Tíminn - 14.03.1984, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 19«
alþingi
Páll Pétursson, alþingismaður:
FRUMVARP FYRIR FLOKK-
ANA EN EKKIFÓLKW
Ræða um kosningalagafrumvarpið
■ Pað frv. til kosningalaga sem hér er
til umræðu á sér langa og að mörgu leyti
sérstæða sögu. Fyrsti flutningsmaður
Þorsteinn Pálsson mælti fyrir því með
fáeinum orðum á næturfundi fyrir jól og
í ræðu hans er ekki að neinu ráði fjallað
um frumvarpið þannig að í henni er ekki
mikið hægt að fræðast um það hvað
flutningsmenn eru að fara. Forsætisráð-
herra gerði nokkra grein fyrir málinu í um-
ræðum fyrr í vetur. Hins vegar ber svo vel í
veiði að á þinginu í fyrra voru drög að þessu
frumvarpi prentuð sem fylgiskjal með
frumvarpi til stjórnskipunarlagaogfvrsti
flutningsmaður stjórnskipunarlagafrum-
varpsins Geir Hallgrímsson flutti þá
ítarlega framsöguræðu og í henni rakti
hann nokkuð hvað fyrir flutnings-
mönnum og höfundi frumvarpsins vakir
þó ekki væri minnst þar á meginatriði
svo sem hver er hinn undanskildi til-
gangur frumv. fl. oghvereru líkleg áhrif
þessarar lagasetningar á stjórnmálaþró-
un og hver yrðu áhrif á framtíðarviðgang
þessa þjóðfélags ef kosningalög verða
sett skv. frv. þessu. Aðdragandi þessa
frumvarpsflutnings er orðinn næsta
langur. Síðasta kosningalagabreyting
1959 var gerð, til þess að gera Sjálfstæð-
isflokknum kleyft að stjórna landinu
mcð hvaða einum flokki sem væri. Það
varð ekki gert nema bylta þáverandi
kjördæmaskipun og það gerðu þeir
ásamt með stuðningi Alþyðubandalags-
ins og Alþýðuflokksins. Það valda-
munstur er þá var myndað, entist allt til
1971 að viðreisnarstjórnin hrökklaðist
frá völdum, enda var þá Alþýðuflokkur-
inn orðinn lítils megnugur og lentu
viðreisnarflokkarnir út í kuldann.
Söngurinn um
misvægi atkvæða
Fljótlega hófu þeir þar sönginn um
óþolandi misvægi atkvæða og íbúar í
dreifbýli hefðu margfaldan atkvæðisrétt.
Ekki var þessum talsmönnum mannrétt-
ina tíðrætt um aðstöðumun dreifbýlis-
búa á öðrum sviðum né heldur mismun-
andi starfssvið dreifbýlisþingmanna og
þingmanna hér í Reykjavík og Reykja-
nesi. Þá létu þeir þess ekki getið í ræðum
sínum að venjulega hafa 2 af hverjum 3
alþingsmönnum verið búsettir í Reykja-
vík og Reykjanesi oghefðu aðsjálfsögðu
aldrei liðið að nágrannar þeirra eða
heimabyggðir væru órétti beittar.
Herópið um misvægi atkvæða var því
tilhæfulaust enda var það ekki sprottið
af lýðræðisást, heldur voru þeir sem fyrir
því stóðu cinkum að huga að því að
styrkja pólitíska stöðu sína.
Búsetuþróun í landinu getur að sjálf-
sögðu haft í för með sér breytingar á
kosningalögum og stjórnarskrá og auð-
vitað hefur hér átt sér stað nokkur
búseturöskun, þess vegna lýsti Fram-
sóknarflokkurinn sig loks reiðubúinn til
þess að taka þátt í umræðum um breyt-
ingu á stjórnarskrá og kosningalögum og
gekk okkur það til að reyna að komast
að sanngjarnri leiðréttingu sem miðaði
að þó að sem jafnastri lífsaðstöðu þegn-
anna í landinu.
í framhaldi af þeirri viðleitni tel ég að
unnt sé að samþykkja þá breytingu á
stjórnarskránni sem nú er til meðferðar
í þinginu þar sem gert er ráð fyrir að
núverandi kjördæmaskipun haldist,
kosningaréttur verði færður úr 20 í 18 ár
og heimilað að þingmönnum fjölgi nokk-
uð á helstu þéttbýlissvæðunum. Þetta tel
ég að unnt sé að samþykkja og þess
vegna stend ég að stjórnarskrárbreyting-
unni, þótt mér sé hins vegar mikill efi í
huga um að eðlilegt sé að taka þetta eina
atriði út úr heildarendurskoðun stjórnar-
skrárinnar sem komin er á lokastig.
