Tíminn - 19.02.1984, Blaðsíða 11

Tíminn - 19.02.1984, Blaðsíða 11
SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984 II ■ Stórsöngvarinn ásamt Ástu systur sinni. Pegar Ari kom til Hamborgar hóf hann söngnám hjá Iffert, einum þekk- asta söngvara sinnar tíðar. Hann hlaut mikinn frama á söngferli sínum og söng við allar hinar helstu óperur í Evrópu. Hann var sérstakur hirðsöngvari Þýskal- andskeisara allan feril sinn og mikill vinur drottningarinnar, sem sést á því að hún sendi heiðurssveig að kistu hans þegar hann lést; eins og Jórunn sagði Gunnari Hall og fram kemur í þeirri frásögn" Fósturlaunin „Það er misskilningur, sem upp mun hafa komið á sinni tíð, að Ari Johnson sem hann fluttist til Kaupmannahafnar. Hann mun hafa lifað mjög einangruðu lífi og lítt haft sig í frammi, enda voru nú flestir ættingar hans látnir eða á Islandi. Mest umgekkst hann Iversen. Ari lést í júní 1927, en Jórunn ekki fyrr en-1973." „Já þú spyrð hvernig á því hafi staðið að ég fór að safna samart ýmsu um Ara og þessa ættingja mína. Um þennan frænda minn hafði ég heyrt næstum frá því er ég man eftir mér, enda var Jórunn ömmusystir mín jafnan með annan fót- inn úti í Kaupmannahöfn hjá frændfólk- inu. Varð dálítið atvik til þess að ég komst í samband við það fólk og hefði ég gaman af að segja hér frá því. ■Daniel Arason Johnsen, storkaupmaður og Anna Guðrún Duus, kona hans, hins vegar Önnu Guðrúnu Duus, dóttur Peters Duus, kaupmanns í Keflavík. Móðir Önnu Guðrúnar var Ásta Tómas- dóttir Bech frá Sjávarhólum á Kjalarn- esi, söðlásmiðs í Reykjavik, Björnsson- ar, sýslumanns í Þingeyjarsýslu, Tómas- sonar. Þau Daníel og Anna áttu tvö börn, Ara Maurus, söngvara og Ástu. Ari fæddist 30. maí 1860 í. Neðsta-kaupstað á ísafirði, en flyst ungur með foreldrum sínum til Hafnarfjarðar. Var það vegna þess að þótt Daníel væri kaupmaður bæði á ísafirði og á Eskifirði, þá var sambandið ætíð mjög náið á milli foreld- rahúsanna og barnanna. María Einars- dóttir lifði mann sinn og fylgdist ætíð vel með barnabörnunum og þau síðar hvort með öðru. Þannig hefði Ari Johnson aldrei getað týnst.“ Erasmus Willardsen „María Einarsdóttir, kona Ara Jóns- sonar, var dóttir Einars Hannessonar, snikkara, á Eyrarbakka og í Reykjavík, og seinni konu hans Önnu Vette Áam- undsen frá Bergen. María var ásamt fjölmörgum öðrum íslendingum afkom- andi Erasmusar Villardsen, sem kom frá Jótlandi á sextándu öld til. Skálholts. Hann var prestur og kenndi Islendingum fyrstur manna að syngja diskant. (Páll Eggert Ólason) Þvi nefni ég þetta, að í grúski mínu hef ég tekið eftir því að margir afkomendur hans voru vel að sér í söng. Ari fer til Kaupmannahafnar, þegar Daníel faðir hans ákveður að flytjast af landi brott og er Ari þá um 10 ára aldur. Hann er alinn upp í Danmörku í faðmi íslenskrar og danskrar fjölskyldu sinnar þar, en frændur ltans höfðu flutt út líka. Þar lærði hann til verslunarstarfa. Hvort hann fór í skóla veit ég ekki. því það var nóg að vera á „Börsenum" í þá daga, þar sem frændi hans var „grosser". Jafnframt því sem hann vann á „Börsen" stundaði hann söngnám og eftir tvítugt er það sem hann fer til Hamborgar til söngnáms. Til Danmerkur kemur hann ekki nema sem gestur upp frá því, uns hann flytur alkominn til Kaupmannahafnar eftir fyrri heimsstyrjöld.