Tíminn - 10.02.1984, Side 10
FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1984
10
FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1984
11
íþróttir
umsjón: Samúel Öm Erlingsson
'3
Suðurnesja-
slagur í kvöld
- í úrvalsdeildinni
í körfuknattleik
■ 1 kvöld cr enn einn Suöurnesja-
slagurinn í körfuboltanum, nú hcim-
sækja Njarövíkingar Keflvíkinga. Ekki
cr að efa, aö í leiknum vcrður hart barist
að venju, og ekkert gefið eflir fyrir
troðfullu húsi.
Njarðvík og Keflavík léku síðast í
úrvalsdeildinni um síðustu helgi, og var
það annar leikur liðanna. Sá leikur hafði
verið færður af 6. janúar. í báðum fyrri
viðureignum liðanna hefurNjarðvík haft
bctur. Spurningin er bara hvort Kcflvík-
ingum tekst að snúa þeirri þróun við, í
fyrra sigruðu Keflvíkingar í öllum viður-
eignum liðanna, en nú eru Njarðvíkingar
ofaná... - SÖE
í Kópavoginn?
- Stjaman og KA
v
keppa í kvöld
■ í kvöld er cinn leikurí 1. deild karla
i handknattleik, Stjarnan far KA frá
Akureyri í hcimsnkn í Digranes, hið
stórmyndarlega íþróttahús Kópavogs-
búa sem tekið var í notkun í haust.
I.eikurinn hefst kl. 20.
Lcikur þcssi er gífurlega mikilvægur
fyrir bæði liðin. KA bráðvantar stig í
botnbaráttunni, og Stjörnuna bráðvant-
ar líka stig, í baráttunni um sæti í
fjögurra liða úrslitunum.
KA hefur verið á mikilli upplcið
undanfarið, og átl mjög sannfærandi
leiki, þött stigasöfnun hafi verið rýr.
Stjarnan hefur átt gloppótta leiki að
undanförnu, og allt útlit er því fyrir
spennandi leik í Kópavoginum.
í annarri deild eru tveir leikir í kvöld.
Grótta fær Þór frá Vestmannaeyjum,
toppliðið í deildinni í hcimsókn á Scl-
tjarnarnesið, og hefst leikurinn klukkan
20. Á sama tíma lcika í Sandgerði
Rcynir og ÍR, og þar er botnbarátta
annarrar deildar í algleymingi. - SÖE
ÍR hefur
átta stiga
forystu
■ Einn lcikur var í 1. dcild kvenna í
körfuknattleik síðastliðið mánudags-
kvöld. ÍR vann Njarðvík í Njarðvík
54-51, og hefur nú átta stiga forskot í 1.
deild kvenna.
Staðan er þessi:
ÍR........ 14 12 2 687-564 24
ÍS ....... 12 8 4 550-485 16
Haukar.... 12 7 5 555-401 14
Njarðvík.... 13 5 8 460-532 10
Snæfell .... 11 3 8 344-439 6
KR ...... 12 2 10 405-547 4
- SÖE
Firmakeppni
HK
- í handbolta
17.-19. febrúar
■ Handknattleiksfélag Kópavogs mun
halda fvrirtækja og hópakeppni í hand-
knattleik í íþróttahúsinu Digranesi í
Kópavogi 17.-19. febrúar nk. Mun verða
keppt í riölum, og minnst fjórir leikir á
lið í riðli, 2x10 mínútur. Keppnirsrétt
hafa starfshópar fyrirtækja, cða frí-
stundahópar. Ekki mega vcra fleiri 1.
deildarleikmenn en tveir í hverju liði.
