Tíminn - 04.03.1984, Qupperneq 9
SUNNUDAGUR 4. MARS 1984
9
menn og málefni
Blöskranlegar
blekkingar og óhróður
■ Það er undarlegur málflutningur
þegar menn eru að halda því fram, að
sökum kvótakerfisins hafi orðið svo og
svo mikil kjaraskerðing og að það sé
stefnumörkuninni í fiskveiðum að
kenna að ekki berst meiri afli á land en
raun ber vitni. Það eru spádómarnir
um alvarlegt ástand þorskstofnsins,
sem við byggjum afkomu okkar að
mestu á, sem valda því að setja varð
kvótakerfið á. Það er samdóma álit
allra að það þurfti að takmarka veiðar,
en nú er farið að halda því fram, að
það sé sjálfsagt að láta flotann slást um
• þann litla afla sem er að fá. Varla
mundi það bæta tekjur sjómanna.
Það er vissulega rétt að kjör sjó-
manna munu rýrna, en séu veiðarnar
ekki skipulagðar mundu kjör þeirra
rýrna enn meira. Þetta eru efnislega
orð Halldórs Ásgrímssonar, sjavarút-
vegsráðherra, er hann svaraði harð-
orðri og illa rökstuddri gagnrýni Sig-
hvats Björgvinssonar á Alþingi, þar
sem hinn síðarnefndi hélt því blákalt
fram, að fiskveiðikvótinn væri orsök
þess hve slæmar horfur eru í útgerð-
armálum og að kjör sjómanna muni
rýrna.
Það er mikill tvískinnungur í þeim
málflutningi, að viðurkenna hvernig
komið er fyrir flestum stofnum nytja-
fiska við landið og að takmarka verði
veiðarnar og fallast á þann heildar-
kvóta sem lagt er til að veiða megi, en
hafa svo allt á hornum sér þegar kvóta
er úthlutað og kenna því um að tekjur
af fiskveiðum muni stórminnka. En
þessi er málflutningur meginhluta
stjórnarandstöðunnar. Samkvæmt
mati Sighvats Björgvinssonar er það
stjórnun fiskveiða sem skammtar sjó-
mönnum kjörin, en ekki sú staðreynd
að fiskstofnarnir séu í verulegri hættu
vegna ofveiði.
Fiskað í
gruggugu vatni
Þetta má með sanni segja að sé að
fiska í gruggugu vatni. Alþýðubanda-
lagið hefur ekki látið sitt eftir liggja að
gera kvótakerfið tortryggilegt og mál-
gagn þess sýnir daglega fram á að
aflahlutur hér og hvar á landinu muni
minnka stórlega frá því sem áður var,
og reynt er á allan hátt að ala á
tortryggni milli byggðalaga og sjó-
manna eftir því hvers konar veiðar
þeir stunda. Þannig skýrði Þjóðviljinn
frá því s.l. miðvikudag, að aflakvótinn
væri kominn til allra skipa undir fyrir-
sögninni „Liggur við uppreisnar-
ástandi. Sumir bátar þegar búnir að
veiða upp í kvótann.
Aðrir eru að
Ijúka og fjölmargir stöðvast um miðjan
næsta mánuð".
Það er gleðilegt ef svo vel fiskast að
bátarnir skuli ekki þurfa að skarka úti
á sjó allt árið til að veiða það tiltölulega
litla magn sem þeim er skammtað.
Óhætt er að minna á að á síðasta ári
tókst öllum flotanum ekki að veiða
upp í þann heildarþvorskkvóta sem
honum var úthlutað þrátt fyrir að ekki
var settur kvóti a skip. Einnig skal
vakin athygli á því að þorskveiðikvót-
inn verður endurskoðaður í apríl, og
fer það þá eftir því ástandi sem þá
verður hvort hann verður aukinn eða
ekki. Skammt er um liðið síðan loðnu-
kvótinn var endurskoðaður vegna
breyttra aðstæðna og það hefur aldrei
annað staðið til en að hægt verði að
endurskoða þorskveiðikvótann einnig.