“ Glæstur söngferill „Af föður Ara, Daníel Arasyni, er það að segja að sögn ættingja minna í Kaupmannahöfn að hann ánetjaðist spil- afíkn og mun hafa sólundað efnum sínum í slíkt þar úti. Lést hann nærri aldamótum. Systir hans, Ásta, lifði hins vegar til 1923 og rak hún lengi barnahei- mili í Kaupmannahöfn við góðan orðstír. En þegar á fyrstu árum sínum ytra hefur Ari komist í náin kynni við lista og menningarlíf borgarinnar, þar sem náfr- ænka hans Inger Haug var gift þáverandi skrifstofustjóra „Konunglega leikhúss- ins“ Vilhelm Haug og hefur hann átt greiðan aðgang að sýningum þar og öllu sem þar fór fram. hafi dáið í fátækt. I fyrsta lagi var hann lærður í verslunarfræðum og reglusamur í hvívetna. Enn naut hann styrks frá frænda sínuin herra Jörgen Iversen og er nú rétt að skýra frá hvernig á því stóð. Systurdóttir Maríu Þórðardóttur, konu Ara Jónssonar í Hafnarfirði, hét Hcnríetta. Hún giftist dönskum manni, Jörgen Iversen, sem var verslunarstjóri á Grænlandi. Hann lést þar úr berklum og voru tvö börn þeirra Jörgen og systir hans, í fóstri hjá Maríu í Hafnarfirði eftir það. Iversen yngri var auðugur maður, gjafmildur og hrókur alls fagnað- ar. Launaði hann Maríu síðar fóstur- launin með því að ánafna nokkrum ættingjum sínum árlegan styrk síðar. Þannig fékk ömmusystir mín, Jórunn Þórðardóttir, árlegan lífeyri, 1200 danskar krónur, til dauðadags eftir að Jörgen Iversen lést, 1923. Sama lífeyri hlaut Ari Johnson meðan hann lifði, og hefur þetta eflaust komið sér vel, þótt Ari væri síður en svo neinn þurfalingur, enda var styrkurinn engin ölmusa. Var jafnan náin vinátta milli Ara og Jörgens Iversen alla tíð og sem dæmi um það er kort sem ég á og Ari hefur ritað Iversen á hátindi frægðarferils síns í Þýskalandi. Kortið ritar hann til að þakka fyrir jólagæs sem Iversen hefur sent honum sem vinargjöf. Þetta hefur verið árið 1908. Ari hafði hins vegar orðið fyrir því að tapa öllum eigum sínum og pappírum eftir heimsstyrjöldina fyrri og var það þá Það var þegar Jórunn ömmusystir mín lá banaleguna, að hún kallaði á mig og bað mig að senda frímerki til lítils frænda síns í Kaupmannahöfn. Spurði ég hana þá hvort ég ætti ckki að segja þeim eitthvað frá henni sjálfri og gaf hún mér þá þetta einkennilega svar: „Nei, ég geri það seinna sjálf." Ég dró nú eitthvað að gera þetta. Jórunn lést í október og gerðist það svo um jólin að til mín kemur ung stúlka, sem kom stundum til okkar. Var hún í mestu vandræðum og vissi ekki hvað hún skyldi segja, þar hún taldi að enginn mundi trúa sér. Kvaðst hún.vera með kveðju til okkar og spurði hvort ég hefði skrifað bréf fyrir Jórunni. Ég sagðist ekki vera búin að því en hafa ætlað að gera það. Þá sagði stúlkan: „Mig dreymdi nefnilega hana Jórunni. Hún var í fallega bláa kjólnum sínum og sagði við mig: „Skrepptu nú yfir á 2 og skilaðu sérstakri kveðju til hennar Ásu fyrir bréfið.