Uppiýsingar og skráningar verða gefnar
og teknar í síma 46752 (Þorsteinn Ein-
arsson) kl. 14-18 á sunnudag, og í síma
40751 (Finnur Kristinsson) á mánudag
klukkan 14-18. - SÖE
Kastljós í kvöld:
Lyfjanotkun
íþróttamanna
- Ingólfur Hannesson
fjallar um málið
■ Ingólfur Hannesson, íþróttafrétta-
maður sjónvarps mun í kvöld sjá um
innlendan hluta Kastljóss í sjónvarpi
klukkan 21.20. Ingólfur mun fjalla um
lyfjanotkun íþróttamanna, mál sem hef-
ur verið mjög ofarlega á baugi í íþrótta-
heiminum undanfarin ár.
Ingólfur mun ræöa við þá Alfrcð
Þorsteinsson formann lyfjacftirlits-
nefndar íþróttasambands íslands, Sig-
urð Geirdal framkvæmdastjóra Ung-
mennafélags íslands og Pál Erlendsson
gcðlækni. Að auki mun Ingólfur fjalla
um vandamálið vítt og brcytt. - SÖE
Njarðvík
sló ÍR út
-úr bikarkeppni kvenna í
körfu
■ Njarðvikurstúlkurnar í körfuknatt-
leik gerðusérlítiðfyrirogslóguefstuliðið
í 1. deild, ÍR, út úr bikarkeppni KKÍ, í
Seljaskóla, á miðvikudagskvöld. Loka-
tölurnar voru 47-40, eftir að staðan í
hálfleik var 19-15, fyrir ÍR. Stigahæst
hjá UMFN, var Helga Friðriksdóttir
með 15 stig, cn Guðrún Gunnarsdóttir
skoraði 12 stig fyrir ÍR.
í undanúrslitum í kvennaflokki leika
UMFN og ÍS, og ÍR bog Haukar. -BL
KR-ingar
liðlegir
■ Leik KR og Víkings í 1. deilil karla
í handknattleik, sem vera átti næstkom-
andi sunnudagskvöld í Laugardalshöll,
hefur verið flýtt frain á laugardag, og
mun hcljast klukkan 12.45 í íþróttahúsi
Seljaskóla.
Ástæðan er sú, að Víkingar halda
hátíðlega árshátíð sína, téðan laugar-
dag. Fóru því handknattleiksmenn í
Víkingi fram á það við keppinauta sína
í KR að fá leiknum flýtt, enda hcima-
leikurinn KR-inga í þessu tilviki. Reynd-
ist það auðsótt mál, KR-ingar voru
liðlegir og vildu allt fyrir Víkinga gcra.
Leikurinn er því á laugardag, og Víking-
ar gcta farið á árshátíð sína án þcss að
kvíða morgundeginum. Víkingar sem
Tíminn hafði samband við töldu þetta
mikið drengskaparbragð hjá KR-ingum
og til eftirbreytni. _ §ÖE
Norðfirðingar
enn efstir
- í sa-riðli 2. deildar í blaki
- jafnt í kvennadeildinni
■ Keppni er nú jöfn og spennandi í 1. deild
kvenna í hlaki, sérstaklega eftir að Stúdínur
lögðu Völsungsstúlkurnar að velli um helgina
syðra 3-0. Staðan cr þessi:
ÍS ........... 12 10 2 32-12 20
Völsungur..... 10 8 2 21- 6 16
Breiðablik.... 12 7 5 26-29 14
Þróttur....... 10 5 5 18-19 10
KA ............ 9 2 7 8-21 4
Víkingur......11 0 11 3-33 0
I annarri deild karla voru nokkrir lcikir uin
síðustu hclgi. 1 Suðausturlandsriðli lcku
Þróttarar frá Ncskaupstað við Samhygð og
Breiðablik. Austanmenn töpuðu 0-3 fyrir
Samhygð. en unnu Brciöablik 3-1. Staöan í
riðlinum:
Þróttur...........8 5 3 18-14 10
Samhygð.......... 7 4 3 14-10 8
HK 2 ........... 8 4 4 16-14 8
Breiðablik........7 2 5 8-17 4
( Norðurlandsriðli voru tveir leikir. KA
vann Sk tutafclag Akurcyrar 3-0. og Rcyni-
vík vann KA2 3-0. Staðan:
KA ........... 8 7 1 23 4 14
Reynivík..........7 6 1 19- 5 12
Skautafélag.......8 3 5 9-17 6
KA 2 ........... 9 0 9 2-27 0
- SÖE
w sm ^issmmt*,. m^c
Þegar Essen sigradi Grosswallstadt 17:14
— Kiel tapaði
-Frá Gísla Á Gunnlaugssyni íþróttafrétta-
manni Timans í v-Þýskal:
■ Alfrcð Gíslason var í v-þýska blað-
inu Express talinn langbesti maður vall-
arins, er lið hans, TUSEM Essen sigraði
topplið Bundesligunnar í handknattleik,
Grosswallstadt 17-14 í fyrrakvöld. Al-
freð skoraði 7 mörk í leiknum, og hlýtur
mikið lof fyrir leik sinn.
