Tíminn - 10.02.1984, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.02.1984, Blaðsíða 8
8 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristin Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. ' Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guðný Jónsdóttir Ritstjóm skrif stofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Sími: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. | Verð í lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Japanir og landbúnaðarmálin ■ Pað var vel ráðið af íslenzkum iðnrekendum að fara í kynnisferð til Japans og afla sér þann'ig með eigin augum meiri þekkingar á starfsháttum Japana í iðnaði. Japanir hafa eftir síðari heimsstyrjöldina náð þeim árangri, að þeir standa nú flestum eða öllum framar á mörgum sviðum iðnaðar. Þótt aðstæður séu að ýmsu leyti aðrar þar en hér, má vafalítið mikið af þeim læra í iðnaði. En það er hægt að læra af Japönum á fleiri sviðum. Það er ekki minnst lærdómsríkt hvernig þeir standa vörð um landbúnað sinn. Japan er ekki sérstaklega gott landbúnaðarland. Japanir hafa bætt úr þessu meö háþróuðum landbúnaði miðað við kringumstæður. Síðan Japanir efldust sem iðnaðarþjóð og iðnaðarvörur þeirra hafa rutt sér til rúms víða um heim, hafa þeir sætt gagnrýni sökum þess, að þeir leyfa ekki frjálsan innflutn- ing. Viðskiptaþjóðir þeirra, eins og Bandaríkjamenn, kunna því illa, að Japanir auka stöðugt innflutning til Bandaríkjanna, en leyfa ekki innflutning til Japans í neitt svipuöum mæli. Einkum gagnrýna Bandaríkjamenn það harðlega, að Japanir takmarka mjög innflutning á landbúnaðarvörum frá Bandaríkjunum, enda þótt þær séu oft ódýrari en. japönsku landbúnaðarvörurnar. Bandaríkjamönnum þykir þetta eiginlega skrítið, því að það ætti að vera Japönum augljós hagnaður að kaupa ódýrar landbúnaðarvörur frá Bandaríkjunum og mega í staðinn auka þangað innflutning á iðnaðarvörum. Japanir eru á öðru máli. Þeir telja sig hafa reynslu af því, að þeim sé nauðsynlegt að geta fætt sig sem mest af afurðum landsins. Landbúnaðurinn sé einn grundvöllur sjálfstæðis þeirra og afkomu. Iðnaðurinn geti aldrei komið í stað hans. Jöfnum höndum verði að þróa þessa tvo 'mikilvægu atvinnuvegi. Pótt verðlag á innfluttum landbúnaðarvörum sé lágt nú, viti enginn hvað lengi það helzt. Samkeppnin sé hörð á iðnaðarsviðinu og þótt Japönum vegni þar vel nú, sé engin vissa fyrir því að það haidist. Efnahagslegt öryggi Japans verði bezt tryggt með því, að landbúnaðurinn eflist samhliða iðnaðinum. Ef landbún- aðurinn yrði fyrir áfalli og fólk streymdi úr sveitum til borganna, hlytist af því röskun, sem ekki yrði bætt. Borgarvandamálið sé þegar orðið nóg í Japan. Pað er fróðlegt að fylgjast með því, hvernig ein mesta iðnaðarþjóð heimsins hugsar í þessum efnum. Misnotkun ■ Pað er rétt, að Framsóknarflokkurinn hefur ekki verið því fyigjandi að ríkisfyrirtæki eða erlend fyrirtæki ættu aðild að samtökum vinnuveitenda. Vinnubrögð verkalýðsfélaganna hafa hins vegar breytt viðhorfinu frá því, sem áður var. Straumsvíkurverkfallið er augljósasta dæmið um það. Par er reynt að knýja fram samninga við erlent fyrirtæki áður en gengið er frá almennum kjarasamningum í því skyni að skapa fordæmi fyrir miklu meiri kauphækkunum en íslenzkur atvinnurekstur þolir. Hér er verið að misnota það, að erlend fyrirtæki eða ríkisfyrirtæki eru utan samtaka vinnuveitenda. Slík misnotkun leiðir óhjákvæmilega til stefnubreyting- ar. P.P. FOSTUDAGUR 