Tíminn - 26.02.1984, Side 9
SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984
9
menn og málefni
Framtíðarvonimar getnm vér
byggt á f ortíðarreynslunni
■ Jón Aðils - sögumeistari aldamótakynslóðarinnar.
Jón Aðils
■ Að undanförnu hafa orðið veruleg-
ar umræður um sögukennslu í skólum.
í tilefni af því er ekki úr vegi að rifja
upp þátt þess manns, sem vafalítið
hefur haft mest áhrif á sögukennslu og
sagnfræði á Islandi á þessari öld. Hér
er átt við Jón Aðils, sem ótvírætt er
einhver snjailasti sagnfræðingur, sem
þjóðin hefur átt.
Það má fullyrða, að Jón Aðils hafi
verið sögumeistari aldamótakynslóð-
arinnar, sem sett hefur meginsvipinn á
sögu íslendinga á tuttugustu öld. Jón
Aðils kemur fram á sjónarsviðið á
fyrstu árum aldarinnar og kveður sér
hljóðs á hinn eftirminnilegasta hátt.
Jón Aðils var Seltirningur að upp-
runa, fæddur 1869. Hann lauk stúd-
entsprófi um tvítugt og hélt þá til náms
við Kaupmannahafnarháskóla. Fyrst
lagði hann stund á læknisfræði, en
síðar sagnfræði og fann sér þar hinn
rétta vettvang. Við það nám kom brátt
í ljós, að hann var gæddur frábærum
rannsóknar- og rithöfundarhæfi-
leikum. Ritgerð, sem hann samdi um
bændaánauð á íslandi á 18. öld, vakti
mikla athygli. Af henni var Ijóst, að
íslendingar höfðu hér eignazt efni í
mikinn vísindamann.
Rannsóknir Jóns Aðils töfðu hann
við námið, en fleira kom til. Hann var
afburðasöngmaður og gæddur miklum
leikarahæfileikum. Hann var eftirsótt-
ur í samkvæmum, en fór þó oft ein-
förum, þegar hann fékkst við vísinda-
störf. Þá komst hann í snertingu við
Grundtvigshreyfinguna og var eftir-
sóttur fyrirlesari á vegum hennar um
forn fræði.
Þegar leið að aldamótum, hafði Jón
ekki lokið prófi. Alþingi þótti samt
mikilsvert að fá hann heim og veitti
honum styrk með því skilyrði, að hann
flytti opinbera fyrirlestra um söguleg
og þjóðleg efni. Hann hafði þá unnið
sér mikið álit með fyrirlestrum sínum
erlendis.
Ahrifamiklir
fyrirlestrar
Með hinum svonefndu alþýðufyrir-
lestrum, sem Jón Aðils flutti í Reykja-
vík á fyrstu árum aldarinnar, var
brotið blað í íslenzkri sögu. Þessu er
vel lýst í grein, sem einn af aðdáendum
hans frá þessum tíma, Jónas Jónsson
frá Hriflu, skrifaði um hann löngu
síðar. Þar segir:
„Jóni hefur vafalaust verið ljóst,
áður en hann hóf þetta starf, að það
mundi láta honum mæta vel. Saga
landsins lá fyrir sjónum hans eins og
opið landabréf. Hann var æfður fyrir-
lestrarmaður. Rödd hans var djúp,
skýr og breytileg. Framburður glöggur
og framkoma hans í ræðustól áhrifa-
mikil. Jón tók nú til óspilltra mála.
Vetur eftir vetur hélt hann almenna
sögufyrirlestra í Reykjavík. Um
ræðustól hans fylkti sér í hvert sinn
fjölmennur söfnuður. Jón talaði um
þau efni, sem æska landsins vildi
fræðast um á vakninga- og umbrota -
tímum. Hann hélt þessa fyrirlestra í 10
ár. Sigurður Kristjánsson gaf fyrirlestr-
ana út í þrem bókum: „íslenzkt þjóð-
erni", „Gullöld íslendinga" og „Dag-
renning". í þessum þrem bókum tók
Jón Aðils til meðferðar þá þætti í sögu
landsins, sem bezt voru fallnir til að
hita um hjartarætur þjóð, sem hafði átt
glæsilega fornöld, en síðan verið beygð
og bæld undir erlent kúgunarvald, en
reist sig upp til hálfs eftir fallið og ásett
sér að verða frjáls að nýju. í fyrstu bók
sinni gerir Jón Aðils yfirlit um megin-
þætti í sögu landsins, frá því land
byggðist, og þar til lokið er sjálfstæðis-
baráttu Jóns Sigurðssonar. I „Gullöld
íslendinga" lýsir hann megindráttum
íslenzkrar menningar á þjóðveldistím-
anum, og í síðustu bókinni bregður
hann upp myndum af frjálsræðishetj-
um íslendinga á viðreisnaröldinni. Þar
ganga fram í fylkingu Eggert Ólafsson,
Skúli fógeti, Magnús Stephensen,
Baldvin Einarsson, Fjölnismenn og
Jón Sigurðsson.
