Tíminn - 14.03.1984, Qupperneq 11

Tíminn - 14.03.1984, Qupperneq 11
10 liiíílli MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 1984 MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 1984 15 iþróttir Úrslitakeppnin í körfuknattleiknum: BARATTAN I HAMARKI - VORNIN IFYRIRRUMI — og Njarðvík vann Hauka 53-49 ■ Baráttan var allsráöandi, og varnar- leikurinn í fyrirrúmi í fyrsta leik efsta liðs úrvalsdeildarinnar UMFN, gegn því fjórða, Haukum, í úrslitakeppni úrvals- deildarinnar í körfuknattleik. Stigaskor var í lágmarki og lið Hauka setti met sem líklega verður seint slegið í úrvalsdeild inni, er það skoraði aðeins 16 stig í fyrri hálfleik. Liðin lögðu aðaláherslu á vörn ina, en sóknin var fumkennd og tauga óstyrkur allsráðandi. Njarðvík sigrað leiknum 53-49, eftir að staðan hafði verið 27-16 þeim i hag í liáltleik. „Mínir menn töpuðu á taugaspenn- unni, en eftir því hvernig þeir réttu við í síðari háltleik og léku þá, er ég bjartsýnn með framhaldið. Viö vinnum þá heima á fimmtudaginn, og síðan aftur hér á laugardag", sagði Einar Bollason þjálf- ari Hauka eftir leikinn. - Og rétt var orðið, Haukar voru taugaóstyrkir í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir aragrúa tækifæra hittu þeir mjög illa, eins og skor liðsins bcr með sér. Reyndar voru Njarðvíking- ar ekki ýkja gæfulegir heldur, en þó skárri. Njarðvíkingar tóku strax forystu og héldu henni allan leikinn, minnstur varð munurinn 8-9, og síðan jókst hann í 27-16. í síðari hálfleik komu Haukar tvíefldir til leiks. Þeir minnkuðu muninn í 7 stig strax í byrjun, en síðan náðu Njarðvík- ingar aftur 11 stiga forskoti. Haukar smásöxuðu þó á forskotið, og þegar tvær mínútur voru til leiksloka var staðan 53-47. Njaðvíkingar reyndu eftir það að hanga á boltanum, og tókst það framar vonum. Þó fengu Haukar boltann og Pálmar Sigurðsson, annars langbesti maður Hauka, klúðraði þremur víta- skotum tuttugu sekúndunt fyrir leikslok, þegar staðan var 49-53. Pálmar var eini maðurinn sem lék sæmilega hjá Haukum í sókninni, þó MENNTSKÆUNGAR KOMNIR í ÚRSUT í 2. deildinni í körfubolta í Njarðvlk í gær ekki af glæsibrag í fyrri hálfleik. Ólafur og Kristinn áttu góða kafla í síðari hálfleik. fsak Tómasson var bestur Njarðvíkinga, og Sturla og Ingimar voru sterkir. Leikinn dæmdu Jón Otti Ólafsson og Gunnar Bragi Guðmundsson og fórst þeim það þokkalega úr hendi, leikurinn var erfiður, og bónus á bæði lið í báðum hálfleikjum, enda áherslan á vörninni. - Troðfullt var á áhorfendabekkjum í Njarðvík er leikurinn fór fram. Stigin: Njarðvík: ísakTómasson 10, Ingimar Jónsson 10, Arni Lárusson 9, Sturla Örlygsson 8, Kristinn Einarsson 6, Hreiðar Hreiðarsson 4. Haukar: Pálmar Sigurðsson 19, Ólafur Rafnsson 10, Kristinn Kristinsson 6, Hálfdán Mar* kússon 6, Sveinn Sigurmundsson 4, Reynir Kristjánsson 4. - TÓP/SÖE. ■ Leifur Gúslafsson var bestur Valsmanna gegn KR í gærkvöld. Leifur skoraöi 27 stig og hirti 12 fráköst. Valsmenn unnu yfirburða- sigur 76-61. Róðurinn verður því erfiður fyrir KR-inga í leiknum á fimmtudag. ■ íþróttafélag Menntaskólans á Egils- stöðum er komið í úrsiit annarrar deildar í körfuknattleik, en úrslitakeppnin verð- ur haldin á Egilsstöðum helgina 23-25 Tyrkland vann Lúxemborg ■ Tyrkland vann Lúxemborg 3-1 í vináttulandsleik í knattspyrnu í Lúx- emborg um helgina. Lúxemborgarar