Tíminn - 14.03.1984, Page 2

Tíminn - 14.03.1984, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 1984 Útboð Tilboð óskast í eftirfarandi fyrir byggingadeild borgarverkfræðings: 1) Áhorfendastúka við aðalleikvanginn í Laugardal, ryðvörn á stálvirki í þaki. Tilboðin verða opnuð miðvikudaginn 28. mars 1984 kl. 11 f.h. 2. Æskulýðsheimili, bókasafn, heilsuverndarstöð, dagvistun og ýmsar fasteignir Reykjavíkurborgar: Málningarvinna úti og inni. Tilboðin verða opnuð miðvikudaginn 28. mars 1984 kl. 14 eh. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík gegn 800 kr. skilatryggingu fyrir hvort verk fyrir sig. INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — íími 25800 Heilbrigðisfulltrúi Staða heilbrigðisfulltrúa við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkursvæðis er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. maí nk. Laun samkvæmt kjarasamn- ingi Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Um menntun, réttindi og skyldur fer samkvæmt reglu- gerð nr. 150/1983. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi í heilbrigðiseftirliti eða hafa sambærilega menntun. Umsóknir ásamt gögnum um menntun og fyrri störf sendist fyrir 1. apríl undirrituðum, sem ásamt framkvæmdastjóra heilbrigðiseftirlits veitir nánari upplýsingar. Borgarlæknirinn í Reykjavík Spilakassar til sölu Verð frá kr. 35.000. Upplýsingar í síma 91-79570 eftir kl. 17. Til sölu eru spírur 7m langar. Gott efni í girðingastaura. Mjög hagstætt verð. Upplýsingar í síma 99-3870 eða 99-3877. Bændur Óskum eftir að kaupa nokkrar vel ættaðar kvígur eða kýr. Upplýsingar í síma 94-2003 R*l i*i íjí Útboð Tilboð óskast í gatnagerð og lagnir ásamt lögn drei fikerfis hitaveitu i Birtingakvísl. Utboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frikirkjuvegi 3, Reykjavík gegn 5000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 27. mars 1984 kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Félag ísl. rafvirkja Rafvirkjar - Rafvélavirkjar Félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 15. mars kl. 20.30 í Félagsmiðstöðinni Háaleitisbraut 68. Fundarefni: Kjarasamningarnir. Stjórn félags rafvirkja. fréttir RÍKISFYRIRTÆKIGREIÐA TÆPA EINA MILLIÓN KR. TIL VSÍ Á ÞESSU ÁRI ■ Heildarþjónustugjald þeirra ríkisfyr- irtækja sem sótt hafa um upptöku í VSÍ verður á þessu ári 930 þús. kr. Miðað við aðild allt árið eru heildargreiðslurnar 1.396 þús. kr. Þetta kom fram í svari Steingríms Hermannssonar forsætisráð- herra við fyrirspurn á Alþingi um greiðslur ríkisfyrirtækja til VSI sem sótt hafa um aðild. Gert er ráð fyrir að Sementsverk- smiðja ríkisins, Islenska járnblendifélag- ið hf. Þörungavinnslan hf. og Kísiliðjan hf. sæki um fulla aðild að Félagi ísl. iðn- rekenda og verði þar með aðilar að VSI. Eftirtalin fyrirtæki hafa um skeið verið í FÍI en gert er ráð fyrir því að þau gerist fullir aðilar að samböndum sem eru í VSÍ eða beinir aðilar að Vinnuveit- endasambandinu: Landssmiðjan, Sjóefna- vinnslan hf., Rafmagnsveitur ríkisins, Jarðboranir ríkisins, Landsvirkjun. Fyrirspyrjandi var Svavar Gestsson og spurði hann jafnframt um hvort önnur fyrirtæki en þau sem heyrðu undir iðnað- aráðuneytið myndu sækja um aðild að VSI'. Forsætisráðherra svaraði því að hver ráðherra sem ríkisfyrirtæki heyra undir taki um það ákvörðun, en ekki hafa verið kynntar í ríkisstjórninni fyrirætlan- ir þess efnis af háflu annarra en iðnaðar- ráðherra. Kostnaður vegna aðildar að VSÍ er 0.4% þjónustugjald af heildarlauna- greiðslum næstliðins árs, sem þýðir að kostnaður vegna fullrar aðildar árið 1984 reiknast af launum ársins 1983. Aðild ríkisfyrirtækja að FÍI og VSÍ hefur ekki nema að hluta í för með sér viðbótarútgjöld fyrir fyritækin. Félag ísl. iðnrekenda veitir aðildarfyrirtækjum sínunt ýmsa þjónustu og eins hafa fyrir- tækin nú nokkurn kostnað af samnings- gjörð um kaup og kjör. Miklar umræður spunnust vegna fyrir- spurnarinnar. Svavar Gestsson taldi að verið væri að stíga mjög alvarlegt skref með því að skipa ríkisfyrirtækjum með fjármagnsöflunum og beindi hann sér- staklega orðum sínum til framsóknar- manna og spurði hvort þeir væru samþykk- ir þessum aðgerðum. Páll Pétursson formaður þingflokks framsóknarmanna sagði að ekki hefði verið gerð nein sérstök ályktun um þetta efni í þingflokknum, en það hefði verið rætt þar og engar sérstakar athugasemdir komið fram. Páll sagði það skoðun sína að það væri öllum aðilum fyrir bestu að bæði launþegar og atvinnurekendur væru í heildarsamtökum. Það gerði kjara- samninga auðveldari og tryggði jafnrétti og betri heildarkjarasamninga. Hann nefndi að óhjákvæmilega bæru starfsmenn ríkisverksmiðjanna saman kjör sín við starfsmenn í álverinu í Straumsvík og væri ástæðulaust að láta erlent fyrirtæki hafa forræði í þessum efnum og færi best á því að verksmiðj- urnar væru allar í sömu heildarsam- tökum. Margir þingmenn tóku til máls og leggjast þingmenn Alþýðuflokks og Al- þýðubandalags gegn því að ríkisfyrirtæk- in gangi í ASÍ. -O.