Tíminn - 06.03.1984, Qupperneq 4
ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 1984
4____________
menningarmál
Lucia di
Lammermoor
■ Sinfóníuhljómsveitin og Söngsveitin
Fílharmónía höfðu „konsertuppfærslu"
á óperu Caetanos Donizetti (1797-1848)
í Háskólabíói l.marsJacquillatstjórnaði
og tveir erlendir söngvarar sungu aðal-
hlutverk ásamt Kristni Sigmundssyni.
Óperuflutningur þessi tókst í flesta staði
hið bezta og fór saman prýðileg frammi-
staða hljómsveitar og kórs - Guðmundur
Emilsson er kórstjóri hins síðarnefnda
og glæsilegur söngur einsöngvara. Ópera
þessi, sem sögð er ein hin vinsælasta eftir
Donizetti, er byggð á sögu-eftir Walter
Scott. Söguþráðurinn virðist allflókinn
við fyrstu sýn, eins og oft vill verða, en
þar segir frá örlögum svipuðum Rómeó
og Júlíu, nema Lucia (Júlía) geggjast
áður en hún deyr, og verður það tilefni
glæsilegasta atriðis tónleikanna, sam-
söngs Deniu Mazzola (Lucia) og flautu
(Bernard Wilkinson). Kristinn Sig-
mundsson syngur bróður Luciu, sem
giftir hana gegn vilja hennar öðrum
manni (Arthur-Sigurði Björnssyni), en
hinn skozka Rómeó (Henry) syngur
Yordy Ramiro, tenór fæddur í Mexikó.
Jón Sigurbjörnsson syngur allstórt hlut-
verk klerks, en Elísabet F. Eiríksdóttir
og Már Magnússon hlutvcrk fylgdarfólks
aðalsmannanna. Allir stóðu sig semsagt
vel; bæði Ramiro og Denia Mazzola eru
hörkusöngvarar sem hvcrgi gáfu eftir.
Margir sáu þau líklega og heyrðu í dúctt
í sjónvarpinu. Sigurður Björnsson söng
mjög vel - með mikla og bjarta tenór-
rödd, og digran reynslusjóð, enda söng
hann blaðlaust eins og erlendu söngvar-
arnir. Kristinn erokkar nýi stórsöngvari,
eins og áður hefur komið fram: ckta
óperusöngvari vegna sinnar sterku og
fallegu raddar og mikilúðlegu fram-
komu.
Sagt er að fegurðaraðall bæjarins sitji
nú yfir Niflungahring Wagners á vídeó,
og höfðu menn undrazt það hvernig
hægt væri að vera með „fjögra metra háa
risa (Fáfni og Fasel) og venjulega menn
í Rínargullinu. Eftic að hafa séð þá
Kristin og Yordy Ramiro saman á
sviðinu verður þetta allt skiljanlegt, því
hinn síðarnefndi náði Kristni tæplega í
geirvörtur, og var mjór að sama skapi,
en mesta kyn hve mikil hljóð komu úr
svo smávöxnum manni. Ég leyfi mér að
beina því til útvarpsráðsog útvarpsstjóra
að sjá til þess að Niflungahringurinn
verði sýndur í íslenzka sjónvarpinu, eins
og hann hefur verið sýndur í flestum
menningarlöndum-öðrum, en uppfærsla
Boulez frá Bayreuth hefur gengið milli
sjónvarpsstöðva heimsins á undanförn-
um árum. Það er algerlcga ófullnægj-
andi, bg gerði raunar illt verra, að flytja
þessa brezku ómynd um Wagner, enda
eru verk þess tónskálds stórum merkari
en ævi hans, þótt ævintýraleg væri útaf
fyrir sig.