skoruðu fyrsta markið í leiknum, en síðan náðu Tyrkir að ná yfirhöndinni. Ilias skoraði tvö mörk fyrir Tyrkjana. -SÖE mars næstkomandi í hinu nýja og stór- giæsilega íþróttahúsi Egilsstaðabúa. Síðari umferð austurlandsriðilsins í körfubolta var leikin í nýja húsinu á Egilsstöðum nýlega, og urðu úrslit þau að Samvirkjafélag Eiðaþinghár sigr- aði Sindra frá Höfn 83-79, og ÍME sigraði síðan Sindra 111-57. I úrslitaleik riðilsins sigraði SE ÍME 61-60 í afar spennandi leik, en ÍME fer í úrslit engu að síður, sigraði í fyrri leik liðanna með 12 stiga mun. Hörður frá Patreksfirði lék einnig í riðlinum, en gaf leiki sína í síðari umferð, og verða stig þeirra strikuð út. -SÖE i umsjón: Samúel Öm Erlingsson Úrslitakeppnin f körfuknattleiknum: Jl íl ISI LA I ISI IR M ;r -IN IGAI R S E Elft IL Æ' 1 Gl u FV R ÍR VA L mm — 61-76 í Seljaskólanum - KR-ingar vængbrotnir SIGURMARKIÐ KOM TUTTUGU FY LEIKSLOK ■ „íslendingar eru erfiðir and- stæðingar, og síður en svo auðunnir á heimavelli" sagði sovéski landsliðs- þjálfarinn í handknattieik Anatoli Jevtushenko í samtali við sovésku fréttastofuna APN í vikunni. „Is- lenska liðið leikur harðan skipulagð- an handbolta, sem þó er óvæntur og frumlegur. Við lékum þrjá leiki við íslendinga á Islandi 1982, og það voru erfiðir leikir. Islenska liðið kom okkur stöðugt á óvart“, sagði Jcvtus- henko. Anatoli Jevtushenko hefur þjálfað sovéska landsliðið allt fráárinu 1968. Hann hefur sífellt styrkt stöðu sína, og liðiö hefur verið nánast ósigrandi hin siðari ár. Sovétmcnn eru núver- andi heimsmeistarar, og stefna að því að verða ólympíumeistarar í sumar, á Ólympíuleikunum í Los W - Frá Gísla Á. Gunnlaugssyni íþróttafrétta- manni Tímans í V-Þýskalandi: ■ Þegar allir héldu að Stuttgart ætlaði að hafa það, ná að knýja framlengingu í bikarleiknum gegn YVerder Bremen í Bremen í gærkvöld, gerðist það. Staðan var 0-0. Rudi Völler geystist upp vinstri kantinn, sendi háa sendingu fyrir og Sitka skoraði með skalla óverjandi fyrir Roleder markvörð Stuttgart, sem hafði átt stdrleik. Þetta gerðist 20 sekúndum fyrir leikslok, og leikmenn Stuttgart voru að vonum niðurlútir þegar þeir gengu til búningsklefans eftir leikinn. Sigur Werder Bremen var þó fyllilega verðskuldaður, þeir voru með betra liðið af tveimur góðum í mjög góðum leik, og þakkaði þulurinn í þýska útvarp- inu leikmönnum beggja liða fyrir frábær- an leik í lokin. Þýski þulurinn sagði, að bæði liðin ættu heiður skilinn fyrir frábæran leik, þetta hefði verið sannkölluð bikar- stemmning sem tæplega 50 þúsund — og Ásgeir Sigurvinsson og félagar eru fallnir úr bikarkeppninni bróðir hans skoraði tvö mörk, Norbert Nachtwei, Pflúgler og Höness eitt hver. -GÁG/SÖE. ■ Valsmenn báru sigurorð af hálf vængbrotnu liði KR í leik liðanna í urslitakeppni úrvalsdeildarinnar í Selja- skóla í gærkvöld. Lokatölur leiksins 76-61, eftir að Valsmenn höfðu á tímabili i síðari hálfleik 24 stiga forskot 62-38. í hálfleik var staðan 33-28 Valsmönnum í vil. Það breytti miklu fyrir KR-inga að þeirra besti maður Jón Sigurðsson, gat ekki leikið með liðinu í gærkvöld. Jón er meiddur í baki, en hann stjórnaði þess í stað liði sínu frá varamannabekknum. Annar lykilmaður í KR-liðinu, Kristján Rafnsson gat heldur ekki leikið með vegna lasleika. Það var Ijóst strax í upphafi hvert stefndi. Ekkert gat