Tíminn - 24.02.1984, Blaðsíða 8
FOSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1984
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
, Framkvæmdastjóri: Gt'sli Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason.
Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgrelöslustjóri: Sigurður Brynjólfsson.
Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V.
Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson.
Umsjónarmaður Heigar-Tímans: Atll Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir,
Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv .
Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson,
Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson.
Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson.
Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn:
Eygló Stefánsdóttir.
Prófarkir: Kristfn Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guðný Jónsdóttir
Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Sími: 86300. Auglýsingasfmi
18300. Kvöldslmar: 86387 og 86306.
Verð i lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00.
Setning og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Blaðaprent hf.
Mesti ósigurinn yrði
aukin verðbólga og
meira atvinnuleysi
■ Af hálfu þeirra, sem láta í ljós óánægju yfir samkomu-
lagi Alþýðusambands íslands og Vinnuveitendasambands
íslands, er því m.a. haldið fram, að það sé ósigur fyrir
verkalýðshreyfinguna.
Þeir, sem fella slíka dóma, gera sér ekki grein fyrir því,
hvernig ástatt er í efnahagsmálum þjóðarinnar.
Launakjör þau, sem menn nutu á árunum 1978-1982,
byggðust að verulegu leyti á erlendri skuldasöfnun. Hin
erlenda skuldabyrði er nú orðin svo þung, að frekari
skuldasöfnun myndi leiða til efnahagslegs ósjálfstæðis. r
Óhjákvæmilega hlýtur það að skerða kjörin að ekki er
lengur hægt að lifa um efni fram á þennan hátt.
Til viðbótar þessu kemur svo hinn mikli samdráttur
þorskveiðanna, sem ekki verður bættur nema að litlu leyti
með aukinni loðnuveiði, þar sem loðnuverðið er Iíka
fallandi.
Erfiðlega horfir með sölu á skreið og saltfiski og fleiri
sjávarvörum. Verðlag á Bandaríkjamarkaði fyrir frystan
fisk helzt enn sæmilegt, en er þó fallandi. Þar vofir yfir,
að dollarinn lækki og hefði það ófyrirsjáaniegar afleiðingar
fyrir sjávarútveginn og raunar þjóðarhaginn yfirleitt.
Þótt afkoma ýmissa atvinnufyrirtækja hafi haldizt
sæmileg, gildir það ekki um önnur. Þau standa mjög
höllum fæti. Mjög hæpið er um sum þeirra, að þau standist
þá kauphækkun, sem búið er að semja um. Þess vegna má
búast við að nokkurt atvinnuleysi fylgi í kjölfar hinna nýju
kjarasamninga.
Þegar litið er á þessar forsendur allar, er það í meira
lagi rangt að tala um samkomulagið milli Alþýðusambands
Islands og Vinnuveitendasambands íslands sem ósigur
fyrir Alþýðusambandið. Fulltrúar Alþýðusambandsins
fengu eins mikið fram og þeir gátu frekast vænzt undir
þeim kringumstæðum, sem nú eru.
Það hefði komið flestum umbjóðendum þeirra verst, ef
þeir hefðu reynt að spenna bogann hærra. Ohjákvæmilega
hefði þá meiri verðbólga fylgt í kjölfarið og gert að engu
kauphækkunina hjá hinum launalægri og raunar meira til.
Aukið atvinnuleysi hefði þá einnig komið til sögu með
hörmulegum afleiðingum fyrir þá, sem við það þyrftu að
búa.
Alþýðusamband íslands hefur því náð eins hagstæðu
samkomulagi og frekast mátti vænta undir ríkjandi.
kringum1 tæðum. Þó er það ótalið, ef með þessu samkomu-
lagi tekst að tryggja fullan vinnufrið.
Það er enn ekki séð, hvort svo verður. Unnið er að því
undir forustu vissra leiðtoga Alþýðubandalagsins að telja
mönnum trú um, að hægt sé að knýja fram meira með
verkföllum. Þeir reyna að fá menn til að gleyma hvernig
ástatt er og þeirri kjaraskerðingu, sem jafnan fylgir
verkföllum og ekki vinnst upp nema á lengri tíma, þótt
einhver kauphækkun fáist fram.
