Tíminn - 04.03.1984, Síða 14
14
SUNNUDAGUR 4. MARS 1984
■ Hún er aðeins tvítug að aldri,
afar smávaxin og fínleg en með
járnvilja og hefur haslað sér völl á
sviði þar sem karlmenn hafa verið
næstum einráðir til þessa. Pia
Cramling, sænska skákdrottning-
in eins og hún er gjarna kölluð
hefur þegar náð meiri styrkleika í
skák en nokkur önnur kona í
heiminum og líklega nokkur önnur
kona i skáksögunni. Árangur
hennar á Búnaðarbankamótinu á
dögunum var líka sennilega sá
besti sem nokkur kona hef ur náð.
Hún hefur nú yfirgefið landið, en
hefur tekið ástfóstri við Reykjavík
og ætlar að koma aftur við fyrsta
tækifæri og tefla, „det har jo varit
toppen hár,“ segir hún er spurð
hvernig henni hafi líkað dvölin. Við
spjölluðum suttlega við hana, áður
en hún fór og fyrsta spurningin var
hvort Búnaðarbankamótið hefði
verið fyrsta sterka lokaða mótið
sem henni hafi verið boðið að taka
þátti.
„Eg hef uðcins einu sinni áður tekið
j)átt i lokuðu móti af svipuðum stvrk-
leika og Búnaðarhankamótið." seg-
ii ria. „KiO ei meO jiessi lokuðu inoi,
að þangiið kernsl maður ekki nema
maður sc hoöinn persónulcga og ég
hef einfaldlega ekki fengið slík tilhoð.
Mótshaldarar vilja fá stcrka kcppend-
ur og þekkt nöfn.“
Hcldurðu að árangur þinn í Búnað-
arhankamótinu geti hreytt einhvcrju
um þetta, aö þú cigir nú kost á aö
komast á fleiri lokuð mót?
Tímamynd Róbert.
Pia Cramling.
Islandi er eitthvað alveg einstakt. ég
hef að vísu ekki teflt í Sovétríkjunum.
ég get hugsað mér að það sé eitthvað
svipað þar. Og ég tala nú ekki um það
að koma frá Svíþjóð til íslands að tefla,
munurinn er svo tröllaukinn, það er
eins og nótt og dagur."
Nú höfum við bara talað um Búnað-
arbankamótið en þú varst líka með á
Reykjavíkurmótinu, hvað viltu segja
um árangur þinn þar?
„Æ, ég var þreytt og gekk ekki vel.
Ég var búin að taka á öllu mínu í
Búnaðarbankamótinu og þetta var
kannske orðið of mikið fyrir mig."
Hvað tekur nú við hjá þér, þegar þú
kemur heim til Svíþjóðar. Ferðu að
vinna, ferðu í skóla, eða ætlarðu að
fást einvörðungu við skák?
„Þannig cr að síðasta árið hef ég
verið við háskólanám, en nú er ég búin
að vera svo mikið í burtu þetta misserið
að það verður ckki mikið úr náminu.
En ég ætla að lesa næsta mánuðinn og
síðan ætla ég að fást við skák en eftir
mánuð fer ég til London til að taka þátt
í skákmóti þar, ég vcit unt einn
Islending sem ætlar að tefla þar. Elvar
Guðmundsson."
Færðu einhvern stuðning frá ríkinu
til að stunda skákina?
..Nei. ég fæ námslán vegna þcss að
ég stunda háskólanám og á því sé ég
fyrir mér."
Geluröu hugsanlega lifað af því að
skrifa um skák?
„Nei, vegna þess hve skákáhuginn
er lítill í Svíþjóð er ekki mikið upp úr
því að hafa. Að vísu er einn skákmeist-
Já ég kem á næsta Reykjavíkurmót
— Spjall við skákdrottninguna Piu Cramling
ari í Svíþjóð sem fær greidd full laun
hjá dagblaði fyrir að skrifa um skák,
Axel Ornstein, en reglan er sú að það
er fjarri því að hægt sé að lifa af því að
skrifa um skák.“
Úrslitin í mótunum hér. komu þau
þér á óvart?