komið í veg fyrir sigur Valsmanna sem sýndu það strax á upphafsmínútunum að þeir voru komnir til að sigra. KR-ingar voru þó ekki langt undan í fyrri hálfleiknum, en staðan í hálfleik, var 33-28, Valsmönnum í vil. Það vareinkum stórleikur Páls Kolbeins- sonar í hálfleiknum sem kom í veg fyrir að munurinn væri meiri. Páll hafði þá skorað 13 stig. f síðari hálfleik tóku Valsmenn leikinn gjörsamlega í sínar hendur og þegar hálfleikurinn var hálfn- aður höfðu þeir 20 stiga forskot 56-36. Þegar 7 mínútur voru til leiksloka var staðan 62-38 og höfðu KR-ingar því aðeins skorað 10 stig á þeim 13 mínútum sem liðnar voru af hálfleiknum. KR-ing- um tókst að minnka þennan 24 stiga mun niður í 15 stig áður en leiktíminn var á enda. Lokatölurnar 76-61. Öruggur og sanngjarn sigur Valsmanna því í höfn. í góðu Valsliði bar Leifur Gústafsson af. Hann skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst, meira en nokkur annar leikmað- ur á vellinum. Leifur tók 15 skot í leiknum, ef frá eru talin vítaskot, og hitti úr 12 þeirra. Sannarlega frábær skotnýt- ing. Þeir Torfi Magnússon, Kristján Agústsson og Jón Steingrímsson voru einnig traustir að vanda. Aðrir stóðu einnig vel fyrir sínu þann tíma sem þeir léku. Hjá KR-ingum var Páll Kolbeinsson áhorfendur fengu að njóta, „og með tilliti til vandamála okkar í þýskri knatt- spyrnu að undanförnu, þá eru það svona leikir sem okkur vatnar til að rífa knattspyrnuna upp úr þeirri lægð sem hún hefur verið í,“ sagði þulurinn. Sigur Bremen var fyllilega sanngjarn. Eftir að Stuttgart hafði sótt meira framan af fyrri hálfleik, tóku heimamenn af skarið og hófu stanslausa sókn. Bremen fékk dæmda vafasama vítaspyrnu í fyrri hálfleik, eftir að Völler féll í vítateign- um, en Roleder markvörður, besti mað- ur Stuttgart ásamt Ásgeiri Sigurvinssyni, varði af snilld hjá Uwe Reinders. Ásgeir Sigurvinsson fékk mjög góða dóma fyrir leikinn, hann var talinn besti maður Stuttgart ásamt Roleder, og þul- urinn talaði um hann sem „mann með ótrúlega yfirsýn". Bayern Miinchen vann 9-0 ■ Leikmenn Bayern Múnchen voru heldur betur á skotskónum í gærkvöld, er þeir léku gegn Kickers Offenbach í Búndeslígunni. Bayern vann 9-0 í leiknum. Karl Heinz Rummenigge lék við hvern sinn fingur eftir að skýrt hafði verið frá félagaskiptum hans opinber- lega, og skoraði 4 mörk í leiknum, hefur nú skorað 18mörkí23 leikjum. Michael ,ISLENDINGÁR ÉRFÍÐIR ANÍ^TÆÐFNGAR’ segir landslidsþjálfari Sovétmanna — Island-Sovét fimmtudag, föstudag og laugardag ■ Anatoli Jcvtushenko-landsliðs- þjálfari Sovétmanna í handknattleik. Angeles. „Þessir leikir á Islandi eru mjög mikilvægir fyrir okkur, eins og allir þeir leikir sem við leikum fram að Ólympíulcikunum", segir Jevtus- henko. „Við þurfum að kanna styrk- leika okkar manna, halda þeim í æfingu og samhæfa þá enn betur en hingað tU. Það getum við gert í leikjum gegn sterkum andstæðingum eins og Isiendingum, því pressan verður að vera mikil. Það er hún á Islandi. Við erum mjög hrifnir af því hve dagskráin á íslandi er stíf, því þannig verður hún í Bandaríkjunum í sumar. Við munum leika þrjá erfiða leiki, hinn fyrsta eftir erfitt ferðalag, og síðan á hverjum degi. - Við höfum sterkan kjarna, Gagin, YY'assi- liev, Below, Novitski, Schetzov, Kusnirjuk, Karshakevic og Ryman- ov, svo og marga efnilega menn, ekki síst