4.3 Sig. St.
Háskólatónleikar
■ Þótt konsertarnir séu ekki langir á
Háskólatónleikum, 30-40 mínútur í há-
deginu á miðvikudögum, falla þar ýmis
gullkorn scm lengi glitra í minningum
manna. Og mér liggur við að lýsa því yfir
að tónleikar Einars Jóhannessonar og
David Knowles 29. febrúar hafi verið
„tónleikar vetrarins" hingað til - og voru
þó tvennir aðrir tónleikar í sömu vikunni
sérlega glæsilegir, söngleikar .Garðars
Cortes og Eriks Werba hjá Tónlistarfé-
laginu og flutningur Sinfóníuhljómsveit-
arinnar og Fílharmóníu á „Lucia di
Lammermoor", en þessir þrennir tón-
lcikar voru hver öðrum eftirminnilegri.
Þeir Einar fluttu þrjú verk fyrir klari-
nettu og píanó: Sónatínu eftir Arthur
Honegger, Andantino eftir Florent
Schmitt, og Sónötu eftir Francis Poul-
enc, alla Fransmenn sem voru virkastir
framan af þessari öld. Ég get ekki
ímyndað mér að það sé hægt að spila
þessi verk betur en Einar gerði: tækni
hans og flutningur er með eindæmum
þannig að áheyrendur eru fullkomlega
fangnir. Slíkir tónlistarmenn eru sjald-
gæfir, bæði hér á landi og annars staðar.
Samleikur þeirra Einars Jóhannessonar
og David Knowles var með miklum
ágætum, sannarlega ágætir tónleikar.
4.3. Sig. St.
T ónlistarf élagið
■ Garðar Cortes og Erik Werba héldu
tónleika fyrir styrktarfélaga Tónlistarfé-
lagsins í Austurbæjarbíói 3. mars.
Hljómleikarnir voru dæmalaust gfæsileg-
ir - einn áheyrenda lýsti því yfir að
annað eins hefði ekki heyrst síðan Einar
Kristjánsson kom heim og söng í Gamla
b íói árið 1946. Garðar virðist vera mjög
vaxandi söngvari þessi árin, og mérskilst
að Erik Werba eigi sinn þátt í þvL.En
um það verður ekki deilt, að Garðar er
mjög músíkalskur, og hefur þá tækni og
kunnáttu að honum gjörnýtist þær söng-
gáfur sem hann hefur þegið í vöggugjöf.
Flutningur hans á þessum tónleikum á
ýmsum lögum, ekki síst hinum íslensku,
var afburðagóður: ég man ekki eftir því
að hafa heyrt íslensk lög flutt á þennan
hátt með höfuðáherslu á textann, hér
var sannarlega brotið blað. Garðar not-
aði styrkleikabreytingar og prýðilega
leikhæfileika sína til að túlka og flytja
hin margvíslegustu söngverk með mjög
eftirminnilegum hætti.
I annan stað voru tónleikarnir
skemmtilegir fyrir það, að margt var
Sigurður
Steinþórssun
skrífar um tonlist
forvitnilegt og óvenjulegt í efnisskránni,
t.d. þrír söngvar eftir Haydn, og aðrir
þrír eftir ensk tónskáld, Ouilter, Vaug-
han, Williams og Peter Warlock.
Erik Werba er vafalaust meðal
fremstu undirleikara sem gerast, og
líklega eigum við honum að þakka
umtalsverðan hlut í þeim heljarstökkum
áfram, sem hér hafa orðið í sönglist á
undanförnum árum. Hann var einmitt
að Ijúka 10 daga söngnámskeiði á vegum
Söngskólans, en þessi námskeið hans
munu vera árlegir viðburðir og hafa
orðið mörgum lyftistöng.
4.3. Sig.St.
IIGU OG M A HHUNI
Kvikmyndafélagið Óðinn: ATÓM-
STÖÐIN. Kvikmynd eftir skáldsögu
Halldórs Laxncss. Leikstjóri: Þorsteinn
Jónsson. Kvikmyndataka: Karl Óskars-
son. Upptökustjóri: Þórhallur Sigurðs-
son. Framleiðandi: Örnólfur Árnason.
