Tíminn - 07.02.1984, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.02.1984, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1984 9 Guðmundur Magnússon fræðslustjóri „Syngjandi skóli er góður skóli“ ■ Þau hljáma sterkt þessi fögru orð í endurminningunni. Þau hittu í mark. Það var við morgunsöng í Laugarnes- skólanum í ..gamla daga". „Fyrr var oft í koti kátt" hljómaði um allan salinn, hundruð nemenda sungu af innri þörf og hlýju. Allir með. Stundum bar góða gesti að garði. Alltaf var það til hátíðabrigða. í umrætt sinn var það þáverandi fræðslumála- stjóri, Helgi Elíasson. Hann gekk léttum skrefum fram á pallinn, bauð brosandi góðan dag og hóf mál sitt með þessum orðum: „Syngjandi skóli er góður skóli“. Meira man ég ekki úr ávarpinu, enda gerist þess ekki þörf. Þetta er kjarni málsins. Hvers vegna skyldi ég rifja þetta 25 eða 30 ára gamla atvik upp? Vegna þess að slík hnignun hefur orðið í almennum söng í skólum landsins, að eigi verður við unað öllu lengur. Nú er svo komið áð 45.8% nemenda í 1 .-8. bekk hljóta enga kennslu í tónlist. Og langur vegur er frá því, að hinn hlutinn hljóti lögboðna kennslu í grein- inni nema í fáum undantekningartilfell- um. Hvernig getum við snúið þessari skuggalegu þróun við? Á 99. löggjafarþinginu árið 1977 sáu nokkrir þingmenn að hér stefndi í óefni. Fyrsti flutningsmaður var Sigurlaug Bjarnadóttir. Tillaga þeirra til úrbóta var samþykkt. Helstu atriði hennar eru þessi: 1. Undirbúningur verði hafinn „að tón- menntafræðslu í formi námskeiða eða farkennslu í þeim grunnskólum landsins þar sem engin slík fræðsla er veitt nú og verður ekki við komið með venjulegum lögboðnum hætti". 2. Starf tónlistarskóla verði tengt tón- menntafræðslu grunnskólanna. 3. Tónmenntafræðsla verði valgrein í K.H.Í.- Það er vissulega mikilvægt að hafa þessa samþykkt Alþingis á taktein- um. En hugmyndum þarf að koma í verk. Það er góðs viti að tónmennt er nú valgrein við K.H.Í. eins og tillagan kveður á um. Farkennsluhugmyndin er góð og fellur að hugmyndum okkar hér eystra til lausnar á vandamálum dreifbýlisins varðandi kennslu list- og verkmennta- greina í fámennum skólum. Fræðsluráð Austurlands samþykkti á fundi sínum 13. júní sl. eftirfarandi tillögu: „Fræðsluráð minnir á sérstöðu minnstu skólanna í umdæminu og erfið- leika þeirra að halda uppi kennslu í öllum greinum skyldunámsins. Ráðið lýsir yfir fyllsta stuðningi sínunt við þá hugmynd fræðslustjóra að koma á fót farkennslu í þeim greinum sem afskipt- astar eru og má þar til nefna íþróttir, tónlist, heimilisfræði, hand-og mynd- mennt o.fl. Það felur því fræðslustjóra að kanna þessi mál eftir föngum og koma þessari skipan á eftir því sem fjárhagur og aðrar forsendur leyfa. Bent var á að athuga bæri samsvarandi starf- semi í fullorðinsfræðslu". Leggja þarf miklu meiri áherslu en nú er gert á námskeið úti á landsbyggðinni. Þar mætti tengja saman skóla, kirkjur. kóra og önnur félög sem áhuga kynnu að hafa á þessum málum. Ég er ekki nægilega kunnugur starf- semi tónlistarskólanna til að leggja dóm á hana. En eitt er ljóst: Þeir hafa yfirleitt ekki tengst grunnskólunum með þeim hætti sem vænst var og er það miður. Þeir munu leggja mesta áherslu á hljóð- færakennslu sem auðvitað er gott útaf fyrir sig, en eftir situr grunnskólinn kennaralaus og sönglítill. Þrátt fyrir allt skal ekki örvænt. Nú þarf að láta hendur standa fram úr ermum. Vilji Alþingis liggur fyrir. Sumir vilja kenna fjölmiðlum um allt sem miður fer. Það er út í hött. Þeir eru staðreynd í lífi okkar og þeir eru og verða fyrst og síðast spegilmynd af okkar eigin gctu eða getuleysi. í stað þess að skamma fjölmiðlána eigum við að leita eftir samvinnu við þá, efla þá til góðra verka og fá þá til að taka þátt í uppeldi kynslóðanna. Þar geta söngur og tónlist yfirleitt skipað öndvegi. Ef sú skoðun styðst við rök, að fjölmiðlar hafi slævandi áhrif á þróun tónlistar