Andris Kípens sem er ungur og mjög efnilegur", sagði Jcvtushenko. Leikirnir við Sovétmenn eru á morgun, föstudag og laugardag. Fyrsti leikurinn, á morgun er seint, kíukkan 21.30 í Laugardalshöll. Síð- an er leikið á Akureyri klukkan 20 á föstudag, og klukkan 14 í Laugar- dalshöll á laugardag. -SÖE mjög góður í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik dofnaði hins vegar mikið yfir Páli og skot hans rötuðu ekki í körfuna. Guðni Guðnason og Ólafur Guð- mundsson komust nokkuð vel frá sínu hlutverki í leiknum og Garðar Jóhanns- son var seigur þótt skotnýting hans væri afleit. Stig Valsskoruðu: LeifurGústafs- son 27, Torfi Magnússon, Kristján Ág- ústsson og Jón Steingrímsson 10 hver, Valdemar Guðlaugsson 6, Tómas Holt- on 5, Björn Zoéga og Einar Ólafsson 4 hvor. Stig KR skoruðu: Páll Kolbeinsson 15, Guðni Guðnason 13, Garðar Jó- hannsson 11, Ólafur Guðmundsson og Ágúst Líndal 8 hvor, Birgir Jóhannsson 4 og Ómar Scheving 2. Dómarar voru þeir Sigurður Valur Halldórsson og Kristbjörn Albertsson og dæmdu þeir mjög vel. -BL JBV LEIKUR ÞRJA STÓRLEIKI í SUMAR’ ■ Dregið hefur verið í fyrstu og aðra umferð Bikarkeppni Knattspyrnusam- bands íslands á næsta sumri. Það sem eftirtektarverðast er í því er að þriðju- deildarlið ÍK í Kópavogi fær það hlut- verk að leika fyrsta leik sinn í keppninni í ár í Vestmannaeyjum, gegn annarrar deildarliði heimamanna, sem að auki leikur í Meistarakeppni KSÍ og Evrópu- keppni bikarhafa í ár. -Segja Kópavogs- menn að ÍBV leiki að minnsta kosti þrjá stórleiki í sumar, í meistarakeppninni, Evrópukeppninni og bikarkeppninni, hvað sem liðið nú komist langt í þessum keppnum. - Þá fá glímumenn Víkverja, sem urðu svo frægir að komast í 8 liða úrslit bikarkeppninnar í fyrra, það erfiða hlutverk að leika á ísafirði í fyrstu umferð. Eftirtalin lið leika saman í 1. og 2. umferð: 1. umferð Suðvesturiand: Reynir S.-Njarðvik Ármann-Grindavík Víðir-Hafnir Stokkseyri-Fylkir FH-ÍR Selfoss-Haukar Ísafjörður-Víkverji Léttir-Augnablik Árvakur-Víkingur Ó Norðurland: Magni-Tindastóll Völsungur-Leiftur Vorboðinn-Vaskur Austurland: Hrafnkell-Austri Huginn-Sindri ÞrótturN.-LeiknirF. Valur Rf.-Einherji 2. umferð Suðurland: Leiknir R.-Árv./Vik.Ól. Stokks/Fylkir-Afturelding FH/ÍR-SnæfelI Self./Haukar-ReynirS./Njarv. Ísaf./Víkv.-Léttir/Augnabl. Víðir/Hafnir-Árm./Grindavík ÍBV-ÍK Skallagrimur-Stjarnan Norðurland: Vorboðinn/Vaskur-KS Völs./Leiftur-Magni/Tindast. Austurland: Hrafnk./Austri-Einh./Valur Þróttur/Leiknir-Huginn/Sindri Bikarkeppni kvenna 1. umferð KR-Keflavik Fram-Viðir Valur-Breiðablik FH-Akranes Fyrsta' umferð í keppninni verður leikin 23-24. maí, og önnur umferð 5. júní. 1. umferð í kvennaflokki er 14. júní. - SÖE ■ Ásgeir Sigurvinsson átti góðan leik með Stuttgart í gær í Bremen. En þrátt fyrir að hann léki vel, og Roeleder markvörður væri vel á verði, tókst ekki að koma í veg fyrir tap. Bremen er komið í undanúrslit bikarkeppninnar. Tímamynd Róbert ERFHHR AÐSTÆWIR ■ Erfiðar aðstæður voru á Bikarmóti Skíðasambands íslands í unglingafiokk- um, sem haldið var á Akureyri um síðustu helgi. Mótið átti að vera á Húsavík, en var fiutt til Akureyrar. Veður var erfitt, og setti svip sinn á mótahaldið, til dæmis tókst ekki að Ijúka keppni í stórsvigi drengja 13-14 ára. í öllum flokkum voru verðlaun fleiri en gengur og gerist, og