Tíminn - 07.02.1984, Blaðsíða 11

Tíminn - 07.02.1984, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1984 15 skák Texti: Jón Guðni Skýringar: Jóhann Örn Sigurjónsson 7. umferð: TOPPBARÁTTAN í ALGLEYMINGI ■ „Þar féll Noregur", varö einhverj- um að orði, þegar jafnteflismaskínan Knezevic tapaði skák sinni við de Firmian í 7. umferð Búnaðarbanka- mótsins á sunnudag, en eins og áður hefur komið fram í þessum dálkum þykir það sæta jafnmiklum tíðindum ef júgóslavneski lögfræðingurinn tapar skák eins og ef hann vinnur. Nú vilja margir meina að hann sé búinn að tapa fyrir þetta árið og geti aðrir skákmenn á mótinu hætt að gera sér vonir um vinning gegn honum, aðrar skákir hans þetta árið verði jafntefli. Annars verður undirritaður að gera þá játningu að aðrar skákir umferðar- innar, en á milli Helga Ólafssonar og Piu Cramling fóru hreinlega fram hjá honum. Þaðvarekki vegna áhugaleys- is heldur kom þar til að aðstaðan í salnum er afar slæm fyrir áhorfendur vegna þrengsla, þegar jafn mannmargt er og á sunnudaginn, maður verður hreinlega að sitja þar sem maður er niður kominn. En Helgi og Pia voru tvö í efsta sæti fyrir umferðina og því eðlilegt að menn reyndu að koma sér þar fyrir sem hægt var að fylgjast með uppgjöri þeirra. Fram til þessa hefur Pia haldið andstæðingum sínum nánast í bónda- beygju skákirnar á enda og hafa and- stæðingarnir' mátt þakka fyrir hvern hálfan vinning. Nú snerist dæmið við, Pia hafði hendur sínar að verja. Þetta abcdefgh Jóhann Hjartarson Hvítur lék biðleik BINAÐARBA1VK4 SKÁKMÓT 1984 Shamkowich abcdefgh Sævar Svartur lék biðleik Jón Kristinsson abcdefgh Alburt Svartur lék biðleik var flókin stöðubarátta og það kom í ljós að áhorfendur voru ekki meira en svo með á nótunum um hvað var að gerast í höfðum keppendanna. Strax eftir byrjunarleikina þóttust allir sjá sæng Piu upp reidda, og að hún mætti pakka saman og gefa á hverju augna- bliki. Um það var aldrei að ræða, staða hennar var þrengri, en traust og Pia stóðst álagið, þegar tíminn var að hlaupa frá henni. Um biðstöðuna og skákina að öðru leyti vísast til skýringa Jóhanns Arnar hér á síðunni. Það er af öðrum skákum að segja að Margeir og Guðmundur gerðu jafn- tefli, en aðrar skákir fóru í bið. Jón L. er tveim peðum undir í biðskák sinni við Jóhann Hjartarson, þetta er ekki mót Jóns. Athygli vekur að Alburt stendur verr ef eitthvað er gegn Jóni Kristinssyni að flestra dómi, tafl- mennska Alburts hefur verið fremur veikburða á mótinu. Sævar er talinn standa heldur verr gegn Shamkovic. Annars geta menn spreytt sig á því að dæma biðstöðurnar sjálfir. -JGK Hvítur: Helgi Ólafsson Svartur: Pia Cramling Robatsch-vöm. 1. d4 g6 2. e4 Bg7 3. c3 d6 (Þessi vörn var mikið tefld af frammúrstefnu- skákmanninum L. Paulsen, fyrir rúmri öld. Síðar hefur austurríski stórmeist- arinn Robatsch, tekið hana upp á sína arma, og rannsóknir hans hafa tengt byrjunina nafni hans. Að allri upp- byggingu líkist þetta mjög Pirc-vörn, nema hvað svartur bíður aðeins með að leika riddaranum til f6. Skarpasta leiðin þykir vera 3. c4, en Helgi velur traust framhald sem ekki þykir gefa hvítum neitt sérstakt.) 