Tíminn - 06.03.1984, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 19M
7
■ Vinir Frank Sinatra segja að hann hafi hætt öllu ralli þegar hann
fyrir sjö árum giftist Barböru, hinni fallegu og ungu eiginkonu sinni.
NEYÐIST FRANK SINATRA
NÚ TIL AÐ HÆTTA AÐ SYNGJA?
—Hefur aflýst söngferðalagi
■ Það eru nokkuð mörg ár
síðan Frank Sinatra hélt fyrst
„kveðjukonsert" og síðan alltaf
öðru hverju heyrðist að nú væri
Sinatra að hætta að koma fram á
söngskemmtunum og þessi og
hin væri sú síðasta. En nú óttast
vinir hans að hann verði að
hætta að syngja, - og geti ekki
einu sinni haldið sinn kveðju-
konsert, því að nú hefur hann
fengið slæman hálssjúkdóm.
Hefur Sinatra orðið að aflýsa
tónleikaferð sinni, en hann ætl-
aði að ferðast um flest öll Banda-
ríkin og syngja.
Nýlega söng Frank til að halda
upp á 68 ára afmælisdaginn sinn
í All-Star Variety Club Special
og gekk það hálfbrösulega.
„Hann gat alis ekki nema rétt
raulað", sagði einn vinurinn og
bætti því við, að greinilega hefði
Frank verið illa haldinn af óþæg-
indum í hálsi.
Sinatra hefur þegar verið á
spítala í Palm Springs til rann-
sóknar, en er ákveðinn í að fara
til sérfræðinga í YVashington
D.C.
Blaðafulltrúi hans hefur þó
sagt opinberlega, að Sinatra sé
miklu betri af hálsbólgunni og
hefði aðeins frestað söngferða-
laginu, en ekki aflýst því, eins og
hafi komið fram í blöðum."
Fyrir 7 árum kvæntist Sinatra
konu, sem er töluvert yngri en
hann, en hún hefur haft þau
áhrif á lifnaðarhætti hans, að
drykkjan hefur minnkað niður í
sem sagt ekkert og næturlíf og
það sem því fylgdi er úr sögunni.
„Barbara hugsar vel um mig, og
það er fyrir bestu", segir söngv-
arinn. Nánir vinir segja að það
hafi ýmislegt komið upp á í lífi
hans nú síðustu árin, sem hann
hafl tekið afar nærri sér. Dauði
Grace prinsessu í Mónakó olli
honum mikillar sorgar, en þau
voru góðir vinir frá því að hún
lék í kvikmyndum í gamla daga.
Síðan varð hann mjög sár og
reiður yflr ævisögu, sem Kitty
Kelley tók sér bessaleyfí að
skrifa um hann að honum for-
spurðum og þar segir frá ýmsu,
sem hann hefði kosið að lægi í
þagnargildi.
Frank Sinatra dregur ekki
fjöður yfir það, að hann hafl
lifaö nokkuð villtu lífl, en hann
hefur alveg snúið við blaðinu.
Nú í mörg ár hefur hann aðallega
sungið á góðgerðarskemmtun-
um, og gefið stórgjaflr til góðra
málefna.
fíkniefnasjúkling í fjölskyldunni
að stríða."
„Það sem við viljum núna
aðallega koma á framfæri er að
hingað geta leitað foreldrar ungl-
inga sem lent hafa í áfengi eða
fíkniefnúm. Við viljum koma til
móts við þá þörf sem virðist vera
orðin á slíkri aðstoð ef marka
má þá umræðu sem farið hefur
fram um þessi mál að undan-
förnu. Það vill oft brenna við að
foreldrar fyllast skelfingu þegar
þeir uppgötva að börn þeirra
hafa ánetjast vímuefnum og
grípa þá til mjög harkalegra
ráða, þannig að unglingarnir
komast í andstöðu við foreldr-
ana. Það sem þarf er hins vegar
raunsæisleg afstaða, hvorki að
of hart sé gripið á málunum eða
augunum lokað fyrir vandamál-
inu. Þarna getum við komið inn
í með aðstoð og leiðbeiningar.
því fyrr sem foreldrar leita til
okkar, því betra.
Starf okkar fclst bæði í einka-
viðtölum og svo fjölskyldunám-
skeiðum, sem standa í mánuð."
„Hvað með samstarf við aðrar
stofnanir?”