Velta sér upp úr
óánægjunni og fá
þakkir fyrir
Daginn áður en Sighvatur tók upp á
að kenna kvótakefinu um slæmar af-
komuhorfur hjá sjómönnum, fann
Skúli Alexandersson alþýðubanda-
lagsmaður upp á því að kenna stjórn-
unm fiskveiða um hvernig komið er
fyrir sjávarútvegi. Svo vill til að
Tryggvi Gunnarsson skipstjóri á Brett-
ingi situr nú á þingi og hélt þarfa tölu
yfir talnafróðum þingheimi. Hann
rakti í kjarngóðu máli hvernig farið
hafi með marga fiskstofna vegna of-
veiði og oftrúar á gnótt auðæfa hafsins,
og að lögin um stjórnun fiskveiða hafi
verið samþykkt á Alþingi góðu heilli
því engin vitglóra væri í að halda áfram
skefjalausum veiðum eins og allt útlit
er fyrir að fiskstofnar séu farnir og
hefði átt að vera búið að gera þetta
miklu fyrr. Hins vegar sagði Tryggvi
að ef í Ijós kæmi að nógur fiskur væri
í sjónum væri ekkert auðveldara en að
stækka kvótann, eins og gert var
nýlega með loðnuna.
Alþýðubandalagsmaðurinn Garðar
Sigurðsson er ekki eins glámskyggn á
útgerðarmál og þeir flokksbræður hans
sem mestum gusuganginum valda í
sambandi við kvótakerfið, enda er
Garðar Vestmannaeyingur og þekkir
til fiskveiða af eigin raun. Honum
hefur oft blöskrað af hvílíkri vanþekk-
ingu og ábyrgðarleysi flokksbræður
hans tala um stjórnun fiskveiða og lá
ekki á skoðunum sínum þegar hann
svaraði Skúla Alexanderssyni eftir að
hann hafði vaðið blekkingarelginn í
háls. Garðar sagði m.a.: „Alþingi
hefur aldrei nokkurn tímann mótað
fiskveiðistefnu á íslandi.
Menn geta
samt tuggið vitleysuna svo oft í sjálfs
sín eyru að þeir eru farnir að trúa því.
Það er nokkuð mikið sagt þegar þing-
maður stendur hér og segir að flestir
álíti kvótaskiptinguna mistök. Það er
nokkuð mikið sagt. Það eru ákaflega
skiptar skoðanir í þessum efnum. Það
eru auðvitað margir sáróánægðir með
sinn hlut. Hver verður ekki óánægður
yfir því að mega aðeins veiða 40 fiska
á þessu ári, miðað við 100 árið 1981."
Síðar sagði Garðar: „Menn líta á
heildaraflasummuna í landinu sem
einn pakka sem ber að skipta á milli
þeirra sem sækja sjó á Islandi.
Er þá ekki sanngjarnt að þeir sem
hafa tækifæri til þess að ná með
tiltölulega einföldum og ódýrum hætti
í annan afla, láti eitthvað af sínum
bolfiskafla í staðinn? Kannski eru
menn ekki sammála um það, en þetta
er auðvitað kjarni málsins.
Það er enginn vandi að leysa þessi
mál og gera alla ánægða. Þeir eru að
velta sér hérna núna upp úr óánægj-
unni í landinu og fá þakkir fyrir, því
það er ákaflega óvinsælt að láta taka af
sér afiamöguleika.
Sanngirni, jafnrétti
og jafnræði
í þessum efnum voru ýmsar leiðir
mögulegar, en að mínum dómi er
þetta eina leiðin þó slæm sé og mjög
erfið í framkvæmd. Hún ber í sér vott
af sanngirni, jafnræði og jafnrétti.
Hinar leiðirnar eru bara slagur um
kökuna eins og fyrri daginn. Miskunn-
arlaus bardagi, sem þó þýddi það að
sumir hefðu fengið talsvert mikið
meira heldur en í kvótanum, en aðrir
að sama skapi minna. Erum við að
berjast fyrir frumskógarlögmálinu í
þessum efnurn?" Garðar lauk máli
sínu með þessum orðum: „Þessum
málum hefur ekki verið stjórnað fyrr
en í óefni er komið. Hver treystir sér
til að mæla með því að sleppa öllu
lausu núna? Hver treystir sér til þess?
Vonandi er miklu meiri þorskur til
en spáð er - eins og með loðnuna.
