Tíminn - 04.03.1984, Blaðsíða 12
SUNNUDAGUR 4. MARS 1984
SUNNUDAGUR 4. MARS 1984
á slíkum málum og hér á landi. Það gætti
nokkurrar spennu meðal gesta þegar
miðillinn hóf fundinn. Honum til aðstoð-
ar var Guðmundur Einarsson verkfræð-
ingur en hann er forseti Sálarrannsókn-
arfélags íslands. Guðmundur var jafn-
framt túlkur en Holmqvist talaði á
ensku.
Þess má geta að stemmningin á fundi
þessum var alls ekki þannig að eins og
hér væri neitt dularfullt á ferðinni heldur
þvert á móti að það væri í hæsta máta
eðlilegt að hægt væri að vera í sambandi
við annan heim. Hér virtist fyrst og
fremst vera um það að ræða að sumir
sæu og heyrðu það sem aðrir ekki nema,
eða eins og miðillinn orðaði það. „Það
má líkja þessu við muninn á blindum
manni og þeim sem hafa fulla sjón.
Annars höfum við öll þessa hæfileika þó
að í mismiklum mæli sé. Sum okkar þróa
þessa hæfileika með sér á meðan að aðrir
útiloka þá.“
„Hefur þú verið á sjó? Ertu e.t.v.
sjómaður? Ég sé mynd af þér þar sem þú
ert úti á reginhafi." Miðillinn beinir nú
orðum sínum að miðaldra manni fyrir
miðju salarins.
„Nei ég er ekki sjómaður en ég hef
hins vegar siglt yfir Atlantshafið með
skipi þannig að því leytinu til gæti þetta
passað.“
„Mér finnst eins og ára þín gefi það til
kynna að þú þjáist af slæmum höfuð-
verkjum, annars sé ég þetta ekki nógu
greinilega", heldur miðillinn áfram.
„Mér finnst eins og að ára þín, og ára
konunnar sem situr þarna skammt frá
þér, renni saman. Er þetta konan þín?
„Já það er rétt að þetta er konan mín
en ég hef ekki haft höfuðverki. Konan
mín er hins vegar migrenisjúklingur",
segir maðurinn svolítið undrandi á þess-
um upplýsingum.
Þannig hélt miðillinn Torsten
Holmqvist áfram lengi kvölds. Margt af
því sem hann sagðist sjá gátu menn
staðfest að væri rétt en annað könnuðust
menn ekki við. Torsten benti á að
auðvitað gæti hann gert mistök en oftast
bað hann fólk um að gera sér ekki of
miklar grillur út af slíku en þess í stað að
ganga úr skugga um það hvort það gæti
verið að hann hefði á réttu að standa
eftir allt saman, t.d. meðþvíað rannsaka
hvort um gæti verið að ræða misminni
eða gleymsku. Hann virkaði öruggur og
ekki í neinum vafa um skynjanir sínar.
Ekki virtist hann heldur vera í neinni
leiðslu eða í „trans" eins og það er oft
kallað á máli spíritista, heldur þvert á
móti glaðvakandi og í alla staði eðli-
legur. Það gætti meira að segja tölu-
verðrar kímni og glaðværðar í fari hans
og tilsvörum þannig að andrúmsloftið á
þessari sérkennilegu samkomu varð létt-
ara eftir því sem á leið en það hafði verið
í upphafi. Rétt eins og það væri eðlileg-
asti hlutur í heimi að umgangast látið
fólk á sama hátt og lifendur.
Einn fundarmanna beindi þeirri
spurningu til miðilsins hvort það fólk
sem hann segðist sjá væri allt saman
látið. Hann taldi svo vera. Þessir svipir
eru einfaldlega á öðru tíðnisviði en það
svið sem við almennt skynjum. „Það er
ótrúlega mikið pláss meðal okkar. Þessu
mætti e.t.v. líkja við fjarlægðirnar á milli
stjarnanna úti í himingeimnum."
„Fæðumrt við þá aftur sem menn hér
á jörðinni", spurði einhver.
„Já og nei. Það má gera ráð fyrir því
að svo sé að einhverju leyti. Það eru of
mörg endurholdgunartilfelli sem staðfest
hafa verið til að hægt sé að ganga fram
hjá þeim. Hins vegar væri það ósann-
gjarnt af tilverunni ef svo væri alltaf“,
sagði miðillinn brosandi.
Enn var komið að tveggja heima sýn.
í þetta skiptið beindi Torsten orðum
sínum að stúlku sem sat ásamt fleiri
ungmennum við eitt borðanna í salnum.
Mér finnst eins og ég sjái að þegar þú
varst u.þ.b. tólf ára gömul hafir þú átt
vinkonu sem hafi kafnað eða drukknað.