“ Skrifaði ég nú þessum ættingjum hennar, sem ég hafði aldrei séð. Til þess að ég gæti gert grein fyrir mér varð ég að minna þau á Henríettu. Urðu þau himin- lifandi er þau fengu bréfið frá mér, en þau mundu vel eftir því að Jórunn ömmusystir mín hafði sent þeim pakka í stríðinu. Sú kona sem ég hafði samband við var fædd 1927 og þékkti því ekki sögu Ara Johnson af eigin raun, en foreldrar hennar höfðu sagt henni af glæstum frægðarferli hans. Ekki höfðu foreldrar hennar þó séð hann nema við Hann var ráðinn þar, þegar' Enrico Caruso kom til Vínar og söng þar sem gestur. Mun Caruso ekki hafa komið þar fram nema einu sinni, því hann fékk þar slæma dóma og sýningin í heild. En einum dóminum lauk með því að sagt var að „Skandinavinn Johnson" hafði bjargað sýningunni. í æfisögu Caruso er raunar getið um það að hann hafi sungið í eitt skipti á þýsku og einmitt í Vínarborg og er hann sagður hafa heitið að gera það aldrei aftur. Við það mun hann hafa staðið. Annar stórviðburður mun einnig hafa átt sér stað á söngferli Ara, að sögn Benedikts. Það var eftir að Albert prins, maður Viktoríu Englandsdrottningar lést, að efnt var til árlegra minningartón- leika um hann í Albert-Hall, hinni miklu tónleikahöll. Fengu þeir síðar nafnið „Royal Command Performances." Til þessara tónleika var eingöngu boðið bestu tónlistarmönnum heims og var ■ Krístinn Hallsson: „Þeir áttu ekki nógu hástemmd lysingarorð, til þess að hrósa Ara....“ Ara boðið að syngja á einum slíkum. Sagði Benedikt eftir Ara að hann hefði fengið mjög háa greiðslu fyrir og var greiðslan í hollenskum gulldúkötum." Tveir nemendur Ara ■ „Eins og ég sagði, þá þekkti ég tvo af nemendum Ara Johnson. Þeir voru Óskar heitinn Norðmann, stórkaupmað- ur, og Kjartan heitinn Ólafsson, raka- rameistari. Þeir voru frábærir söngmenn, sem margir af eldri íslending- um könnuðust við og er söngur Óskars til á nokkrum plötum. Hjá Ara lærði Óskar er hann var við verstunarnám, en Kjartan, þegar hann var við nám í iðngrein sinni. Þegar ég ræddi við þá áttu þeir ekki til nógu hástemmd lýsingarorð, til þess að hrósa Ara. Óskar sagði mér sem dæmi um frægð og álit Ara, að eitt sinn þegar hann kom í tima var þar fyrir annar nemandi. Sá ræddi við Ara um framtíð sína og sagði Ari þá eitthvað á þá leið að hann ætlaði að skrifa Hamborgaróperunni og segja þeim þar að ráða þennan nemanda. Óskari mun hafa fundist þetta djarflega mælt, og fylgdist því með gangi mála. Gekk það eftir að hinn ungi maður var ráðinn við Hamborgaróperuna. Svo sagði Óskar frá.“ Kristinn Hallsson sagðist að vísu ekki geta staðfest eitt né neitt af því sem áðurnefndir menn sögðu honum af ferli Ara Johnson, en hann minnti á að allir hefðu þeir verið ákaflega glöggir og greinargóðir menn. Taldi Kristinn Halls- son að forvitnilegt gæti verið að skoða prógröm Vínaróperunnar frá þessum tíma, sem öll ættu að vera til, svo og blaðadómar. Sömuleiðis taldi Kristinn að umsagnir um þátttakendur í „Royal Command Performances" ættu enn að vera til. jólaboð og sérstök tækifæri önnur, þar sem hann hafði sig lítt í frammi síðustu árin, sem áður segir. En þau vissu ekki til annars en hann hefði búið við góð kjör. Lítt þekktur rneðal íslendinga Ari Johnson hefur ekki verið mikið þekktur á íslandi og er það all furðulegt, þar sem hann er okkar fyrsti óperusöngv- ari og kom hingað árið 1901 og hélt hér tónleika til ágóða fyrir styttu Jónasar