Enginn fiskifræðingur sá nema tvær
loðnur í rúmmetra af sjó. En þetta er
ekki svona, allt í einu gaus upp þessi
loðna, milljón tonn á þröngu svæði. Ég
ætla að vona að það sama verði upp á
teningnum í þorskveiðinni. Þá skulum
við Tryggvi Gunnarsson fagna báðir“,
og undir þetta tók togaraskipstjórinn
utan úr sal.
Hér kveður heldur betur við annan
tón en hjá þeim fulltrúum Alþýðu-
bandalagsins sem hafa lýðskrumið eitt
að leiðarljósi og þeirri umfjöllun sem
Þjóðviljinn lætur sér sæma, að ala á
óánægju og tortryggni og snúa við
orsök og afleiðingu.
Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs-
ráðherra hefur marglýst því yfir að
menn hljóti að vera óánægðir með
kvóta sinn og að skömmtunin mundi
draga mjög úr aflahlut einstakra út-
gerða og byggðarlaga. En kvótinn er
ekki settur af tilefnislausu og hætt er
við að aflahlutur og kjör landverka-
fólks minnkaði enn til muna ef engri
stjórnun hefði verið komið á fiskveið-
arnar og frumskógarlögmálið eitt látið
gilda.
Umbætur
fyrir
hina verst settu
Þá hafa talnablekkingarnar í sam-
bandi við nýgerða kjarasamninga verið
aðaluppistaðan í öllum skrifum Þjóð-
viljans og í munni forystuliðs Alþýðu-
bandalagsins. Lítið er gert úr öllu því
sem áunnist hefur íþessumsamningum
og því jafnvel haldið fram að láglauna-
fólk sé verr sett en fyrir samningana og
reynt að blása cld að glóðum úlíúðar
og óánægju og efla togstreitu meðal
landsmanna.
Þessi Ijóti leikur hefur gengið svo
langt að framkvæmdastjóri Þjóðvilj-
ans, Guðrún Guðmundsdóttir, skrifaði
grein í blaðið undir fyrirsögninni
„Ómerkilegar talnablekkingar", þar
sem hún vandar um þau skrif leiðara-
höfunda sem snúa við öllum staðreynd-
um í sambandi við samningana og gera
sem minnst úr þeim kjarabótum sem
þeir sem bágast eiga fá.
Föstudaginn 24. febr. birtist leiðari
í Þjóðviljanum undir fyrirsögninni
„Froða og blekkingar". Þar er vitnað
til orða Jóhönnu Kristjónsdóttur for-
manns Félags einstæðra foreldra, þar
sem hún gerir lítið úr þeim félagsmála-
pakka sem einstæðir foreldrar fengu í
samningunum og klikkir blaðið út með
því að segja að dómur formannsins sé
afdráttarlaus urn hliðaraðgerðirnar.
„Þær eru froða og blekkingar, yfir-
borðslegar og ófullnægjandi."
Guðrún Guðmundsdóttir segir í
grein sinni: „Sem skilyrði fyrir undir-
skrift nýafstaðinna samninga krafðist
verkalýðshreyfingin félagslegra um-
bóta fyrir þá félaga sína sem verst eru
staddir, þ.e. hafa mestu framfærslu-
byrðin.
Umsnúningur
og rangfærslur
Þeir einstaklingar sem verst standa
efnahagslega í dag eru án efa konur
með barn eða börn á framfæri þ.e.a.s.
konur sem axla sjálfar og einar ábyrgð
á sér og sínum börnum.
Undanfarna mánuði hefur mikið
verið rætt um hinn síminnkandi kaup-
mátt launa. í því sambandi hefur hin
einstæða móðir oft verið notuð sem
dæmi til að sanna hversu erfitt er að
lifa á lágum launum. Hér í Þjóðviljan-
um var fyrir nokkru viðtal við einstæða
móður með tvö börn. Við hér á
Þjóðviljanum urðum vör við að þetta
viðtal hafði mikil áhrif. Þessi einstæða
móðir er bankamaður og hefur fyrir
samninga 12.542 kr á mánuði, í mæðra-
laun og meðlag hefur hún 5.039 kr.,
þannig eru heildartekjur hennar
17.581 kr. á mánuði. Áhrif Alþýðu-
sambandssaminganna á lífsafkomu
þessarar konu væru þau að kaup
hennar hækkaði í 13.169 kr,- síðan
bætist við meðlagahækkun, tekju-
tengdar barnabætur og hækkun
Oddur Olafsson,
ritstjórnarfulltrúi,
skrifar
(
mieðralauna sem
gcra 8.8(K) kr. Heildar-
tekjur þessarar konu eru því í dag
21.969 kr, en voru I. febrúar 17.581
kr, þannig hafa laun hennar hækkað
unt 4.298 kr, eða um 25% ef við förum
í ómerkilegan talnaleik."