FRAM VAR STERKARA
■ Erla Rafnsdóttir ÍR, er hér í
harðri baráttu, í ieik ÍR og Fram í
gærkvöld. Það er Sigrún Blómstur-
berg sem tekur óþyrmilega á henni,
Fram vann í leiknum 29-21.
Tímamynd Róbert
STAÐAN
■ Staðan í 1. deild kvenna í handknatt-
£ ^ __ _ __ -. leik eftir leikina í gærkvöld er nú þessi.
I TOPPUPPGJORINU g-
— sigraði ÍR 29:21 í 1. deild kvenna í handknattleik vfkmgur;!; 10 2 21172-192 ”
5 mörk og Sigurrós Björnsdóttir og ^R . 10 2 2 6 157-184 6
ValdísBirgisdóttirskoruðu3mörkhvor. Valur....... 8 2 1 5 124-161 5
Hjá KR skoraði Sigurborg Sigurþórs- Eylkir. 8 2 1 5 134-167 5
dóttir 5 mörk og Karólína Jónsdóttir 4. Akranes. 9 2 1 6 128-182 B
- BL
■ Tveir mjög mikilvægir ieikir voru í
1. deild kvenna í handknattleik í
gærkvöld. Tvö efstu lið deildarinnar
Fram og IR mættust og í botnharáttunni
léku Víkingur og KR.
Leikur Fram og IR var mjög vel
leikinn og mættu karlmennirnir margt af
stúlkunum læra. Þessum mjögsvomikil-
væga leik lauk með sigri Framstúlknanna
sem skoruðu 29 mörk, en IR-stúlkurnar
gerðu21. Staðan íhálfleikvar 13-12 fyrir
Fram. í góðu liði Fram var Guðríður
Guðjónsdóttir best, hún skoraði 13
mörk, þar af 5 úr vítaköstum. Margrét
Blöndal átti einnig ágætan leik og skor-
aði 5 mörk.
Hjá ÍR var Ingunn Bernódusdóttir
mjög góð, hún skoraði 10 mörk og Erla
Rafnsdóttir skoraði 7.
Með þessum sigri hafa Fram-stúlkurn-
ar nú náð tveggja stiga forskoti á ÍR í
toppbaráttunni í 1. deild kvenna, í
handknattleik.
Annar leikur var í gærkvöld, Víkingur
og KR mættust, en sá leikur var mjög
mikilvægur í botnbaráttu deildarinnar.
Víkings-stúlkunum tókst að merja
tveggja marka sigur 16-14 og þar með
eru þær komnar með 6 stig eða jafn mörg
og KR. Þar sem Víkings-stúlkurnar eru
með hagstæðara markahlutfall en KR,
þá teljast þær í fjórða sæti deildarinnar,
en KR-stúlkurnar eru í fimmta sæti. Á
þessu sést glöggt hve þessi sigur var
Víkings-stúlkunum mikilvægur, þar sem
þær færast úr áttunda og neðsta sæti
deildarinnar, í það fjórða.
