður erlendum áhrifum á heldur lágu plani og málfar sumra flytjenda óvandað. Við verðum að vona, að þetta standi til bóta, svo á þetta útvarp verði hlustað kinnroðalaust. Þóður Gíslason kennari

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.