„Nú er á döfinni kerfisbreyting
á heilbrigðisþjónustu borgarinn-
ar. Sú þjónusta sem veitt var í
Heilsuverndarstöðinni verður
færð út í heilsugæslustöðvar í
hverfunum. Það er spurning
hvað verður um þessa þjónustu,
áfengisvarnardeildina. Það hefur
verið rætt um að SÁÁ taki yfir,
en það er á skjön við aðrar
tilfærslur. þar sem heimilislækn-
ar og tannlæknar t.d. eru að
komast inn í kerfið."
„Við viljum að mynduð verði
heildarstefna í þessum málum,
að áfengisvarnadeild vinni með
heilsuverndarstöðvunum á
skipulegan hátt. Það er ekki
eðlilegt að SÁÁ komi allt í einu
og Liki þessa þjónustu yfir, það
er eðlilegraað hún verði boðin
út á almennum markaði ef á
annað borð á að færa þetta til
einkaaðila.
„Deildin hefur verið í fjár-
svelti vegna þessarar óvissu um
framtíðina, og hefur því ekki
getað annað ýmsum verkefnum.
t.d. fræðslu í skólum. En við
vonum að sú stefnumótun sem
nú fer fram í þessum málum leiði
til eflingar deildarinnar."
-ÁDJ.
erlent yfirlit
■ Gary Hart, Lec kona hans og Andrea dóttir þeirra.
Kvennaljóminn Gary Hart
í kastljósi fjölmiðlanna
Glenn er enn ekki úr sögunni
GARY Hart vann óvæntan
sigur í prófkjöri í New Hamps-
hire á þriðjudaginn var, en hann
vann þó enn óvæntari sigur á
kjörfundunum, sem fóru fram í
Maine á sunudaginn.
Sigurinn í New Hampshire
kom ekki að öllu leyti á óvart.
Þar höfðu Hart og fylgismenn
hans haft mikinn viðbúnað, því
að samkvæmt gamalli hefð,
þykja úrslitin þar miklu skipta.
Hins vegar hafa úrslit í Maine
aldrei vakið verulega athygli fyrr
en nú.
Kjörfundirnir í Maine fara
fram með þeim hætti, að þar eru
kosnir fulltrúar á eins konar
fylkisþing, sem síðan velur full-
trúa á landsfundinn, sem útnefn-
ir forsetaefnið. Á kjörfundunum
er venjulega valið milli fulltrúa,
sem frambjóðendur til forseta-
framboðs hafa tilnefnt. Þannig
kemur það í Ijós, hvert fylgi
forsetaefnanna er.
Gary Hart hafði haft lítinn
viðbúnað í Maine, því að aðal-
vinnunni hafði verið beint að
Iowa og New Hampshire. Kosn-
ingavinnan þar hófst ekki að ráði
fyrr en eftir prófkjörið í New
Hampshire, sem var á þriðjudag-
inn, svo að Hart hafði ekki nema
fjóra daga til stefnu.
Sigur hans í Maine virðist
helzt mega túlka þannig, að
úrslitin í New Hampshire hafi
vakið slíka athygli á honum, að
fylgi hans hafi stóraukizt í Ma-
ine, en aðrir frambjóðendur tap-
að að sama skapi og þó einkum
Mondale.
Gerist sama sagan í prófkjör-
inu, sem fer fram í Vermont í
dag, mun staða Garys Hart enn
styrkjast.
ÞETTA þýðir þó engan veginn
það, að Gary Hart sé búinn að
tryggja sér útnefninguna á lands-
fundi demókrata. New Hamps-
hire. Maine og Vermont eru
með fámennustu fylkjum Banda-
ríkjanna. Það skýrist fyrst, þegar
fulltrúar eru valdir í fjölmenn-
ustu fylkjunum, hvert straumur-
inn raunverulega liggur.
Gary Hart hefur hingað til
notið þess, að hann hefur ekki
verið talinn sigurvænlegur.
Önnur forsetaefni hafa því látið
■ Glenn iðkar íþróttir til að styrkja taugarnar.
hann að mestu afskiptalausan og
hann hefur því getað skipulagt
starf sitt í kyrrþey. Nú er þetta
breytt.