„Já, þessi árangur hjá íslendingun-
um. hann er alveg frábær. En hann
kom mér ekkert sérstaklega á óvart.
Ég hef þekkt Jóhann í nokkur ár og ég
hef alltaf vitað að hann myndi ná
góðum árangri og ég hafði búist við að
hann yrði alþjóðameistari fyrir löngu.
En svo eru svo margir góðir skákmenn
á íslandi, Helgi, Karl Þorsteinsogallir
hinir. Þetta hlýtur aö hafa mikil áhrif
á skáklífið hérna. Það hafa ekki verið
svo mörg góð mót hér þó að allir þessir
skákmenrt hafi náð hessnm stvrk-
leika. En nú hlýtur það að fara að
breytast.”
Það lítur út íyrir að styrkur Islend-
inganna sé meiri en skákstigin segja til
um og það stafar kannske af einangrun
og of fáum tækifærum og manni dettur
í hug að það sama gildi um þig, vegna
þess að þú crt kona og frá landi sem
sýnir skák ekki mikinn áhuga,hafir þú
ekki fengið tækifæri til að sýna raun-
verulegan styrk?
„Ég held að þetta sé rétt hvað varðar
íslcndingana, en ég hef nú teflt það
mikið á mótum undanfariö að ég held
að stigin mín segi nokkuð rétt til uni
hvar ég stend. En þetta með stigin er
mikilvægt vegna þess að því hærri stig
sem skákmaður hcfur þeim mun meiri
möguleika á hann á að fá boð á
skákmót."
Ég glcymdi að spyrja þig hvað þú ert
að læra í háskólanum?
„Já, ég er að læra rússnesku. Af
hverju? Jú, ég hafði hana sem valfag í
menntaskóla, ég valdi hana fyrst vcgna
þess að það er gott fyrir skákmann að
kunna rússnesku. En svo féll ég dálítið
fyrir rússneskunni. mér finnst hún
fallegt mál, þótt ég sé annars cngin
sérstök málamanneskja. Svo var ég
svolítið óákveðin í því hvað ég ætti að
fara í þegar að háskólanum kom. svo
að ég valdi rússneskuna. En ég hef
ekki stundað námið af fullum krafti
vegna skákarinnar svo að ég kann nú
engin ósköp."
Ætlarðu að koma á næsta Reykja-
víkurskákmót?
...lá. það vona ég svo sannarlega. Ég
vil gjarna koma aftur til Reykjavíkur.
það hefur verið stórkostlegt að vcra
hér".
JGK
„Það má vera. Mér gekk vel í fyrri
hluta mótsins, í seinni hlutanum gaf ég
eftir og tapaði meira en ég hcfði átt aö
þurfa. En ég vona þaö, að mótið geti
hjálpað mér í þá vcru sem þú varst að
tala um."
Hjálpaði þetta mót þér til þess að
meta þína eigin stöðu, veikleika og
styrk?
„Já, þaðer áreiðanlegt. I byrjun hélt
ég að mér myndi reynast crfitt að fá
vinning yfir höfuð. En mér gekk þvert
á móti ntjög vel. Ég heföi átt að geta
náð betri árangri ef ég hefði heitt mér
rétt. Ég missti niður vinninga að nauö-
synjalausu. ég er alla vega þeirrar
skoðunar eftir á. Ég eyddi miklum
tíma, komst oft í tímahrak og það er
hlutur sem ég vcrð að sigrast á. Ég finn
það líka að ég verð að auka byrjana-
forðann ef svo má segja. Þetta liggur
alveg Ijóst fyrir eftir mótið og það
hcfur því orðið mjög dýrmæt reynsla
fvrir mig Fti held að revnslulevsiðhafi
valdið því fvrst og frcmst að mér tókst
ekki að nalda lengnum Itlut. þegar eg
var efst fram yfir mitt mót."