Markahæstar hjá Víkingi í leiknum í
gær voru þær Eiríka Ásgrímsdóttir með
ÍS vannUMFG
— í 1- deildinni í körffu 75:74
■ Einn leikur var í 1. deild karla í
körfuknattleik, í gærkvöld, ÍS vann
Grindavík, í íþróttahúsi Kennaraháskól-
ans, með eins stigs mun 75-74.
Fyrri hálfleikur var mjög jafn og
spennandi og jafnt var á flestum tölum.
í hálfleik höfðu Stúdentar tveggja stiga
forskot, 38-36. í upphafi síðari hálfleiks
HK MARDI VIKING
— í blakinu eftir að tapa tveimur fyrstu hrinunum
■ Leikmenn IIK í blaki, lentu í hinu
mesta basli með neðsta lið 1. deildarinn-
ar, Víking er liðin mættust í gærkvöld.
Víkingar fóru vel af stað og unnu
fyrstu lotuna 15-5. í annarri lotunni tókst
Víkingum einnig að tryggja sér sigur
þrátt fyrir mótspyrnu HK manna, 15-11.
Nú var að duga eða drepast fyrir HK
menn ef þeir ætluðu ekki að tapa
leiknum. I þriðju lotunni tókst þeim að
sigra 15-9 og þeir fylgdu sigrinum eftir í
Stadan
■ Staðan í 1. deild karla í blaki eftir
leik HK og Víkings er nú þessi.
HK-Víkingur.............. 3-2
Þróttur.......... 11 11 0 33-9 22
HK .............. 11 8 3 25-18 16
ÍS .............. 9 3 6 18-23 6
Fram ............ 10 2 8 16-28 4
Víkingur......... 9 18 13-25 2
fjórðu lotunni og sigruðu 15-8.1 fimmtu
lotunni sem skipti mestu máli náðu HK
menn einnig að tryggja sér sigur 15-7 og
þár með 3-2 sigur í'Íeiknum. I leiknum
urðu HK menn fyrir því áfalli að einn af
máttarstólpum liðsins, Samúel Örn Erl-
ingsson meiddist illa í samstuði og varð
að flytja hann á slysadeild þar sem
meiðsl hans voru rannsökuð. Er Samúel
illa tognaður á handlegg og verður hann
því frá keppni um tíma.
- BL
voru Stúdentar mun ákveðnari og eftir
átta mínútna leik höfðu þeir náð 12 stiga
forskoti 57-45. Þegar um 5 mínútur voru
til leiksloka höfðu leiksmenn ÍS 14 stiga
forskot 73-59, en þá tók við slæmur
leikkafli hjá þeim og Grindvíkingar
gengu á lagið og minnkuðu muninn í eitt
stig, 75-74, á síðustu mínútu leiksins. En
leikmönnum ÍS tókst að halda knettinum
síðustu sekúndurnar og tryggj a sér sigur.
Stigahæstir hjá ÍS voru þeir Kristinn
Jörundsson með 18, Árni Guðmundsson
með 15 og Guðmundur Jónsson með 14.
Hjá UMFG skoraði Eyjólfur Guðlaugs-
son 25 stig, Ólafur Jóhannesson 19 og
Hjálmar Hallgrfmsson 15. _BL
Stadan
■ Staðan í 1. deild karla í körfuknatt-
leik eftir leik ÍS og UMFG í gærkvöld er
nú þessi.
ÍS-Grindavík ...
ÍS ........ 15
Fram .......11
Laugdælir .. 13
Þór Ak .... 12
Grindavík . 13
Skallagr .. 12
........ 75-74
4 1220-1026 22
3 853-724 16
913-866
851-815
884-802
739-1071
Tvö „íslendingaliðanna“ léku í Búnd-
eslígunni í fyrrakvöld, Kiel, liðið sem
Jóhann Ingi Gunnarsson þjálfar, tapaði
fyrir Reicnikendorfer Fúchse 16-17, og
eru því möguleikar Kiel á Evrópusæli úr
sögunni að mestu leyti.
