Tíminn - 04.03.1984, Side 23
SUNNUDAGUR 4. MARS 19M
itnthm
23
kjörforeldra, Ijómandi góða lækna og
þakklátar konur. Sumar þeirra líta
stöðugt inn hjá henni og spyrja eftir
barninu. Til dæmis var móðir hans
Michaels hérna yfir sig ánægð er hún
frétti hve vel honum liði og sá myndir af
honum.
Sagði „nei“
Maria Seifert trúði ekki á þetta og
sagði „nei ' vio boði frú Lebert um að
taka að sér 2000 marka skuld hennar.
„Ég er ekki nein barneignamaskína,"
sagði þessi tvítuga frammistöðustúlka.
„Ég læt ekki múta mér til þess að verða
sífellt óhamingjusöm siðar."
Ekki var Ellen Reger, 22ja ára,
ánægðari. Hún segir svo frá:
„Ég ætlaði að fara að heiman, af því
að enginn mátti vita að ég var ólétt. Frú
Lebert lét mig fá 400 mörk og sendi mig
á mæðraheimili Schulz-fjölskyldunnar
við Eystrasalt. Hún sagði að á heimilinu,
sem var á afskekktum bóndabæ, mundi
ntér líða vel. En þegar ég fór að gildna,
byrjaði égað velta því fyrirmér hvort ég
vildi nokkuð gefa barnið. En það mátti
frú Schulz ekki heyra nefnt. Hún sagði
að það albesta væri að fá barninu
fósturforeldra. Ég þorði ekki að mót-
mæla henni. Égátti líka að vera þakklát.
Frú Lebert borgaði dvölina þarna og
sendi mér að auki ávísun með 700
mörkum. Mér fannst ég vera skyld til að
efna það sem ég hafði lofað.
Svo kom herra Runde, sem ráðstafar
kjörbörnum til nýrra foreldra. Frú
Schulz var öskureið við hann, af því að
hann sagði að ég skyldi hugsa málið að
nýju í ró og næði. Hann sá að ég var í
vafa. En frú Schulz reyndi að telja um
fyrir mér. Hún sagði að ég væri ekki
manneskja til þess að ala barnið upp og
til þess að sýna mér hve vel barninu
mundi líða, benti hún á sitt cigið
kjörbarn, Miriam, en það hafði hún
fengið hjá frú Lebert.
Fékk sterk deyfilyf
Þegar að fæðingunni kom var ég send
á litla einkalæknisstofnun, sem frú Le-
bcrt hafði útvegað mér. Ég fékk sterk
deyfilyf sem urðu til þess að ég hvorki sá
barnið né heyrði það gráta. En svo lá ég
í rúminu mínu og skældi. Ég var
sorgmædd, en treysti mér ekki til að
■ Frú Lebert: Með því að sýna stúlkunum óhugnanlegar myndir af
lemstruðum fóstrum tókst henni að telja þeim hughvarf.
biðja lækninn að lofa mér að sjá barnið
og faðma það að mér. Ég vissi að það
mundi valda miklu uppnámi. Frú Lebert
settist á rúmstokkinn hjá mér og Ijómaði
af ánægju. Hún sagði mérað kjörforeldr-
arnir væru mikið afbragðsfólk og að þau
hlökkuðu mikið til að fá barnið. Daginn
eftir munu þau hafa sótt barnið mitt á
heimilið.
Lagalega hefði mér verið mögulegt að
krefjast þess að fá barnið til baka, því
fyrst átta vikum eftir fæðinguna er
samningurinn um afhendingu barnsins
til ættleiðingar gerður. En ég gat blátt
áfram ekki sett mig gegn þessu, því ég
var mjög niðurdregin og frú Schulz var
sífellt að tala um fyrir mér og notaði sér
ástand mitt. Sama máli gegndi um hinar
mæðurnar þarna á heimilinu.
Mér varð það allt of seint Ijóst hvað
um var að ræða. Það voru peningar sem
hér voru á ferðinni. Frú Schulz var afar
gröm vegna þess að fólkið sem tók mitt
barn að sér tregðaðist við að greiða
henni og frú Lebert. Áður en barnið
fæddist sagði hún iðulega. „Þau munu fá
að vita hvað það kostar ef þau ekki
borga."