í skólum, er svarið ekki það að fjargviðrast yfir því. Svarið ætti miklu fremur að vera fólgið í enn þróttmeira starfi. Betri skólum, meiri músik,almennari söng. Söngurinn er „innbyggður" í sál barnsins. Börn geta sungið, vilja syngja og hafa gaman af að syngja. Það ætti því að varða við lög að ala upp börn án söngs og Ijóða. Hverfum því aftur til fortíðarinnar í þeim skilningi að gera sönginn að al- menningseign á nýjan leik. Það væri að leggja gull í lófa framtíðarinnar. „Sönglíf er aflvaki þjóðlífs. Af streng- jum hörpunnar stökkva gneistar frelsis- ins. Fyrir mætti sigursöngvanna brestur okið. Ráði söngurinn húsum, mun þjóð- in ráða landi”. Þannig kemst Þorsteinn skáld Valdimarsson að orði í forspjalli' að Islandsljóðum, sem A.S.Í. gaf út árið 1948. Sönn orð og viturleg. Eins og nú horfir er vá fyrir dyrum. Heilar kynslóðir alast upp án tónlistarfræðslu og söngs í skólum og á heimilum með augljósum afleiðingum. Með samstilltu átaki getum við snúið þessari öfugþróun við og verðum að gera það. Öll kreppukjaftæði vísa ég út í ystu myrkur. Áhugi, skilningur og vilji er allt sem þar. Þjóðin hefur ævinlega risið hæst, þeg- ar erfiðleikar hafa steðjað að henni. Svo hlýtur einnig að verða nú. menningarmál Stríðssaga Evrópu 1870-1970 Brian Bond: War and Society in Europe, 1870-1970. Fontana Paperbacks 1984. 256 bls. ■ Þessi bók er þriðja ritið í fimm binda flokki um áhrif styrjalda á evrópskt samfélag. Þeirra tveggja bóka, sem þeg- ar hafa komið út í röðinni, War and Society in Revolutionary Europe, 1770- 1870. eftir Geoffrey Best. og European Empires from Conpuest to Collapse. 1815-1960. eftir V. G. Kiernan. hefur þegar verið getið hér í blaðinu. Höfundur þessa rits. Brian Bond, er einn af fremstu stríðssögufræðingum breskum. Hann er kennari við Kings's College í Lundúnum og hefur þegar samið nokkur rit um styrjaldar- og hernaðarsögu, þ.á,m. eitt um hernað- arpólitík Breta á millistríðsárunum. í þessu riti greinir höfundur fyrst frá stvrjöldum. sem Evrópumenn tóku þátt í á sjöunda áratug 19. aldar, ogfjallar unt áhrif þeira og eftirköst. Því næst er kafli um tvo síðustu áratugi 19. aldar er Evrópuþjóðirnar hervæddust hver í kapp við aðra þótt allt ætti að heita kyrrt á yfirborðinu. í þriðja kafla er rakinn aðdragandi fyrri heimsstyrjaldarinnarog fjórði kaflinn er unt stríðið sjálft og heitir einfaldlega Armageddon, 1914-18. Þá er ýtarlegur kafli um millistríðsárin. sem höfundur telur hafa verið vopnahlé, og þá er annar um heimsstyrjöldina síðari, 1939-1945. Loks er frdðlegur kafli um Evrópu eftirstríðsáranna, 1945- 1970. Eins og í fyrri bókum í ritröðinni er hér lögð áhersla á að skýra frá cðli styrjaldanna og áhrifum þeirra á hinn almenna borgara. Hann ber saman styrj- aldirnar, greinir frá ólíkum vopnabúnaði í hverri og einni og lýsir afstöðu þjóðar- leiðtoga til annarra þjóða, vopnaskaks- ins og til sinna eigin þjóða. Að lestrinum loknum munu lesendur gera sér þess glögga grein, hve gífurlegur munur er á stríðsrekstri og áhrifum styrjalda á óbrcytta borgara nú á dögum, eða fyrir hálfri annarri öld. Þá, „í gamla daga" kom stríðið næsta lítið við aðra en hermennina og það fólk, sem var svo ■ Bókarkápa. ólánsamt að búa í næsta nágrenni víg- vallanna. Aðrir.t.d. íbúarstórborganna vissu lítið um styrjaldirnar nema af afspurn og högnuðust oft á þcim, ef eitthvað var. Nú á dögum láta stryjald- irnar aftur á móti engan ósnortinn og vopnatæknin er orðin slík, að aðeins þarf að þrýsta á einn hnapp til að eyða gjörvallri heimsbyggðinni. í þeirri miklu umræðu, sern staðið hefur að úndanförnu um vopnabúnað, stríðshættu og frið, geta bækur sem þessi orðið þarft innlegg. Þær sýna okkur glögglega, hve langt mannskepnan cr komin á sjálfseyðingarbrautinni og ckki síður, hvernig hún hefur komist svo langt. Jón Þ. Þór. ■ Jón Þ. Þór skrifar um bækur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.