Tíminn - 24.02.1984, Blaðsíða 18
18
Wminmi'
skák
Texti: Jón Guðni Skýringar: Jóhann Örn Sigurjónsson
8. umferð
REE TÓKST EKKI
AD STÖDVA JÓHANN
/xí\
REYKJAVIKUR
/SKÁKMÓTIÐX
■ Þegar undirritaður kom í skáksal-
inn á Hótel Loftleiðum rétt fyrir kl.i
19.00 í gærkvöldi var svartsýni ríkjandi
meðal áhorfenda fyrir hönd íslensku
skákmannanna. Jafnvel þeir sem
undirritaður hefur hneigst til að taka
mest mark á varðandi mat á stöðum
voru á einu máli um að Jóhann Hjart-
arson væri með miklu verra gegn
hollenska stórmeistaranum Ree og
Margeir væri með tapað gegn de
Firimian. En þessir spádómar urðu sér
til skammar og hvílíkar skákir.
Það er annað tveggja að Jóhann
Hjartarson sé einfaldlega orðinn svona
góður skákmaður, eða þá hitt að
erlendir andstæðingar hans hreinlega
falli saman þegar þeir mæta honum
nema hvort tveggja sé. Hann hefur jú
ekki tapað skák til þessa á mótinu,
tapaði reyndar ekki heldur skák á
Búnaðarbankamótinu á dögunum og
meira en það, hann hefur unnið skák
eftir skák, jafnt með hvítu sem svörtu.
Sannarlega virtist hollenski stórmeist-
arinn vera kominn með vænlegt tafl í
gærkvöldi, en þá sneri gæfan við hon-
um bakinu. Hann kom gaffli á báða
hróka Jóhanns, en tók í staðinn á sig
opna kóngsstöðu. í fljótu bragði virtist
honum ekki liggja lífið á að taka
skiptamuninn, en hann féll fyrir þeirri
freistingu. Hrókurinn reyndist baneitr-
aður, Jóhann þurfti ekki einu sinni að
hafa fyrir því að drepa til baka riddar-
ann, sem smeygði í sér inn í herbúðir
hans. í staðinn nýtti hann sér til hins
ítrasta veika kóngsstöðu andstæðings
síns, og náðí slíkri sókn að Ree varð
að gefast upp nokkrum leikjum eftir
hið mislukkaða hróksdráp, mát í næsta
leik varð ekki umflúið. Þar með hefur
Jóhann náð þeim ótrúlega árangri að
ná 7 vinningum út úr 8 umferðum,
hefur unnið sex skákir og gert tvö
jafntefli og er þó margur kunnur
kappinn meðal þátttakenda.
Úrslitin í skák Helga og Jóns L.
Árnasonar mætti helst kalla vináttu-
jafntefli, þeir sömdu eftir nokkurra
m/nútna taflmennsku. Þeim sem
hneykslast á slíku framferði má benda
á það að það er erfið staða fyrir þessa
tvo félaga í skáklistinni að dragast
saman hvor gegn öðrum í einni af
síðustu umferðunum, því báðir keppa
að sama markinu og skiljanlega hefur
hvorugur áhuga á að bregða fæti fyrir
hinn. En var hægt að koma málum
öðru vísi fyrir? Ég bar þá spurningu
upp við einn af skákstjórunum, Þor-
stein Þorsteinsson. Þorsteinn sagði
efnislega: „Við urðum að fara eftir
þeim reglum sem gilt hafa á mótinu frá
upphafi, og gátum ekki breytt til,
nema ganga á rétt einhverra. Þegar
menn dragast saman ræður annars
vegar litaskiptingin og hins vegar
stigin, sem keppendur hafa áunnið sér
fyrir í mótinu. Nú var Jóhann efstur
fyrir þessa umferð og það er regla að
sá sem er efstur fái sterkasta keppand-
ann sem hann hefur ekki mætt fyrr í
mótinu. Sú regla gildir um mót sem
þessi til að ná áfanga að stórmeistara-
titli dugar ekki tiltekinn stigafjöldi,
heldur verður kandidat að tefla við
þrjá stórmeistara hið minnsta. Við
unnum lengi að þessari niðurröðun og
komumst að þeirri niðurstöðu að ekki
yrði hjá því komist að raða niður á
þann hátt sem var gert.Ef ekki. hefði
verið gengið annað hvort á rétt
Jóhanns, eða Svíanna í toppbaráttunni
og slíkt hefði ekki verið gott afspurnarl'
Nóg um það. Snúum okkur að skák
Margeirs sem hafði svart gegn de
Firmian. Margeir virtist vera með
skelfilega stöðu en hanh sýndi viðlíka
seiglu í vörninni og gegn Alburt sællar
minningar á Búnaðarbankamótinu og
í biðstöðinni hefur hann hrók og fimm
peð gegn tveim biskupum og tveim
peðum de Firmians. Margeir vildi lítið
segja um möguleika sína í stöðunni,
sagðist eiginlega aldrei hafa séð svona
stöðu fyrr. Aðrir voru á því máli að
staðan væri svo flókin að það væri
meiningarlítið, að segja nokkuð um
hana eftir fljóta skoðun, en hölluðust
þó að því að væri til vinningur væri
hann Margeirs.
