Tíminn - 15.03.1984, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.03.1984, Blaðsíða 5
Stúdentaráð: Launþegar búa við lakari af- komu en námsmenn ■ „Stúdenlaráð mótriiælir því launamis- rétii ug kjaraskeróinguni sein orðið haía til þess að stór hluti launafólks í landinu býr nú við lakari afkomu en lánasjóður- inn (LÍN) tryggir launþegum sínum“, segir m.a. í nylegri samþykkt Stúdenta- ráðs Háskóla Islands. Eins og fram hefur komið í Tímanum áður nema námslán LÍN um þessar mundir 14.599 krónum á mánuði til einstaklinga í námi hér á landi og tvöfaldri þeirri upphæð séu hjón bæði í námi. Fyrir eitt barn á framfæri bætist við 40% af láni einstaklings eða um 5.800 krónum á mánuði. í launakönnun Kjararannsóknarnefndar kom fram að stór hluti fullvinnandi verkafólks hér á landi hefur minna fé til ráðstöfunar en launþegar lánasjóðs. Sér í lagi á það við um yfirgnæfandi meirihluta þeirra ein- stæðu foreldra sem þátt tóku í könnun- inni. Stúdentaráð segir að í kjarabaráttu námsmanna hafi það verið krafa að námslán séu í engu skert. Sá framfærslu- grunnur sem Lánasjóðurinn noti við útreikninga sína sé síst of rúmur og niðurskurður á námslánum hefði í för með sér að margir myndu hrökklast frá námi. Samkvæmt upplýsingum LÍN skiptist hinn 14.599 kr. framfærslugrunnur ein- staklings þannig: Matur 6.738 kr. á mánuði, húsnæði 2.245 kr. ferðir innan- bæjar 1.123 kr. fatnaður 898 kr. hrein- lætisvörur og heilsugæsla 787 kr. blöð og bækur (ekki námsbækur) 787 kr. bús- áhöld og húsmunir 675 kr. og ýmislegt 1.147 krónur á mánuði. (Þess má geta að fæðiskostnaður vísitölufjölskyldunnar - 3,66 í heimili - í nýja vísitölugrunninum er 10.470 kr. á mánuði á febrúarverð- lagi). Stúdentaráð lýsir jafnframt yfir fullum stuðningi við kröfur launþegahreyfingar- innar um að dagvinnulaun nægi til að tryggja framfærslu launafólks, en for- dæmir þær aðgerðir valdhafa sem miða að því að láglaunafólk borgi brúsann af ofneyslu og sóun undanfarinna verð- bólguára. -HEI VERKFRÆÐ- INGAR 0G TÆKNI- FRÆÐ- INGAR MEÐ NÝH FRÉTTA- BLAÐ ■ Verkfræðingafélag íslands og Tæknifræðingafélag Islands hafa sam- einast um útgáfu á nýju fréttablaði, Verktækni, sem koma mun út á tveggja vikna fresti. Tvö tölublöð eru þegar komin út. í frétt frá ritnefnd blaðsins segir að Verktækni sé ætlað að vera vettvangur til umræðu um atvinnu og tæknimál á breiðum grundvelli. Fjallar verði um nýjungar á þessum sviðum, markverðar framkvæmdir og þar fram eftir götunum. Einnig kemur blaðið til með að þjóna sem upplýsingamiðill þeirra félaga sem Breytingin í kjölfar frjálsrar álagningar á matvöru: „DÆMD TIL AÐ MIS- TAKAST EF ÚÞARFA VERÐHÆKKANIRVERÐA” — segir Georg Ólafsson, verðlagsstjóri ■ „Það tekur að sjálfsögðu einhvern tima að laga sig að breyttum aðstæðum og ég fyrir mitt lcyti á ekki von á neinum kraftaverkum á sviði verðlagsmála á næstunni þrátt fyrir keriisbreytinguna. En ef skynsamlega verður að málum staðið má gera ráð fyrir að þetta nýja fyrirkomulag verði til frambúðar. Ef á hinn bóginn fyrirtæki nota tækifærið