10. FEBRUAR 1984 skrifað og skrafaö Álagning á að vera í samræmi við stöðu efnahagsmála ■ Böðvar Bragason vara- þingmaður Framsóknar- flokksins í Suðurlandskjör- dæmi ritar grein um stöðu efnahagsmála og Iaunamála í Þjóðólf: „Verðbólgan er komin niður í 10% á ári. í leiðinni hafa laun í landinu lækkað um 14-25% allt eftir því hverjir halda um reiknings- stokkinn. Á þessu ári er rætt um að svigrúm verði fyrir 4% almennri launahækkun. Þetta er sú mynd sem við blasir eftir að efnahagsráð- stafanir ríkisstjórnarinnar fóru að segja til sín. Ekki eru allir á eitt sáttir urn ágæti þessara ráðstafana og þarf engan að undra. Um eitt eru menn þó sammála og það er að allir verði að taka tillit til þessara aðgerða og afleiðing'a þeirra og haga ákvörðunum sínum í fjárhagsefnum í sam- ræmi við það. Ríkinu hefur sæmilega tekist að miða út-. gjöld sín á árinu 1984 við þessar staðreyndir og skorið niður í samræmi við skert gjaldþol almennings. Al- menningur eyðir minni fjármunum á þessu ári og hefur ekki um það frjálst val, því launin hafa verið lækkuð. Þá er komið að sveitarfél- ögunum að haga sínum mál- um í samræmi við allra hag, en þau hafa eins og kunnugt er heimild til þess að fá í sveitarsjóði allt að 12,1% af heildartekjum einstakling- anna. Forstöðumenn ríkis- valdsins hafa ekki treyst sér til þess að ákveða hve út- svarsprósentan skuli vera há að þessu sinni en hafa beint þeirri eindregnu ósk til sveit- arstjórna að þær hagi sínum málum í samræmi við stöðu efnahagsmála í landinu og sérílagi í samræmi við efna- hag þeirra sem eiga sveitar- sjóðina, en það eru einmitt gjaldendurnir. Öllum er Ijóst að í minnkandi verðbólgu þá á álagningarprósentan að lækka en menn greinir á um hve mikið. Forstöðumaður Þjóðhagsstofnunar segir að 8,5-9% útsvar í ár gefi sama og 12,1% á síðasta ári. Um þetta má deila en sannleikur- inn verður aldrei langt frá 9%. Álögur sveitarfélaganna þyngjast Nú skyldi maður halda að málið væri útkljáð. En því er ekki að heilsa. Stærsta sveit- arfélag landsins, Reykjavík, hefur riðið á vaðið og lagt á 11% útsvar í ár og önnur eru þegar í kjölfarinu með svip- aða prósentu. Það er því ljóst að álögur til sveitarsjóðanna munu þyngjast á árinu 1984 frá því sem verið hefur og það í árferði þegar enginn einstaklingur getur í raun og veru bætt á sig byrðum. Rök- in fyrir þyngingu útsvars eru helst þau að fjárhagsstaða sveitarfélaganna hafi versnað svo á undanförnum árum að nauðsyn sé til að vinna nú þar á móti. Víst þarf í framtíðinni að rétta við hag sveitarsjóð- anna en það verður ekki af viti gert á sama tíma og gjaldendur eru með nær tóma vasa. Rétt hefði verið að þessu sinni að miða útsvarið við 10% með fyrirvara um aðstoð ríkisins við þau sveit- arfélög sem verst væru sett. Vonandi er að einhver sveit- arfélög hafi aðstæður til þess að fara að tilmælum ríkis- stjórnarinnar í þessum efnum. Hverjir eru láglaunamenn? Hverjir eru láglauna- menn? Það eru þeir sem í dag hafa undir 15 þúsundum á mánuði. Hversu fjölmennir ' eru þeir? Þeir eru a.m.k. 15% af vinnufæru fólki í þjóðfélaginu. Hvar er aðal- lega barist fyrir hagsmunum þessa fólks? Það er í verka- Iýðshreyfingunni. Hvernig hefur hún staðið sig í þeirri baráttu? Tölurnar hér að ofan svara því, svo og niður- stöður kjarasamninga síð- ustu ára þar sem láglauna- mönnum hefur ætíð verið att fram sem fótgönguliði en for- ingjarnir og þeir betur settu staðsett sig að baki víglín- unnar, reiðubúnir að úthluta þeim