Tíminn - 26.02.1984, Side 2
2
SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984
Fegrun í
■ „Það eru þrír megin farvegir
sem þetta mál er í núna. Við
ætlum að ræða við sveitarfélögin
um samstarf. Það hafa þegar verið
haldnir fundir með samtökum
bænda, það er að segja Stéttar-
sambandinu og Búnaðarfélaginu,
og það má segja að kominn sé á
samstarfsgrundvöllur við þessa
aðila. Og siðast en ekki síst er
verið að frumvinna hugmyndir um
fegrun á nágrenni Keflavíkurveg-
ar, sem má kalla forstofu
landsins," sagði Heimir Hannes-
son, formaður Ferðamálaráðs,
þegar hann var spurður hvað liði
átaki sem ráðið kynnti nýlega um
umhverfisvernd og betri um-
gengni við landið.
Heimir sagði að Ferðamálaráð
myndi á næstunni kynna sveitarfé-
lögum í nágrenni við Keflavíkurflug-
völl og Keflavíkurveg hugmyndir sínar
varðandi þessi mál. Þá sagði hann að
ekki væri ólíklegt að talað yrði við
forráðamenn ýmissa fyrirtækja í nám-
unda við þessa staði.
„Við leggjum áherslu á að þessi mál
verði sett í gang fyrir sumarið þannig
að eitthvað hafi verið gert þegar ferða-
mannatímabilið hefst," sagði Heimir
Hannesson.
-Sjó
■ Átak Ferðamálaráðs felur í
sér meðal annars að koma i veg
fyrir að menn komist upp með að
spilla umhverfi sínu líkt og sést á
myndinni.
Umsjón Agnes Bragadóttir
„Alltaf einhverjar
nýjungar að finna”
— segir Þórunn Þórðardóttir, starfsmaður félagsins
Sumaráætlun IJtivistars
— segir Kristján M. Baldursson,
skrifstofustjóri
■ „Við leggjum megináhersluna á
útiveru og gönguf erðir fyrir almenn-
ing eins og endranær. Áætlun okkar
fyrir sumarið er all viðamikil og það
er úr miklum fjölda lengri og
skemmri ferða að velja þannig að
allir sem á annað borð hafa áhuga á
að ferðast hér heima ættu að geta
fundið eftthvað við sitt hæfi,“ sagði
Kristján M. Baldursson, skrifstofu-
stjóri ferðafélagsins Útivistar, þeg-
ar blaðið spurðist fyrir um sumar-
áætlunina.
„Við erum stöðugt með sumarleyfis-
ferðir í gangi allt sumarið og helgarferðir
um hverja helgi. Við leggjum eins og
áður mikla áherslu á Þórsmörkina. Þar
höfum við yfir að ráða góðri gistiað-
stöðu, í Básum. Ég býst við að Horn-
strandaferðir verði vinsælastar hjá þeim
sem eru reiðubúnir að takast á hendur
nokkuð erfið ferðalög. Fyrir aðra kemur
fjölmargt til greina. Ég vil nefna Hálend-
ishring sem farinn verður í byrjun
ágúst.“
Hann sagði ennfremur að í sumar yrði
meiri áhersla lögð á ferðir um Vestfirði
en oftast áður. Hann nefndi tvær sumar-
leyfisferðir á Vestfirðina. I byrjun júlí
verður farið sex daga ferð um suðurhluta
kjálkans, um Barðaströndina, Rauða-
sand, Látrabjarg og inn í Selárdal og
Ketildaíi. Þá verður farin gönguferð á
svæðið milli Arnarfjarðar og Dýrafjarð-
■Kristján M. Baldursson, skrif-
stofustjórí Útivistar.
ar. „Þar er hrikalegt landslag. Við förum
aðallega með ströndinni, að Lokinhömr-
um meðal annars," sagði Kristján.
- Þið hafið kynnt eitthvert svæði í
nágrenni Reykjavíkur á hverju ári?
„Svæðiskynningin í ár er við Esju og
nágrenni. Það eru ótal margar göngu-
ferðir bæði á fjallinu sjálfu og í námunda
við það. Þetta verða eingöngu dags- og
kvöldferðir,*1 sagði Kristján.
Hann nefndi að meðal nýjunga í
starfseminni væru fjöruferðir á stór-
straumsfjöru einu sinni í mánuði. Sam-
hliða væri gefinn kostur á svokölluðum
morgunferðum fyrir þá sem vildu fá sér
hressandi morgungöngu og koma aftur
heim strax eftir hádegið.
Loks talaði Kristján um hestaferðir á
Arnarvatnsheiði og snjóbílaferðir á
Vatnajökul.