Nafn hennar þvælist fyrir mér því ég á í
erfiðleikum með íslensku nöfnin. Mér
finnst þó eins og það hljómi sem Birgitta
eða eitthvað í þá áttina. Þessa stúlku
langaði til að vera í skóla eins og þú ert
núna. Það skýtur þó ofurlítið skökku við
þar sem mér finnst að þig langi aftur á
móti ekki til að vera í skóla þó að þú sért
það. Er þetta rétt?“
„Já þetta með skólann gæti verið
rétt“, svaraði stúlkan hikandi „en þetta
með stúlkuna sem drukknaði kannast ég
ekki við. Ertu viss um að það sé stúlka?
Gæti það ekki verið drengur því ef svo
væri passar það allt saman?“
Á miðils
Með fólki þessa heims og annars á Hótel Hofi -
Skyggnilýsingafundur sænska miðilsins Torsten Holmqvist
■ Á myndinni sést sænski miðillinn Torsten Holmqvist að störfum en honum
Einarsson verkfræðingur.
■ í áratugi hafa menn deilt um það í ræðu og riti hvers
eðlis hin svokölluðu miðilsfyrirbæri séu. Sumir hafa
haldið því fram að miðlar væru aðeins sjónhverfinga-
menn og meistarar í því að plata fólk upp úr skónum.
Og víst er um það að þau eru ófá dæmin um það að fólk
hefur verið staðið að svikum í sambandi við slíka
starfsemi. Þeir eru hins vegar líka margir sem benda á
að f jöldi miðla séu búnir miklum hæfileikum og hafi það
margsinnis verið sannað svo óyggjandi sé.
Rannsóknir fara nú fram við fjölda háskóla víða um
lönd þar sem slík fyrirbæri eru beygð undir hinn
vísindalega mælistokk.
' Á íslandi hefur mikill áhugi verið á fræðum þessum
og margt fólk aðhyllst þá skoðun að hægt sé að hafa
samband við hina látnu með aðstoð miðla. Ekki verður
hér felldur neinn dómur um það hvort slíkt sé hægt eða
ekki en blm. Kelgartímans brá sér í rannsóknarleiðang-
ur á skyggnilýsingafund sem haldinn var á vegum
Sálarrannsóknarfélags íslands fyrir skömmu.
til aðstoðar var Guðmundur ■ Pað var þröng á þingi i kjallaranum á Hótel Hofi í Reykjavík þegar skyggnilýsingafundur Sálarrannsóknarfélagsíns tor þar tram.
Thorsten Holmqvist:
„Konan þarna í kápunni, jú þú sem
situr þarna út við súluna. Ég sé að á bak
við þig stendur gráhærður maður og
hann styður höndunum á axlir þínar.
Mér finnst eins og hann sé að reyna að
koma einhverjum skilaboðum til þín en
ég heyri þau illa. Ég sé jafnframt á áru
þinni að þú elskar lífið, þér þykir gaman
að vera til. Þú ert þó jafnframt dálítið
ráðrík. Mér finnst eins og gráhærði
maðurinn sé að segja, að þó að þú sért
ofurlítið ráðrík, þá sé það nú þannig að
þú hafir oftast á réttu að standa. Ég sé
jafnframt Ijósmynd af þér og ungum
manni og mér finnst eins og þú gætir
verið u.þ.b. 16 ára þegar þessi mynd var
tekin. Þetta er brúðkaupsmynd og grá-
hærði maðurinn var svaramaður þinn
eða eitthvað svoleiðis. Hann mun hafa
dáið stuttu eftir að þú giftir þig. Getur
þetta passað“? Konan svarar ofurlítið
hikandi: „Nei ég minnist þess ekki að
það hafi verið tekin nein mynd þegar ég
gifti mig". Miðillinn: „Ég er nu ekki
alveg sammála, það var örugglega tekin
ljósmynd af ykkur. Þú skalt athuga þetta
í rólegheitum. Það á örugglega að vera
til mynd sem var tckin þennan dag eða
stuttu á eftir, sem brúðkaupsmynd."
Orðaskipti sem þessi mátti heyra á
skyggnilýsingafundi hjá Sálarrannsókn-
arfélagi íslands á Hótel Hofi á dögunum.
Sá sem hér hefur tveggja heima sýn er
hinn þekkti sænski miðill, Torsten
Holmqvist, en hann er þekktur víða um
lönd fyrir hæfileika sína.
Utsendari Helgartímans var á fundin-
um og fékk tækifæri á því að ræða við
miðilinn eftir fundinn.
