Tíminn - 24.02.1984, Blaðsíða 6
6______________
T spegli tímans
Margar öfunda forseta
frúr Bandaríkjanna
— en eru þær svo öfundsverðar í rauninni?
■ Þetta er staða, sem vekur
öfund milljóna kvenna, staða
æðstu konu Bandaríkjanna,
konu forsetans, voldugasta
manns hins vestræna heims. En
þrátt fyrir öfundina, er mikið
vafamál að margar konur vildu
taka þetta vanþakkláta starf að
sér. Við höfum fengið að fylgjast
með hvernig það hefur leikið
ýmsar þeirra, sem hafa nauðugar
viljugar orðið að gegna því,
hvernig Betty Ford og Pat Nixon
leiddust út í óhóflega áfengis-
drykkju, hvernig Jackie
Kennedy varð slík eyðslukló, að
engu var líkara en að hún væri
hrædd um að peningarnir brynnu
í höndunum á henni. Og nú eru
vinir Nancy Reagan farnir að
hafa áhyggjur af heilsufari
hennar.
Já, forsetafrúrnar hafa þurft
að þola margt og hafa brugðist
við mcð ýmsum hætti. Eleanor
Roosevelt hellti sér út í félagsmál
og varð að láta sér lynda að
maður hennar væri henni ótrúr.
Samt brást hann ókvæða við,
þegar hann fékk þær upplýsingar
frá alríkislögregluni, FBI, 1943,
að hún liefði hlerað hótelher-
bergi, þar sem gistu kona hans
og liðþjálfi í bandaríska hernum,
Joseph Lash. Viðbrögð Frankl-
ins D. Roosevclt voru þau að
fyrirskipa að liðþjálflnn yrði
sendur í fremstu víglínu hið snar-
asta, sennilcga í þeirri von, að
hann yrði ekki langlífur þar.
Reyndar sneri Joseph Lash á
forseta sinn með því að koma
heill á húfi úr stríðinu. Hann
hefur mörg undanfarin ár verið
stórvirkur og vel metinn rithöf-
i undur í heimalandi sínu.
Sumar gripu
til flöskunnar
Pat Nixon greip æ oftar til
flöskunnar á meðan hún fylgdist
með baráttu manns síns við að
klóra sig út úr Watergate-
hneykslinu. Að lokum brast
heilsa hennar og hún fékk heila-
blæðingu í tvígang 1976.
Þegar Nixon neyddist til að
segja af sér, varð varaforseti
hans, Gerald Ford, að taka á sig
ábyrgð þá, sem forsetaem-
bættinu fylgir. Dagsins, sem það
gerðist, 9. ágúst 1974, minnist
kona hans, Betty Ford, með
hryllingi.
Þaðan í frá segir Betty Ford
leyniþjónustuna hafa stjórnað
lífi fjölskyldunnar, sem aldrei
gat um frjálst höfuð strokið.
Hún minnist þess, þegar leyni-
þjónustumaður hringdi í hana á
föstudegi og skipaði svo fyrir að
dóttir hennar, Susan, héldi sig
innan dyra alla helgina. Seinna
komst hún að raun um, að það
var vegna hótana öfgafullra
hryðjuverkamanna um að ráða
Susan af dögum. Smám saman
fór svo að Betty, sem þá var
komin undir sextugt, gafst upp
undir því álagi, sem stöðu hennar
fylgdi. Hún treysti sér ekki til að
koma neins staðar fram nema í
emhvers konar vímu, og það var
ekki fyrr en hún losnaði úr Hvíta
■ FBI njósnaði um ástafundi
Eleanor Roosevelt og Joseph
Lash. Hann er nú metsölu-
höfundur í Bandaríkjunum.
■ Jacqueline Kennedy varð að þola mörg hliðarspor manns síns.
Hún fékk útrás fyrir innibyrgða gremju sína með því að eyða
peningum eins og mest hún mátti.
húsinu, sem henni tókst að koma
heilsu sinni á réttan kjöl á ný.
Og ekki átti Rosalynn Carter
sjö dagana sæla í Hvíta húsinu.
Hún var sífelldur skotspónn
þeirra, sem þóttust hafa efni á að
hæða hana fyrir kauðalegan
klæðaburð og Suðurríkjahreim ■
málfari.
Aðrar bruðluðu
meðfé — eðaurðu
mannafælur — en
menn þeirra
stunduðu fram.
hjáhald
Jacqueline Kennedy var
ámælt fyrir óhemju bruðl með
fé. Sagt er að þegar maður
hennar hafi sett ofan í við hana
fyrir fatareikningur hennar á
árinu 1961, sem fór upp í 8
milljónir króna, hafi hún svarað
því til, að hann gæti bara selt
einhverjar af þeim gersemum,
sem Hvíta húsinu er fullt af, til
að standa straum af kostnaðin-
um. Hann féllst ekki á þá lausn.
Reyndar álíta menn nú, að með
eyösluseminni hafi hún fengið
útrás fyrir óánægju sína með
lífið í Hvíta húsinu. Maður henn-
ar var alræmdur kvennamaður
og fór ekki dult með afrek sín á
því sviði. Hún varð fyrir þeirri
sorg að missa tveggja daga ganil-
an dreng 1963 og komst seint yfir
það. Og til að kóróna allt saman
var hún þátttakandi í voða-
atburðunum í Dallas 22. nóvem-
ber 1963, þegar maður hennar
féll fyrir morðingja hendi og hné
örendur í kjöltu konu sinnar.
Örlög Mamie Eisenhower
hafa lengi runnið mönnum til
rifja. Hún varð að þola þá
auðmýkingu að allur heimurinn
var vitni að ástarævintýri manns
hennar og ensks bílstjóra hans af
veikara kyninu á stríðsárunum,
Kay Somersby. Þaðan í frá gerð-
ist Mamie hálfgerð mannafæla
og það þykir ekki hæfa forset-
afrú Bandaríkjanna.
Nei, það virðist sannarlega ekki
vera eftirsóknarvert starf að vera
æðsta kona Bandaríkjanna.
4-
■ Pat Nixon naut ekki trúnað-
ar manns síns á meðan hann
■ barðist fyrir embætti sínu í kjöl-
far Watergatehneykslisins. Það
tók svo á taugarnar, að hún
missti heilsuna.
■ Rosalynn og Jimmy Carter áttu hvort annað að, þegar þau urðu
fyrir aðkasti fyrir að vera ekki alveg nógu veraldarvön í augum þeirra,
sem betur höfðu kynnst heiminum, að eigin áliti.
viðtal dagsins
,JU±R HAFA
GOTTAFNUDDT'
— rætt við Gunnar Júlíusson sjúkra
nuddara sem nýlega opnaði
eigin nuddstofu
■ „Það hafa allir gott af
nuddi, jafnt háir sem lágir“
sagði Gunnar Júlíusson
sjúkranuddari í samtali við
Tímann en hann tók nýlega
við rekstri nuddstofunnar að
Laugarnesvegi 82, sem heit-
ir Paradís.
„Sjúkranudd er fyrst og
fretmí vöðvabóloueyö -íi
en almennt séð þá slakar
það á öllum vöðvum líkam-
ans, kemur blóðinu á hreyf-
ingu og virkar auk þess á
sogæðakerfíð“ sagði
Gunnar.
í máli hans kom fram að
hann lærði sjúkranudd hjá
einum þekktasta sjúkra-
þjálfara landsins Edwald
Hinrikssyni en þar var hann
■ Gunnar Júlíusson sjúkra-
nuddarí við vinnu sína.
Tímamynd Árni Sæberg