Þessi þrjú rit mynda samfellda vakn-
ingaskrá. Þar er brugðið ljósi yfir sögu
þjóðarinnar, líkt og landfræðingur lýs-
ir frá háum fjallstindi eðli og útliti
landsins, sem blasir við fyrir augum
hans. Þjóðin leit á „Gullöld íslend-
inga“ réttilega sem handbók við forn-
ritaútgáfu Sigurðar Kristjánssonar.
Þeir íslendingar, sem áttu fornritin og
lásu þau með athygli, fengu í „Gullöld
íslendinga" skýringu á því merkilega
fyrribæri að á þjóðveldistímanum tókst
afskekktri og fámennri þjóð á íslandi
að skapa þjóðskipulag og þjóðmenn-
ingu, sem mun ætíð verða talin meðal
afreka í menningarsögu Vesturlanda.
Síðan fylgdu stuttar og glöggar ævi-
sögur nokkurra hinna ágætustu braut
ryðjenda, sem voru í fararbroddi
frelsi og frama á 18. og 19. öld. í
þessum þremur vakningaritum Jóns
Aðils frá fyrstu árum tuttugustu aldar-
innar höfðu hugsjónamenn íslendinga
lampa og leiðarljós á erfiðum leiðum.
Ekki þurfti lengi að bíða mikils árang-
urs. Árið 1908 svaraði yfirgnæfandi
meiri hluti íslenzkra kjósenda spurn-
ingunni um viðhorfið til Dana á þann
veg, að skilnaðurog lýðveldi væru eina
lausnin á frelsismáli þjóðarinnar. Sú
ákvörðun, sem tekin var við kjörborð-
ið árið 1908, var endanlega fram-
kvæmd á Þingvöllum 1944. Margir
unnu að þeim málalokum, en svo
mikið er víst, að Jón Aðils hafði á
aldamótaárunum með ræðum og ritum
um íslenzka sögu haft stórmikil áhrif á
sókn skilnaðarmanna."
(Aldamótamenn II
bls. 48-49)
Það er ekki ofsögum sagt, að fyrirlestr-
ar Jóns Aðils í upphafi aldarinnar hafi
skipt sköpum, eins og rakið er í frásögn
Jónasar Jónssonar hér á undan. Hin
uppvaxandi aldamótakynslóð hreifst af
sögukenningum hans. Hann varð átrún-
aðargoð ungmennafélaganna, enda ti-
leinkaði hann þeim eina bók sína (Dag-
renning).
Einn af leiðtogum ungmennafélag-
anna, Jónas Jónsson, skrifaði undir
áhrifum af fyrirlestrum Jóns Aðils þá
kennslubók í íslandssögu, sem langlífust
hefur orðið í íslenzkum skólum. Senni-
lega hafa engir menn haft meiri áhrif á
söguskoðun íslendinga á þessari öld en
Jón Aðils og Jónas Jónsson.
Framtíð
og fortíð
Fyrsta safn fyrirlestra Jóns Aðils, -
„íslenzkt þjóðerni", kom út 1903 og
hefst það á formálsorðum, þar sem
höfundur lýsir efni þeirra og þar með
söguskoðun sinni. Þar segir í úpphafi á
þessa leið:
„Það er efni þessara fyrirlestra, að
rekia í stuttu máli helztu þættina í lífi
og sögu íslendinga frá upphafi og fram
á vora daga, en þó um leið sérstaklega
að ræða þá hliðina, sem snertir þjóð-
ernið sjálft og þjóðernistilfinninguna.
