Tíminn - 26.02.1984, Blaðsíða 22

Tíminn - 26.02.1984, Blaðsíða 22
22 SUNNUDÁéÍlR 26: FÉBRÚAR 19^4 ■ Castro 25 ára gamall. Enn er skeggið fræga ekki komið til sögunnar, en hann er í óðaönn af efla stuðning við byltingaráform sín. ■ Spyrjið einhverja þrjá Kúbumenn um það hvernig leiðtogi þeirra, Fidel Castro, hagar einkalífi sínu. Án vafa verða svörin all ólík — en þau munu sýna fram á eitt: Fidel Castro er átrúnaðargoð þjóðar sinnar, meirihlutans að minnsta kosti, og hann þykir setja svip sinn á allt kúbanska þjóðlífið. En öll þau 25 ár sem hann hefur setið við völd hefur honum tekist að sveipa einkalífsitt dularhjúpi. Aldrei hefur hann komið á mannamót með konu sér við hlið og þrátt fyrir orðróm um kvenhylli hans, hefur það aldrei hent að nokkur kona hafi gerst lausmál um kynni sín afhonum. Enginn fastur bústaður Einkalíf hans er það mikilli rnóðu hulið að enginn almennur Kúbubúi veit hvar hann býr. Upplýsingar sem menn fá um það efni stangast að minnsta kosti mjög á. í rauninni á Castro sér engan fastan samastað. Af því sem hann sjálfur hefur sagt, þó má ráða að í 25 ár hafi hann ekki sofið tvær nætur í röð undir sama þaki. Til þess að forðast hugsan- lega launmorðingja flytur hann í sífeliu á milli rammgerðs virkis í Havanna og tveggja vel varinna bygginga í úthverfun- um og loks sveitaseturs utan borgarinn- ar. Sá staður sem hann velur sér hverju sinni er jafnan vel varinn og vaktaður og dvalarstaðnum er haldið leyndum svo lengi sem kostur er. Slíkar öryggisráðstafanir má vera að mönnum þyki yfirdrifnar, en þá er því til að svara að óvinir Castro hafa gert margar tilraunir til þess að komast að honum, einmitt þeir menn sem honum stendur mestur stuggur af, - útsendarar CIA. Hjá Sameinuðu þjóðunum hafa þeir fengið að sjá gögn um fjölda áætlana CIA um að koma Castro fyrir kattarnef og eru áætlanirnar margar hinar fáránlegustu. Menn hafa ætlað sér að nota vindla með sprengiefni í, sjampó, sem yrði til að hið fræga skegg hryndi af leiðtoganum, leigumorðingjar hafa verið gerðir út af örkin'ni og alls konar eitri hefur átt að blanda í mat hans. Það er því ef til vill skynsamlegt hjá Castro að vera á verði. Sterkur Ijómi Hann heldur áætlun hvers dags jafnan vel leyndri og að minnsta kosti hin fyrstu árin gerði hann sér engar starfsáætlanir. Hann var vanur að birtast án alls fyrir- vara, - koma fljúgandi í þyrlu sinni eins og óvæntur engill af himni eða stökkva út úr jeppabifreið sinni inn á skólaleik- völl og gerast þátttakandi í körfubolta- leik. Nú er hann settlegri þegar hann kemur fram meðal fólks og dagurinn skipulagðari, en ljóminn af persónu hans er ekki minni en var. En þótt menn þykist greina nærveru Castro hvarvetna á Kúbu, þá hefur hann ekki beitt við það sömu aðferðum og margir einræðisherrar aðrir hafa gert, til þess að varpa ljóma yfir eigin persónu. Menn sjá engar risastyttur af honum á torgum Havanía, engar götur hafa verið skýrðar eftir honum og víst er um að af opinberri hálfu er ekki hvatt til þess að dreift sé myndum af honum og sam- verkamönnum hans.. En þó þykir best fara á því til alls vara á heimilum og helstu skrifstofum á Kúbu að