Af öðrum úrslitum má nefna að enn
var Karl Þorsteins á ferðinni með
fallega skák og vann nú Guðmund
Sigurjónsson. Þá átti Pia Cramling í
höggi við Geller og laut í lægra haldi
eftir hetjulega baráttu. Friðrik Ólafs-
son vann Braga Kristjánsson.
Staðan á toppnum eftir 8 umferðir
er þá þannig að efstur er Jóhann
Hjartarson með 7 vinninga de Firmian
hefur 6 vinninga og biðskák, þá kemur
aldursforsetinn Reshevsky með 6 vinn-
inga og Helgi Ólafsson, Jón L. Árna-
son, Schneider, hafa 5!ó vinning og
Margeir og Wedberg hafa 5 vinninga
og biðskákir og síðan koma með 5
vinninga Zaltsman, Balashov, Geller,
Karl Þorsteins, Shamkovic og McCam-
bridge og Ree. 9 umferðin verður tefld
í dag og hefst kl. 17.00 að venju.
Margeir
abcdefgh
de Firmian
Jóhann og Ree í upphafi skákar sinnar í gær.
Tímamynd Róbert
Úrslitin í
gærkvöldi
01 Hans Ree—Jóhann Hjartarson O-l
02DeFirmian-MargeirPétursson bið
03 Jón L. Árnason—Helgi Ólaf sson V2-V2
04Tom Wedberg-LarryChristiansen bið
05 Axel Ornstein - Samuel Reshevsky 0-1
06 YuriBalashov-V.Saltzmann V2-V2
07LevGutman-EricLobron 0-1
08Lars A. Schneider-Murray Chandler 1-0
09EvfimGeller-PiaCramling 1-0
10 Robert Byrne—E. King V2-V2
HLeonidShamkovich-LevAlburt 1-0
12 Guðm. Sigurjónsson - Kari Þorsteins 0-1
13McCambridge-Johnny Hector 1-0
14 Bragi Kristjánssoh—Friðrik Ólafsson 0-1
15 P. Ostermeyer—Elvar Guðmundsson 1-0
16M.Knezevic-K.Tielemann 1-0
17HarrySchiissler-CarstenHöi 1-0
18 Haukur Angantýss - Magnús Sólmundarson bið
19G.Taylor—Larus Johannesson 1-0
20 Ásgeir Þór Árnason—Dan Hansson V2-V2
21 Hilmar Karlsson - Karl Burger V2-V2
22 Holger Meyer- Halldór G. Einarsson 1-0
23 Jan M. Nykopp—Guðm. Halldórsson 1-0
24 Róbert Harðarson - Pálmi R. Pétursson 1-0
25 Benóný Benediktsson - Benedikt Jónasson 0-1
26 Bragi Halldórsson -Ágúst Karlsson 1-0
27 Haraldur Haraldsson - Sævar Bjarnason 0-1
28 Leif ur Jósteinsson - Andri Áss Grétarsson bið
29 Þröstur Bergmann—Björgvin Jónasson bið
30 Arnór Björnsson - Gylfi Þórhallsson 0-1
Hvítur: Hans Ree
Svartur: Jóhann Hjartarson
Drottningarbragð
1. d4 Rfó 2. c4 eó 3. Rf3 d5 4. Bg5 Be7
5. Rc3 h6 6. Bh4 0-0 7. Dc2 b6 8. Bxf6
(Stríðshanskanum er kastað. Hvítur
hyggst hróka langt, og sækja að svörtu
kóngsstöðunni. Slíkri sókn getur verið
allt annað en auðvelt að verjast, og
varnaraðilinn má mjög gæta sín á því,
að lenda ekki út í of dauðri stöðu sem
ekki gefur neina gagnsóknarmögu-
ieika.) 8. . Bxf6 9. e4 Rc6 10. 0-0-0
dxe4 11. Dxe4 Bb712. h4 Hb813. Bd3
(Framkallar veikingu á svörtu kóngs-
stöðunni. í fljótu bragði virðist hvítur
kominn með draumastöðu.) 13. . g6
14. Dg4 Bg7 15. Be2 (Þessi biskup var
orðinn fyrir á d-Iínunni, og hvítur
verður að eyða tíma í tilfærslu hans.)
