Tíminn - 04.03.1984, Qupperneq 20
Þar er borgin Mombasa
Fyrsta vísbending gefur 5 stig, önnur 4 stig, þriðja 3 f jórða 2 og fimmta 1 stig Fyrsta vísbending Önnur vísbending Þriðja vísbending Fjórða visbending Fimmta vísbending
1. Fljót þetta rennur um dal sem varð til við eitt sérkenni- legasta jarðsig sem finnst á jörðinni. Það fellur frá norðri til suðurs um ísrael og Jórdan- iu. Fljótið er gruggugt og longurn þótti dalurinn sem það rennur um litt ákjósan- legur mannabústaður. Helsta byggð í grennd við það var lengst af Jerikó í þessu fljóti var Jesús skirður.
2. Skáld þetta fæddist á Möðru- völlum 1861. Hann orti: „Það vildi ég yrði nú ærlegt regn / og íslenskur stormur á Kaldadal." Hann var sýslumaður ísfirð- inga 1895-1904. Hann tók snemma að skipta sér af stjórnmálunum. Hann varð fyrsti ráðherra ís- lands 1904.
3. Hér er spurt um klasa 8 eyja í Atlantshafi og eru tvær i byggð. Höfuðborgin heitir Funchal og þar bua um 120 þúsund manns. Þekkt vín bera nafn eyjanna. Eyjan heyrir undir Portúgal. Sjálfstæðishreyfingin „Flama" krefst þó aðskilnað- ar.
4. Miklar vonir voru bundnar við þennan unga konung er hann kom til valda 1936. En hann samsamaði sig skjótt spillingunni við hirðina i Cairo. Hann krafðist yfirráða yfir Súesskurðinum. Hann var hrakinn frá völdum af Muhamed Naguib. Eftir það var hann í útlegð i sæilifi og fitnaði ákaflega.
5. Fjall þetta liggur á landamær- um Kenya og Tanganyika. Þar er jökull sem bráðnar hratt og menn spá að hverfi að öld liðinni. Þetta er hæsta fjall Afriku. Fyrstur Evrópumanna að klifa á tind þess var Hans nokkur Mayer árið 1889. Hemingway hefur ritað sögu um snjóinn á fjallinu.
6. Biskup þessi lærði málaralist og skreytti kirkjurnar í Skál- holti og á Hólum. Um hann orti merkur maður: „Böndi nokkur bar sig að / biskupsvaldi að styra..." Sá er orti tók hann fastan og hélt í varðhaldi um skeið. Hann sagði af sér biskups- tigninni árið 1556. Það gerði hann vegna ofrikis danska konungsvaldsins.
7. Meðal þessara fugla er „Fara- ós-hænan“ sem byggir Afr- iku og Indland. En frændur eiga þeir i Amer- íku og Evrópu. Frægastir eru þeir fyrir að vera litt matvandir og lystug- ir. Haus og háls eru f jaðralausir en fjaðrakraga bera þeir um hálsinn. Liklega er ameríski „kondór- inn“ þeirra þekktastur.
00 ■ Fræðimaður þessi var lög- regluþjónn i Reykjavík 1865-1888. Hann ritaði m.a. söguágrip um prentsmiðjur og prentara á ísiandi. Hann varð heiðursfélagi „Hins íslenska bókmennta- felags." Synir hans voru dr. Finnur, prófessor í Kaupmannahöfn og Klemens, landritari og ráðherra. Hann kenndi sig við Borgar- fjörðinn.
9. Merkiskona þessi var Bóas- dóttir, fædd 1896 á Reyðar- firði. Hún lærði hjúkrun i Noregi, giftist þar og tók upp ættar- nafn manns síns. Hún og synir hennar störfuðu með norsku neðanjarðar- hreyfingunni á stríðsárun- um. Hún stofnaði minningarsjóð um Ólav son sinn handa ís- lenskum stúdentum. Þekkt varð hún af ferðum sinum með norskar heimilda- kvikmyndir hérlendis.
■ o Þar er borgin Mombasa Þar er líka Viktoriuvatnið að hluta. y Aðrir hlutar vatnsins eru í grannrikjunum Uganda og Tansaníu. ‘ ♦ Höfuðborgin er auðvitað Nai- robi. Þar eru hinir miklu Menu og Tsavo þjóðgarðar.
Svör vid spurningaieik á bis. 20