Tíminn - 19.02.1984, Blaðsíða 10

Tíminn - 19.02.1984, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 19M „Heyrði talað um þennan frænda minn frá því er ég man fyrst eftír mér” — segir Asa Hjördís Þórðardóttir, frænka Ara, sem lengi hefur safnað heimildum um hann og ætt þeirra „Jú, mér var hvcrft við þegar ég sá ■ þetta í blaðinu," sagði Ása Hjördís," þar seni sú lýsing sem ég hafði af þessum frænda mínum var þannig að mér fannst ekki hægt að auglýsa eftir honum eins og ij einhverjum „glæpamanni!" Nú, um skyldleika minn við Ara Johnsen er það að segja að amma mín, Margrét Þórðardóttir og hann voru syst- kinabörn. Svo ég segi nokkuð frá foreldrum þeirra, þá bjuggu hjón í Hafnarfirði 1835-1868, þau Ari Jónsson, faktor og María Einarsdóttir, Ijósmóðir, kona hans. Bjuggu þau í húsi, sem nefnt var Götuprýði eða Arahús. Segja munn- mæli, að húsinu hafi verið gefið þetta nafn af nágrönnunum af því hve fádæma snyrtilegt var í kringum það. Þetta voru afi og amma Ara Maurusar Daníelssonar Johnson, sem varð fyrsti óperusöngvari íslands, sem gerði garðinn frægan svo um munaði. Ari faktor var sonur Jónsbónda og formanns á Stokkseyri og Vestri- Lóftsstöðum, Gamalíelssonar hins auðga á Stokkseyri (Bólstaðir og bú- endur, G.J. Rv. 1952).Móðir hansvar Sigríður Gísladóttir, bónda á Valda- stöðum í Flóa, Álfssonar prests í Kald- aðarnesi. í móðurætt var Ari kominn af prestum og sýslumönnum mann fram af manni. Hefði ekki getað týnst „Börn þessara hjóna voru m.a. Dan- Söng í óperu með Caruso í Vínarborg Rætt við Kristin Hallsson, óperusöngvara, sem haldið hefur n Faktor Ari Jónsson í Hafnarfirði og kona hans, María Einarsdóttir. ■ Segja má að við höfum fengið ánægjuleg viðbpögð við frásögn Helgar-Tímans af fyrsta ís- lenska óperusöngvaranum, Ara Johnson. Enda var tilgangurinn að draga fram í dagsljósið þann fróðleik sem kynni að vera til um hann. Fyrstur varð til aðhringja Bjarni Guðmundsson, yfirpóstafgreiðslumaður sem benti okkur á að um Ara Johnsen hefði Gunnar Hall ritað grein í bók fína „íslendingabóksem út kom árið 1958 og urðu fleiri til þess að vísa okkur á þetta. Eins og sjá má hafði Kristinn Hallsson, óperusöngvari líka samband við okkur, en óvæntast var það erfrænka Ara Johnsen, Ása Hjördís Þórðardóttir, gerði okkur aðvart. Hún hefur safnað mörgu saman um Ara, feril hans og ættmenni og hér á eftir fer spjall það sem við áttum við hana um þetta. Ása Hjördís er dóttir Þórðar Sigurbjörnssonar, fyrrum deildar- stjóra hjá tollgæslunni. íel, faðir Ara Johnson og Þóra Elísabet, Reykjavík og Hafnarfirði og verslunar- sem var langamma mín. Þóra Elísabet stjóra í Borgarnesi og er amma mín, giftist síðar Þórði Jónssyni, bókhaldara Margrét, dóttir þeirra. Daníel kvæntist ■Ari á unga aldri. ■ Ása Hjördís Þórðardóttir: „Ari Johnson hefur ekki verið mikið þekktur á íslandi.....“ ýmsum fróðleik um Ara Johnson til haga ■ Þegar sl. mánudag hafði Krist- inn Hallsson, óperusöngvari, sam- band við okkur og lýsti yfir mestu ánægju sinni yfir þvi að hreyft skyldi hafa verið minningunni um Ara hér i blaðinu. Það kom á daginn að Kristinn haf ði verulegu við upplýsin- garnar um Ara hér í blaðinu að bæta og sagði hann okkur góðfúslega sitthvað af því sem hann sjálfur hafði haldið til haga um hinn merka söngvara. „Fyrir mörgum árum ræddi ég við tvo af nemendum Ara,“ sagði Kristinn Hallsson,“ og þeir töldu að Ari hefði verið Jónsson, en hafi hann verið sonur Daniels Johnson, verslunarstjóra, þá hlýtur þetta að hafa vcrið misminni þeirra. Eftir því sem ég kemst næst mun Ari hafa fæðst á ísafirði, en flust síðan með foreldrum sínum til Hafnarfjarðar, þar semfaðir hansstundaði kaupsýslu. Hann fer til Kaupmannahafnar til þess að setjast í verslunarskóla og hugsanlega með það fyrir augum að hann taki við verslunarstörfum föður sins. En þar tekur líf hans nýja stefnu, því þar hefur hann söngnám og mun fyrst hafa komið fram þar.“ Benedikt Elvar „Benedikt heitinn Elvar (faðir Árna Elvar) stundaði söngnám í Svíþjóð og söng m.a. við óperuna í Stokkhólmi. Að námi og stuttu starfi loknu lá leið hans til íslands um Kaupmannahöfn. Hann hafði heyrt þó nokkuð margt um Ara og leitaði hann nú uppi og heimsótti hann nokkrum sinnum. Ari var þá orðinn aldraður, hættur að syngja og stundaði kennslu. Hann bjó í húsi úti á Amager og hafi enskan þjón, sem hann kallaði James. Þegar ég ræddi við Benedikt var hann orðinn háaldraður og lá veikur í rúmi sínu, en hann sagði mér ýmislegt um Ara. M.a. hafði Ari sagt honum frá ýmsum stórviðburðum á söngferli sínum og er þar margt sem gaman gæti verið að rannsaka nánar. Ari hafði sungið við flestar stór-óperur í Evrópu og þar á meðal Vínaróperuna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.