Ó. „Keraldið er hriplekt eins og hjá Bakka- bræðrum forðum“ — segir Hjálmar Gunnarssonf útgerðarmaður I Grundarfirði ■ „Eftir að nánast óslitin illviöri hafa geysað hér eiginlega síðan með byrjun jólaföstu - svo elstu menn muna vart annað eins - kom hér loksins sunnan vindur með rigningu og sex stiga hita á öskudaginn. Snjór og klaki sem hér hefur iegið yfir öllu síðan fyrir jól tók þá að hlána snögglega. Er vonandi að öskudagurinn eigi sér 18 bræður eins og máltxkið, eða trúin segir, á föstunni", sagði Hjálmar Gunnarsson í Grundar- firði m.a. er Tíminn spurði hann tíðinda. Sem útgerðarmann liggur beint við að spyrja Hjálmar um sjósókn og afl- abrögð. Sér ekki högg á vatni þó 1 millj. kr. séu greiddar á mánuði „Sjósókn og aflabrögð hér hafa verið rýr og ódrjúg. Þó hefur afli netabáta aðeins verið að glæðast síðustu daga. Togararnir hafa fengið frá 100-160 tonn í túr. Sjómenn hafa orðið að berjast heilu túrana í látlausum stormum. En safnast þó þegar saman kemur - hér var Jökulfell að lesta á dögunum 8.500 kassa af Ameríkufiski, að mestu framleitt á þessu ári hjá Hraðfrystihúsi H.G. Mér er tjáð að verðmætið væri um 13 milljón- ir króna, að frádreginni frakt og sölu- launum. En ekki er allt gull sem glóir. Keraldið er hriplekt eins og hjá Bakka- bræðrum forðum. Það vantar nefnilega fyrir nær öllum útgerðarkostnaði þeirra skipa, sem menn öngla þessum afla upp á, með ærnum kostnaði og mikilli fyrir- höfn. Þótt t.d. togari með góðan meðal- afla, og allt sparað eins og hægt er, greiði af lánum sínum um 1 millj. krónur (100 milljónir gamlar) á mánuði þá sér ekki högg á vatni. Útgerðarmenn safna skuldum og halda út í óvissuna með afkomu sína og sinna.“ Ekkert bendir til aðhrófla megi við kvótanum Kvótinn hlýtur að vera ofarlega á baugi í umræðum í Grundarfirði? „Því miður bendir ekkert til þess nema síður sé að það megi hrófla við kvótanum, nema aðeins að leiðrétta augljósar reikningsskekkjur og prentvill- ur. Það er ekki marktækt þótt góður afli fáist dag og dag einhversstaðar við landið - það hefur alltaf verið og hér áður fyrr alvörhrotur. En vonandi kemur annað og betra í Ijós þegar kemur fram á árið svo eitthvað megi rýmka til um aflamagn skipa. Hitt er allt annað mál hvort sá afli sem fæst dugar mönnum til að lifa af. Það er annað vandamál." Ég tel að það hafi verið mikil mistök ■Skrúfudagurinn, árlegur hátíðisdagur Véiskóla íslands er næstkomandi laugar- dag. Þennan dag er skólinn opinn al- menningi til fróðleiks og skemmtunar. Gestum er boðið að skoða kennslutæki skólans og nemendur munu kynna námið. Þá verður Handbók vélstjóra sem út kemur þennan dag kynnt gestum Skrúfudagsins, kaffisala verður í veitingasal skólans og fyrirtæki sem tengjast vélstjóranáminu kynna vörur að leyfa auknar loðnuveiðar. Loðnu- stofninn er að mestu ungloðna og því afurðarýr og varla kynþroska. Afleiðing- in verður minni loðna næsta ár. Matarast á kvenfélaginu Reyna menn samt ekki eitthvað að létta sér upp í skammdeginu og aflaleys- inu? „Kvenfélagið Gleym-mér-ei hélt sína árlegu góugleði um síðustu helgi. Brugðu þær nú út af venju sinni og buðu karlpeningnum hér í Grundarfirði með sér í gleðina, sem var að uppistöðu til mikil og góð átveisla. Hafa þær miklar þakkir fyrir, því hér eru matmenn miklir. Húsfyllir var á samkomunni og skemmtu menn sér lengi nætur við át, drykkju, söng og dans. Heyrst hefur að karlar hér í bæ séu búnir að fá matarást á kvenfé- laginu," sagði Hjálmar. -HEl sýnar. Handbók vélstjóra er handhægt upp- sláttarrit sem unnið er af nemendum 4. stigs 1983-1984 með aðstoð kennara. í bókinni sem er tæpar 450 bls. er að finna ýmsar upplýsingar sem að gagni mega koma fyrri vélstjóra í starfi. Hliðstæð útgáfa hefur ekki verið til á íslensku og er því um þarft framtak að ræða. - b. Skrúfudagur Vél- skólans á laugardag — Handbók vélstjóra gefin út sama dag

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.