4. Bg5 (Önnur leið er 4. f4 Rg6 5. e5 Rd5, Kurajica : Wudovic, Júgóslavía 1969.) 4. . h6 5. Bh4 Rf6 6. Rb-d2 es 7. dxe5 dxe5 8. Rg-f3 De7 9. Bc4 0-010.0-0 a511. Hel Rb-d7 12. Bfl He8 13. Rc4 Dc5 14. Dd2 a4 15. Ha-dl (Hvítur hefur tekið lífinu með ró, og nú þykir Piu tími aðgerða kominn.) 15.. b5!? (Tvíeggj- að framhald, hvítur fær áþreifanleg skotmörk sem peðaveikleikinn leiðir af sér.) 16. Ra3 a6 17. Rc2 Bb718. c4! Bf8 (19. Dd6 hefði gefið hvítum mun betra tafl, og því kemur svartur í veg fyrir þetta.) 19. a3 Db6 20. Dc3! (Hótar 21. Rxe5 Hxe5 22. Bxf6.) 20. . He6! (Gerir við ógnuninni. Ef nú 21. Rxe5? Rxe5 22. Bxf6 Hxf6 23. Dxe5 Dxf2t.) 21. Rb4 Hc8 22. Rd3 Bg7! (Biskupinn hefur lokið ætlunar- verki sínu á f8, og snýr nú aftur á sinn rétta stað. Peðið á e5 er óbeint valdað.) 23. Hcl Rh5! (Sænska stúlkan hefur teflt erfiða vörn af mikilli nákvæmni. Hún er þó í nokkru tímahraki, en tekst þó að halda í horfinu.) 24. b3 bxc4 25. Dxc4! (Leikið til þess að fá fjarlægt frípeð.) 25. . Dxb3 26. Dxb3 axb3 27. Hc3 c5 28. Hxb3 Ba6 29. Hc3 Rf4 30. Rb2 (Ekki 30. Rxf4? exf4 31. Hc2 Bxfl 32. Kxfl g5 og vinnur.) 30. . Bxfl 31. Kxfl f6 32. Rd2 Ha6 33. f3 Re6 34. Bf2 Hc-a8 35. Rb-c4 Hb8 36. Hc-cl Rd4 37. Hbl Hxbl 38. Hxbl Ha7 39. Hal Bf8 40. Hbl Be7 41. Kel Biðskák. Svartur leikur biðleik. 8. umferð: PIAMBHMNA BKtSKAK MÓT1ALBURT ■ Það tekur því auðvitað varla að nefna það að Pia Cramling tefldi skemmtilega sóknarskák gegn Alburt og er með kolunna biðstöðu og má því enn kallast hetja kvöldsins, að vísu skyggir nokkuð á að Alburt tefldi afar veikt og fékk sérdeilis álappalega stöðu þegar t byrjuninni, sem hann telst raunar einn helstur sérfræðingur í. Þá vann Jóhann Hjartarson Sævat Bjarnason og er þar með kominn í toppbaráttuna og áfangi að alþjóð- legum meistaratitli er innan seilingar hjá honum. De Firmian og Shamkovic sömdu um jafntefli eftir skemmtilegar sviftingar með gagnkvæmum máthót- unum. Einnig sömdu Helgi og Knez- evic fljótt jafntefli og sömuleiðis Margeir og Jón L. Árnason. Skák Jóns Kristinssonar og Guðmundar Sigur- jónssonar fór í bið og er Jón skiptamun undir, eftir að hafa misreiknað sig í tímahraki en fram til þess hafði hann haft heldur vænlegri stöðu. í dag verður 9. umferðin tefld á Hótel Hofi. Þá eigast við Guðmundur og Pia Cramling, Helgi og Shamkovic, Alburt og Knezevic, de Firmian og Jóhann Hjartarson, Sævar og Jón L. Árnason og Margeir og Jón Kristins- son. Ekki hefur verið greint hér frá úrslitum biðskáka, sem tefldar voru á laugardag, en þar gerðu Pia og de Firmian jafntefli, sömuleiðis Jóhann og Shamkovic. Biðskák Alburts og Margeirs var frestað og verður hún tefld á miðvikudag með öðrum bið- skákum. Staðan er nú þannig að de Firmian er efstur með 5 vinninga, næstir koma Helgi Ólafsson og Jóhann Hjartarson með 4Vi vinning og eina biðskák hvor og þá Pia Cramling með 4 vinninga og tvær biðskákir. Hvítur: Pia Cramling Svartur: Lew Alburt Alechines vörn. 1. e4 Rf6 2. e5 Rd5 3. d4 d6 4. Rf3 g6 5. Bc4 dxe5 (Alburt breytir til frá skák sinni við Jón L. fyrr í mótinu, en þar lék hann 5. . Rb6 með framhaldinu 6. Bb3 Bg7 7. Rg5 e6.) 