Tíminn - 19.02.1984, Blaðsíða 19
SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984
19
Ályktun um launamál frá
Kvennalistanum í Reykjavík
Á miðöldum þegar konur unnu við fram-
leiðslu á aðalútflutningsvöru landsmanna
vaðmálinu, voru laun þeirra um helmingur af
launum karla. Undir lok 19. aldar þegar lífið
var saltfiskur voru laun kvenna í fiskvinnu
sem öðru, helmingi lægri en laun karla. Þegar
niðurstöður Kjararannsóknarnefndar voru
kynntar fyrir skömmu kom í.ljós það sem
konur hafa löngum vitað, að kjör þeirra eru
enn helmingi lakari að meðaltali en kjör
karla. ( þeim niðurstöðum um kjör láglauna-
hópa sem nú liggja fyrir vekur sérstaka
athygli hve mikið misræmi er milli launa fólks
og raunverulegra þarfa. Samkvæmt útreikn-
ingum þarf vísitölufjölskyldan um 50.000 kr.
á mánuði sér til framfærslu, en greinilegt er
að verulegur hluti launafólks er langt undir
þeim mörkum. Það virðist vera gengið út frá
því að tvær fyrirvinnur þurfi til að sjá
fjölskyldu farborða, meðan staðreyndin er
sú að fjölskyldum fer fjölgandi þar sem
fyrirvinnan er aðeins ein. Jafnframt því að
þjóðfélagið reikriar með því að báðir foreldr-
ar vinni utan heimilis og verði að gera það,
neita stjórnvöld að taka afleiðingunum og
búa börnum öruggt umhverfi með byggingu
dagvistarstofnana og skóladagheimila.
Kvennalistinn lýsit þungum áhyggjum sínum
vegna þess ástands sem nú ríkir í launamál-
um. Sérstaklega bendum við á þau bágu kjör
sem einstæðir foreldrar búa við. Það er
nöturlegt til þess að vita að launa- og
stéttamunur fer vaxandi, að þeim fjölgar sem
þurfa að leita aðstoðar félagsmálastofnana,
að kjör aldraðra og öryrkja eru til skammar,
meðan ísland er í röð þeirra þjóða sem hafa
hvað hæstar meðaltekjur á mann í heiminum.
Við lýsum ábyrgð á hendur ríkisstjórnar
Steingríms Hermannssonar vegna þessa
ástands. Aðgerðir og aðgerðarleysi stjórnar-
innar, svo og mat hennar á því til hvers skuli
verja þeim fjármunum sem til eru, hafa
skapað það neyðarástand sem ríkir á mörgum
heimilum.
Við svo búið má ekki standa. Nú reynir á
samstöðu kvenna innan sem utan stéttafé-
laga. Konur verða sjálfar að taka höndum
saman til að leiðrétta kjör sín. Það verður að
breyta því mati sem liggur til grundvallar
þegar laun kvenna eru ákveðin og í komandi
kjarasamningum verður að leggja áherslu á
að bæta kjör kvenna og annarra þeirra sem
verst eru settir, þannig að fólk geti lifað af
launum sínum og framfleytt sér og sínum
með sóma. Kvennalistinn
Heimdallur — Samtök ungra
sjálfstæðismanna í
Reykjavík — sendir 1 rá sér
ályktun um kjarasamninga:
Eftirfarandi ályktun var samþykkt á stjórn-
arfundi Heimdallar mánudaginn 13. febrúar
1984 í tilefni komandi kjarasamninga og
ummæla tveggja ráðherra í því sambandi.
„Stjórn Heimdallar lýsir yfir eindregnum
stuðningi við formann Sjálfstæðisflokksins
og fjármálaráðherra um að ekki verði samið
umfram þann ramma sem settur var í
fjárlögum. Það er yfirlýst stefna ríkisstjórnar-
innar að sá rammi verði meginregla í
komandi kjarasamningum og svigrúmið nýtt '
til að bæta kjör þeirra sem lökust hafa kjörin.
