Tíminn - 15.03.1984, Blaðsíða 1
Rússarnir koma..og maeta Islendingum f Höllinni í kvöld
FJÖLBREYTTARA
OG BETRA BLAÐ!
Fimmtudagur 15. mars 1984
64. tölublað - 68. árgangur
Siðumúia 15-Pósttiótf 370Reykjavík-Ritstjórn86300- Augtýsingar 18300- Afgreiðsla og askrift 86300 - Kvöldsimar 86387 og 86306
SH stoppar lodnuhrognafrystingu:
STANDAST EKKISAMAN-
BURÐ VIÐ ÞAU NORSKU
Verðlagsrað
ÞRJÁRVERÐ-
HÆKKANIR
■ Þrjár verðhækkanir á vöru
og þjónustu voru heimilaðar á
fundi Verðlagsráðs í gær. í
kjölfarið hækkar verð á möl og
sandi frá Björgun hf. um 12%,
taxtar vinnuvéla um 8% og
taxti vöruflutníngabifreiða á
langleiðum um 5%.
Georg Ólafsson, verðlags-
Stjóri, sagði að fleiri hækkana-
beiðnir hefðu verið ræddar á
fundinum, en ákvörðun um
þær hefði verið frestað.
-Sjó
■ Sölumiðstöð hradfrystihús-
anna hefur sent loðnuhrogna-
verkendum innan sinna vébanda
skeyti og ráðlagt þeim að hætta
að taka á móti hrognum til
frystingar frá og með hádegi í
dag.
„Okkar kaupendur, sem eru
nokkuð margir, voru sammála
um það að ráðlegt væri fyrir
okkur að stoppa frystingu núna“,
sagði Hjalti Einarsson, fram-
kvæmdastjóri SH, í samtali við
Tímann í gær. Hann sagði að
Japanirnir teldu að hrognin héð-
an stæðust ekki samanburð við
norsk hrogn þegar komið væri
svona nálægt hrygningu og þess
vegna vildu þeir ekki skuldbinda
sig að kaupa meira en þegar er
komið á land, en Hjalti bjóst við
að frystihús innan SH væru búin
að fá um 1500 tonn af hrognum.
Hann sagði að þetta væru vissu-
lega ekki góð tíðindi því fyrir-
fram hefði SH áætlað að frysta
helmingi rneira, eða um 3000
tonn.
Verðið á hverju kílói af loðnu-
hrognum er um 50 krónur og má
því búast við að SH selji loðnu-
hrogn fyrir um 75 milljónir eftir
verðtíðina.
UFEYRISSIÓDUR
FYRIR HÚSMÆÐUR
— og sameining allra líf-
eyrissjóða fyrir 1995
■ Páll Pétursson hefur lagt fram þingsályktunartillögu sem gerir ráð
fyrir að stjórnin láti semja lagafrumvarp um lífeyrissjóð fyrir þær
húsmæður sem ekki hafa þegar öðlast rétt til aðildar að lífeyrissjóði.
Hann segir að húsmæður sé einn stærsti hópurinn sem stendur utan
lífeyrissjóða og njóti ekki annars lífeyris en ellilauna.
I greinargerð segir:
„Eitt alvarlegasta misrétti í
þjóðfélaginu er hve misjafn eftir-
launaréttur manna er. Allflestir
landsmenn hafa þó öðlast rétt til
aðildar að lífeyrissjóðum þótt
kjörin séu mjög misjöfn, sumir
verðtryggðir en aðrir ekki. Einn
stærsti hópurinn sem enn þá
stendur utan lífeyrissjóða og nýt-
ur ekki annars lífeyris en elli-
launa, sem engan veginn nægja
til framfærslu, eru þær húsmæð-
ur sem hafa unnið á heimilum
sínum og fjölskyldna án þess að
taka formleg laun úr hendi ein-
hvers atvinnurekenda. Störf
þessara húsmæðra hafa verið og
eru síst minna virði fyrir þjóðfé-
lagið en störf þeirra sem launaða
vinnu hafa stúndað.
Fjölskyldan er hornsteinn
þjóðfélagsins og vinna við barna-
uppeldi og heimilisstörf eru mjög
mikilvæg, ekki síður en hliðstæð
störf sem innt eru af hendi utan
heimilis gegn launagreiðslum.
Telja verður réttmætt að allar
þær húsfreyjur, sem þegar eru
komnar á eftirlaunaaldur, fái
strax rétt til greiðslna úr
sjóðnum. Þess vegna er senni-
lega óhjákvæmilegt að ríkið leggi
fram stofn að sjóðnum. Það er
að vissu leyti eðlilegt þar sem
þessar húsfreyjur hafa í mörgum
tilfellum sparað ríki og sveitar-
félögum mjög verulegar fjárhæð-
ir með því að gæta barna sinna
sjálfar. Hins vegar verður að
gera ráð fyrir að heimavinnandi
húsmæður greiði til sjóðsins
framvegis og fái þær eldri einnig
heimild til að kaupa sér aukin
rétt.