Það vakti athygli okkar sem fylgd-
umst með að þú eyddir geysimiklum
tíma í byrjanirnar og þurftir að fara að
■ „Rússneski bangsinn", Efim Geller leikur fyrsta leiknum i skák sinni vð
Piu Cramling á Reykjavíkurmötinu. Geller er ekki mæltur á vesturlandamál,
en það hefur varla hindrað þau í að ræða skákina á eftir þvi að Pia er mælt
á rússnesku. Tímamynd Róbert.
eitt truflandi.cn ég er vön því að vekja
athygli, þar sém ég er yfirleitt eina
konan sem tek þátt í skákmótum. En
mestan part var þetta jákvætt fyrir mig
og hvetjandi.
En nú ertu örugglega ckki vön að
tefla fyrir framan svo marga áhorfend-
ur eins og hérna. Hvernig virkaði það
á þig?
„Nei. ég er ekki vön því. I fyrstu
t'annst mér þetta mjög skrítið að tcfla
fyrir framan fullan sal af áhorfendum.
sem fylgjast með hverjum leik og ræða
ganginn í skákunum, en svo fór mér að
þykja þetta þægilegt. og hafa gaman af
því. Ég vil að skák sé almenningsíþrótt
en ekki fvrir örfáa meistara og þess
vegna var þægileg tilfinning að verða
vör við þennan mikla áhuga. svona
þegar maður fór að venjast því.
Nei. ég hef aldrei teflt áður þar sem
hefur verið svona mikill áhugi, skák á
■ Pia teflir við bandariska skákmeistarann Nick de Firmian á Búnaðar-
bankamótinu. Hann var stigahæsti maður mótsins ásamt Alburt, en mátti
þakka fyrir jafnteflið i þessari skák. Alburt þurfti hins vegar ekki að kemba
hærurnar eftir viðureignina við skákdrottninguna.
Tímamynd Árni Sæberg.
tefla hratt jafnvel strax í miðtaflinu.
Líka það aö þú sast við borðið og
hugsaðir jafnt í þínunt tíma og and-
stæðingsins og maður velti fyrir sér
hvort þú cyddir ekki alltof mikilli orku
í hverja skák og þreyttir þig þannig
snemma í mótinu. Stafar þetta af því
að þig vanti teóretíska undirstöðu og
þurfir að hugsa skákina meira yfir
borðinu. en aðrir?
„Það er árciðanlegt aö ég vcrð að
læra miklu mcira í teóriu. Og þaö ei
satt að það er einn af mínum stóru
veikleikum að ég hota inikinn tíma í
byrjanirnar og kannske mikla orku
líka.
Það er satt að ég sit mikið yfir
skákinni, en ég verð að ná mikilli
cinbeitingu. ég tefli þannig. Og ég
tefldi einfaldlega miklu betur þegar ég
sat við borðið allan tímann. ég fór
einhvern veginn út úr taktinum þegar
ég fór að ganga um og slappa af milli
leikja. Þegar ég sit við og einbeiti mér
að skákinni, þá kcmst ég einfaldlega
miklu betur inn í hana, jafnvel þótt
það kosti orku. Það að standa upp og
ganga um rýfur einbeitinguna. Auðvit-
að er þetta ákveðinn veikleiki. það
kemur fram í því að í lok mótsins var
ég orðin þrevttari en hinir keppend-
urnir. Þaðsegir mér að ég noti of mikla
orku. en ég kemst ekki í gegnum inól
nema með mikilli áreynslu. Ég verð að
finna einhvern milliveg.
Þetta stafar kannske líka af ákveðnu
öryggisleysi. Ég vissi að allir mótherjar
mínir voru mjög sterkir skákmenn,
sem tefla byrjanirnar vel. Ég óttaðist
þess vegna alítaf að fá verra út úr
byrjununum og eiga þar af leiðandi
enga möguleika í skákinni."
Þú vaktir mikla athygli í byrjun
mótsins, og blöðin voru full af fréttum
af því hvernig þér gengi. Truflaöi þessi
athygli þig, eða verkaði hún hvetjandi?
„í byrjun þá þurftu öll blöð að ræða
við mig í einu og það var kannske lítið