Tíminn - 24.02.1984, Blaðsíða 20

Tíminn - 24.02.1984, Blaðsíða 20
Opið virka daga 9-19 Laugardaga 10-16 H HEDD Skemmuvegi 20 Kopavogi S.mar 191)7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendurti um land allt Ábyrgö á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs SAMVINNU TRYGGINGAR &ANDVAKA ARMULA3 SIMI 81411 1^ \s*abriel pHÖGGDEYFAR y QJvarahlutir Sími 36510. KitsttornBtttíOO- Auglysmgar i8300- Afgreiðsla as. ask-iff S«3Ó0 - Kv V> . Og Föstudagur 24. febrúar 1984 DAGSBRUN KOLFELLDI ASÍ-KIARASAMNINGINN — „með 700 og eitthvað atkvæðum gegn 17’% sagði Guðmundur J. Guðmundsson ■ Dagsbrún kolfelldi nýgerða kjarasamningu á fjölsóttum fc- lagsfundi í gærkvöldi, með „700 og eitthvað atkvæðum gegn 17“, eins og formaðurinn orðaði það. Austurbæjarbíó var fullt út úr dyrum og gífurleg stemmning á fundinum. Samkvæmt ályktun sem Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dagsbrúnar lagði fyrir fundinn var það ekki ætlun stjörnarinnar að samningurinn yrði felldur á fundinum, heldur yrði ákvörðun um slíkt frestað til annars fundar. Orðrétt segir svo í ályktuninni: „... að fundurinn feli stjórn Dagsbrúnar í samráði við samninganefndir vinnustaða að óska nú þegar eftir viðræðum við samningsaðila Dagsbrúnar. Þcgar niðurstöður liggja fyrir skal boðað til nýs félagsfundar, þar sem þær verða kynntar og endanleg ákvörðun tekin um af- stöðu félagsins til samninganna". Það var Pétur Tyrfingsson sem bar fram beina tillögu um að samningurinn skyldi felldur, Guðmundur reyndi að benda honum á að ályktunin þýddi það sama, þótt orðalagið væri öðru- vísi. Pétur benti á móti á, að frestun mundi VSÍ túlka sem svo að Dagsbrúnarmenn væru Blaðburðar .börn óskast B0GAHLIÐ HÁALEITISBRAUT hræddir, en ekkert væri einfald- ara en að samþykkja sína tillögu og ályktunina einnig. Pétursagði menn hinsvegar verða að gera sér grein fyrir að erfið barátta væri framundan ef samningurinn yrði felldur, og þá yrði jafnframt að koma til stökkbreyting á samskiptum almennra félags- manna og forystu félagsins. „ekkert leynimakk", sagði Pétur. ■ „Eg held að það sé vonlaust að ganga fram hjá sérkröfum Dagsbrún- ar“, sagði Guðmundur J. Guðmunds- son m.a. Tímamyndir G.E ■ „Við fellum samninginn - fellum samninginn" voru framíköllsem oft heyrðust á Dagsbrúnarfundinum í gærkvöldi. Hvertsætivarskipað í Austurbæjarbíói og töluvert meira en það þegar leið á fundinn, sem stóð í um 3 klukkutíma, og mikil húrrahróp gullu við þegar alkvæðagreiðsla hafði farið fram. Mál Megasar gegn Steinum hf.: LÖGBANNH) NÁÐIFRAM AD GANGA ■ Fógetarétturinn í Reykjavík hefur sett lög- bann við frekari dreifingu og sölu á plötunum „Tvær í takinu“, en þær eru tvær í tvöföldu albúmi, að kröfu Magnúsar Þórs Jónssonar, Megasar. Steinar hf. gáfu plöturnar út ekki alls fyrir iöngu og á annarri þeirra er að finna lagið Fatlafól eftir Megas, en hann telur ekki, heimild fyrir endurútgáfu lagsins. Megasi var gert að leggja fram 350 þúsund króna tryggingu fyrir lögbanninu. Einnig þarf hann að höfða staðfestingarmál fyrir borgardómi Reykjavíkur innan viku ella fellur lögbannið úr gildi. Pétur Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Steina hf. sagði í samtali við Tímann í gær, að fyrirtækið væri búið að leggja mikið fé í útgáfu þessarar plötu. Hann vildi ekki nefna neinar upphæðir í því sambandi. „Ég hef þær ekki fyrir framan mig en ég reikna með að kostnaðurinn með öllu nemi einhverjum hundruðum þúsunda," sagði Pétur. - Sjó Vöruskiptajöfnudurmn íjanúar: NEIKVÆDUR UM 576 MILUÓNIR ■ Vöruskiptajöfnuður lands- manna varð neikvæður um tæpar 576 millj. króna fyrsta mánuð ársins 1984. Inn voru fluttar vörur