voru veitt sex verðlaun í tveimur fjölmennustu flokk- unum, og í hinum fimm. Eftir þátttöku að dæma í mótinu virðist nú talsverð gróska vera í skíðastarfi í öllum héruð- um. í flokki 13-14 ára drengja, þar sem hætta varð keppni eftir fyrri ferð.voru þeir fyrstir eftir fyrri ferð, þeir Valdemar Valdemarsson Akureyri, annar Kristinn Svanbergsson Akureyri og þriðji Krist- inn Grétarsson ísafirði. Úrslit urðu annars þessi: Laugardagur Svig.13-14 ára stúlkur: 1. Þórdís Hjörleifsdóttir R. 2. Kristín Jóhannsdóttir A. 3. Gerður Guðmundsd. Nesk. Svig. 15-16 ára stúlkur: 1. Guðrún H. Kristjánsdóttir A. 2. Snædís Úlriksdóttir R. 3. Bryndís Ýr Viggósdóttir R. Stórsvig. 15-16 ára drengir: 1. Guðmundur Sigurjónsson A. 2. Brynjar Bragason A. 3. Þór Omar Jónsson R. Á sunnudegi stóð til að Ijúka keppni í því sem frestað var á laugardag, svo og keppa í svigi drengja og stórsvigi stúlkna. En veður var vont, og einungis tókst að Ijúka svigi drengja. Öðru var frestað. Úrslit urðu þessi: Svig. 15-16 ára drengir: 1. Bryniar Bragason A. 86,86 2. Þór Ómar Jónsson R. 88,70 3. Sigurður Bjarnason H. 90,30 Svig. 13-14 ára drengir: 1. Jón Ingvi Árnason A. 2. Kristinn Svanbergsson A. 3. Jón Ragnarsson A. Ingi Þór með íslandsmet ■ lngi Þór Jónsson, sundmaður frá Akranesi setti nýtt íslandsmet í 50 nietru flugsundi karla í fyrrakvöld á innanfélagsmóti hjá Ármanni. lngi synti vegalengdina á 27,5 sekúndum, og bætti gamla metið sitt um 1/10 úr sekúndu. Innanfélagsntót Árnianns var haldið í Sundhöll Reykjavíkur. -SÖE Lokakeppnin áfram í kvöld ■ Úrslitakeppnin í ncðri hluta 2. dcildar karla í handknattlcik heldur áfrant í kvöld í Sand- gerði. Klukkan 20.00 keppa Reynir og ÍR og klukkan 21.15 HK og Fylkir. Frí veröur í fyrstu umferð á morgun vegna landsleiksins við Sovét- menn í Höllinni, en á föstudagskvöld verður leikið, ÍR leikur við HK klukkan 20.00, og Fylkir og Reynir klukkan 21.15 í Sandgerði. -SÖE FH sigraði - Víking í 1. deild kvenna ■ FH vann Víking í 1. dcild kvenna í handknattleik í fyrrakvöld. 26-12. Eftir þennan mikla ósigur er staða Víkings bág í keppninni. Leikurinn var nokkuö jafn í fyrri háltleik, staðan 12-8 í háifleik. En í síðari hálfleik brast vörn Víkingsstúlknanna, og sóknin náði ckki að skora að ráði. -SÖE Þorvaldur jafnaði íslandmetið ■ Þorvaldur Þórsson, frjálsíþróttamaður úr ÍR, jafnaði um helgina íslandsmct sitt í 110 metra grindahlaupi á móti í Bandaríkjunum. Þorvaldur hljóp á 14,3 sekúndum, og virðist vera kontinn í hörkuform. Kristján Harðarson stökk 7,58 metra i langstökki á mótinu. -SÖE Enn jafntefli hjá Karli og co ■ Laval, lið Karls Þórðarsonar í Frakklandi gerði enn eitt jafnteflið um helgina, er liöið mætti Strasbourg á heintavelli. Úrslit leiksins urðu 1-1. Karl lék með. LiðTeits Þórðarsonar,. Cannes, sigraði í leik gegn Lyon á útivelli 1-0, Teitur kom inn á í leiknum. -SÖE Staðan í kvenna deildinni í körfu ■ í blaðinu í gær féll niður staðan í 1. dcild kvcnna í körfuknattleik vegna þrcngsla. Staðan og úrslit helgarinnar líta þannig út: Njarðvflt-ÍS .............50-34 KR-Haukar ................40-54 Staðan ÍR............. 15 12 3 772-638 24 ÍS............. 14 10 4 637-567 20 Haukar......... 15 9 6 737-648 18 Njarðvík....... 14 3 11 553-634 6 KR ........... 14 2 12 474-639 4 -BL/SÖE

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.