Tíminn - 19.02.1984, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.02.1984, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 19. FF.BRÚAR 1984 ■ Landkynningarstarfsemi hvers konar er ávallt mikilvægur hluti af starfi þeirra sem vinna að ferðamál- um, hvort sem er hér á landi eða erlendis. Hér var fyrir skömmu staddur Þjóðverjinn Hanns P. Nerger, yfirmaður þess hluta þýska ferðamálaráðsins, sem starfar að þýskri landkynningu i löndum Norður-Evrópu. Nerger er með að- setur sitt i Kaupmannahöfn, og hef- ur haft það þar í mörg ár. Hann var hér til þess að undirbúa þýska daga, sem verða hér í Reykjavík, að Hótel Loftleiðum þann 23. til 26. þessa mánaðar. Ég notaði tækifærið, þeg- ar ég hitti Nerger að máli og rabbaði svolitið við hann um Þýskaland og þýskan „túrisma" - Eruð þið með umfangsmikla kynn- ingarstarfsemi á Norðurlöndunum? „Þýska ferðamálaráðið er með 25 skrifstofur víðsvegar um allan heim, í þeim tilgangi að kynna Þýskaland og ferðamöguleika þar. Miðstöð kynning- arinnar sem fer fram í Norður-Evrópu er í Kaupmannahöfn, þar sem ég starfa, en auk þess höfum við tvær aðrar skrifstofur á Norðurlöndum, eina í Stokkhólmi og aðra í Osló.“ - Má þá segja að ísland heyri undir þína skrifstofu? „Já, það er rétt. Kynningarstarfsemi og markaðsöflun fer fram í gegnum okkar skrifstofu í Kaupmannahöfn, en þó ekki eingöngu á okkar vegum, því við störfum í mjög nánu samstarfi við Flug- leiðir, hvað varðar alla starfsemi ráðsins hér á landi. Við gerum yfir höfuð ekkert hér á landi, án þess að gera það í samvinnu við Flugleiðir." - Nú ert þú hingað kominn til þess að skipuleggja þýska daga - er það eini tilgangurinn með komu þinni hingað? „Ég er einnig hérna til þess að hitta ferðamálafrömuði hér á landi að máli, til þess að sýna þeim og kynna hvað til boða stendur í Þýskalandi fyrir ferðamenn, þegar þeir eru þangað komnir. Þá mun ■ Hans P. Nerger, yfirmaður þýska ferða- málaráðsins í Norður Evrópu. Tímamynd— Róbert Gistinætur Islendinga í Þýska- landi voru 21 þúsund á liðnu ári ég fara með þessum söniu mönnum til Þýskalands, og kynna þeim þar nokkra ferðamannastaði, sem við viljum leggja áherslu á nú.“ - Hafa markmið ykkar hvað varðar „túrisma" breyst, eða eru þau hin sömu og áður? „Markmið okkar ráðast af markmið- um þeirra sem sækja Þýskaland heim, og markmiðin eru mjög mismunandi, eftir því hvaðan ferðamennirnir eru. Ef við lítum bara á Norðurlandabúa, þá eru ferðaóskir þeirra, þegar þeir eru komnir til Þýskalands mjög mismunandi. Norðmenn, eins einkennilegt og það kann að virðast, koma úr norskum fjöllum, og ferðast mest upp í Alpana; Danir, sem koma af flatneskjunni leita einnig til fjallanna og þá væntanlega í leit að andstæðu þess sem þeir eiga að venjast; Svíar feröast mikið um Mósel- dalinn og meðfram Rín og um norður- hluta Þýskalands; íslendingar ferðast mikið um Móseldalinn og meðfram Rín, en þeir hópast einnig til Frankfurt og næsta nágrennis þeirrar borgar." - Hefur það farið í vöxt á liðnum árum að íslendingar sæktu Þýskaland heim? „Það er vægt til tekið að segja að það hafi farið í vöxt, því aukningin hefur verið veruleg. Til dæmis fjölgaði íslensk- um gistinóttum í Þýskalandi á liðnu ári unr'T0%, en gistinætur fslendinga á liðnu ári voru um það bil 21 þúsund. Og þessi fjöldi segir ekki allt, því þau gistihús sem eru með 9 gistirúm eða færri, þurfa ekki að gera grein fyrir seldum gistinóttum, þannig að fjöldinn er eitthvað meiri. Þar að auki eru ekki innifaldar í þessari tölu, tölur um þá sem gistu í tjöldum og tölur um þá sem gistu á farfuglaheimilum. Það má því ætla að gistináttafjöldi íslendinga í Þýskalandi á liðnu ári sé nálægt- því að vera 30 þúsund." -Mátti merkja einhver efnahagsleg kreppuáhrif á ferðamannaiðnaðinum í Þýskalandi sl. ár? „Nci, það er í rauninni ekki hægt að segja það. Seldar gistinætur hjá okkur í fyrra voru fleiri en á árinu 1982. Við erum hæstánægðir með árið í fyrra. Þá jókst fjöldi ferðamanna í Þýskalandi frá ákveðnum löndum eins og Frakklandi, Bandaríkjunum og Japan og frá öðrum löndum var fjöldinn svipaður og árin á undan.