Síðar í grein Guðrúnar Guðmunds-
dóttur segir: „Ég Itcld að Jóhanna
skilji hvorki reglur hlutfallarciknings
né þekki stöðu kvenna á vinnumarkað-
inum en hún hlýtur að vita að megin-
hluti einstæðra foreldra eru konur.
Um 82% kvenna sem hafa atvinnutekj-
ur höfðu tekjur undir 16.000 kr. 1.
febrúar 1984. Börn einstæðra foreldra
munu vera um 6.600, af þeim eiga
2.156 börn foreldri sem hafði 150
þúsund eða minna á síðasta ári. Það er
þannig einn þriðji einstæðra foreldra
með það lágar tekjur að hækkunin
verður yfir 20% í upphafi samnings-
tímans.“
Guðrún telur til ýmsa kosti samning-
anna og lýkur grein sinni þannig:
„Þessi grein er ekki skrifuð til að verja
nýafstaðna kjarasamninga. Hún er
ekki heldur skrifuð til að klappa fyrir
þeim félagsmálapakka sem fylgir. Þessi
grein er skrifuð af því mér finnst fólk
leggjast lágt og vera illa samkvæmt
sjálfu sér, ef það fyrir aðgerðir leggur
áherslu á ákveðin atriði sem verði að
leiðrétta, í þessu tilviki tekjur þeirra
sem hafa þyngstu framfærslubyrðina,
en eftir aðgerðir segir allt það sem gert
hefur verið til jöfnunar froðu og blekk-
ingar, þótt tölulegar upplýsingar sýni
annað.
Ef við ætlumst til þess að okkur sé
trúað i framtíðinni skulunt við láta
okkur nægja að gagnrýna það sem
gagnrýni er vert. Það er slæmt að loka
augunum og látast ekki sjá það sem vel
er gert, en það er ennþá verra að
umsnúa því og rangfæra."
Ekki allir eins
glámskyggnir
Alþýðubandalagið er stór stjórn-
málaflokkur á íslenskan mælikvarða
og hefur ótrúlega ntikið kjörfylgi. Það
væri því með ólíkindum að allir fylgis-
menn þess væru jafn glámskyggnir og
ósvífnir og forystuliðið og þeir sem
skrifa að jafnaði í málgagnið.
Þau dæmi sem hér eru tekin sýna að
sem betur fer er að finna í röðum
aiþýðubandalagsmanna fólk sem
blöskrar sá blekkingarvaðall og lygi-
legar uppátektir sem hafðar eru í
frammi í flokkspólitískum áróðri. Það
er einskis svifist að rangfæra og snúa
við staðreyndum ef það gæti orðið til
að klekkja á pólitískum andstæðingum
og viðkvænt mál sem varðar þjóðarhag
eru afflutt eftir kúnstarinnar reglum og
harmað að hinir lægstlaunuðu fái kjör
sín bætt.
Það má ótrúlegt heita ef Alþýðu-
bandalagið eykur tiltrú fólks á flokkn-
um með þessu háttarlagi foringjanna.
Vel á minnst. Það hefur lítið borið á
þeim fjölda verkalýðsfélaga sem sam-
þykkt hafa kjarasamningana miðað
við sigurópin sem kveða við er eitt-
hvert félag fellir þá. En í Tímanum s.l.
fimmtudag gat að lesa yfirlætislausa
klausu, sem litla athygli hefur vakið:
Verkalýðsfélag Norðfirðinga sam-
þykkti samningana á 34 manna félags-
fundi þar sem 3 voru á móti. Heimild-
armaður fréttarinnar er Sigfinnur
Karlsson.