Samkomusalurinn í kjallara hótelsins
var þétt skipaður áhugafólki um spírit-
isma en óvíða mun vera jafn mikill áhugi
„Ég var þræll í f
■ Sem lítill drengur átti ég í
miklum erfiðleikum því að ég sá
svo margt sem aðrir ekki sáu og
ég gat svo iitla stjórn haft á
þessum skynjunum mínum“,
sagði miðillinn Torsten Holmkvist
þegar blm. Helgartímans ræddi
við hann.
„Ég var þó svo heppinn að eiga
góða að og faðir minn hjálpaði mér
ótrúlega mikið bæði með því að
viðurkenna þessa hæfileika og að
kenna mér að hræðast þá ekki. Hann
kenndi mér að hugleiða og smám
saman að ná valdi á þessu. Til þess
þarf oft mikla þjálfun og síðast en
ekki síst að læra það að aga sjálfan sig.
Ég man t.d. eftir því þegar ég var
eitthvað u.þ.b. 17 ára þá sá ég fyrir
slys sem ekki hafði ennþá átt sér stað
en vofði yfir. Ég reyndi að koma í veg
fyrir það en gat það ekki og þetta olli
mér miklum erfiðleikum. Það var
óskaplega erfitt að verða að sætta Sig
við það að geta „séð“ en geta ekki haft
áhrif á gang mála. Mér liggur við að
segja mega ekki hafa áhrif á gang
mála.
Foreldrar mínir fluttust frá Svíþjóð
til Bandaríkjanna og þar ólst ég upp.
Þó svo að ég hefði þessa hæfileika
notaði ég þá ekki sem miðill fyrr en ég
var kominn yfir miðjan aldur. Það var
reyndar þannig að konan mín lá fyrir
dauðanum. Hún var með krabbamein
og það átti að skera hana upp. Það var
mjög óvíst hvort að hún mundi komast
lifandi í gegnum þennan uppskurð.
Það var þá sem ég hét því að ef hún
læknaðist rnundi ég snúa mér frá
verkfræðistörfum mínum og helga líf
mitt miðilsstarfinu. Ég á mér verndara
sem er ekki þessa heims og honum
lofaði ég þessu. Uppskurðurinn tókst
kraftaverki næst og konan mín lifir við
góða heilsu í dag. Ég hef reyndar ekki
unnið svo mikið sem lækningamiðill
þó að ég hafi komið nærri því. Mest
geri ég af því að skoða árur fólks sem
um það biður og reyni að leiðbeina
því í gegnum þær upplýsingar sem
árurnar veita mér. Þannig sést það á
árum fólks hvaða hæfileika það hefur
og það er því miður þannig að ótrúlega
margir eru ekki á réttri hillu í lífinu ef
svo má að orði komast. Þeir starfa
með öðrum orðum ekki við það sem
þeim lætur best. Þannig fara oft ótrú-
lega miklir hæfileikar til spillis og sá
sem starfar ekki við það sem honum
er eiginlegt er ekki nema hálfur
maður. Ég vinn líka svolítið við að
prófa fólk sem telur sig vera með
miðils hæfileika og að leiðbeina því.
Eins og ég sagði áðan þá þá þarf að
þróa slíkt með sér og utanaðkomandi
hjálp getur ráðið þar úrslitum.
Þegar Torsten var inntur nánar um
þann heim sem hann telur sig „sjá“
handan okkar þá svaraði hann því
þannig að hann liti á lífið sem hring-
ferli. Við eigum okkur fortíð og við
eigum líka framtíð en við megum
aldrei gleyma því að við lifum fyrst og
fremst hér og nú.“ Sjálfum finnst
honurn að hann hafi m.a. verið þræll
í einhverju fyrra lífi og hann kennir
stundum til í sárum eftir liögg svipunn-
ar. Mér finnst líka eins og ég hafi
einhvern tímann reynt að vera heilagri
en ég er núna“ segir miðillinn bros-
andi, „en mér tókst nú ekki alltaf vel
upp hvað það snerti.“
„Það að „sjá“ eða vera með „götótt-
an hjúp", eins og það er stundum
kallað, getur bæði verið létt og leitt.
Það fer þó fyrst og fremst eftir afstöðu
ntanns eða hvernig maður er innstillt-
ur. Þetta er þó ekkert til að hræðast
og ekki heldur neitt til að vera mjög
heilagur yfir. Ég reyni í lengstu lög að
halda mér við jörðina" segir Torsten
og brosir í kampinn.
Blm. áræddi að lokum og biðja
miðilinn um að kíkja sem snöggvast á
áru hans og segja sér hvers hann yrði
var. Þar kom í ljós að... nei annars,
sú saga verður ekki rakin hér.
JÁÞ