Mestu skiptir þó það, að eins og staðan er nú, gæti meiri
kauphækkun ekki leitt til annars en aukinnar verðbólgu
og meira atvinnuleysis. Það yrði mestur ósigur fyrir alla
hina kauplægri launþega, sem yrðu að þola aukna
verðbólgu, og eiga atvinnuleysisvofuna frekast yfir höfði
sér. Þ.Þ.
skrifad og skrafað
Kaldar kveðjur
■ Formaður Alþýðubanda-
lagsins er nú mættur til leiks
en hann dvaldi í útlöndum
þegar forysta Alþýðusam-
bands íslands oe Vinnuveit-
endasambands íslands und-
irritaði heildarkjara-
samninga til næstu 15
mánaða. Svavar Gestsson
kom sólarhring á undan Al-
bert fjármálaráðherra og
virðist hvorugur þeirra vera
yfir sig hrifinn af þeirri samn-
ingagerð sem fram fór að
þeim fjarstöddum.
Albert þarf að athuga vel
teygjanleika rammans og
þvertók fyrir það við komuna
á Keflavíkurflugvöll, að hann
mundi bjóða ríkisstarfs-
mönnum upp á samskonar
samninga og ASÍ hefur gert.
En vera má að ramminn
haldi og þjóðin fái áfram að
njóta Alberts við vörslu rtkis-
sjóðs.
Ásmundur Stefánsson for-
seti ASÍ fær kaldar kveðjur
frá Svavari flokksformanni
fyrir athafnasemina á meðan
hann brá sér frá í nokkra
daga. Svavar lætur að því
liggja í viðtali við Þjóðviljann
að hér sé um að ræða samsæri
forseta ASÍ, vinnuveitenda-
sambandsins og ríkisstjórn-
arinnar gegn verkalýðshreyf-
ingunni: „Hér er í fyrsta lagi
ekki um venjulega kjara-
samninga að ræða. Verka-
lýðshreyfingin sem heild hef-
ur ekki verið spurð um af-
stöðu til þessa. Hér er um að
ræða niðurstöður sem forseti
ASÍ og framkvæmdastjóri.
Vinnuveitendasambandsins
komust að og ríkisstjórnin
samþykkti fyrir sitt leyti. Það
er verkalýðsfélaganna að
taka afstöðu í þessum
efnum. Þau hafa samnings-
og verkfallsréttinn og enginn
getur tekið þann rétt af
þeim.“
Samkvæmt þessum orðum
er engu líkara en að Ásmund-
ur forseti sé genginn í sjálfan
andskotaflokkinn, og for-
maður Alþýðubandalagsins
skorar á verkalýðshreyfing-
una að hafa samningana að
engu og standa gegn því
samsæri sem forysta ASÍ
tekur þátt í.
Síðar segir formaðurinn:
„Fyrir þessa samninga hefur
ekkert reynt á áhuga verka-
fólks til þess að beita afli
samtakanna til þess að ná
fram skárri kostum, það þýð-
ir að samkomulagið segir
- ekkert til eða frá um mátt
eða máttleysi verkalýðs-
hreyfingarinnar í heild.“
Svavar formaður talar hér
tæpitungulaust og skorar á
verkalýðsfélögin að fella þá
samninga sem Ásmundur
forseti var svo ósvífinn að
samþykkj a án leyfis Svavars.
Sundrung
Innan Alþýðubandalagsins
er greinilega komin upp mikil
sundrung og sparar formað-
urinn ekki stóru orðin til að
ná sér niðri á Ásmundi og er
vandséð hvort grær um heilt
milli þeirra félaga.
