Tíminn - 10.02.1984, Side 2
FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1984
Skýringar: Jóhann Örn Sigurjónsson
10. umferd:
Verðug úrslitaskák
Jóhann Hjartarson og Helgi Ólafsson í upphafl skákar sinnar í gær.
Tímamvnd Róbert
■ Þeir sem viðstaddir vora næst síð-
ustu umferð Búnaðarbankamótsins í
gærkvöldi voru allir sammála um eitt,
að skákin milli tveggja efstu manna
mótsins, Jóhanns Hjartarsonar og
Helga Ólafssonar hefði verið verðug
úrslitaskák. Báðir tefldu af geysilegri
hörku og lögðu allt sitt undir, enda
höfðu báðir allt að vinna, ekki síst
Helgi sem náði aðeins jafntefli í
biðskákinni fyrr í gær. Eftir miklar
sviftingar í lok setunnar, þar sem Helgi
virtist vera að yflrspila andstæðinginn
með svörtu mönnum fór skákin í bið
og er ekki vitað um úrslit þegar þetta
/2\ BÍNAÐARBANKA
ý!ív
1&/SKÁKMÓT m
1984
er skrifað, en fljótt á litið virtist
Jóhann hafa náð heldur betri stöðu.
Hvað um það skákin var báðum tfl
sóma, þama mættust þeir tveir sem
hafa sýnt besta og ömggasta tafl-
mennsku á mótinu.
Það segja þeir sem gerst mega vita
að mikill munur sé á taflmennsku Piu
Cramling eftir því hvort hún teflir hvítu
eða svörtu, árásargjarn stíll hennar
njóti sín betur þegar hún stýrir hvítu
mönnunum, en byrjunarkunnátta sé
ekki hennar sterkasta hlið. Hún hafði
hvítt í gærkvöldi móti Margeiri Péturs-
syni og eyddi geysilegum tíma í að
byggja upp sóknarstöðu í byrjuninni.
Hún virtist vera að uppskera árangur
erfiðisins í miðtaflinu, en átti þá aðeins
hálftíma á 20 leiki. Margeir komst í
vandræði og eyddi í um klukkutíma á
tvo leiki og náði gagnfærum og biðstað-
an er óljós, en gæti jafnvel verið heldur
hagstæðari fyrir Margeir. En undirrit-
aður er illa svikinn ef ekki á eftir að
koma í ljós að Pia hafi einhvers staðar
misst af öruggri vinningsleið, það var
eins og hik kæmi í taflmennsku hennar
þegar allir bjuggust við að hún léti til
skarar skríða.
Guðmundur Sigurjónsson komst
ekki áleiðis gegn Knezevic og sömdu
þeir um jafntefli. „Þetta er einhver
mesta jafnteflisstaða sem ég hef séð,“
varð sessunaut mínum að orði, þegar
hann virti fyrir sér lokastöðuna á
sýningartöflunni.
Skák Sævars og de Firmian var afar
áhugaverð. Sú árátta grípur áhorfend-
ur á skákmótum um það bil sem skákir
eru hálfnaðar að fara að spá ákaft um
gang mála næsta klukkutímann eða
svo og um áttaleytið í gærkvöldi hefði
Sævar átt að fara heim og hætta ef
hann hefði tekið mark á spádómum.
Það gerði hann hins vegar ekki, skákin
fór í bið og eru jafnmörg peð á
borðinu, en Sævar hefur tvo hróka
móti drottningu Bandaríkjamannsins.
Líklega jafntefli, en slíkar stöður
þykja vandtefldar með afbrigðum.
Skák Shamkovic og Alburts fór
einnig í bið, hinn rúmlega sextugi Sham-
kovic þreyttur eftir tvær átakabiðskák-
ir sem hann tefldi í 7 tíma í fyrradag
og áfram í gær var peði undir í
endatafli þar sem mislitir biskupar eru
á borðinu.
Það er aðeins að geta um skák Jóns
L. Árnasonar og Jóns Kristinssonar,
en þeir nafnar sömdu um jafntefli
fremur snemma kvölds.
- JGK
Sýnishorn frá gærkvöldinu
Hvítur: Pia Cramling
Svartur: Margeir Pétursson
Sikileyj aleikur
1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4
g6 5. c4 (Maroczy-bindingurinn svo-
nefndi. Svipaðar stöður koma oft upp
í enska leiknum.) 5. . Bg7 6. Be3 Rf6
7. Rc3 0-0 8. Be2 d6 9.0-0 Bd710. Hcl
Rxd4 (Önnur leið er 10. . a6 11. Rb3
Re5, Darga: Taimanov, Havana
1964.) 11. Bxd4 Bc6 12. Dd3 (12. f3
tekur allt útsýni frá biskupnum á e2.)
12.. a5 13. f4 a414. Khl Da5 15. De3
Rd7 16. Bxg7 Kxg7 17. Bg4 Dc5 18.
De2 Rf619. Bh3 (Eftir 19. Bf3 væri e5
enn öflugri leikur.) 19. . e5 20. f5 g5
(Djarflega leikið, en svartur vill ekki
opna f-línuna) 21. Bg4 h6 22. h4I?
Hh8! 23. Bh5 Kf8 24. Rd5 Bxd5 25.
cxd5 Da5 26. Hc4 b5 27. Hc3 Ke7 28.
