Tíminn - 10.02.1984, Síða 5

Tíminn - 10.02.1984, Síða 5
FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1984 m f réttir VARÐSKIPSMENN FUNDU 1V0 BROT ÚR ÞYRLUSPAÐA TF-RAN ■ Varðskipið Týr hefur undan- farið verið á Jökulfjörðum að leit að braki úr TF Rán sem þar fórst fyrir þrem mánuðum. Varð- skipsmönnum tókst að ná upp tveim brotum úr þyrluspaða vél- arinnar, með aðstoð neðansjá- varmyndavéla og kom skipið til hafnar í Reykjavík á miðviku- dag. Að sögn Kristjáns Jónssonar stýrimanns á Tý var skipið úti á Jökulfjörðum í viku en vegna veðurs var ekki hægt að sinna leitinni nenia þrjá samfellda daga. Hann sagði að leit á Jökulfjörðum yrði haldið áfram og lögð áhersla á að fínna hurð þyrlunnar en hugsanlegt er talið að þar megi fínna skýringar á slysinu þegar þyrlan fórst. ■ Stefán Hjartarson með neðansjá- varmyndavél sína. Myndavélin sendir mynd á sjónvarpsskerm og upptökutæki sem tekur upp myndirnar. Tímamynd Árni Sæberg ■ Róbert D. Jensen sjómælingarmaður, setur upp mælingartæki, svokallaða míniraggera, á Höfðaströnd, með hjálp varðsliðsmanna. Mælingatækin eru notuð til að mæla fjarlægðir og eru mjög nákvæm. Sett eru upp tvö slík tæki og móðurstöð í varðskipinu mælir síðan fjarlægðina á milli þeirra. ■ Brakið úr þyrluspaðanum sem varðskipsmenn náðu upp af Jökulfjörðum. Tímamynd Árni Sæberg ■ Mælingarbátur frá varðskipinu var notaður til að draga neðansjávarmyndavélina eftir botninum og sjást víramir úr henni til nægri. vélarinnar stendur til hægri. Stefán Hjartarson, eigandi Tímamynd Kristján Jónsson Putte Pan fær að sigla: Utgerðin lagði fram tryggingu — fyrir ógreiddum launum íslenskra sjómanna ■ Útgerð Putte Pan, danska sand- dæluskipsins sem kyrrsett var í Hafn- arfjarðarhöfn fyrir um tveimur vikum að kröfu Sjómannasambands íslands, hefur nú lagt fram 1,2 milljón króna tryggingu fyrir launum 10 íslenskra sjómanna, sem ekki höfðu fengið laun sín greidd fyrir vinnu um borð. Par með er farbanni aflétt af skipinu og búist er við að það láti úr höfn von bráðar og haldi áleiðis til Danmerkur. Skipið hefur verið hér á landi í tæp tvö ár og var það fyrst í leigu hjá fyrirtækinu Djúpverki, sem notaði það til að dæla sandi víðs vegar um landið. Djúpverk hf. stóð ekki í skilum við áhöfn skipsins og höfðaði hún mál gegn fyrirtækinu í haust sem leið. Námu kröfurnar tæpri milljón. Sjóveðréttur fylgir ráðningum á skip hvort sem eigandi þess eða einhver annar ræður áhöfn. Þess vegna þurfti danska útgerðin að leggja fram trygg- inguna til að aflétta farbanninu þótt skuldarinn væri íslenskt fyrirtæki. -Sjó SINDRA O II . Rafsuðu vélar BOC TFANSARC [X300 OG 400 Jafnstraumsrafsuðuvélar, 300 og 400 A. Nota þriggja fasa straum 220/380/420 V Sjóða rafsuðuvír allt að 6.3 mm Auðvelt að breyta í hlífðargasrafsuðuvélar með föstu skauti TIG. Akaflega auðveld suða, jafnvel fyrir byrjendur vegna góðs kveikjueiginleika Vélarnar eru á hjólum og með handföngum — ótrúlega smávaxnar vélar Pósthólf 881, Borgartúni 31, 105 Reykjavlk, slmi: 27222, bein llna: 11711. Kvöld og helgarsfmi: 77988.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.