En það eru fleiri en forset-
inn sem mælir með
samþykkt. Til dæmis segir
Sigfinnur Karlsson formaður
Alþýðusambands Austur-
lands að hann sjái sér ekki
fært annað en styðja samn-
inginn. Hann segir við Þjóð-
viljann: „Forysta verkalýðs-
hreyfingarinnar sem alltaf er
að tala um að bæta hag hinna
lægst launuðu stóð frammi
fyrir því að samþykkja þetta
samkomulag eða fella það.
Ég er hræddur um að það
hefði orðið forystunni ansi
dýrkeypt að fella 15.5%
kauphækkkun til þeirra sem
við lökust kjörin búa.
Ég stóð að þessum samn-
ingi og ætla mér að berjast
fyrir því að hann verði sam-
þykktur á Austurlandi. Það
er hins vegar ekki hægt að
hrópa neitt húrra fyrir þess-
um samningum, en ef við,
meinum eitthvað með þessu'
tali um að það verði að
hækka laun hinna lægst
launuðu þá varð maður að
standa að þessu."
Þess er ekki að vænta að
órólega deildin í forystu Al-
þýðubandalagsins hrópi neitt
húrra fyrir svona yfirlýsing-
um, sem eru í algjörri and-
stöðu við þann boðskap sem
flokksformaðurinn boðar,
sem eru átök á vinnumark-
aði, en ljóst er að í uppsigl-
ingu eru mikil átök innan
Alþýðubandalagsins.
Alþýðuflokkur-
inn hlynntur
samningum
Kjartan Jóhannsson for-
maður Alþýðuflokksins segir
í Alþýðublaðinu að því beri
að fagna að samningar takist
án átaka. Hann telur samn-
inginn nauðvörn en mark-
miðið sé að hindra að kaup-
mátturinn hrynji enn frekar
en orðið er.
Karl Steinar Guðnason
varaformaður Verkamanna-
sambandsins tekur í sama
streng og Ragna Bergmann
formaður Verkakvennafé-
lagsins Framsóknar segir því
hafi verið náð sem mest var
barist fyrir. Jón Helgason
formaður Einingar á Akur-
eyri telur þetta nauðungar-
samninga, sem ekki hafi ver-
ið hægt að hafna.
Nokkrir verkalýðsleiðtog-
ar hafa sett sig upp á móti
samkomulaginu en yfirgnæf-
andi meirihluti þeirra mun
mæla með því í félögum
sínum.
Alþýðubandalagið hefur
löngum talað digurbarkalega
um áhrif sín í verkalýðshreyf-
ingunni, en nú lætur hún illa
að stjórn og verður forvitni-
legt að fylgjast með hvernig
leikar fara þegar verulega
hefur skorist í odda með
leiðtogum verkalýðsins og
sófasósíalistunum með allar
sínar sérþarfir.
En þeim vinunum Guð-
mundi J. sem ætlar í verkfall
og Albert sem telur launa-
hækkanir stórháskalegar
svigþoli rammans, mun á-
reiðanlega semja betur en
nokkru sinni fyrr. OÓ
fréttir
Vesturbæjarskólinn
byggður samtímis
Grafarvogsskólanum
— fáist nauðsynlegt fjármagn, segir Davíð Oddsson borgarstjóri
■ Á borgarstjórnarfundi s.l. fimmtu-
dag lýsti Davíð Oddsson borgarstjóri
því yfir að Vesturbæjarskóli og Grafar-
vogsskóli myndu byggjast upp samtímis,
svo framarlega sem fé fengist til fram-
kvæmda. Samkvæmt áætlun um stofn-
kostnað fræðslumála var áður gert ráð
fyrir að Grafarvogsskólinn byggðist á
undan Vesturbæjarskóla, og yrði varið
til hans 25 milljónum 1985 og 22.5
milljónum 1986, en 200 þúsund krónum
til nýs Vesturbæjarskóla 1985 og 6
milljónum 1986. Miðað var við að fyrsti
áfangi nýs Grafarvogsskóla yrði tilbúinn
til notkunar haustið 1985 og að skólinn
byggðist síðan upp með jöfnum hraða,
en ofangreind áætlun hefði þýtt að
Vesturbæjarskólinn yrði ekki tekinn í
notkun fyrr en 1988. Davíð Oddsson
sagði, að þessi áætlun væri að sjálfsögðu
ekki bindandi og yrði þess freistað að
hraða framkvæmdunum við Vestur-
bæjarskólann ef þess væri kostur. Full-
trúar minnihlutans í borgarstjórn hafa
gangrýnt það harðlega að Grafarvogs-
skólinn skyldi látinn hafa forgang fram
yfir Vesturbæjarskólann, þar sem 300
börn ganga í skóla við erfiðar aðstæður
meðan í Grafarvoginum búi engin börn.
