Tíminn - 07.02.1984, Blaðsíða 12
ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1984
Kvenfélagið Hringurinn
í Reykjavík var stofnað
26. janúar 1904 og átti
því nýverið 80 ára af-
mæli. í tilefni af þessum
tímamótum héldu Ríkis-
spítalarnir, Hrings-
konum veglega veislu,
en þær hafa sem kunn-
ugt er verið mikilvirkar
við að styrkja ýmislegt
starf Ríkisspítalanna,
þó að einkum sé starf
■ Þessi litla hnáta segist vera orðin það hress, að hún þurfi í rauninni ekki lengur á sjúkrarúmi að halda. Öðru máli gegni með dúkkuna hennar, henni veiti ekkert af
að leggja sig, a.m'.k. smástund.
Hringurinn 80 ára:
„Hringskonur hafa ekki fyrr
náð einum áfanganum en þær
leggja af stað í þann næsta
þeirra við Barnaspítala
Hringsins þekkt. í sam-
sætinu tóku til máls
Davíð Á. Gunnarsson,
forstjóri Ríkisspítal-
anna, Víkingur H. Arn-
órsson, prófessor, yfir-
læknir Barnaspítala
Hringsins, Sigríður
Johnson formaður
Hringsins, Friðrik Soph-
usson, formaður stjórn-
arnefndar Ríkisspítal-
anna, Páll Ásgeirsson,
fyrilæknir Geðdeildar
við Dalbraut og Hertha
Jónsdóttir, hjúkrunar-
framkvæmdastjóri.
Af mælisbarnið af hendir
gjöf
■ Við þetta tækifæri afhentu Hrings-
konur Banraspítala Hringsins ný tæki til
að bæta aðstöðuna til umönnunar mjög
veikra barna. Auk þess tilkynntu þær að
væntanleg væri frá þeim fjárveiting til
endurnýjunar á tækjum á nýburadeild,
svokallaðri vökudeild. Alls nemur and-
virði þessara gjafa kr. 1.5 millj. króna,
en á síðastliðnu ári gáfu þær hringskonur
1.8 milljón krónur til tækja- og hús-
gagnakaupa á Barnaspítalann og Geð-
deildina á Dalbraut.
Hringurinn upphaflega
stofnaður til aðstoðar
berklasjúklingum
Víkingur H. Arnórsson yfirlæknir
rakti afrekaskrá Hingskvenna í ræðu
sinni í samsætinu. Við báðum hann að
segja okkur örlítið nánar frá starfi félags-
ins. Hannfræddiokkur um eftirfarandi:
Kvenfélagið Hringurinn var stofnað
1904 og fóru konurnar strax að láta sig
líknarmálefni varða. Fyrst beindu þær
verkum sínum alfarið að berklasjúkl-
ingum, t.d. að greiða sjúkrahúskostnað
fyrir þá, því að á þeim tíma þurftu
sjúklingarnir að greiða hann sjálfir. En
þegar berklavarnarlögin voru sett 1921.
tók ríkið að sér að greiða sjúkrahúsdvöl-
ina. Þá fóru konurnar út í það að útvega
þeim einhvern samastað á eftir, þar sem
þeim var gefið tækifæri til að ná sér. Þá
settu þær upp hæli í Kópavogi, Kópa-
vogshæli, sem opnað var 1926.
Kópavogshælið og
búrekstur
Það var ætlað berklasjúklingum í
afturbata, en riðlaðist dálítið, af því að
það var svo mikill skortur á rúmum fyrir
berklaveika. Það fór því svo, að þegar
ekki voru fyrir hendi sjúkrarúm á
Vífilsstöðum fyrir berklaveika, var
brugðið á það ráð, þar sem sami yfir-
læknirinn var á báðum stofnunum. Helgi
Ingvarsson, yfirlæknir, að sjúklingar
voru lagðir inn á Kópavogshælið. Það
fór því svo árið 1939, að konurnar gáfu
ríkinu hælið með öllum innanstokks-
munum.
-■ Það leggst enginn inn á sjúkrahús sér til ánxgju, en ekki eru allar stundir þar daprar stundir. Hér er matmálstími á bamaspítalnum og mæðurnar em að aðstoða
litlu { sjúklingana við borðhaldið. Mikil áhersla er lögð á að mxðurnar geti sem mest verið með bömum sínum á meðan á spítalavistinni stendur.