Tíminn - 10.02.1984, Page 7

Tíminn - 10.02.1984, Page 7
FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 19S4 Þræðirnir milli Svíþjóðar og Dallas ■ Hinir og þessir leyniþræðir liggja milli Svíþjóðar og Dallas. Alkunna er að höfuðpaurinn, sjálfur JR, eríeinkalífínu kvænt- ur sænskri konu og hefur verið það lengi, og nú hefur upplýstst, að Howard Keel, sem fór með hlutverk Clayton Farlow, þess sem virtist ætla að verða tengda- faðir Sue Ellen um hríð, tengist líka Svíþjóð, þó að með mjög óbeinum hætti sé! Howard Keel hefur alla tíð verið kvennagull hið mesta, enda átti hann langan frægðarferil í kvikmyndaheiminum, m.a. sem söngstjarna, áður en hann fór að helga sig leik í sjónvarpi. Hann átti því ekkert erfitt með að setja sig í spor Claytons, sem heillaði hina fögru Sue Ellen, en sem kunnugt er á hún oftast fullt í fangi með að verjast ásókn karlmanna. Og m.a.s. ættmóðir Ewinganna, Ellie, féll í stafí yfír töfrum hans og bar blak af honum, þegar JR lagði allt kapp á að eyðileggja allt fyrir honum. Það er því ekki furða, þó að ástarævintýri liðinna áratuga séu farin að falla í gleymsku hjá honum. En nú fyrir skemmstu komst hann höndum yfír sænskt blað og þar rakst hann á mynd af konu, sem hann rámaði í að hafa einhvern tíma séð áður. Nafnið, Lilian prinsessa, kom honum þó ókunnuglega fyrir sjónir, og ekki áttað hann sig neitt betur, þegar hann var upplýstur um, að hún væri eiginkona Bertils Svíaprins, föðurbróður Karls Gústafs konungs. En smám saman fór að renna upp fyrir honum Ijós. Það var fyrir 45 árum, sem hann varð yfír sig ástfanginn af ungri enskri stúlku, þegar hann var á ferð í London. Stúlkan hét Lilian Craig. Howard bar upp bónorð við hana, en var kurteislega vísað á bug. Lilian sagði hjarta sitt þegar tilheyra öðrum, þó að hún reyndar vissi, að sá maður fengi aldrei aö giftast sér. 40 árum síðar fékk Bertil prins leyfi Karls Gústafs bróðursonar síns, sem þá var orðinn faðir ríkisarfa, til að ganga að eiga Lilian, en hún hafði beðið hans trygg og trú allan tímann. Próto- kollinn leyfði ekki að prinsinn giftist konu af borgaralegum ættum, fyrr en tryggður var erf- ingi að krúnunni. ■ í 40 ár mátti Lilian Craig bíða eftir því að fá að ganga að eiga elskhuga sinn, Bertil Svíaprins. En þolinmæðin þrautir vinnur allar og sá tími rann upp, að þau fengu að eigast með fullri sæmd. fleiri erlendar og innlendar myndir en hafa verið sýndar áður og hátíðin hefur fengið geysilega umfjöllun í fjölmiðlum þannig að við höfðum vonast eftirmeiri aðsókn. Þaðerreynd- ar hörð samkeppni á ýmsum vettvangi eins og t.d. frá sjön- varpi og ekki sýst vídeóinu. Þeg- ar erfitt hefur verið um vik að komast að heiman í færð eins og verið hefur undanfarið, siturfólk frekar heima við videóið en að fara út í bæ til að sjá kvikmyndir þótt góðar séu.“ - Eru myndirnar á hátíðinni e.t.v. of margar? „Ég hef nú heyrt þessu flevgt áður. En tilfellið er að þó við höfum aðeins 8 daga erum við með fjóra sali í Regnboganum til umráða og getum því sýnt æði margar myndir á hverjum degi. Og tilgangur kvikmyndahátíðar hlýtur að vera sá að gefa fólki sem mest val. Við erum með myndir frá 15 þjóðlöndum. bæði ntyndir sem höfða til fjölda fólks og einnig myndir sem höfða frekar til þeirra sem sækja kvik- myndir af lífi og sál. Og þær myndir sem fengið hafa tiltölu- lega bestu aðsóknina hafa verið sýndar mjög oft.