Baráttunni við verðbólguna er ekki lokið,
þvert á móti er hún á mjög viðkvæmu stigi og
það væri ábyrgðarleysi gagnvart kjósendum
að láta óraunhæfa samninga hleypa af stað
nýrri verðbólguskriðu. Stjórn Heimdallar
minnir á reynsluna frá ríkisstjórn sömu
flokka 1974-1978. Á miðju ári 1977 þegar
árangur hafði náðst í efnahagsmálum, þá var
gefið eftir, þrýstihóparnir tóku völdin og ný
holskefla verðbólgu skall á.
Stjórnarflokkarnir biðu afhroð í næstu kosn-
ingum og vinstri flokkarnir tóku við stjórnar-
taumunum með afleiðingum sem allir þekkja
og vilja ekki upplifa aftur. Stjórn Heimdallar
telur því yfirlýsingar þeirra Steingríms Her-
mannssonar og Sverris Hermannssonar um
að hugsanlega megi slaka á eða gefa eftir í
baráttunni við verðbólguna bæði þýðingar-
lausar og hættulegar og til þess fallnar að
veikja traust almennings á ríkisstjórninni.
Stjórn Heimdallar vonar að ráðherrar Sjálf-
stæðisflokksins beri gæfu til að fylgja eftir
þeim árangri sem náðst hefur því reynslan
sýnir að þeir verða metnir fyrir staðfestu en
refsað fyrir eftirgjöf og undanlátssemi. Ráð-
herrar eru kjörnir til að stjórna landinu en
ekki til að láta aðra stjórna fyrir sig. Þorsteinn
Pálsson og Albert Guðmundsson hafa sýnt
gott fordæmi með því að vilja fylgja fast eftir
settum markmiðum og standa og falla með
þeim. Þannig eiga stjórnmálamenn að starfa
og því ber að fagna.“
Samþykkt frá þingflokki
og framkvæmdastjórn
Alþýðuflokksins:
Eftirfarandi samþykkt var gerð í dag á
sameiginlegum fundi þingflokks og fram-
kvæmdastjórnar Alþýðuflokksins:
„Alþýðuflokkurinn vekur athygli á þeirri
hneisu að kaupmáttur elli- og örorkulífeyris
hefúr skerst um 23-27% á seinustu 16 mánuð-
um.
Hefur kaupmáttur ellilífeyris ekki verið eins
lítill og núna í meir en áratug. Framhald
núverandi þróunar lýsir óþolandi vanþakk-
læti í garð hinna öldruðu, sem lagt hafa
grunninn að núverandi þjóðfélagi.
Alþýðuflokkurinn mótmælir harðlega því
miskunnarleysi stjórnvalda, sem felst í þess-
ari aðför að öldruðum og öryrkjum og krefst
þess að hagur þessa fólks verði strax réttur.“
NORDMENDE
„Lengi
geturgott batnað"
IMýja Nordmende myndtækið hefur nú verið gert tfu
sinnum betra og var þó valið af stærri myndbandaleigum
vegna gæða og góðrar þjónustu.
STUTT
LÝSING:
1. Skyndi-upptaka ef mikið liggur
á.
2. 14 daga upptökuminni gefur
mikla möguleika á upptöku
fram í tímann.
3. Læsanleg myndleit á níföldum
hraða fram og til baka.
4. Góð kyrrmynd ef skoða þarf
nánar.
5. Rammi á eftir rammakyrrmynd
þannig að hver hreyfieining á
eftir annarri er möguleg.
6. Sjálfvirk fínstilling á móttakara.
7. Sjálfvirk bakspólun.
8. Rakaskynjari.
9. Átta stöðva minni.
10. Kvartz-stýrðir mótorar.
11. Digital-teljari þannig að auðvelt
er að skrá hvar ákveðið efni er
á myndbandinu.
12. Framhlaðið, tekur minna pláss.
13. Léttrofar sem eru samhæfðir.
14. Stærð:
Breidd 43,5 sm.
Hæð 13,0 sm.
Dýpt 36,0 sm.