Forstöðumaður ættlciðingarskrif-
stofunnar í Slésvík Diter Rundi segir:
„Þetta er rétt. Hinum verðandi kjör-
■ Kaþólski presturinn Winfried Pi-
etrek hefur hlotið dóm fyrir að líkja
tilteknum yfirlækni er fæst við fóst-
ureyðingar, við Höss, fangabúða-
stjóra í Auschwitz.
foreldrum var ótvírætt gefið til kynna að
þau þyrftu að láta fé af hendi rakna. Frú
Lebert sagði þeim að koma til Kölnar,
einkum til þess að þau kynntust kynfor-
eldrum barnsins sem þau skyldu ætt-
lciða. En raunar fóru þau aðeins til
Kölnar vegna þess að þau töldu að ella
mundi frú Lebert hafa þau áhrif á
móðurina að hún hætti við að fá þeim
barnið."
Hjónin segja: „Frú Lebert spurði um
cfnahagslegar ástæður okkar. En okkur
þótti það hart cf viö ættum að þurfa að
kaupa hamingju okkar í þessu efni fyrir
fé. “ Þau hjónin greiddu frú Lebert
heldur ekki grænan eyri. Dietcr Rundi
hvatti þau og til þess.
Frú Hedi Lebert hefur brugðist rétt
við slíkum leka. Hún hefur fundið leið
sem gerir henni kleift að komast fram
hjá öllum ættleiðingastofnunum. Er hún
nú komin í tygi við félagsskap t Múnster,
sem helgar sig ýmsum félagsntálalegum
efnum.
Snörur lagðar
í forsæti þessa félagsskapar, sem nýtur
opinberrar viðurkenningar og byggist á
frjálsum framlögum, situr gamall kunn-
ingi frú Lebert, Hans Dieter Schink. Sá
er fyrrum Fransiskana-munkur og fé-
lagsmálastofnanastarfsmaður, sem gerst
hefur sekur um kynferðislegt samneyti
við börn og hlotið dóm fyrir. Þau frú
Lebert hafa gert mæðraheimili frú
Schulz að sérstöku dvalarheimili á veg-
um félagsskapar þessa.
Þannig hafa þau skipt með sér
verkum: Frú Lebert leggur snörur fyrir
þungaðar konur og Hans Dieter Schink
sér um formsatriðin.
Rolf Bach, lögmaður og yfirmaður
ættleiðingastofnunarinnar í N-Þýska-
landi segir: „Frú Lebert fer ólöglega að
ráði sínu við valið á kjörforeldrum. Hún
og félagið sem hún starfar með mega
eiga von á kæru fyrir brot á löggjöfinni
um ættleiðingu."
Hér verður rætt nánar um ólögmætar
aðferðir frú Lebert. „Ég þekki svo mörg
hjón, sem ekki eiga aðra ósk heitari en
að eignast barn," segir hún við vanfærar
konur. Hún liggur heldur ekki á því að
„á undanförnum tíu árum hefur fjöldi af
ágætu fólki stutt starf mitt með fram-
lögum." Foreldrarnir sem hún útvegar
börnin eru henni „ævinlega þakklátir og
hafa orðið ágætir vinir mínir upp frá
því." Hún segir við unga atvinnulausa
stúlku, Sabinu Schmidt: „Ég hef sam-
band við dasamleg læknishjón sem vilja
taka að sér barnið þitt. Hún lét ungu
stúlkuna fá ávísun á 1200 mörk og bar
henni „hjartanlegar kveðjur" verðandi
kjörforeldra. Eftir fæðinguna átti Sabina
Schmidt að fá 3000 mörk í viðbót, en
ckki vildi frú Lebert gefa henni skriflega
staðfestingu á því. „Þá yrði ég ásökuð
um sölu á fólki, sagði hún. En fyrir
þráheiðni ungu stúlkunnar gerði hún
það samt og ritaði viðurkenningu á
bréfsefni samtakanna „Lífsvon," þar
sem féð var nefnt „styrkur til þess að
koma sér af stað á ný."