6. dxe5 c6 7. Rc3 Be6 (Ekki 7. . Rxc3?? 8. Bxf7t og drottningin fellur.) 8. Rg5 Bg7 9. f4 Rd7 10. Bxd5 cxd5 11. Be3 ( Ef 11. Rxd5 Rxe5.) 11. . Rb6 12. Rxe6 fxe6 (Alechine-sérfræðingurinn hefur lokið fyrsta kafla skákarinnar, og uppskorið heldur óhrjálega stöðu. Bisk- upinn á g7 er aumingi, og peðaveikleik- inn á e6 heldur drungalegur.) 13. Bd4 Rc4 14. b3 Ra3 15. 0-0 Hc8 16. Hf2 Da5 17. Dd3 b5 18. Hcl b4 19. Re2 Rb5 20. c3! (Liður í mjög snjallri áætlun.) 20. . bxc3 21. a4! Rxd4 22. Rxd4 (Nú fer þrýstingurinn á e6 að segja til sín.) 22. . Kd7 23. h4! (Ekki mátti leyfa svörtum að losa um sig með 23. . g5.) 23. . Hc5 24. Hf-c2 Hh-c8 25. Kf2 (Svartur er nánast í leikþröng, og hvítur getur lagað stöðu sína enn frekar í rólegheitum.) 25. . Db4 26. Ke3 Bxe5!? (Líkt og gegn Jóni L. grípur Alburt til djarflegrar mannsfórnar, þegar hann er að verða undir í stöðubaráttuni. Með fórn þessari er spilað upp á tímahrak Píu, sem átti eftir um 10 mínútur fyrir síðustu 14. leikina.) 27. fxe5 Db8 28. Kf2! (Ekki 28. Rf3 Dxb3 og svartur fær slatta af peðum fyrir manninn.) 28. . Dxe5 29. Hel Hf8t 30. Rf3 Dh2 31. Dd4 Hc7. 32. Hxc3! (Pia lætur tímahrakið ekki trufla sig, og teflir vörnina af hörku.) 32. . Hxc3 33. Dxc3 Dxh4f 34. Kgl (Nú er 35. Re5t drepandi, þannig að svartur verður að fórna skiftamun til viðbótar.) 34. . Hxf3 35. gxf3 d4! 36. Dd2! (Ekki 36. Hdl? Dg3t 37. Kfl Dh3t 38. Kel Dhlt 39. Ke2 Dxcdlt 40. Kxdl dxc3 og svartur vinnur.) 36. . Dg3t 37. Kfl Dxf3t 38. Df2 Dh3t 39. Ke2 e5 40. Df3 Dh2t 41. Kd3 Db2 42. Dd5t Ke8 og hér lék hvítur biðleik. Jóhann Hjartarson. Hvítur: Jóhann Hjartarson Svartur: Sævar Bjarnason Frönsk vörn. 1. e4 e6 2. d4*d5 3. Rd2 Rf6 4. e5 Rf-d7 5. Bd3 c5 6. c3 Rc6 7. Re2 cxd4 8. cxd4 f6 9. exf6 (Ekki er talið hagkvæmt að leika 9. Rf4 Rxd4 10. Dh5t Ke7 11. Rg6t hxgó 12. exfót Rxf6 með betri stöðu á hvítt.) 9. . Rxf6 10. 0-0 Bd6 11. Rf3 0-0 (Einnig hefur verið leikið 11. . Dc7 12. Rc3 a6 13. Bg5 Rg4 14. h3 með betra tafl á hvítt. Hutchins : Keene, 1975.) 12. Bf4 Bxf4 13. Rxf4 Dd6 14. g3 Bd7 15. Hel Ha-e8 16. Re5 He7 17. Hcl Be8 18. h4 Db4 19. Rf3 Dd6 (Svartur hefur tapað tíma, og það þolir hægfara staða hans ekki.) 20. Bbl e5 21. dxe5 Rxe5 22. Rxe5 Hxe5 23. Dd4 Hxclt 24. Hxe 1 Bd7 (Þar fýkur peð, en hótanirnar voru orðnar of margar.) 25. Dxa7 Db4 (Enn er drottningin komin á þennan reit, en þarna gefst lítill friður.) 26. Rd3 Dd5 27. Dd4 Bg4 28. Re5 Bc8 29. a3 Hc8 30. b4 Be6 (Svartur á í erfiðleikum með að finna mönnunum samastað.) 31. Bc2! Hc8 32. a4 De8 33. Bb3 Hc7 34. a5 Dc8 35. b5 Hc3 abcdefgh (Gefur hvítum kost á snoturri fléttu sem vinnur skiptamun.) 36. Rc6! Hxc6 (Eftir 36.. Hxb3 37. Re7t fellur drottningin.) 37. bxc6 Dxcó 38. Ba4 Dd6 39. Da7 Re4 40. Dxb7 h6 41. a6 og svartur gafst upp. Guðmundur Sigurjónsson Jón Kristinsson Hvítur lék biðleik

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.