“ - Þið sem vinnið fyrir þýska ferðamál- aráðið utan Þýskalands, og vinnið að kynningu á landi ykkar, hagið þið störf- um ykkar á þann veg, að um náið samstarf sé að ræða við ferðamálaráð hvers héraðs í Þýskalandi sé að ræða? „Á vissan hátt störfum við í nánu samstarfi með „lokal-ferðamálaráðun- um“ í Þýskalandi, en þó skarast verksvið okkar ekki svo mikið, þar sem okkar verkefni eru öll unnin utan Þýskalands en þeirra verkefni að mestu leyti í Þýskalandi. Auðvitað þurfum við að leita til „Iokal-ferðamálaráðanna“ og öfugt, þegar um skipulagningu á ferðum og kynningu er að ræða.“ - Hvað ráðleggið þið íslendingi að leggja höfuðáherslu á, þegar hann heimsækir Þýskaland í fyrsta sinn sem ferðamaður? „Það er auðvitað ýmislegt sem við viljum að ferðamenn sjái, skoði eða njóti, þegar þeir sækja Þýskaland heim í fyrsta sin~, og ef það tekst ekki að gera allt, þá mælum við bara með því að þeir komi aftur síðar og taki upp þráðinn þar sem þeir hurfu frá. Við bendum ferða- mönnum á hin vinalegu, þægilegu, gömlu hótel, þar sem þeir geta notið vingjarnlegrar gestrisni og þægilegs and- rúmslofts. Þá leggjum við áherslu á það er við kynnum land okkar, að í Þýska- landi getur þú borðað góðan mat fyrir lítinn pening, þú getur drukkið góð vín fyrir lítinn pening og þú getur drukkið góðan bjór fyrir lítinn pening. Við leggjum sem sagt áherslu á að þú getur notið lífsins á skemmtilegan hátt, án þess að eyða í það miklum fjárupphæð- um. Þetta er þýðingarmikið atriði í augum margra, og ég hugsa íslendinga einnig. Þá bendum við ferðamönnum á, að Þjóðverjar eru mjög gestrisnir, þegar erlendir ferðamenn eru annars vegar. Það eru oft sagðar sögur af því að Suður-Þjóðverji og Norður-Þjóðverji séu eitthvað alveg ólíkt, og þá er það meint í þeim skilningi að þeir sem eru fyrir sunnan séu hlýlegir og vingjarnleg- ir, en þeir aftur sem búi norður frá, séu kaldir, fjarrænir og jafnvel fráhrindandi. í vissum skilningi hefur þessi einföldun eitthvað til síns máls, en bara ekki hvað erlenda ferðamenn varðar, þvíÞjóðverj- ar eru yfir höfuð kurteisir og vingjarnleg- ir við erlenda ferðamenn og vilja aðstoða þá á hvern þann hátt sem þeim kann að koma vel. Ef þú ert erlendur ferðamað- ur, þá skiptir ekki máli hvar í Þýskalandi þú ert á ferð - þú færð góða þjónustu og þér mætir vingjarnleiki. Þá bendum við auðvitað á þátt í þjóðlífi okkar, sem hlýtur að höfða sérstaklega til íslendinga sem lengi hafa búið einangrað, - í Þýskalandi getur þú upplifað sögule? augnablik - þú þarft ekki annað en ráfa um gömul hellulögð stræti, skoða eina eða tvær nokkurra alda gamlar bygging- ar, fara og skoða gamla vinnustaði, þá Rætl við Hanns P. Nerger, yfirmann þýska ferða- málaráðsins í Norður- Evrópu getur þú strax haft það á tilfinningunni að þú sért komin í nánari snertingu við mannkynsöguna, en þú varst áður. Mér skilst einnig að íslendingar hafi mjög gaman af því að versla þegar þeir eru komnir til annarra landa, og á því sviði getum við einnig boðið ykkur upp á allt milli himins og jarðar. Ég veit ekki hvað ég á að nefna þér úr menningarlífi okkar, því að vissu leyti er það undir þýskukunnáttu hvers og eins komið hvo.rt hann getur notið þess að fara í leikhús eða sjá þýskar kvikmyndir. Tón- leikar og óperur munu í öllu falli geta höfðað til tónlistarunnenda, alveg burt- séð frá því hvort þeir skilja þýsku eða ekki.“ - Er það markmið ykkar að auka til muna ferðamannafjölda þann sem kem- ur til Þýskalands á ári hverju, eða reynið þið aðeins að ástunda stöðuga landkynn- ingu með það fyrir augum að viðhalda þeim fjölda, sem nú þegar sækir Þýska- land heim? „Þýskaland verður aldrei massaferða- mannaland, ef það er það sem þú ert að höggva eftir. Þjóðverjar eru einu sinni þannig gerðir, að þeir geta ekki stefnt að því að drekkja sjálfum sér í ómældum ferðamannafjölda. Ef við lítum á seldar gistinætur 1982 í öllu Þýskalandi, þá voru í allt 196 milljónir, og þar af voru gistinætur Þjóðverja 175 milljónir, en útlendinga aðeins 21 milljón, þannig að Þýskaland er fyrst og fremst ferða- mannáland Þjóðverja sjálfra, þó að útlendingar séu að sjálfsögðu velkomnir til okkar.“ - Þar með kveð ég Nerger, enda er hann víst orðinn áfjáður í að halda áfram undirbúningi þýsku daganna sem hefjast að Hótel Loftleiðum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.