Tíminn - 04.03.1984, Síða 4

Tíminn - 04.03.1984, Síða 4
4 Mvrnm SUNNUDAGUR 4. MARS X9S4 Byggingavörur FYRIR FOKHELT EINANGRUNARPLAST: Allar mögulegar þykktir fáanlegar t.d.: T'fm. kr... 79 2" fm. kr.......................... 137 3" fm. kr........................ 205.40 10% magnafsláttur MILLIVEGGJAPLÖTUR 5x50x50 cm UR VIKRI 216 7x50x50 cm 228 9x40x40 cm fm/kr 300 9x20x40 cm fm/kr 264 ÚTVEGGJASTEINN ÚR RAUÐAMÖL 20x20x40 (10 kg) ..... fmf/kr 780 20x20x40 (16 kg) ..... fm/kr 840 SUPPERFOSS—GLERULL 2“ glerull......................... fm/kr 57.50 3“ glerull......................... fm/kr 86.20 4“ glerull......................... fm/kr 115.00 GLERULL M/ÁLPAPPÍR 3,5“ 58,4x21,5 cm . fm/kr 150 6,25“ 58,4x11,95 .. fm/kr 195 RAKAÞOLNAR SPÓNA- PLÖTUR 12mm ...........124x250 4 28,75 18 mm ..........123x275 647 ELDÞOLNAR SPÓNAR- PLÖTUR 10 mm...........120x260 61 7.50 12 mm ..........120x260 717 15mm ...........120x260 9 33.50 MÓTAPLÖTUR 18 mm ............ 120x270 828 18 mm ........... 120x300 952 OFNAR OG PIPULAGN- INGAREFNI Komið með teikningar og við gerum verðtilboð. MALNINGARTILBOÐ 5% afsláttur af kaupum yfir .............. 1.500 kr 10% afsláttur af kaupum yfir .............. 2.200 kr 15% afsláttur af kaupum yfir .............. 3.600kr 20% afsláttur af heilum tunnum heim keyröum. JL-GREIDSLUKJÖR Ótrúlega hagstæð JL-GREIÐSLUKJÖR. Allt niður í 20% útborgun og eftirstöðvar lánaðar til allt að 6 mánaða. Við bjóðum hús- byggjendum sérstaka viðskiptareikninga, þar sem mánaðarúttektin hveVju sinni er gerð upp með skuldabréfi. I BYGGlNGAVÖRURl HRINGBRAUT 120 Simar Timburdeild 28 604 ^ Byggmgavorur 28 600 Malnmgarvorur og verklæri 28 605 I Goltteppadeild 28 603 Flisar og hreinlætistæki 23 430 J ■ Dalai Lama frammi fyrir heilögu skrini i Mundgod í suður-lndlandi. Hann hefur búið í Indlandi allt frá þvi er hann flúði Tíbet árið 1959. TIBETAR, - Nú þykja horfur betri en áður á að Dalai Lama og fylgismenn hans fái senn að snúa heim til átthaganna ■ / dag ætiar Dalai Lama til Nýju Delhi. Þangað eru 250 mílur úr hæðunum við Dharmsala, þar sem hann býr í útiegð. Þar hefur þessi æðsti trúarhöfðingi og þjoðarleið- togi hins eitt sinn frjálsa Tíbets búið í 24 ár, eða allt frá því er hann yfirgaf heimkynni sín langt austur í Himalayafjöllum. Vekjaraklukkan hríngir klukkan 4 um morg- uninn í húsinu sem Dalai Lama býr í, en hann er einn í þyrpingu af kofum uppi á hæð einni og há girðing allt umhverfis. Hann vaknar, þvær sér og klæðist. Úti ber aðalmusterið við fjöllin, eins og dökka skuggamynd, en það er gulleitt á litinn og tværgylltar spírur á þakinu. Musterið byggðu þeir Tíbetar sem fylgdu Dalai Lama í útlegðina. Indverskur lögreglu- þjónn með ríffil sér við hlið gætir hliðsins umhverfis kofana. Ketill er settur yfir eldinn tilþess að laga fyrsta tepottinn á deginum, en hann á að bera fram á þann hátt sem Tíbetar eru vanastir, þ.e. með smjöri blönduðu út í. I stórum gluggalausum sal í miðju húsi Dalai Lama má líta gullna styttu af