fyrir rúmar 1.711 milljónir króna, en út fyrir rúmar 1.135 millj. króna. Vantaði því rétt um þriðjunginn upp á að útflutning- urinn nægði til að greiða fyrir innflutninginn. Hlutfallslega var útflutningur- inn nú 54,6% meiri en í janúar- mánuði 1983, en innflutningur- inn 53% meiri. Til samanburðar skal tekið fram að meðalgengi erlends gjaldeyris í janúar 1984 er talið vera 46,7% hærra en það var í janúar 1983. Af útfluttum vörum í janúar voru 349 millj. króna ál og kísiljárn. Innflutningur til verk- smiðjanna nam um 278 millj. kr. -HEI Að lokinni atkvæðagreiðslu sagði Guðmundur m.a.: „Látið ekki góðir félagar þennan ágreinin um orðalag, í tillögum sem þýddu það sama, skipta ykkur upp í,hópa.“ „Petta fór mjög svipað og ég bjóst við“, sagði Guðmundur spurður um úrslit fundarins. „Jú, það verða örugglega erfiðleikar framundan. En mér sýnist góður hugur hér í mönnum að þeir sigrist á þeim erfiðleikum. - HEI Lánskjara- vísitalan: HÆKKAR UM 0.47% ■ Lánskjaravísitala mars- mánaöar veröur 854 stig, sem er 0,47% hækkun frá láns- kjaravísitölu febrúarmánadar, sem er 850 stig, samkvæml útreikningnm Seðlabankans. Láuskjaravísitala desember- mánaöar var 836 stig, þannig aö þriggja mánaða hækkun, des.-mars er 2,15%. Hagstofan hefur áætlað vísi- tölu byggingarkostnaðar eftir verðlagi í fyrri hluta febrúar og reyndist hún 155,58 stig miðað við 155,22 stig við útreikning i janúarbyrjun. Hækkunin er því 0,23% milli janúar og fe- brúarmánaðar. Hagstofan tekur fram að yið uppgjör verð- bóta á fjárskuldbindingar gildi aðeins binar lögformlcgu vísi- tölur sem reiknaðar eru á 3ja mánaða fresti. Ársfjórðungs hækkun byggingarvísitölunnar - nóv.-febr. - er 1,03%. -HEl dropar VR á Dall- askvöldi ■ Sjónvarpið sctur sitt mark á kjarabaráttuna með ýmsum hætti. Þannig mættu „aðeins“ rúmlega hundrað manns á fé- lagsfund Verslunarmannafé- lags Reykjavíkur sem haldinn var í fyrrakvöld um nýgerða kjarasamninga. Auðvitað voru samningarnir samþykktir með miklum meirihiuta atkvæða. Hins vegar vakti fjöldi fund- argesta athygli með tilliti til þess að hér er um stærsta stéttarfélag landsins að ræða sem mun telja um sex þúsund félagsmenn. Það voru því á milli 1-2% félagsmanna sem tóku ákvörðun um samþykkt samninganna. Telja kunnugir að vel halí mátt merkja það af fundar- sókninni að frægur sjónvarps- þáttur var þá til sýningar um kvöldið, nefnilega Dallas, og hafi hann átt meira í mörgum en karpið um kaupið. Þingmaður Morg- unblaðsins? Árni Jobnsen þingmaður Morgunblaðsins á það sam- merkt með kollega sínum Ell- ert B. Schram að þykja flest skcmmtilegra en sitja á þingi, þó ástæðurnar séu af ólíkum toga spunnar. Ellert vill ekki á þing, því hann óttast að enda sem messagutti, og heldur því áfram sem fríþingmaður og blaðamaður. Árni getur hins , - - > - v vegar ekki slitið sig frá sínu gamla starfi, en náttúruham- farir og stórslys voru hans sér- grein. Þannig má ekkert koma upp á, þá er þingmaðurinn rokinn á dyr í þinghúsinu í leit að ævintýrum. Ekki fór því mikið fyrir þingmanninum í sölum alþingis í gær þegar rætt var um nýgerða kjarasamninga utan dagskrár, enda dvaldi hann lungann úr deginum á Ólafsvík fyrir hönd Morgun- blaðsins að taka upp fréttir af afleiðingum snjóflóðsins í fyrrinótt. Nú er að sjá hvað aðrir þingmenn flokksins segja við þessari innrás í Vestur- landskjördæmi, og spurning hvort Friðjón Þórðarson taki ekki næst að sér hlutverkið þegar færi gefst fyrir Morgun- blaðið og Flokkinn, þegar kjördæmi hans á annars vegar í hlut, nema Árni sé landskjör- inn! Krummi.. ...spyr hvort Ámi geti ekki fengið frí eins og EUert

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.