Hf-cl Ha7 29. Bf3 Hd7 30. a3 Hb8 31.
Hc6 (Hindrar 31. . b4? 32. Ha6.) 31..
Dd8 32. Del Dg8 33. Db4 Hb-d8
(Hótunin var 34. Hxd6 Hxd6 35. Hc7t
Rd7 36. Hc6.) 34. Be2 gxh4 35. Hb-c3
Dg5 36. Bxb5 Hg8 37. Bfl Df4 38. Hc7
Hg-d8 39. Del Rxe4 40. H7-c4 Rg3t
41. Kgl og svartur lék biðleik.
Hvítur: Jóhann Hjartarson
Svartur: Helgi Ólafsson
Spánski leikurinn.
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4
Rf6 5. 0-0 Be7 6. d4 (Tilbreyting frá 6.
Hel sem er löng og mikil teoría, oft
upp í eina 20-25 leiki.) 6. . exd4 7. e5
Re4 8. Rxd4 0-0 9. Rf5 d5 10. Bxc6
bxc6 11. Rxe7t Dxe7 12. Hel (Enn
fylgja þeir félagar bókinni. Hér er
gjarnan leikið 12. . f6 13. G Rg5 14.
Rc3 Bf5 15. exf6, en Helgi breytir til).
12.. He8 13.13 Rd6 14. b3 f6 15. Bb2
RI7 16. f4 fxe5 17. fxe5 Bf5 18. Rc3
Ha-d8 (Ekki dugði 18.. Rxe5 19. Rxd5
cxd5 20. Dxd5t og hvítur vinnur lið.)
19. Dd4 Rg5 20. Ra4 Re6 (Ef 20. .
Bxc221. Ha-cl, oghvíturvinnurpeðið
aftur, og fær gott spil eftir c-línunni.)
21. Dd2 d4! (Kemur betra lagi á
nokkuð tætingslega peðastöðuna, og
eykur svigrúm svarta biskupsins.) 22.
Hfl Hf8 23. Ha-el Bg6 24. Bcl! (Nú
skal riddarinn á a4 komast í spilið,
með Rb2-d3.) 24.. Hxflt 25. Hxfl h6
26. Rb2 Rg5 27. Rd3 Re4 28. Da5!
(Hart gegn hörðu. Hvítur hefur auga-
stað á a6-peðinu, en við fall þess fengi
hvítur hættulegt frípeð á línunni.) 28.
. Rc3 29. Rf4 Be4 (Svartur lætur
c2-peðið eiga sig, enda farinn að tefla
upp á kóngssókn, með góðan sóknar-
biskup.) 30. Hel c5 31. Dxa6 Dxe5 32.
Bd2 Kh7 33. a4 Hd6 34. Dc8 Hf6 35.
g3 Dd6 (Nú virðist 36. Bxc3 dxc3? 37.
Hxe4 vinna mann, en svartur leikur
36.. Hxf4, og er kominn með vinnandi
sókn.) 36. a5 Bc6 37. He6! (Trúlega
eini varnarleikurinn, fundinn í miklu
tímahraki beggjá keppenda.)
37. . Hxf4! (Ef nú 38. Hxd6?? Re2
mát!) 38. Bxf4 Dd5 39. Hxc6 Dxc6 40.
Df5t Kg8 og hvítur lék biðleik.
Hvítt: Shamkovic
Svart: Alburt
Hvítur lék biðleik
Hvítt: Sævar Bjamason
Svart: de Firmian
Hvítur lék biðleik
abcdefgn
SÍÐUSTU
FRÉTTIR
■ Margeir Pétursson vann Piu
Cramling, í gærkvöldi þegar biðskákir
voru tefldar. Shamkovic og Alburt
gerðu jafntefli, en skák Sævars og de
Firmian fór aftur í bið, sömuleiðis
skák Jóhanns og Helga. Staðan í skák
þeirra síðastnefndu var þá þannig:
Hvítur lék biðleik.
Taflið verður tekið upp aftur
kl. 13.00 í dag.
Staðan í Búnaðarbankamotinu fyrir síðustu umferðina
Búnaðarbankaskákmót 1984 1 2 3 4 5 6 i 8 9 10 n 12 Vinn. Röð
1 Pia Gramling 'U / % •U Yz 0 / 0 0 / €
2 Knezewich •tz Vz Vz Yz 0 Yz O 'k / •u V'/z
3 Shamkowich O Yz Yz 1 h Vz Vz Yl / lk 5>/z
4 Johann Hjartarson U h Vz t 1 l h •u 1 VktB
5 Sævar Bjarnason lk % 0 0 'iz o •k 0 D Zí3
6 de Firmian liz l Vz o h t •iz 0 1 5+6
7 Helgi Olafsson l Vt h l/z ^S •k •it h t /
8 Alburt Ú l 'k *h ,o Vi h •/t v« o
9 Guðmundur Sigurjonsson / Vz 0 V •h ]tz 'lz •u / 'U
10 Margeir Pétursson 1 •tz XU lh l •/? 'lz •/t / 'U uu
11 Jon Kristinsson O 0 '/* / 0 o (/z o 0 •u ZVz
12 Jón L. Arnason 0 lk Vi o / ö l h •k ‘k V'/í