Avalokiteshvara, verndardýrlingi Tibet. Hann spennir greipar, fellur þrívegis fram og flytur bæn um að öllum þjáning- um megi verða létt af mannkindinni. Klukkan sex dregur hann ábreiðu ofan af útvarpstæki og hlustar á fréttirnar í BBC. Klukkustundu síðar gengur hann út og heldur niður brött þrepin framan við húsið og stígur upp í guian Range Rover. Ráðherrar í tíbetsku útlaga- stjórninni standa í röð til þess að kveðja hann. Hann ckur fram hjá skrifstofum sínum, út um hliðið og niður hæðirnar. Leiðin liggur nú um Punjab hérað og til flugvallarins í Amritsar. Til fundar við Indiru Ghandi í nýju Delhi er Dalai Lama fagnað í þinghöllinni af Indiru Ghandi. Hún býður honum inn í viðarklædda skrif- stofu þaðan sem sér yfir garðinn og gosbrunnana. Samtal þeirra er algjört trúnaðartal. Það er hins vegar ljóst að umræðuefnið er mikilsvert. Tíbetar þeir sem af fundinum vita álíta að tilefnið mætti vera tengt einhverjum árangri sem nást hefði í samningaviðræðum Dalai Lama og kínverskra yfirvalda. Hugsan- lega eru viðræðurnar við Ghandi tengdar þeim árangri. Þetta er ekki lítið mikilsvert mál fyrir flóttamennina, en þegar Dalai Lama kveður klukkustund síðar er ekkert orð sagt. Enginn orðrómur breiðist út hvað þá meira. Tíbetarnirverða aðbíða íviku enn, áður en þeir frétta nokkuð. Undir bodhi-trénu á stað þeim sem heitir Bodh Gaya fá Tíbetarnir loks að heyra fréttir sem varða þá miklu. Þar heldur Dalai Lama guðsþjónustu undir berum himni. Orðir „dalai“ þýðir „haf viskunnar“. En „lama" er munkur sá sem einkum er þekktur fyrir vísdóm sinn. Dalai Lama er því fremsti munkur tíbetska búddis- mans. Hann er sá fjórtándi er þennan titil ber og hinn tíundi er bæði er geistlegur og verslegur leiðtogi þjóðar sinnar. Hann er jafnframt hinn fyrsti er stjórnar landinu úr útlegð, landi sem þar tii árið 1950 var sjálfstætt. 1950 réðust kínverskir kommúnistar inn í landið. Allt til þess tíma mátti segja að það hefði verið.gleymt" að baki Himalavafjallanna í 2000 ár. Dalai Lama tók vegtyllu þessa ekki að erfðum. Líkt og þeir er á undan honum höfðu verið, þá fundu menn hann. Það var eftir að fyrirrennari hans var látinn og æðsta prestinum gaf sýn um hvar eftirmannsins ætti að leita... Þegarþrjár véfréttir landsins höfðu gefið enn nánari vísbendingu hófst svo leitin, en hana má aldrei framkvæma með sama hætti tvisvar. Hann fæddist árið 1935 í litla bænda- þorpinu Taktser. Þegar hann var tveggja ára kont til hans sendinefnd munka nokkurra. sem lagði fyrir hann ýmsar ■ prófraunir í því skyni að sjá hvort þessi væri sá er véfréttirnar höfðu sagt um, - hvort hann væri Dalai Lama endurbor- inn. Munkarnir færðu fjölskyldu hans gjaf- ir og beiddust að mega dvelja með barninu í húsinu um stund. Á lítið borð settu þeir ýmsa muni sem hinn fyrri Dalai Lama hafði átt. Þarna var um að ræða svart talnaband og guit talnaband og einig göngustaf gamla Lamans. Loks báru þeir fram litla handtrommu úr eigu

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.