“ -Hvaða myndir hafa fengið besta aðsókn til þessa? „Best sóttu myndirnar eru sýn- ist mér Querelle, Teiknarinn, Örlög Júlíu og Kona undir á- hrifum. Þá hefur Áhættuþóknun og myndir John Waters verið mikið sóttar. Myndir Waters verða sýndar oftar nú á seinni hluta hátíðar- innar og síðan eru nokkrar myndir sem enn hafa ekki verið teknar til sýningar, t.d. Síðasta nótt í Alarno." Ég vil gjarnan nota tækifærið og minnast á gesti kvikmynda- hátíðarinnar sem allir hafa verið góðir gestir, og þá ekki sýst þessir erlendu blaðamenn sem hingað hafa komið. Þeir hafa kynnt sér íslenska kvikmynda- gerð og ætla að skrifa um hana í nokkur bestu fagblöðin í sviði kvikmyndagerðar sem til eru í heiminum. Ef þessi kvikmynda- hátíð verður til að vekja áhuga erlendis á íslenskum kvikmynd- um er markmiðinu náð.“ GSH erlent yfirlit ■ MITTERRAND forseti Frakklands hefur að undanförnu ferðazt milli höfuðborga þátt- tökuríkjanna í Efnahagsbanda- lagi Evrópu. Hann gerir það ekki sem forseti Frakklands heldur sem formaður í ráðherra- nefnd bandalagsins. þar sem þjóðarleiðtogar bandalagsríkj- anna eiga sæti. Næsti fundur í nefndinni verður í marzmánuði. Þjóðarleiðtogarnir skiptast á um formennsku í nefndinni. Kjörtímabil þeirra er sex mánuðir í senn. Mitterrand gegnir for- mennskunni um þessar mundir. Það erindi, em Mitterrand er að reka. er vissulega mikilvægt. Hann er að reyna að koma í veg fyrir, að bandalagið verið lýst gjaldþrota. Vegna ágreinings þátttöku- ríkjanna um það, hvernig eigi að skipta kostnaði við bandalagið milli þátttökuríkjanna, hefur ekki tekizt að afla því nægra tekna til að mæta útgjöldum. Þess vegna vofir gjaldþrotið yfir. Það, sem á mestan þátt í þessu, er hin miklu framlög, sem bandalagið innir af hendi til landbúnaðarins í þátttökuríkj- unum. Það hefur ekki náðst samkomulag um að draga úr þeim. Þau ríki, sem njóta minnst af framlögum, neita að borga það, sem á þau er lagt. Þess vegna blasir við, að Efnahags- ■ Skrifstofubygging Efnahagbandalagsins í Brússel Fyrrverandi rædismadur íslands í erfiðu hlutverki Verður Efnahagsbandalagið gjaldþrota hjá Thorn? bandalagið verði orðið gjald- þrota áður en leiðtogarnir hittast í marz. ÞAÐ er Gaston Thorn frá Lúxemborg, sem gegnir nú fram- kvæmdastjórastarfinu hjá Efna- hagsbandalaginu. Hann tók við því í júlí 1980 eftir harða sam- keppni. Þar sem Thorn er mörg- um Islendingum kunnur, þykir rétt að rifja hér upp feril hans, eins og það var gert í erlenda yfirlitinu 10. júlí 1980: „Bak við tjöldin hefur að. undanförnu staðið mikill styr um hver eftirmaður Roy Jenkins sem framkvæmdastjóri Efna- hagsbandalagsins ætti að verða. Um skeið þótti Daninn Finn Gundelach einna líklegastur til að hreppa hnossið, en síðan ítalinn Filippo Maria Pandolfi og Belgíumaðurinn Davignon, en Thorn var talinn alveg úr spilinu, því að Frakkar voru á móti honum. Thorn sýndi hins vegar þá, eins og oftar, að hann er laginn diplomat. Hann náði fyrst stuðn- ingi Benelux-landanna þriggja, síðan Ira. Dana og Itala. Eftir það bættust svo Bretar og Vesl- ur-Þjóðverjar í hópinn. Frakkar stóðu einir uppi að lokum og urðu að beygja sig. Á fundi ráðherranefndarinnar 22. þ.m. mun endanlega gengið frá útnefningu Thorns sem for- manns framkvæmdanefndarinn- ar frá næstu áramótum. Ástæða er til þess fýrir íslend- inga að fagna kosningu Thorns í þetta váldamikla starf, en hann var íslenzkur konsúll í Lúxem- borg í sjö ár áður en hann varð ráðherra. GASTON