Fraleit reikniregla
Ég er hins vegar ekki samþykkur
þeirri útfærslu í kosningalögum sem gert
er ráð fyrir í frumvarpi þessu. Kosninga-
lagaírumvarpið, ef að lögum yrði miðar
ekki að jöfnun lífsaðstöðu þegnanna í
landinu. Reyndar má fullyrða að við
gerð þessa frumvarps hafi fólkið í
landinu gleymst. þetta er frumvarp um
flokkana í landinu sem skyndilega eru
orðnir aðalatriðið, ekki kjósendur, ekki
fólkið.
Til þess að reyna að tryggja ákveðnum
flokkum bætta áhrifastöðu á Alþingi og
raunar einnig einstökum flokksfélögum,
hefur höfundum frumvarpsins komið
saman um það, að leggja niður þá
eðlilegu reiknireglu við úthlutn þingsæta
í kjördæmum sem við höfum búið við
„reglu hæsta meðaltals" sem kennd er
við d’Hondt, og hafa þeir komið sér
niður á fádæma vitlausa og meingallaða
reiknireglu þar sem skipting þingsæta
innan hvers kjördæmis er í mörgum
tilfelltium í engu samræmi við vilja
fólksins í viðkomandi kjördæmi. Kjós-
endur í hverju einstöku kjördæmi eiga
að ráða sínum þingmönnum að mínum
dómi, það tel ég að sé lýðræði, en ekki
það að láta kjósendur í einhverju allt
öðru kjördæmi ákveða þingmenn í kjör-
dæmi víðsfjarri.
Það er hægt að rekja mörg dæmi þess
úr fyrirfarandi kosningum, að menn
hefðu verið felldir með miklu hærri
atkvæðatölu fyrir mönnum með miklu
lægri atkvæðatölu, hefðu þessar tillögur
verið orðnar að lögum. Þetta er óviðun-
■ Alþjóða mannréttindasamtökin
Amnesty International vilja vekja at-
hygli almennings á málum eftirtalinna
þriggja samviskufanga í marsmánuði.
Jafnfrarnt vonast samtökin til þess að
fólk sjái sér fært að skrifa bréf til hjálpar
þessum föngum - og til að sýna í verki
andstöðu við að slík mannréttindabrot
séu framin.
VIET NAM Hoang Cam er 63 ára
gamall. Hann er ljóðskáld, fyrrverandi
skæruliði og meðlimur Kommúnista-
flokks Viet Nam. Þegar landið var undir
stjórn Japana í seinni heimsstyrjöldinni,
þá varð Hoang Cam fyrst þekkt alþýðu-
skáld. Árið 1946 gerðist hann meðlimur
Vietminh t.þ.a. berjast gegn frönsku
nýlendustjórninni. Árið 1951 gekkhann
í víetnamska Verkamannaflokkinn.
Hann barðist mjög fyrir frelsi í menningu
og listum. Hann skrifaði greinar þar sem
hann gagnrýndi það sem hann og fleiri
kölluðu misbeitingu valdsins og spillingu
innan stjórnar landsins. 1958 bannaði
stjórn Viet Nam (Democratic Republic
of (North) Viet Nam - DRV) alla óháða
útgáfu í landinu, og lét handtaka fjölda
menntamanna. Hoang Cam var ásamt
fleirum bannað að skrifa. Hann hefur
síðan þá rekið kaffihús í Hanoi. Árið
1982 bað hann nokkra Vietnama á leið
til Bandaríkjanna fyrir safn óbirtra
ljóða, og bað þá um að koma þeim til
dóttur sinnar sem búsett er í Bandaríkj-
unum. Ljóðasafnið var tekið af fólkinu
andi og ólýðræðislegt fyrirkomulag og
því verður að breyta.
Þá er þess að geta að þær reiknireglur
sem Þorkell Helgason á Reiknistofnun
Háskólans kom sér niður á eru mjög
flóknar. Óvissa um það, hverjir kjörnir
hala verið alþingsmenn. verður um
miklu stærri hóp cn áður, þar til talningu
er að fullu lokið. Kosningaspár allar
verða því óöruggari og hætta á mistökum
eykst.
Frumvarp fyrir
flokkana ekki fólkið
Þessar reglur eru fyrir flokkana en
ekki fólkið. Að vísu má segja að Fram-
sóknarflokkurinn sé þar undanskilinn
þar sem þingstyrkur hans kemur til með
að minnka að öðru óbreyttu. Ég er ekki
að biðja um einhver forréttindi Frani-
sóknarflokknum til handa. Ég tel eðli-
legt að þegar við fáum 'A atkvæða í
landinu fáum við um ]A þingsæta.