■ I ávarpi á undan frumsýningu Atóm-
stöðvarinnar í Austurbæjarbíói á laugar-
daginn sagði Örnólfur Árnason á þá leið
að íslensk kvikmyndagerð stæði nú á
tímamótum. Nú yrðu "verkin að geta
staðið sig á eigin spýtur á erlendum
markaði, ekki dygði lengur að gera út á
hinn almenna áhugá innanlands ein-
göngu. Skemmst er frá því að segja að
ég trúi ekki öðru en Atómstöðin standi
sig: Þetta er fullgild kvikmynd, vel gerð
að ýmsu leyti og ekki haldin neinum
þeim tæknilegu ágöllum sem maður
hnýtur um. Ásamt Hrafninum er myndin
vottur þess að kvikmyndagerð okkar er
búin að slíta barnsskónum: báðar eru
þær frambærilegar hvar sem er.
Þegar filmuð er alþekkt skáldsaga
getur ekki hjá því.farið að áhorfandinn
skoði filmuna nokkuð gegnum gleraugu
bókarinnar, beri hana saman við eigin
hugmyndir sem sagan hefur vakið, sakni
eins og annars. Ég þykist vita að sú verði
raunin um Atómstöðina. En menn
skyldu varast að hafa.söguna of fasta í
huga sér, það spillir þeirri ánægju sem
ótvírætt má af myndinni hafa. Kvikmynd
er allt annaðen saga. Handritshöfundar,
Þorsteinn, Þórhallur og Örnólfur, hafa
tekið afmarkaða þætti úr sögunni og gert
þeim fullgóð skil, aðrir þættir mikils-
verðir hverfa í skuggann svo að sú
heildarmynd sem sagan er lætur óhjá-
kvæmilega nokkuð á sjá.
Myndin hefst á að bregða upp einfaldri
mynd þeirra tveggja heima sem sagan
lýsir: I stofu Búa Árland sitja valdamenn
yfir kortum og myndum þeirra staða þar
sem reisa á herstöðvar á fslandi, - Ugla
Falsdóttir í Eystridal gætir lamba. Póli-
tískur þáttur verksins reynist að vísu
nokkuð fyrirferðarmikill, til muna meira
upp úr honum lagt hér en leikgerðinni
sem sýnd var í Iðnó á árunum. Engu að
síður verður annað aðalefni myndarinn-
ar: Samband Uglu ogBúa og dvöl hennar
í húsi hans.
Hinn pólitíski stílfærði þáttur Atóm-
.stöðvarinnar kristallast eins og lesendur
vita í vígorðunum „selja land, grafa
bein". Beinamálið kemur hér nokkuð
við sögu og Búi er meii að segja látinn
vera helsti hvatamaður þess að bein
Ástmagarins (hér nefndur þjóðskáldið)
eru grafin upp, skýtur því að forsætisráð-
herranum að þarna geti hann fengið
hentugt mál til að láta þjóðina sameinast
um og gleyma herstöðinni. En það er
auðvitað látið koma fram hér, í nokkuð
afkáralegu atriði þar sem tveir menn
bera kistuna yftr á, að í henni er ekkí
annað en D.L. - það er danskur leir.
Hvað um það: Pólitískur broddur
verksins hefur óneitanlega sljóvgast í
meðförum kvikmyndagerðarmanna.
Tíðarblærinn hefur einnig raskast sem
birtast skal í djúpi því milli alþýðu og
yfirstéttar sem sagan lýsir með sterkum
orðum. Það atriði, þótt lítilvægt kunni
að þykja, að afnema að mestu þéringar
að núuðarsið, stuðlar að því að veikja
þetta þýðingarmikla atriði. Stéttaand-
stæðúrnar hverfa, líkt og þær eru horfnar
af yfirborði samfélags okkar daga.
Samband Uglu og Búa verður aðalvið-
fangsefnið, sagði ég. Því eru gerð afar
hreinleg og smekkleg skil í myndinni.