Það var Gerður Steinþórsdóttir sem
hóf umræðurnar um málefni Vestur-
bæjarskólans og óskaði skýringa á um-
mælum borgarstjóra í sjónvarpi, þar
sem hann hefði lýst yfir að báðir um-
ræddir skólar yrðu byggðir samtímis.
Sagði Gerður að þessi yfirlýsing stingi í
stúf við þær áætlanir sem í gildi væru um
skólabyggingar í borginni, sem borgar-
fulltrúum væri ekki kunnugt um að
hefðu verið endurskoðaðar. Þorbjörn
Broddason óskaði sömuleiðis skýringa,
og ásakaði borgarstjóra fyrir að vera
farinn að „stjórna borginni gegnum
sjónvarp“.
Davíð Oddsson sagði áhuga minni-
hlutans á málefnum Vesturbæjarskólans
koma sér spánskt fyrir sjónir í ljósi þess
að á dögum vinstri meirihlutans hefði
ekkert verið aðhafst í málefnum þessa
skóla. Þá gagnrýndi hann Foreldra-
samtök Vesturbæjarskólans, kvað þau
■ Bæjarútgerð Reykjavíkur var hæst
á lista yfir framleiðsluhæstu frystihúsin
innan Sölumiðstöðvar hraðfrystihús-
anna í fyrra. Fyrirtækið framleiddi 6.321
smálest fyrir 250,6 milljónirkróna. BÚR
var hins vegar í öðru sæti yfir mestu
framleiðsluverðmætin, en þar var Út-
gerðarfélag Akureyringa efst með 287,2
milljónir fyrir 6.282 smálestir af fiski.
í fréttabréfi SH er greint frá því, að
magnið segi ekki alla söguna um verð-
mæti afurða einstakra frystihúsa. í því
sambandi komi til margt annað, svo sem
samsetning þess afla sem fer í vinnsluna,
pakkningar og sitthvað fleira.
Þegar litið er að lista yfir 10 framleið-
ekki nægilega trúverðug, enda formað-
urinn flokksbundinn Alþýðubandalags-
maður. Kristján Benediktsson mótmælti
ummælum borgarstjóra um afskiptaleysi
vinstri meirihlutans sáluga um Vestur-
bæjarskólann og sagði að hann hefði
látið fara fram hönnunarvinnu, auk þess
sem bætt hefði verið við hreyfanlegum
kennslustofum til að leysa húsnæðis-
vanda skólans til bráðabirgða.
- JGK.
sluhæstu frystihúsin innan SH og aftur
yfir 10 frystihúsin sem skila mestum
verðmætum, vekur athygli að íshúsfélag
Bolungarvíkur, er aðeins í sjötta sæti
hvað magn varðar cn í þriðja hvað
varðar verðmæti. Sama er uppi á
tengingnum hvað varðar önnur frystihús
á Vestfjörðum, Austfjörðum og
Norðurlandi, þau skila verðmætari afurð
en frystihús í Reykjavík og Vestmanna-
eyjum. Til dæmis er ísfélag Vestmanna-
eyja - í fjórða sæti á magnlistanum en
sjöunda á verðmætalistanum. ísbjörninn
í Reykjavík er í 8. sæti á magnlistanum
og 10. á verðmætalistanum.
- Sjó.
Uppgjör SH frystihúsa frá í fyrra:
BÚR FRAMLEIDDI MEST EN ÚA
SKIIADI MESTDM VERDMÆTUM