Ég geri heldur ekki kröfur til ein-
hverra ósanngjarnra forréttinda til
handa dreifbýliskjördæmunum, en ég
geri þá kröfu að fólkið í hverju einstöku
kjördæmi fái að ráða því hverjir eru
fulltrúar þess á Alþingi. Við bindum í
stjórnarskrá að hvert kjördæmi hafi í
það minnsta 5 þingmenn og Norðurland
eystra og Suðurland 6, hvort kjördæmi
og þessa fulltrúa á fólkið í hverju
einstöku kjördæmi að velja með lýð-
ræðislegum hætti en ekki kjósendur í allt
öðrum kjördæmum að ákvcða það hverj-
ir eru kjörnir. Kjósendur á Reykjanesi
eiga að ákveða þingmenn Reykjaness en
ekki að ákveða þingmenn Vestfirðinga,
það eiga Vestfirðingar sjálfir að gera.
á Hanoi flugvelli er það var á leið úr
landi. Nokkrum dögum seinna var Ho-
ang Cam handtekinn, sakaður um að
eiga menningarleg samskipti við útlend-
inga. Síðan í ágúst ’82 hefur hann því
verið í haldi á þessari forsendu. A.I.
samtökin telja hann vera í haldi vegna
sinna tilrauna t.þ.a. láta í ljós eigin
skoðanir. Hann er sagður þjást af of
háum blóðþrýstingi og þrálátum astma.
Vinsamlegast skrifið kurteislega orð-
að bréf og biðjið um að Hoang Cam
verði látinn laus. Skrifið tii:
Ngai Pham van Döng
Prime Minister
Chu tich Hói dóng Bö truong
Hanoi
Socialist Republic of Viet Nam.
TYRKLAND Súleyman Yasar, 37
ára fyrrverandi kennari. Hann afplánar
nú 8 ára fangelsisdóm, sakaður um að
vera meðlimur í tyrknesku kennarasam-
tökunum TOB-DER, og að hafa tekið
þátt í aðgerðum samtakanna (tekið skal
fram að aðgerðir samtakanna hafa ein-
göngu verið friðsamlegar). Súleyman
Yasar var á tímabili varaformaðurTOB-
DER. Hann var handtekinn þann 25.
nóvember 1980, en eftir herbyltinguna
12. sept. 1980 var starfsemi TOB-DER
sem og flestra annarra félaga og verka-
lýðshreyfinga í landinu bönnuð. Ásamt
honum voru margir aðrir meðlimir og
forsvarsmenn kennarasamtakanna
handteknir eftir herbyltinguna. Þeim
var haldið í einangrun í allt að 90 daga
Uppbótarþingmönnum á síðan að út-
hluta til jöfnunar milli llokka að kosning-
um loknum.
Rei knireglan sent við höfum búið við
og kennd er við d'Hondt cr auövitað
miklu eðlilegri en þcssi óskapnaður. Því
til sönnunar má benda á að hún verður
áfram notuð við kosningar til sveitar-
stjórna, enda mundi Sjálfstæðisflokkur-
inn enga möguleika hafa til þess að ná
meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur
ef svona óskapnaður yrði tekinn upp.
Aukin áhrif kjósenda
á val frambjóðenda
Þá er að geta um enn eitt markmið
sem átti að hafa að lejðarljósi við
breytingar á kosningalögum þ.e.að auka
áhrif kjósenda á val frambjóðenda til
þingsetu. Þessu markmiði hefur heldur
ekki verið náð með því frv. scm hér er
til umræðu. Ákvörðun um röðun fram-
bjóðenda á lista er vandasöm og engin
einhlít aðferð veriðfundinn upp til þess.
Ég tel sjálfsagt að cinungis kjósendur
hvers lista eigi að ráða röðun á listanum.
Eg tel einnig æskilegt að sem flestir
flokksmenn taki þátt í þeirri röðun. Þá
vaknar sú spurning hvernig hægt sé að
samræma báðar þessar leiðir. Viö höfum
búið við tiltölulega trausta stjórnmála-
flokka og þeir hafa veriö kjölfesta í
stjórnskipulagi okkar. Flokkarnir hafa
verið skipuleg samtök manna, sem hafa
skipað sér saman um sameiginlegar hug-
sjónir og lífsviðhorf, en sú skipan hcfur
riðlast í seinni tíð með allskonar laus-
tengdum samtökum.
Eg hallast helst að því að heppilegast
væri að fara þá leið að flokkarnir bæru
- og þau sem seinna komu fyrir rétt
greindu svo frá að þau hafi þurft að þola
pyntingar er reynt var að fá fram ,,játn-
ingu“ hjá þeim.