Flutningsmaður telur sjálfsagt
að stefna að einum sameigin-
legum lífeyrissjóði fyrir alla
landsmenn. Því máli hefur
nokkrum sinnum verið hreyft á
Alþingi en ekki orðið úr fram-
kvæmdum. Þessi lífeyrissjóður
gæti síðar orðið stofn að sameig-
inlegum lífeyrissjóði allra
landsmanna. Flutningsmaður
telur að til þess að einum lífeyris-
sjóði verði komið á þurfi nokk-
urra ára aðlögunartíma, en leysa
verður hinn bráða vanda þeirra
sem eru réttlausir. Til greina
kemur að dómi flutningsmanns
að ákveða með lögum að allir
lífeyrissjóðir skuli sameinaðir
fyrir árið 1995. Undirbúningur
gæti orðið þannig að frá ákveðn-
um degi greiddu allir landsmenn
á starfsaldri tillag í lífeyrissjóð
allra landsmanna og þeir sem
þess óskuðu gætu fært réttindi
sín úr sérlífeyrissjóði til þessa
sjóðs um nokkurra ára skeið til
baka. Eldri sjóðirnir störfuðu
áfram til þess að greiða lífeyri til
þeirra sem eiga þar réttindi með-
an þeim endast fjármunir eða
þar til samkomulag næðist um
inngöngu sérsjóða í lífeyrissjóð
allra landsmanna.
Réttleysi hinnar heimavinn-
andi húsmóður í lífeyrismálum
má ekki láta viðgangast, því er
þessi tiliaga flutt."
-OÓ
■ Þó að vor sé í lofti i nágrenni höfuðborgarinnar að minnsta kosti þarf ekki að fara langt til
að komast í snjó þannig að skíðamenn þurfa ekki að örvænta.
Byggingaáætl-
un Buseta:
1000 ÍBÚÐIR
ÁSJÖÁRUM
■ Húsnæðissamvinnufélagið
Búseti hefur nú lagt fram bygg-
ingaáællun sína. Aætlað er að
liefja framkvæmdir vorið 1985,
og fram til 1990 verða byggðar
1000 íbúðir.
Það vcrða þVí byggðar 200
íbúðir á ári. Af öllum 1000
íbúðuhum verða 220 tveggja
herbergja íbúðir, 400 þriggja
herbergja, 230 4-5 herbergja.
130 íbúðir í raðhúsum og 20
íbúðir í einbýlishúsum. Eins
og kunnugt er er hér um að
ræöa húseturéttaríbúðir á
mjög hagstæðum kjörum. Bú-
seturétturinn cr algjörlega
bundinn við félagaskrána, ekki
er möguíeiki á að framleigja
íbúðirnar né versla með núm-
erin sem félagsmenn fcngu, er
dregið vaT um forgangsröð
stofnfélaga. Stofnfélagar cru
1448 og til gamans má geta
þess að einn stjórnarmanna í
Búseta, Gísli Hjaltason fékk
númerið 1443. Ástæðan fyrir
þvf að ekki eru áætlaðar nema
1000 íbúðir í bili cr sú að fjöldi
þeirra scm þurfa íbúðir er í
raun minni, margir stofnfélaga
eru hjón eða þá börn.
Búseti ntun halda stórfund í
Háskólabíói þ. 8. apríl til að
reka á eftir því að húsnæðis-
frumvarpið scm gerir ráð fyrir
búscturéttaríbúðunum og lán-
um til þeirra verði ýtt í gegn
um þingið fyrir vorið.
Fimmtudagsum-
ræda útvarpsins
i kvöid:
SEND BEINT FRÁ
KAUPMANNAHÖFN!
■ „Hugmyndin er nú þannig
til komin, að við Kári Jónasson
vorum búnir að ákveða að
fjalla um ferðamál í þættinum.
Svo þegar farið var að kanna
málin kom í ijós, að margir
helstu forvígismenn ferðamáia
hér á landi voru staddir í
Kaupmannahöfn, en þar fcr
fram stór ferðakaupstefna um
þessar mundir. Þess vegna varð
það úr, að ég færi til Kaup-
mannahafnar og stjórnaði
þættinum þaðan,“ sagði He'lgi
Pctursson, fréttamaður á út-
varpinu. cn hann mun í kyöld
stjórna umræðuþætti í beinni
útsendingu til ísláhds úr studio
40 í Danmarks Radio, og mun
það vera í fyrsta skipti sem
umræðuþætti f beinni útsend-
ingu frá útlöndum er útvarpað
hér á landi.
Jafnframt verður þættinum
útvarpað frá Ríkisútvarpinu
við Skúlagötu, en þar mun
Kári Jónasson sitja við stjórn-
völinn og fá gesti í heimsókn.
-Sjó
Sjá útvarpskynningu á bls. 19