Einn af sjö fær barn
lledi Lebert hefur því vissulega ekki
reiknað með að Sabine Schmidt mundi
setja fótinn fyrir ráðagerðir hennar og
hinna „dásamlcgu læknishjóna." Sím-
lciðis tilkynnti unga stúlkan að hún
ntundi ckki láta barn sitt af hendi. Þar
með var „styrkurinn" orðinn aftur-
kræfur.
Að áliti Rolf Bach eru öll laun,
„styrkir" og því um líkt ekki annað en
dulbúin sala á tólki. „En okkur hcfur
ckki tekist að fyrirbyggja það að fólk
hagnýti scr ncyð einstæðra, verðandi
mæðra, þar sem þeir foreldrar sem
ættlciða börnin þegja. Konurnar sem
gefa börnin fyrirvcrða sig og eru
hræddar. Þessi viöskipti viðgangast því
aðeins vegna þcss að eftirspurnin er
meiri en framboðið. Af 'sjö umsækjend-
um fær aðeins einn barn. Nær allir vilja
hclst ættleiða nýfætt barn. meira aö
segja eru þess dæmi að fólk greiöir 30
þúsund mörk fyrir barn frá þriðja heim-
inum."
Þaö var aðcins tilviljun að uppvíst var
um athafnir læknisins Heinrich
Upmeier, cn hann rak þjóðþrifafyrirtæk-
ið „Hamingjubörn" og jafnframt fæði-
ngarheimilið „Roscmarie" í Bad Dri-
burg við Paderborn. Með smáauglýsing-
um lokkaði hann til sín örvæntingarfullar
vcrðandi mæður hvaðanæva að. Opin-
berlega hældi Upmeier starfsemi sinni
sem „síðasta úrræði örvæntingarfullra
kvenna" og sagðist tryggja að konurnar
gæti innan sinna vcggja átt barn sitt án
utanaðkomandi athygli og gefið það
harnlausum forcldrum, eftir rækilega
umhugsun. En í rauninni var hér aðeins
vcrið að nota stúlkurnar sem barnsburð-
arvélar. Dr. Upmcicr hagnaðist ágæt-
lcga á þessu.
Viðkomandi barnaverndaryfirvöld
lögðu blessun sína yfir þá kjörforeldra
sem læknirinn benti á - allt þar til
væntanlegir foreldrar einir höfðu sam-
band við yfirvöld og kvörtuðu yfir því
háa gjaldi sem þeim var ætlað að greiða.
Endalokin urðu þau að „Rosemarie"
heimilinu var lokað.
Ekki er að sjá scm þeir er í þessum
viðskiptum standa séu í fjárhagsvand-
ræðum, því frá því árinu 1976 hafa risið
upp ótal „ráðleggingastöðvar, þar sem
unnið er eftir reglum frú Lebert. Það eru
cinkum mjög ungar, ósjálfstæðar og
snauðar stúlkur sem falla fyrir þessum
tilboðum.
Hreyfingin sem að baki stöðvunum
stendur dreifir áróðursbæklingum þar
sem konur er láta eyöa fóstri eru ákærðar
sem morðingjar og þeir læknar sem
fóstureyðingar framkvæma eru kallaðir
„fósturdráparar." Lýst er andstöðu við
taumlausa frekju kvenna til frelsis og
minnt á siðræna hrörnun Vesturlanda.
Þá er ótti látinn í Ijós um fækkun
þjóðarinnar. Helst vildu samtökin láta
banna bæði pilluna og lykkjuna. Rituðu
þau Kohl kanslara bréf í þessa veru fyrir
skömmu.
í bæklingi sem þau gáfu út fyrir
skömmu segir:
„Enn er okkar þjóð legið á hálsi fyrir
manndrápin á dögum þriðja ríkisins. En
samt er nú á dögum veriö að útrýma 90
þúsundum ófæddra barna með styrk
trygginga og sjúkrasamlags."
(Þýtt úr ,,Stern“-stytt)