15.. Re716. h5 g517. Re5 Rf518. Bf3
22. . Da5! (Nú er 23. Bxb7 Dxc3t 24.
Kbl Hxb7 hreint mát, og því reynir
hvíti kóngurinn að forða sér í dauðans
angist.) 23. Kd2 Rd4! (Einn þrumu-
leikurinn enn. Ef nú 24. Bxb7 f5 25.
Dg3 Dxa2t 26. Kel De2 mát.) 24. Kel
Rxf3t 25. Kfl (í skákskýringasalnum
var Jón Þorsteinsson fljótur að sjá
skemmtilega vendingu eftir 25. gxf3
Dxc3t 26. Kfl Bxf3 27. Dg3 Dd3t! 28.
Hxd3 Hblt 29. Hdl Hxdl mát.) 25. .
Da4! Hd6 f5 og hvítur gafst upp. Hvíta
drottningin verður að gefa eftir vald
sitt á c4, og verður þar með snyrtilega
mát.
abcdefgh
(Allt hefur þetta gengið eðlilega fyrir
sig, en næsti leikur svarts hleypir öllu
upp í loft.) 18.. c5! (Fórnar skiftamun
fyrir mótsókn.) 19. dxc5 Dc7 20. Rd7
Bxc3 21. bxc3 (Jóhann taldi hvítan
hafa átt.að reyna 21. cxb6, í stað
textaleiksins.) 21. . bxc5 22. Rxf8
(Trúlega veitti 22. Rxb8 meira viðnárn,
en næsti leikur Jóhanns hlýtur að hafa
komið Ree gjörsamlega á óvart.)
Lokastaðan.
FÓSTUDÁGUR 24. FEBRÚÁR 1984
Kvikmyndir
Sími 78900
SALUR 1
Goldfinger
Enginn jalnast á vift James Bond
007, sem er kominn aftur i heim-
sókn. Hér á hann í höggi vift hinn
kolbrjálafta Goldfinger, sem sér
ekkert nema gull. Myndin er fram-
leidd af Broccoli og Saltzman.
JAMES BOND ER HÉR I TOPP
FORMI.Aftalhlutverk: Sean Conn-
ery, Gert Frobe, Honor
Blackman, Shirley Eaton, Bern-
ard Lee.
Byggft á sögu eftir lan Fleming.
Leikstjóri: Guy Hamilton
Sýnd kl. 5,7.05, 9.10,11.15
SALUR2
CUJO
Splunkuný og jafnframt stórkostleg
mynd gerft eftir sögu Stephen
King. Bókin um Cujo hefur verift
gefin út í milljónum eintaka viðs
vegar um heim og er mest selda
bók Kings. Cujo er kjörin mynd fyrir
þá sem una góftum og vel gerftum
spennumyndum
Aftahlutverk: Dee Wallace,
Chrlstopher Stone, Daniel
Hugh-Kelly, Danny Pinatauro
Leikstjóri: Lewis Teague
Bönnuft börnum innan 16 ára
Sýndkl. 5,7, 9.10,11.15 ,
Hækkaft verð
SALUR3
Daginn eftir
(The Day After)
Heimsfræg og margumtöluð stór-
mynd sem sett hefur allt á annan
endann þar sem hún hefur verift
sýnd. Fáar myndir hafa fengift eins
mikla umfjöllun i fjölmiðlum, og
vakift eins mikla athygli eins og .
THEDAYAFTER.
Aðalhlutverk: Jason Robards, Jo-
beth Williams, John Cullum,
John Lithgow.
Leikstjóri: Nicholas Meyer.
Sýnd kl. 5,7.30 og10
SALUR4
Segðu aldrei
aftur aldrei
’ Hinn raunverulegi James Bond
er mættur aftur til leiks i hinni
splunkunýju mynd Never say nev-
er again. Spenna og grin i há-
marki. ,
Aftalhlutverk: Sean Connery,
Klaus Maria Brandauer, Barbara
Carrera, Max Von Sydow, Kim
Basinger, Edward Fox sem „M“.
Byggft á sögu: Kevin McClory,
lan Fleming. Framleiftandi: Jack
Schwartzman. Leikstjóri: Irvin
Kershner. Myndin er tekin i
Dolby Sterio.
Sýnd kl. 5,7.30 og 10