Skal þá fyrst byrjað með því að skýra
frá uppruna þess og grafast fyrir ræt-
urnar að því, að svo miklu leyti sem
unnt er í stuttum og takmörkuðum
fyrirlestrum. Því næst skal bent á
aðaleinkenni hins íslenzka þjóðernis á
söguöldinni, sérstaklega að því leyti,
sem þau koma fram í tveim hliðum
þjóðlífsins, sem hafa borið nafn íslend-
inga út um víða veröld, en þessar tvær
hliðar eru: forníslenzkar bókmenntir
og forníslenzk stjórnarskipun. Enn
fremur mun ég leitast við að sýna fram
á, hvernig ættjarðarástin og þjóðern-
istilfinningin vakna hjá íslendingum
með stofnun allsherjarríkis á íslandi,
hvernig þær þroskast og dafna við
sjálfstjórnina og sporna lengi vel á
móti öllum tilraunum Noregskonunga
til að ná yfirráðum á íslandi, þar til
flokkadrættir og ósamlyndi, persónu-
leg valdfýsn einstakra manna og taum-
lausar ástríður bera þær að lokum
ofurliði og knýja íslendinga til að
ofurselja sjálfa sig og frelsi sitt útlendu
stjórnarvaldi. En um leið mun verða
bent á, hvernig enn lifir þó eftir
sjálfstæðisneisti í brjósti þjóðarinnar,
sem hamlar henni frá að ofurselja sig
skilyrðislaust og örvar hana til að
halda fast við og vernda í lengstu lög
sín fornu landsréttindi, að svo miklu
leyti sem unnt var með hinu nýja
stjórnarfyrirkomulagi. Þessi sjálf-
stæðisneisti slokknar aldrei til fulls.
Hann blossar upp öðru hvoru og knýr
þjóðina til að streitast á móti kúgun og
valdboði hinna útlendu höfðíngja öld
eftir öld. Þjóðernistilfinningin deyr
aldrei út. Hún rénar að vísu og dofnar
annað veifið' og lætur aðeins örlítið á
sér bera, en reisir þó stöðugt höfuðið
á milli og lætur heyra sína gjallandi
viðvörunarröddu, þegar sem mestur
voði vofir yfir þjóðinni. Þá mun enn
verða sýnt, hvemig mesta niðurlæg-
ingartímabilið í lífi þjóðarinnar ein-
mitt um leið er það tímabilið, þegar
þjóðernistilfinningin er daufust og
lætur sem minnst á sér bera, - og svo
aftur hitt, hvernig þá fyrst tekur að
marki að rofa fyrir sól og sumri í lífi
hennar, þegar sú tilfinning raknar við,
mínnist uppruna vorrar fornu frægðar
og knýr þjóðina til að rækja tungu sína
og fornbókmenntir. Þar eru vegamótin
í lífi íslenzku þjóðarinnar. Þá hættir
hún að reika á villigötum og víkur inn
á þá braut, sem liggur til framsóknar
og farsældar. Að lokum mun svo skýrt
frá því, hvernig þjóðernistilfinningin
ryður sér meir og meir til rúms,
hvernig hún læsir sig inn í hug og
hjörtu þjóðarinnar með ljóðum skáld-
anna, með orðum og áheitum ættjarð-
arvinanna og með endurfæddum bók-
menntum þjóðarinnar. Þetta mun svo
að síðustu gefa tilefni til að fara
nokkrum orðum um, hverjar framtíð-
arvonir vér getum byggt á vorri fortíð-
arreynslu."
Þáttur vidburðanna
Jón Aðils lýsir því ennfremur í
formálanum, hvernig hann hefur
undirbúið fyrirlestrana. Hann segir:
„í þessu stutta og takmarkaða yfirliti
verður lögð minni áherzla á að skýra
frá viðburðunum sjálfum en frá or-
sökum þeirra og afleiðingum, því það
er og verður jafnan aðalkjarni sögunn-
ar. Viðburðirnir koma þá fyrst fram í
fullri og réttri þýðingu, þegar þeir eru
settir í innra samband hvor við annan
og skoðaðir sem liðir í einni óslitinni
heild. Það eru aðalstraumarnir í sögu
landsins, örlagaþátturinn í lífi þjóðar-
innar, sem hér verður leitazt við að
einkenna og rekja. Það er að sönnu við
því búið, að ekki verði hægt rúmsins
vegna að rökstyðja til hlítar allar þær
skoðanir, sem hér verða fram settar og
kunna í sumum atriðum að brjóta í bág
við eldri skoðanir. Það verður varla
unnt að gera meira en rétt að tæpa á
þeim. En hins vildi ég geta mér til
réttlætingar, að ég er reiðubúinn að
verja þær með oddi og eggju, eins og
menn segja, ef til þess kemur, því þær
eru sprottnar af langri og ítarlegri
rannsókn og íhugun.“
Aðalkjarni sögunnar verður vissu-
lega alltaf sá, eins og Jón Aðils tekur
hér fram, að skýra og skilja orsakir og
afteiðingar viðburðanna og samhengið
milli þeirra.
Til þess hins vegar að geta skilið
þessar orsakir, afleiðingar og sam-
hengi, þurfa menn að þekkjaatburðina
og kunna skil á þeim einstaklingum,
sem þar koma við sögu. Umrædd
erindi sín hefur Jón Aðils samið með
hliðsjón af því, að áheyrendur hans
væru svo áhugasamir og fróðir sögu-
menn, að þeir þekktu viðburðina í
megindráttum, og því gat hann aðal-
lega snúið sér að orsökum þeirra,
afleiðingum og samhengi.
