Tíminn - 24.02.1984, Blaðsíða 12

Tíminn - 24.02.1984, Blaðsíða 12
LANDSMOHN ERU HÁPUNKTUR í STARFSEMIUMFÍ, STUNDUM ERU ÞAU KÖLLUD „LITIU OLYMPÍULEIKARNr ■ Ingólfur A. Steindórsson er fæddur að Brautarlandi i Vestur Húnavatnssýslu 9. ágúst 1942 og ólst þar upp. Hann útskrifaðist úr Samvinnuskólanum árið 1965. Hann er ritstjóri Skinfaxa, tímarits llngmennafélags íslands og er skrifstofa samtakanna að Mjölnis- holti 14, í Reykjavik. Kona Ingólfs er Inga Þyrí Kjartansdóttir, en hún starfar á skrif stofu Framsókn- arflokksins í Reykjavik. Ingólfur býr i Kópavogi ásamt konu sinni og dóttur þeirra Sillu Dögg og fósturbömunum tveimur sem enn eru heima, Baldvin Albert 9 ára og Brynhildi 18 ára, en þrjú fóstur- barnanna eru flutt að heiman og farin að búa. Sonur hans frá fyrra hjónabandi er Haraldur, 13 ára knattspyrnukappi á Akranesi. (Timamynd G.E.) ■ Ingólfur A. Steindórsson, ritstjóri Skinfaxa Þegar ég var beðinn um að segja frá einum degi í lífi mínu, taldi ég á því lítil tormerki. Þegar betur er að gáð eru dagarnir nokkuð ólíkir, eftir því á hvaða vinnslustigi blaðið e& , en aðalstarf mitt á skrifstofu UMFÍ er að ritstýra tímaritinu Skinfaxa. Það er til dæmis ekki sama hvort ég er að safna efni í blaðið, eða er að safna auglýsing- um eða að fylgja blaðinu í gegn um prentvinnsluna. Nú er ég aðallega að viða að mér efni í blaðið og mun ég lýsa einum venjulegum degi við þau störf. í leiðinni er komið við hjá dagmömmunni Dagurinn byrjar með því að klukkan vekur okkur um klukkan hálf átta. Ég á það til að vera nokkuð þungur að vakna í skammdeginu og dotta því stundum eftir að klukkan hefur hringt, en það skeður sem betur fer ekki oft. Við erum svo heppin að við byrjum að vinna á sama tíma, klukkan níu, og vinnustaðir okkar eru mjög stutt hvor frá öðrum og erum við því samferða í yinnuna. Dóttirin litla vaknar brosandi og því auðvelt að koma henni í fötin. Stund- um þarf að vekja hana, og er þá betra að gera það með gætni, því hún er skapmikil kona. Þegar búið er að borða morgunmatinn drífum við okkur af stað. Það er í leiðinni að koma við hjá dagmömmunni, þar sem við skiljum Sillu Dögg eftir. Á Kringlu- mýrarbrautinni er mikil umferð, því klukkan er alveg að verða níu. Við setjumst niður í kaffistofunni yfir kaffibolla og röbbum saman, áður en við göngum til verkefna dagsins. Við erum þrjú sem störfum á skrifstofu UMFÍ, framkvæmdastjóri, ritari og ég. Fyrsta verkefni mitt var að hrein- rita fréttir og frásagnir, sem ég hafði náð í gegnum síma daginn áður. Þetta, ásamt nokkrum símtölum, var ég að fást við til klukkan 11. í mínum verkahringað útvega leiðbeinendur Eitt af þeim verkefnum, sem UMFÍ, annast, er félagsmálafræðsla. Fjöldi leiðbeinenda úr röðum samtakanna eru víðs vegar um landið. Þessi þjón- usta er fyrst og fremst fyrir félög innan hreyfingarinnar, en töluvert hefur ver- ið um það, að utanaðkomandi aðilar hafi óskað eftir þessari þjónustu hjá okkur, svo sem skólar. M.a. óskaði Fósturskóli íslands nýlega eftir því að við útveguðum leiðbeinendur í félags- málafræðslu á þeirri önn, sem þar er nú að byrja. Þar sem það er í