árangri sem ynnist. Sú úthlutun hefur því miður orð- ið þannig að skammt hefur orðið milli stríða. Nú hyllir undir ný átök um kaup og kjör. Ef þau verða með hefðbundnum hætti þá munu þeir verst settu af laun- þegum lítið fá í aðra hönd því þær hækkanir sem þeim tekst að knýja fram munu innan skamms einnig falla þeim tekjuhærri í skaut og allt mun síðan falla í sama farið og áður með hækkandi verðbólgu. Hér þurfa ný tök og nýjar aðferðir að koma til. Sú ríkisstjórn sem af illri nauðsyn varð að skerða lífs- kjör í landinu um sinn á að hafa forgöngu um að sjá til þess að það sem fyrst verði til skiptanna fari til þeirra sem þurfandi eru en að hinir bíði um sinn. Þetta getur ríkis- stjórnin gert með samkomu- lagi við verkalýðshreyfing- una og notað til þess trygg- ingakerfið og skattheimtuna. Með þeim hætti væri hægt að koma kjarabótunum til skila. Þessum pistli vil ég Ijúka með því að vísa til orða tveggja verkalýðsleiðtoga, þeirra Aðalheiðar Bjarn- freðsdóttur og Bjarna Jakobssonar, en þau eru í fyrirsvari fyrir twþ.b. 6000 manns sem eru í verkalýðs- félögunum Iðju og Sókn í Reykjavík, en félagsmenn þeirra eru nær allir með undir 15 þúsund kr. mánaðarlaun. Þau sögðu i viðtali þann 15. janúar sl.: Við höfum alveg misst trú á að þessu fólki verði hjálpað í gegnum kjarasamninga og raunar óttumst við að yrðu lágmarkslaun hækkuð upp í 15 þúsund krónur í samning- um þá fengju hinir betur launuðu samsvarandi pró- sentuhækkanir upp eftir öllum launastiganum. Á meðan efnahagsvandi þjóð- arinnar allrar er leystur, má ekki láta láglaunafólkið fá prósentuhækkun og alla hina margfaldar launahækkanir ofan á sín laun.“ Félag fasteignasala nýstofnað: „Hugmyndin að fólk fái sömu þjónustu hjá öllumá< ■ Hugmyndin með stofnun Félags fast- eignasala er m.a. sú að fólk fái sömu þjónustu hjá öllum þeim fasteignasölum sem í félaginu eru, þ.e. að starfs- og viðskiptahættir verði samræmdir", sagði Magnús Axelsson, formaður hins nýlega stofnaða Félags fasteignasala á fundi með fréttamönnum. Sem dæmi um ó- samræmi sem átt hafi sér stað nefndi hann að þegar byrjað var að uppreikna verðtryggð lán Húsnæðisstofnunar og fleiri komu upp ýmiss vandamál vegna þess að fasteignasalar notuðu ekki sömu aðferðina við þennan uppreikning. Meðal þess sem félagið hyggst vinna að er að auka öryggi og stuðla að heilbrigðum viðskiptaháttum við fast- eignasölu. Að gangast fyrir upplýsinga- miðlun til almennings og fjölmiðla um fasteignaviðskipti og þróun fasteigna- verðs á hverjum tíma. Og að standa vörð um hagsmuni og réttindi félagsmanna og stuðla að auknu samstarfi þeirra. Félags- menn geta þeir einir orðið sem hafa lögmæt réttindi tilað kalla sig fasteigna- sala og hafa fasteignasölu að aðalstarfi. Félagsmenn hyggjast auðkenna fyrirtæki sín með merki félagsins í auglýsingum sínum. Magnús sagði það staðreynd að í Reykjavík séu starfandi fasteignasölur sem þeir í félaginu teldu ekki reknar á réttum grundvelli. Fyrst og fremst eigi ' þeir þá við fasteignasölur hverra ábyrgð- armenn eru ekki starfandi á viðkomandi sölu heldur jafnvel í fullu starfi annars- staðar. Magnús tók fram að það væri ekki á færi félagsmanna að skipta sér af slíkum rekstri hjá öðrum. Fyrsti aðalfundur F.F. var haldinn í endaðann janúar. í stjórn félagsins auk Magnúsar eru: Atli Vagnsson, lögfr., Dan V.S.Wiium, lögfr., Viðar Böðvars- son, viðksiptafr., og Þórólfur Halldórs- son, lögfr. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.