Jón Aðils skrifaði síðar íslandssögu,
þar sem viðburðir eru raktir. Orsakir
þeirra, afleiðingar og samhengi verða
þar enn skýrari en áður. íslandssögu
Jónasar Jónssonar var ætlað sama
hlutverk.
Sagan missir undirstöðu sína, ef
menn þekkja ekki viðburðina og helztu
persónur.
Það er t.d. tjón að því, sem áhuga -
samar konur unt sagnfræði mættu
íhuga, að kvenskörungar eins og
Grundar-Helga og Ólöf ríka virðast
óðum vera að gleymast, en oft var til
þeirra vitnað, þegar sjálfstæðisbarátt-
an stóð í mestum blóma.
Báðar gegndu þær þýðingarmiklu
hlutverki á sínum tíma í frelsisbaráttu
kúgaðrar þjóðar. Grundar-Helga átti
mikinn þátt í að brjóta niður þá
óvenju, að ísland væri selt harðstjórum
á leigu, en sjaldan hefur erlent vald
reynzt íslendingum verr en þá. Ólöf
ríka átti mikinn þátt í að brjóta á bak
aftur ofbeldi og ránsskap Englendinga,
sem ella hefði getað leitt til þess, að
ísland hefði orðið ensk nýlenda og færi
þannig úr öskunni í eldinn.
Það væri skaði, ef þáttur þeirra
Grundar-Helgu og Ólafar ríku félli úr
íslenzkri sögu, eins og verulegar horfur
eru nú á. Fleira getur þá glatazt, sem
er mikilvægt frelsisbaráttu þjóðarinn-
ar.
Þegar kallið kemur
Eftir að Jón Aðils hefur í „íslénzku
þjóðerni'' rakið söguþráðinn í sam-
ræmi við það, sem hann rakti í
formálanum, lýkur hann bókinni mcð
þessum orðum:
„Á þessum þjóðlega grundvelli
verða íslendingar að byggja sína fram-
tíðarmenningu, og geri þeir það, þá
mun þjóðinni vel borgið. Á þessum
grundvelli verða öll landsins börn að
mætast og taka höndum saman, til að
verja þjóðerni sitt, ekki einungis gegn
yfirgnæfandi útlendum áhrifum, held-
ur einnig gegn sínu eigin tómlæti og
hirðuleysi, því þaðan er engu minni
hætta búin. Á þennan hátt mun þeim
veita léttast að fullnægja þjóðernislög-
málsins fyrsta og æðsta boðorði, - að
vera sjálfum sér tryggir, sínu innsta
eðli, og varðveita það ungt og óspillt í
framfiðinni. Sú var tíðin einu sinni,
þótt nú sé hún löngu liðin, að íslend-
ingar stóðu í fremstu röð í menningar-
legu tilliti. Þeir lifðu, hugsuðu og
rituðu eins og sjálfstæðum mönnum
sæmir, sem þekkja sitt gildi og sínar
kröfur. Hver veit nema þeir eigi eftir
ennþá einu sinni að láta til sín taka í
menningarsögu veraldarinnar? Það
sem þjóðin áður var, það getur hún að
vonum aftur orðið. Hún hefur öll
skilyrði til þess, ef hún fer vel að ráði
sínu. Hún getur enn komizt í fremstu
röðina og lagt sinn drjúgan skerf til
alheimsmenningarinnar, því enn lifir
andi feðranna innst í brjóstum landsins
barna. Það er allt undir því komið, að
þjóðin verði viðbúin þegar kallið
kemur, - og hennar kall kemur fyrr
eða síðar, það er ekki hætt við öðru.
Á því verður hún að byggja trú sína og
von, - og sú von lætur sér ekki til
skammar verða. Það eru ekki ætíð þær
þjóðirnar, sem mestar eru fyrir sér og
glæsilegastar í heimsins augum, sem
lífsins fegurstu gæði birta sína dýrð,
heldur fullt eins oft hinar, sem fátækar
eru og fámennar, - ef þær aðeins eru
sjálfum sér tryggar. Ég fyrir mitt leyti
hef þá föstu og óbifanlegu trú, að þjóð,
sem hefur haft staðfestu til að þreyja
og þola í svo margar aldir, án þess að
glata sínum eðliseinkennum, hafi einn-
ig í framtíðinni þrek og dug til að
stríða og sigra, því
Sú þjóð, sem veit sitt hlutverk, á
helgast afl um heim, eins hátt og lágt
má falla fyrir kraftinum þeim.”
Þórarinn Þórarinsson,
ritstjóri skrifar