Meðal annarra ásakana sem á þau
voru bornar var að þau hafi frá árinu
1976 starfrækt samtök sem stuðli að því
að upphefja eina þjóðfélagsstétt fram
. yfir aðrar; sem hafi í frammi áróður fyrir
kommúnisma og aðskilnaðarstefnu, og
brotið lög Tyrklands um félagasamtök.
Ásökunin um áróður fyrir aðskilnað-
arstefnu á rætur að rekja til viðurkenn-
ingar TOB-DER á Kúrdum scm sjálf-
stæðum þjóðflokki, og að þeir hljóti
kennslu á sínu máli - kúrdísku. Hinn
stóri minnihlutahópur Kúrda íTyrklandi
er ekki opinberlega viöurkenndur í
landinu, og kúrdisk tunga bönnuð.
Vinsamlegast sendið kurteislega orð-
að bréf og biðjið um að Súleyman Yasar
sem nú situr í Canakkale E Type fangels-
inu verði látinn laus úr haldi, sem og
aðrir meðlimir TOB-DER sem enn eru
í haldi. Skrifið til:
Prime Minister
Turgut Ozal
Basbakanlik
ANKARA
TURKEY
MAURITANIA. Mohamed Yehdih
Ould Breidelleyl er 40 ára fyrrverandi
ráðherra. Hann hlaut sinn dóm í október
1983 eftir, að því er sagt er mjög
ósanngjörn réttarhöld. Hann hlaut 12
ára fangelsisvist og þrælkunarvinnu.
■ Páll Pétursson
fram óraðaða framboðslista og kjósend-
unt listans gæfist þá tækifæri til þess að
raða á listann á kjördegi. Þessi leið hefur
ýmsa ókosti en ég er þó orðinn þeirrar
skoðunar að hún sé vænlegust til þess að
tryggja áhrif óbreyttra kjósenda. Opin
prófkjör cða hálfopin eins og tíðkuð
hafa verið nú um sinn, þar sem kjósend-
um gefst kostur á að raða upp á
framboðslista annarra flokka er aflcitur
kostur og ódrengilegur.
Þetta frumvarp
verður að laga
Eins og ég hef þegar tekið fram sé ég
marga og stóra galla á þessum frumvarpi
til kosningalaga. Meirihluti miðstjórnar
Framsóknarflokksins samþykkti í fyrra
að fallast á kosningalög sem gengju í
þessa átt. Þrátt fyrir samþykkt mið-
stjórnar get ég ekki fengið mig til þess
að fallast á kosningalög eins og þau yrðu
samkvæmt þessu frumvarpi, þess vegna
heiti ég á alla þingmenn sem hafa komið
auga á hina alvarlegu annmarka frv. að
sameinast uin að reyna að knýja fram
breytingar á frv., þannig að við þurfum
ekki í framtíðinni að búa við afleit
kosningalög. Mér er það ekki sársauka-
laust að verða viðskila við marga ágæta
flokksbræður mína í þessu máli en ég
þykist þess fullviss að samþykkt frv. í
þessu formi veröi til þess að rýra mjög
ócðlilega hlut dreiflrýlisins og einnig
stórlega hlut Framsóknarllokksins og
hvorugt tel ég þjóðfélaginu til heilla.
M.Y.O. Breidelleyl var einn af 150
grunuðum meðlimum eða stuðnings-
mönnum Iraq Ba’ath flokksins í Maurit-
aniu sem voru handteknir í ágúst ’81 og
mars ’82. Mörgum var sleppt úr haldi
fljótlega eftir handtökuna, en u.þ.b.
helmingur þeirra voru hafðir í haldi í
meira en ár án þess að mál þeirra kæmi
fyrir rétt.
Réttarhöld yfir Breideíleyl og 10
öðrum fóru fram 1. október 1983. Þau
fóru fram fyrir luktum dyrum, og var
sakborningum neitað um að koma við
vörnum, og fengu þeir ekki að hafa
samskipti við lögfræðilega ráðunauta
sína. Strax eftir réttarhöldin var þeim
haldið í hermannabúðum í Jereida, en
talið að síðan hafi þeim verið tvístrað og
fluttir til ótilgreindra staða víðs vegar
um landið. Talið er að Mohamed Y.O.
Breidelleyl sé annaðhvort haldið í Tic-
hitt eða Oulata, hvorutveggja afskckktir
bæir í eyðimörkinni.
Vinsamlegast skrifið kurteislega orð-
að bréf og biðjið um að Mohamed
Yehdih Ould Breidelleyl og hinir tíu
sem voru dæmdir með honum verði
látnir lausir úr haldi. Best væri að skrifa
bréfið á frönsku. Skrifið til:
Son Excellence le Lieutenant-
Colonel Mohammed Khouna Ould
Haidalla
Président de la République
La Présidence
Nouakchott
MAURITANIA.
Amnesty International
Fangar mánaðarins