mínum verkahring að útvega leiðbeinendur á þau námskeið, sem beiðnir koma um, þá gerði ég það. Einmitt þennan dag hafði ég boðað komu mína, ásamt þeim leiðbeinendum sem ég hafði útvegað. Við vorum mættir inn í Fósturskóla upp úr ellefu, þar sem gengið var frá því hvar þeirra tímar yrðu á stundaskránni og einnig rætt um tilhögun kennslunnar. Spurt og svarað Ég er kominn til baka rétt fyrir hádegið. í því ég kem inn hringir síminn. Það er Baldvin í símanum, en hann er einn heima á morgnana og nýtur þeirra forréttinda að sofa út. Hann er þó alltaf vaknaður klukkan tíu til að hlusta á Rás 2! Hann vill fá svör við nokkrum spurningum: Verður farið á skíði um helgina og er Haraldur væntanlegur? - Það stendur til að fara á skíði, en Haraldur er ekki væntan- legur um helgina, hann er nýbúinn að vera hjá okkur. Fleiri spurningar koma sem ég svara. Áður en við kveðjumst kemur þetta venjulega: Mundu að setja á þig húfu og vettlinga og gleymdu ekki að borða vel áður en þú ferð í skólann. Fæ mér snarl á kaffistofunni og hlusta á fréttirnar í hádeginu fer ég stundum á vinnu- stað konunnar, því stutt er á milli, og við förum saman út að borða eða við skreppum í sund. Þetta fer að sjálf- sögðu eftir efnum og ástæðum. Við erum stundum upptekin í hádeginu, annað hvort eða bæði. í dag er hún á fundi í hádeginu, svo ég tek það rólega og fæ mér snarl á kaffistofunni og hlusta á fréttirnar. „Það er alltaf sami ófriðurinn í Beirút og bankaræninginn ófundinn enn“. Ég sest við símann eftir hádegið og hringi út á land í nokkra aðila til að afla mér efnis í pistil sem ég er að semja. Þetta gengur bara vel og tíminn flýgur áfram. Fyrr en varir er klukkan orðin þrjú og kominn maður í viðtal sem ég hafði boðað til mín. Landsmótin eru hápunktur í starfsemi ungmennafélaganna Maðurinn sem kominn er í viðtal til mín heitir Þórhallur Guðjónsson úr Keflavík. Til að upplýsa nánar af hverju ég hef fengið hann til að koma í viðtal fyrir Skinfaxa langar mig til að segja í fáum orðum frá þeim þætti í starfi UMFÍ, sem að margra mati á einna helst þátt í því hve sterk félags- málahreyfing UMFI er í dag, - en það eru landsmótin. Frá því landsmótin við að keppendur verði á annað þúsund, sýningafólk verður hátt í það annað eins, og gestir gætu orðið marg- faldur íbúafjöldi þeirra bæja, þar sem mótið er haldið. Þórhallur segir vel frá. Ég vona að þetta verði áhugavert viðtal, þegar ég er búinn að koma því á prent. Við vorum í rúman klukku- tíma að rabba saman og klukkan er farin að ganga fimm þegar hann fer. Búist til heimferðar — og keyptir skíðaskór Það er farið að líða að lokum þessa vinnudags. Nokkur minnisatriði eru á skrifborði mínu og bíða úrlausnar. Ég tek til við að vinna úr því sem fyrir liggur. Ég hringi eitt eða tvö símtöl og ■ Það er fríður hópur sem kemur saman á hverju landsmöti UMFÍ. Hér sjáum við mynd frá setningu landsmóts á SeHossi 1978 Tímamynd GE) voru endurvakin 1940 hafa þau verið haldin annað til fjórða hvert ár víðs vegar um landið. Landsmótin eru há- punktur í starfsemi ungmennafélag- anna. Þangað mætir íþróttafólkið í sínu besta formi. Margir hafa nefnt landsmótin „Litlu Olympíuleikana", en eitt er víst að dagskrá landsmótanna er geysilega viðamikil. 