Alls voru þátttakendur í ferðum Úti-
vistar í fyrra 4671, en árið 1982 voru þeir
5150, sem var metfjöldi. Fækkunin kom
aðeins fram í styttri ferðunum og talið er
að tíðarfar síðasta árs hafi átt þar
stærstan þátt. Hins vegar varð fjölgun í
helgarferðunum, til dæmis 20% í ferðir
í Þórsmörk.
*
A
faralds-
fæti
■ „Það má segja að áætlunin hjá
okkur í sumar sé nokkuð hefðbund-
in. Þó eru auðvitað einhverjar nýj-
ungar að finna. Ég minnist í fljótu
bragði 9 daga rútuferðar um Vest-
firði, 14. til 22. júlí. Við höfum
undanfarin ár verið með ferðir á-
Hornstrandir og þær hafa notið
mikilla vinsælda þótt sumum hafi
óneitanlega þótt þær erfiðar. Vest-
fjarðaferðin er meira svona ökuferð
en gönguferð þó að auðvitað verði
fólki gefinn kostur á að hreyfa sig
líka. Við förum Þorskafjarðarheið-
ina vestur, um Djúpið bæði sunnan-
og norðanmegin og síðan suður
firðina," sagði Þórunn Þórðardóttir
hjá Ferðafélagi íslands þegar Far-
aldsfótur forvitnaðist um sumar-
aætlun félagsins.
■ Þórunn býst við að bókanir í ferðir Ferðafélags íslands hefjist fyrír
alvöru næstu daga.
Sumaráætlun Ferðafélags Islands:
Þá sagði Þórunn að Ferðafélagið
myndi skipuleggja göngul'erðir á Austur-
land. Fólk ætti að gista í svefnpokaplássi
á Egilsstöðum og síðan yrði gengið í
næsta nágrenni. Þessi ferð verður 4. til
11. ágúst.
„Svo munum við vera með eina göngu-
ferð frá Borgarfirði eystra til Seyðis-
fjarðar. en sú leið hefur ekki verið á
áætlun hjá okkur áður. í þeirri ferð þarf
fólk aö vera með viðleguútbúnað," sagði
Þórunn.
I ferðaáætlun félagsins, sem nýlega
kom út, er auk áðurnefndra ferða að
finna fjölda dagsferða, helgarferða og
sumarle) ;iVrða. í dagsferðunufn er um
mjög m. , ’.osti að velja. Þær eru
skipulagöat á hverjum sunnudegi og
frídegi allt áriö um kring ýmist á fjöll,
fjöru eða ftglepdi. Aðaláherslan er lögð
á ferðir í nágrenni Reykjavíkur.
1 ár er 6. göngudagur Ferðafélagsins
og hefur hann vcrið færður til og verður
nú 27. maí. Þessir sérstöku dagar eru að
sögn Þórunnar til að vekja athygli fólks
á létturn gönguferðum sér til hvíldar og
hressingar.
Þórunn vildi vekja sérstaka athygli á
einni dagsferð 21. apríl næst komandi
suður á Reykjanes, en fyrir 55 árum, 21.
apríl 1929, var fyrsta skemmtiferð félags-
ins farin. Þátttakendurvoru31 talsinsog
ekið var svo langt sem bílar komust. Nú
á sem sagt að endurtaka þessa ferð og
minnast þessara tímamóta.
Næsta sumar eru skipulaðar í allt
rúmlega 30 sumarleyfisferðir og eins og
áður eru það ýmist öku- og gönguferðir
eða einungis gönguferðir. Sumarleyfis-
ferðir eru frá 4 til 10 daga langar og ná
til allra landshluta og sérstaklega
óbyggðanna.
Helgarferðir verða til fjögurra staða á
hálendinu yfir sumarið þar sem Ferðafé-
lagið hefur sæluhús og einnig til annarra
staða, en þá er gist í svefnpokaplássi eða
tjöldum.
- En hvenær hefjast sumarleyfisferð-
irnar fyrir alvöru?
„Reynslan hefur nú kennt okkur það
að það þýðir ekki að fara af stað með
þær fyrr en undir mánaðamótin júní/júlí.
Sú fyrsta hjá okkur núna verður 23. júní
og síðan koma þær hver af annarri,**
sagði Þórunn.
Þórunn sagði að þróunin væri sú að
fólk bókaði sig fyrr en var fyrir aðeins
örfáum árum, sem kæmi til af því að fólk
yfirleitt vissi fyrr en áður hvenær það
fengi sumarfrí. Hún sagði að þegar væri
komið mikið af bókunum í Landmanna-
laugar og Þórsmörk. „Annars er þetta
allt að fara af stað núna og ég reikna með
að margir bóki sig í næsta mánuði,"
sagði Þórunn. -Sjó
„Allir ættu að
finna eitthvað”