hafa mynd leiðtogans hangandi á áberandi stað og borðar hanga uppi með tilvitnunum í orð hans. I stórum glerskáp í miðborg Havana má sjá einn merkasta minjagripinn um byltinguna, - bátinn „Granma“, en hann er 19 metra langur og flutti Castro og 82 áhangendur hans frá Mexico til Kúbu 1956. „í augum flestra Kúbumanna er Fidel sjálfur tákn byltingarinnar og hann þarf ekki ^ð minna á sig með neinum hamagangi," segir gamall Kúbubúi. Ekki er vafi á því að Fidel Castro hefur flesta þá eiginleika sem stjórn- málamaður þarf að hafa til þess að koma ár sinni vel fyrir borð og það þótt hann væri ekki byltingarmaður. Faðir hans, Angel Castro, kom til Kúbu um 1890 ■ Á fyrri ríkisstjórnarárum sinum átti Castro til að birtast fyrirvaralaust á hinum ólíkustu stöðum og blanda sér í hóp almennings. sem kúbanskur hermaður í því skyni að bæla niður frelsishreyfinguna á eynni í þann tíð. Hann afréð að setjast um kyrrt og kom sér upp veglegum búgarði á austurhluta eyjunnar. Þar hóf hann rækt- un á sykurreyr. Hann kvæntist kennslu- konu og átti með henni tvö börn, en sýndi brátt sömu athafnasemina í kvenna- málum sem við búskapinn. Hann tók eldastúlku fjölskyldunnar í sæng til sín og gat við henni fimm börn. Eitt þeirra barna, hið næstelsta, var Fiedel Castro Rux, fæddur hinn 13. ágúst 1927. Fyrstu tólf árin ólst hann upp meðal annarra systkina sinna og gekk í þorpsskólann, þar sem öllum var hrúgað saman í einni lítilli stofu. En eftir því sem efni föður hans uxu, vildi sá gamli sjá eitthvað verða meira úr börnunum. Á jesúítaskóla Á þessum t íma voru það skólar jesúita sem buðu upp á besta menntun, en þeir hleyptu ekki í skóla sinn öðrum börnum en þeim þar sem foreldrarnir sannanlega voru í löglegu hjónaþandi. Angelo Castro, sem nú var orðinn ekkjumaður, beygði sig fyrir þessari kröfu og kvæntist Linu, eldabuskunni. Fidel var fyrst send- ur í Jesúitaskólann í Santiago og síðan í enn betri skóla jesúita í Havanna. Að því námi loknu hóf hann laganám við háskólann í Havana. Þessi trausti bakgrunnur, ásamt miklu vinnuþreki og góðum ræðumannshæfi- leikum, hefði getað skilað honum áleiðis í stjórnmálaferli í hvaða þjóðfélagskerfi sem var. Voru það þessar góðu framtíð- arhorfur sem menn telja að hafi ráðið þeirri ákvörðun Mirtu Dias Balart, ungr- ar millistéttarstúlku, að giftast Fidel, þrátt fyrir andstöðu foreldra sinna. Þau giftust í október 1948. Sagan greinir ekki frá því hvort Mirtu hafi orðið órótt er Fidel eignaðist eintak af „Auðmagninu" eftir Marx á brúðkaupsferðinni í Banda- ríkjunum, en víst er um að hann brást skjótt þeim vonum sem hún, faðir hans og jesúitarnir höfðu bundið við hann. Ríkisstjórn sú sem Castro tókst um síðir að steypa, stjórn Fulgencio Batista, var orðin gegnrotin hið innra. Batista hafði sett forseta landsins af og skipað nýja áratugum saman, þegar hann loks tók sjálfur alræðisvöld árið 1953. Hann tryggði sér valdatökin með samhræringi af spillingu og ofbeldi. ■ „Fidel Castro er burðarásinn sem allt hvílir á,“ segir flokksfélagi nokkur. Kúba án Castros er mynd sem fæstir Kúbanir vilja virða fyrir sér.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.