Lið Alfreðs Gíslasonar skellti hins vegar
efsta liðinu í deildinni, TW Grosswall-
stadt að viðstöddum 6500 áhorfendum,
27-14, eftir að staðan hafði verið 11-6 í
hálfleik. Lið Essen lék þennan leik mjög
vel. Leikurinn var áttundi heimasigur
liðsins á keppnistímabilinu, og hefur
það ekki tapað leik heima.
Samkvæmt frétt í Rínarblaðinu
Express, átti Alfreð Gíslason stórleik,
og var langbesti maðurinn á vellinum.
Alfreð skoraði 7 af mörkum Essen, og
átti „glans‘Jeik.
Gummersbach lék gegn liði Göpping-
en, og lauk þeim leik með jafntefli,
18-18. Það bar helst til tíðinda í þessum
leik, að pólski landsliðsmaðurinn,
Klempel, sem yfirleitt hefur ekki skorað
undir 10 mörkum í leik í vetur, varð að
bíta í það súra epli að koma knettinum
ekki framhjá Thiel í marki Gummers-
bach. - þýski landsliðsmarkvörðurinn
varði frábærlega í leiknum. Þetta fór
mjög í taugarnar á Klempel, sem gerði
sig sekan um að kasta boltanum beint í
andlitið á Thiel, svo sprakk fyrir og
fossblæddi úr honum, úr vítakasti seint
í leiknum. Urðu talsverð átök á vellinum
eftir þennan atburð, en dómurunum
tókst þó að róa leikinn. - Greinilegt er
að Gummersbach er að komast í sitt
gamla og góða form eftir þj álfaraskiptin.
- GÁG/SÖE
Alfreð Gíslason átti stórleik með Essen gegn Grosswallstadt í fyrrakvöld.
„PETUR ER AHUGAMAÐUR”
— segir í skeyti frá FIBA til KKÍ
■ Pétur Guðmundsson er áhugamaður
i körfuknattleik, segir Alþjóðakörfu-
knattleikssambandið FIBA í skeyti sem
það hefur sent Körfuknattleikssambandi
Islands. Þar með er ljóst, að Pétur er
jafnlöglegur að leika í úrvarisdeildinni í
körfuknattleik, og hann var á síðasta ári.
Það voru upphaflega Valsmenn sem
kærðu það til dómstóls KKÍ að Pétur
léki með ÍR, þar eð hann hafði leikið í
svokallaðri Summer-proleague í Banda-
ríkjunum sl. sumar, þar sem hann reyndi
að vinna sér sæti í aðalliði Portland
Trailblazers. Um þetta hefur síðan verið
hin mesta umræða, og sitt sýnst hverjum.
hverjum.
Þegar kæra hafði borist, leitaði KKÍ
■ Pétur Guðmundsson er áhuga-
maður í körfuknattleik að mati FIBA
alþjóða körfuknattleikssambandsins
flest bendir því til þess að hann sé
löglegur með ÍR
sér upplýsinga hjá FIBA.og nú er komin
staðfesting þaðan. Málið er nú statt hjá
dómstóli íþróttabandalags Reykjavíkur,
þar eð dómstóll KKI reyndist með öllu
óstarfhæfur, þar eð ekki hafði verið
kosið í hann, né haldinn fundur í ein
þrjú ár.
-SÖE
15 valdir í
landsliðshóp
— fyrir EM í körfuknattleik í Osló
■ 15 manna hópur hefur verið valinn
til æfinga fyrir C-keppni Evrópumótsins
í körfuknattleik karla, sem haldið verður
í apríl í Osló. Koma þeir frá öllum
úrvalsdeildarliðunum, liði í Bandaríkj-
unum, einu fyrstu deildarliði og tveimur
annarrardeildarliðum, sem verður að
teljast sjaldgæft hingað til í körfuknatt-
leik á íslandi.
Hilmar Hafsteinsson landsliðsþjálfari
hefur valið eftirtalda menn:
Jón Sigurðsson
Guðni Guðnuson
Garðar Jóhannsson
Torfi Magnússon
Kristján Ágústsson
Tómas Holton
Valur Ingimundarson
K.R.