Hér eftir munu þeir keppi-
nautar háns, sem ekki hafa dreg-
ið sig í hlé, ekki síður beina
skeytum sínum að honum enn
Mondale, en þeir eru Glenn,
Jackson og McGovern. Mond-
ale, sem hefur hingað til aðallega
deilt á Glenn, mun nú snúa sér
aðallega að Hart.
Það skiptir þó sennilega enn
meira máli, að fjölmiðlarnir
munu snúa sér að Hart í stór-
auknum mæli. Að vissu leyti
getur það orðið jákvætt, því að
það vekur meiri athygli á honunt.
En það getur líka reynzt nei-
kvætt. Nú verður allt grafið upp,
sem þykir fréttnæmt í sambandi
við lífsferil hans.
Það mun t.d. verða mikið
rannsóknarefni, hversvegna þau
Harthjónin slitu samvistum um
skeið, en tóku svo saman aftur.
Nú virðist santbúð þeirra hin
bezta og frúin tekur fullan þátt í
kosningabaráttu hans, ásamt lú
ára dóttur þeirra, Andreu.
Þá munu fjölmiðlarnir taka
það til meðferðar, hvort Hart
hafi eitthvað notfært sér það, að
hann hefur þótt ntikið kvenna-
gull, eins og ráða má af því, að
kvennablaðið Play Girl valdi
hann fyrir nokkurm árum einn af
þeim 10 Bandaríkjamönnum,
sem væru gæddir mestum kyn-
töfrum.
Þá mun Hart verða að svara
því nánara, hvað hann eigi raun-
verulega við, þegar hann heldur
því fram, að hann sé öðrum
frambjóendum frernur maður
framtíðarinnar og nýrra hug-
mynda. Hann hefur aldrei út-
skýrt þetta, nema í mjög stórum
dráttum, og telja andstæðingar
hans því, að v'íða sé að finna
miklar eyður í ntálflutningi hans.
Þær verði hann að fylla.
Þórarinn
Þórarinsson,
ritstjóri, skrifar
Hart hefur lofað að útlista
þetta allt nánara, þegar út í
aðalbaráttuna kvemur, en segja
má, að hún hafi hvað hann
snertir raunverulega hafizt með
sigri hans í New Hampshire.
Standi Hart sig vel í öllunt
þessum prófum, verður erfitt
fyrir keppinauta hans í próf-
kjörunum að fást við hann og
sama gæti gilt um Rcagan, ef
þcir yrðu keppinautarnir í for-
sctakosningunum.
EF BARÁTTAN vcrður hörð
og tvísýn milli þeirra Mondales
og Harts og þeir koma báðir
meira og minna sárir út úr hcnni,
gæti hlutur Glenns farið að batna
á nýjan leik.
Hann og ráðunautar hans hafa
hingað til þótt seinheppnir og
klaufskir í kosningabaráttunni
og hann því hrapað úröðru sæti.
sem hclzti keppinautur Mon-
dales. Þó virðist hann enn njóta
álits og vera talinn líklegur til að
rcynast traustur forseti, þótt
pcrsóna hans gangi ekki í augu
fólksins.
Oft hefur það gerzt í próf-
kjörum fyrir forstetakosningarn-
ar, að frambjóðandi, sem stóð
illa framan af kosningabarátt-
unni og virtist jafnvel úr lcik,
sótti sig þegar á leið og varð
sigurvcgarinn að lokum. Það
hefur m.a. stafað af þvi', að þeir,
sem þóttu sigurvænlegastir í
prófkjörunum, hafa gengið frá
hvorum öðrum óvígum.
Þessi saga gæti gerzt nú. Ef
þeir Mondale og Hart vcrða fyrir
miklum áföllunt í kosningabar-
áttunni, gæti hlutur Glenns átt
eftir að koma upp.
Fyrir hann mun miklu skipta,
hvaða útkomu hann fær í þeim
fylkjum, þar sem prófkosningar
fara fram á þriðjudaginn kemur.
Sleppi hann sæmilega frá þeim,
erhannenganveginn úrsögunni.
Sagan segir, að hann hafi nú
um mánaðamótin fengið tvær
milljónir dollara að láni hjá
bönkum í Ohio, en Itann er
fulltrúi Ohio í öldungadeildinni.
Þessar milljónir hyggst hann
nota vel í kosningabaráttunni
næstu daga. Það sésí eftir þriðju-
daginn, hvort árangurinn verður
í samræmi við kostnaðinn.