Tinna Gunnlaugsdóttir og Gunnar
Eyjólfsson fóru vel og skynsamlega með
hlutverkin. Tinna er raunar ekki sú
manngerð sem Ugla sögunnar er, yfir
henni er ekki sá blær „norðanmennsku"
sem mest fór í taugarnar á frú Árland,
hún getur varla verið persónugerð sveita-
alþýðu. En Tinna kemur engu að síður
ágætlega fyrir á tjaldinu, blátt áfram,
heilbrigð og einörð eins og vera ber.
Gunnar hlítir ágætlega þeim kröfum
sem gera.verðurtil Búa: frjálsmannlegur
heimsmaður, aðlaðandi. Kannski skortir
hann þann djúpa tragíska undirtón sem
fylgja hlýtur þeim manni sem veit sig
dæmdan ásamt allri sinni stétt, af því allt
á að hrynja og eyðast þegar kapítalism-
inn dregur heimsmenninguna með sér í
fallinu, - nema þá Patagóníu sem reynd-
ar kemur ekki við sögu hér.
í húsi Árlandsfjölskyldunnar eru frúin
og börnin. Úr frúnni varð reyndar lítið í
meðförum Jónínu Ólafsdóttur. En
Guðný Aldinblóð (þess nafns saknaði
ég) er prýðileg. Sigrún Edda Björnsdótt-
ir veitir henni allan þann gelgjusvip sem
ákjósanlegur er. Og atriðið þar sem
faðir hennar kemur með hana eftir
fóstureyðinguna var verulega áhrifamik-
ið, ekta.
Þeir pólar sem líf Uglu er sett á milli
eru annars vegar í húsi Arlandsfjölskyld-
unnar, hins vegar í húsi organistans. Það
er veikasti hlekkur myndarinnar hversu
lítið verður úr því húsi. Guðirnir,
Kleópatra og það lið sem hópast um
húsið verður heldur utan garna, en
tilfinnanlegast er að organistinn sjálfur
bliknar. Hvað sem segja má Árna
Tryggvasyni til lofs réð hann engan
veginn við þá paradoxa sem honum eru
lagðir í munn upp úr sögunni, og hinu
dularfulla andrúmslofti sem umhverfis
organistann er náði hann alls ekki að
miðla. Annars má segja að í texta
organistans hatti mest fyrir. Handritshöf-
undar taka tilsvör úr texta höfundar og
auka við eigin texta sem auðvitað er
hversdagslegur og fjarri þeirri spennu
sem orðræður Halldórs eru gæddar.
Það fór sem vænta mátti og varast
skyldi: Maður lendir á kafi í sögunni
áður en varir. Hún er sá bakgrunnur sem
ekki verður flúið frá. Sagan var sprengja
á sinni tíð, hún lýsir myrkum heimi á
glötunarvegi, sama samfélagi og Ólafur
Jóhann Sigurðsson hefur nú lýst með allt
öðrum hætti í hinni miklu sögu sinni af
Páli Jónssyni. Þegar þetta er haft í huga
kann kvikmyndin Atómstöðin að vera
fullbjört og falleg.
Ég hef ekki nefnt allt sem ástæða væri
til í þessari umsögn eða talið leikendur
sem allir skila sínu eins og til stendur.
Kvikmyndataka virðist vel heppnuð,
hljóðið gott. Myndin í heild sinni er ekki
frumleg nýsköpun og heldur ekki rækileg
eða sannferðug endurgerð sögunnar í
myndmáli, eins og sjónvarpsmyndin eftir
Paradísarheimt um árið. - Atómstöðin
er smekkleg og falleg filmun á ákveðnum
efnisþáttum sögunnar, skilmerkileg
greinargerð án þess að kafa djúpt í
efnið. Af henni má vissulega hafa ánægju
eins og hún líður fyrir sjónir manns á
tjaldinu. Og þá er ekki annað eftir en
óska kvikmyndafélaginu Óðni góðs
gengis með myndina og til hamingju
með hið djarflega framtak sitt. Þetta
mun í fyrsta sinn sem íslendingar standa
einir að því að kvikmynda sögu eftir
Halldór Laxness og er gaman að það
skuli hafa tekist með fullum sóma.
Gunnar Stefánsson
skrifar um kvikmyndir