18. landsmót UMFÍ verður haldið í Keflavík og Njarðvík í sumar. Viðmælandi minn er formaður landsmótsnefndar, þeirrar nefndar sem hiti og þungi undirbúnings lands- mótsins hvílir á. Nefndin hefur starfað í rúmt ár og enn er tæplega hálft ár til landsmóts. Viðtalið snýst aðallega um stöðuna í undirbúningi fyrir landsmótið. í mörg horn er að líta þar sem búist er geng frá bréfi í póst. Um fimmleytið geng ég frá á skrifborðinu og bý mig til heimferðar, því vinnudagurinn er bú- inn og jafnframt vinnuvikan, því það er föstudagur. Ég kem við á vinnustað konunnar, því hún er búin á sama tíma og ég. Við ökum sem leið liggur í Kópavoginn. Komum við hjá dagmömmunni og tökum með okkur dótturina litlu, sem fagnar okkur mjög. Við stoppum stutt heima, því það var búið að ákveða að fara og kaupa skíðaskó á Sillu Dögg. Það er það eina sem vantar í skíðabún- aðinn, til þess að allt heimilisfólkið geti farið á skíði. Við tökum Baldvin „ráðgjafann" með í innkaupaferðina. Þetta gekk vel. Við fengum notaða skó, sem líta út sem nýir. Það veitir víst ekki af að gera hagkvæm innkaup. Skíðabindingarnar lagfærðar Á Ieiðinni heim komum við við í bakaríinu í Suðurveri til að taka Bryn- hildi með heim, en hún skúrar þar. Hún fer þangað eftir að hún er búin í Verslunarskólanum. Við erum komin heim aftur um kvöldmatarleytið. Þar bíða hússtörfin eftir okkur og ég tek minn skerf af þeim. Eftir kvöldmatinn fer ég að sýsla við skíði litlu dótturinn- ar. Þetta eru gömul skíði sem geymd hafa verið handa henni. Það þarf að færa til bindingarnar, til þess að þær passi fyrir nýju skóna hennar. Þá er skíðabúnaðurinn hennar tilbúinn og ég hlakka til að fara að segja henni til á skíðum. Öflugt starf hjá Kiwanis Síminn hringir. Það er félagi minn úr Kiwanisklúbbnum Eldey í Kópa- vogi. Hann er að boða mig á fund í skemmtinefndinni í næstu viku. Fram- undan er árshátíð sem við þurfum að standa klárir að. Við erum líka nýlega búnir að halda herrakvöld og við þurfum að ganga frá uppgjöri fyrir það kvöld. Kiwanisklúbburinn vinnur að ýmsum málum til hagsbóta fyrir bæjar- félagið og er ánægjulegt að vinna að þessum málum. Fundir eru haldnir tvisvar í mánuði, þar sem málin eru rædd og teknar ákvarðanir. Klúbbur- inn stóð að því ásamt öðrum klúbbum í Kópavogi, að hafist var handa um að byggja Sunnuhlíð, dvalarheimili aldr- aðra í Kópavogi. Ætlum að taka helgina rólega Langt er liðið á kvöldið í sjónvarp- inu er spennandi mynd og ósköp • notalegt að setjast niður fyrir framan sjónvarpið og hvíla lúin bein. Litla hnátan er sofnuð, en sú stóra farin út að hitta jafnaldra sína og vini. Við sem heima sitjum hugsum gott til glóðar- innar að helgin er framundan og búið að ákveða að fara á skíði. Að öðru leyti ætlum við að taka helgina rólega, nema hvað konan þarf að skjótast á fund næsta morgun. Þegar myndin í sjónvarpinu er búin er farið að sofa. Dagur í lífi Ingólfs A. Steindórssonar, ritstjóra Skinfaxa — tímarits UMFÍ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.