Thorn á orðið lang- an stjórnmálaferil að baki, þótt han sé ekki nema 51 árs, fæddur 3. september 1928. - Fyrstu afskipti Thorns af stjórnmálum voru þau, að hann tók þátt í mótspyrnuhreyfing- unni gegn Þjóðverjum, þegar han var 15 ára gamall og höfðu þeir hann í haldi um skeið. Lúxemborg var hernumið af ■ Gaston Thorn Þjóðverjum á heimsstyrjaldarár- unum. Thorn stundaði síðan laganám við Sorbonne-háskólann í París, en enginn háskóli er í Lúxem- borg. Jafnframt giftist hann þekktri hlaðakonu, Liliane Petit. Hún er sögð bera ábyrgð á því að hann hóf þátttöku í stjórnmái- um. Þetta gerist að sögn með þeim hætti, að 1957 komu fulltrúar Frjálslynda flokksins heim til þeirra hjóna og fóru þess á leit, að Thorn yrði í framboði til borgarstjórnar. Thorn var sjálfur ekki heima, en kona hans sam- þykkti framboðiö fyrir hans hönd að honum forspurðum. Tveimur árum síðar, 1959, var Thorn fyrst kosinn á þing, þá 30 árá, og er hann yngstí maður, sem átt hefur sæti á þinginu í Lúxemborg. Skömmu síðar var hann kjörinn á þing Efnahags- bandalagsins. Þar hlaut hann það 'v'erkefni að fylgjast með málefnum Afríkuríkja og gerði hann það svo dyggilega, að um skeið gekk hann undir nafninu Afríku-Gaston. Árið 1961 varðThorn kjörinn formaður Frjálslynda flokksins. Hann varð utanríkisráðherra 1969 og gegndi því starfi í fimm ár. Árið 1974 varð hann bæði forsætis- og utanríkisráöherra. Þessu.starfi gegndi hann til 1979, en þá beið flokkur hans ósigur í þingkosningum. Thorn varð utanríkisráðherra í samsteypu- stjórn, sem þá var mynduð. Þórarinn Þorarinsson, ritstjori, skrifar Auk ráðherrastarfanna, hefur Thorn gegnt mörgum ábyrgðar- störfum á alþjóðlegum vett- vangi. Hann var forseti allsherj- arþings Sameinuðu þjóðanna 1975-1976. Hann hcíur verið formaður í alþjóðasamtökum frjálslyndu flokkanna. Nú er hann formaður samtaka þessara flokka á þingi Efnahagsbanda- lags Evrópu. Hann stefndi að því að verða forseti þingsins, en Frakkar komu í veg fyrir það með því að tefla fram kvenskör- ungnum Simone Veil. ÞAÐ er vandasamt hlutverk, sem bíður Gastons Thorn, þegar han tekur við formennsku í frantkvæmdanefnd Efnahags- bandalagsins: Mörg viðkvæm deilumál eru óleyst og sum þess eðlis, að þau gætu valdið alvar- legum klofningi. Þá verður sennilega til meðferðar í stjórn- artíð hans að ganga frá inngöngu fjögurra ríkja, eða Grikklands, Tyrklands, Spánar og Portúgals. Það mun koma Thorn að góðu haldi, að hann er reyndur samn- ingamaður. Hann erekki sérlega mikill fyrir mann að sjá, en framkoma hans er viðfelldin og vekur traust. Hann sækir mál sitt með lagni og verður oftast vel ágengt. Það hjálpar honum á alþjóðlegum vettvangi, að hann er góður málamaður. Hann.er sagður jafnvígur á frönsku, þýzku og ensku. Eins og áður segir, var Gaston Thorn ræðismaður íslands í Lúx- emborg í sjö ár áður en hann varð utann'kisráðherra, en eftir að hann var kjörinn þingmaður. Raunar sagði hann ekki starfinu lausu fyrr en eftir að hann var búinn að véra utanríkisráðherra í þrjá mánuði. Ræðismannsstarf- ið í Luxentborg heyrði þá undir sendiráð íslands í París og var Pétur Thorsteinsson sendiherra þar um þetta leyti." Gaston Thorn hefur á margan hátt reynzt vel sem fram- kvæmdastjóri Efnahagsbanda- lagsins, þótt honum hafi ekki tekizt að jafna hinn mikla ágrein- ing ríkjanna og því stefnir bandalagið í gjaldþrot.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.