K.R.
K.R.
Valur
Valur
Valur
U.M.F.N.
Rush
í keppninni um gullskó Adidas
Sturla Örlygsson U.M.F.N.
Jónas Jóhannesson Reynir
Jón Kr. Gíslason f.B.K.
Ríkharður Hrafnkelsson Snæfell
Þorvaldur Geirsson Fram
Pálmar Sigurðsson Haukar
Flosi Sigurðsson
University of Wasington
Hreinn Þorkelsson I.R.
Aðstoðarþjálfari Hilmars er Sigurður
Hjörleifsson. -SÖE
■ Ian Rush, markamaskína hjá Li-
verpool í Englandi kemur nú mjög til
greina sem handhafi gullskós Adidas
eftir keppnistímabilið í vetur. Rush
hefur nú skorað 20 mörk í 1. deildinni
ensku, og er meðal markahæstu leik-
manna í Evrópu. Rush er nú markahæst-
ur þeirra sem enn eiga leiki eftir, og
talsvert er eftir af leikjum í Englandi
enn. Norðmaðurinn Thorensen hjá PSV
Eindhoven í Hollandi er einnig mjög
ofarlega á blaði, og Nyiliasi hjá Austria .
Wien einnig. Þá er leikmaðurinn Krings
hjá Beggen í Lúxemborg ofarlega á
blaði, og snillingurinn Zico frá Brasilíu
er kominn á blað.
Við skulum líta á þá markahæstu í
Evrópu, þeir leikmenn sem ckki hafa
lokið sínum keppnum eru feitletraðir.
fremri talan mörk, sú aftari leikir.
Lipponen, TPW Finnlandi..............22-29
Nielsen, Odense Danmörku...........20-30
Rush, Liverpool, Englandi ...........20-26
Vilfort, Frem, Danmörku............. 19-30
Hansen, Næstved, Danmörku .... 19-30
Thorensen, PSV, Hollandi ........... 17-20
Niyliasi, Astria W, Austurríki .... 16-16
Suhonen, TPS, Finnlandi ......... . 16-29
Ahlström, Elfsborg, Svíþjóð .........16-22
Claessen, Seraing, Belgíu .......... 16-21
Krings, Beggen, Lúxemborg .......... 15-13
Giresse, Bordeaux, Frakklandi .... 15-26
Christensen, Aarhus Danmörku ... 15-30
Christensen, Lyngby, Danmörku . . 15-30
Ismail, HJK Finnlandi .............. 15-29
Uimonen, Ilves Finnlandi............ 15-29
Kousa, Kuusyisi, Finnlandi......... 15-29
Szarmach, Auxcrrc Frakklandi .... 15-26
Zico, Udinese Ítalíu.................15-18
Onnis, Toulon, Frakklandi .......... 15-26
Það verður að athuga, að til dæmis
portúgalska deildin er svo skammt á veg
komin, að leikmenn þaðan eru ekki
farnir að láta að sér kveða, og sama
gildir um fáeinar fleiri. Þess má geta, að
handhafi gullskósins hjá Adidas í fyrra
var einmitt Portúgali, Gomez sem leikur
með Porto.
Liverpool á Englandi, lið Ians Rush,
er efst í stigakeppni Adidas um besta lið
Evrópu. Liverpool hefur 11 stig. Næst
koma Stuttgart, lið Ásgeirs Sigurvins-
sonar í V-Þýskalandi og Aberdeen í
Skotlandi með 10 stig, og sex lið hafa
átta stig: Anderlecht í Belgíu (lið Arnórs
Guðjohnsen), Benfica í Portúgal, Ju-
ventus Torino frá Ítalíu. Glasgow Celtic
frá Skotlandi, Auxerre frá Frakklandi
og Dundee United frá Skotlandi.
-SÖE
■ Ian Rush stefnir hraðbyri á
gullskó Adidas