Hallgrímssonar, skálds, sem ekki ómerkari maður en Hannes Þorsteinsson þjóðskjalavörður skrifaði um. Hánn sagði meðal annars: „Þá er ég illa svikinn ef slíkur söngur hefur ekki verið sönn list og það ntun hafa verið einróma álit allra sem á hann hlýddu. Sérstaklega ér mér minnistæð mýkt og hrífandi fegurð tónanna og minntu þau mig einna helst á söng Geirs Sæmundssonar, þá er honum tókst best iupp, en rödd Ara var hærri og þróttmeiri og vitanlega æfðari, svo að hljómfylling og hljómfegurð héldust þar í hendur.... þar lýsti sér til fulls hinn ntikli styrkur og þróttur raddarinnar, samfara þýðleikan- 'um og einkar skýrum textaframburði, sem ég hef ckki heyrt betri hjá nokkrum söngmanni og hef ég þó hlýtt á all marga, bæði hér og erlendis." Þótt Ari hafi gert garðinn frægan á erlendri grund, þá er hann samt sonur íslands. Hvers vegna íslendingar hafa ckki minnst Ara meir skalégekkisegja. Ég held að það hafi ekki verið nein tilviljun að svo góður söngvari sem Ari Johnson var kont frant. Ég hef sjálf þá skoðun að þjóðin hafi alla tíð átt mikið af góðu söngfólki og held að Islendingar, Skotar og S-Þjóðverjar ásamt ítölum hafi fengið að gjöf rnjög góðar náttúrur- addir og furðu margir íslendingar ættu að geta sungið ítalskar aríur eða Mozart vandalaust, sem þó er ekki á færi nema góðra söngvara. Jú, jú, ég hef sjálf sungið nokkuð og margir í ættinni gera það líka þótt þeir fari ekki hátt með það. Ég byrjaði að syngja hjá ntóðurömmu minni, og var meðal fyrstu nentenda Ingólfs Guð- brandssonar og var í fyrsta kórnum sem hann stjórnaði. Söngur í minni ætt er alls ekki ein- göngu meðal þeirra sem eiga ættir að rekja til Erasmusar Willardsen, sem ég gat um áðan, því það hefur alltaf verið sungið mikið í hinni grein fjölskyldunn- ar, sem cr úr Húnavatnssýslunni. Já, ég held að íslendingar séu gott söngfólk og að það séu aðstæðurnar sem ráða því hvort bestu einstaklingarnir koma fram á sjónarsviðið eða ekki. Ari var á meðal þeirra og því gæti hver sem því nennir fengið staðfestingu á ef hann heimsækir Hamborg, .Berlín, Leipzig, Vín, London eða Italíu og leitar þar uppi samtímaheimildir um söngferil hans árin 1890-1914. Hann á það skilið að íslendingar haldi minningu hans á lofti, því eins og danskur vinur hans ritaði um hann í Berlingske Tidende þegar hann lést: „De Venner som blev ham tro vil bevare Mindet um den Glans han ved sin Kunst kastede over Islands og Danmarks Navn ude i den store Verden." -AM En Kristinn hafði fleiru við að bæta í lokin: Söngur Ara Johnson á „spolu“? „Ég rannsakaði það á sfnum tima hvort nokkurs staðar mundu vera til spólur með söng Ara, því hann lifði fram á öld hljóðupptökutækninnar. Mun hann hafa sungið inn á „spólu" (cy- linder), samkvæmt því sem Gísli heitinn Sigurðsson, rakari sagði mér. Var þessi „spóla“ í fórum Lúthers Lúðvíkssonar, bónda í Hvalfirði, sem var bróðir Lárus- ar G. Lúðvíkssonar. Hann mun hafa hatað Reykjavík og kom þangað aldrei og hvar þessi „spóla“ liggur er aldeilis ómögulegt að vita. Eins hef ég heyrt að Aragata hafi verið til í Hafnarfirði og hafi hún heitið eftir afa Ara Johnsen, -hvort sem rétt er eða ekki.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.