með óþarfa hækkunum á vöru og þjónustu er breytingin dæmd til að mistakast“. Þetta sagði Georg Ólafsson, verð- lagsstjóri, þegar Tíminn ræddi við hann um þær breytingar sem orðið hafa í vcrðlagsmálum undanfarið, cn scm kunnugt ersamþykkti verðlagsráð fyrir tæpunt mánuði að afnema há- marksálagningu á helstu vöruflokkum í heildsölu og smásölu, sem seldir eru í matvöruverslunum. - Verðlagsstofnun var falið að hafa verðgæslu með þeim vörum sem hér um ræðir. Hvað felur hún í sér? „Almennt felur verðgæsla í sér skrásetningu upplýsinga um verð, verðmyndun og verðbreytingar á það mörgum tegundum vöru og þjónustu í hverri grcin að verðlagsyfirvöld fái góða yfirsýn yfir þróun mála. Sjái þau ástæðu til að efast um að næg tilefni séu fyrir tiltekinni verðbreytingu munu þau leita nánari skýringa á henni. Verði komist að þeirri niðurstöðu að fullnægjandi rök skorti munu verðlags- yftrvöld með viðræðum við viðkom- andi fyrirtæki reyna að hafa áhrif á verðbreytinguna. Takist það hins veg- ar ekki með viðræðum eru fyrir hendi skýrar heimildir t lögunum um að Verðlagsráð geti gripið á ný til beinna verðlagsákvæða. En reynslan í ná- grannalöndum okkar sýnir að slík inngrip heyra til algerra undantekn- inga. En samhliða því hlutverki að fylgjast náið með og veita eðlilegt aðhald felur verðgæslan í sér að verðlagsyfirvöld haldi uppi öflugri upplýsingamiðlun til almennings og stjórnvalda. Við þurf- um að skýra ástæður verðbreytinga og gera vcrðkannanir. Á þann hátt ntun Verðlagsstofnun leggja ríka áherslu", sagði Georg. - Hvernig verður verðgæslan framkvæmd? „Enn sem komið er cr verðgæslan engan veginn fullmótuð. Á meðan svo er mun Verðlagsstofnun fyrst um sinn óska eftir þvt' við innflytjendur að þeir skili inn verðútreikningum í þeim vöruflokkum þar sem hámarksálagn- ing hefur verið felld niður. Þó án fylgiskjala. Smárn saman geri ég svo ráð fyrir afnámi slíkrar skilaskyldu. I staðinn verði óskað eftir því við leið- andi fyrirtæki í einstökum vöruflokk- um að þau gcri Verðlagsstofnun grein fyrir verðuppbyggingu og verðstefnu sinni almennt og upptýsi stofnunina jafnframt um það ef breyting verður á. Sama mun gilda um smásöluverslun- ina. Eftirliti með þróun innflutnings- verðlags stefnum við að að haga á þann hátt að skrá reglulega innflutningsverð á völdum þýðingarmiklum vöruteg- undum. Athuga síðan hvort verðbreyt- ingar séu í samræmi við þróun gcngis og annarra þáfta sem upplýsingar eru um". - Ykkur er líka ætlað að fylgjast með því að samkeppni sé næg í þeim greinum sem ekki falla undir há- marksálagningu? „f lögunum eru ýmis ákvæði sem ætlað er að tryggja sem mesta sam- keppni. í því sambandi má nefna að samningar og samráð milli fyrirtækja um verð og álagningu cr óhcimilt þegar álagning er frjáls. Einnig er til dæmis innflytjendum og framleiðend- um óheimilt að ákvcða, samþvkkja eða semja um ófrávíkjanlegt lágmarks- verð eða álagningu í heildsölu eða smásölu. Þetta kemur ekki í veg fyrir að gefið verði út lciðbeinandi vcrð. Kaupmenn mega hins vegar ekki bind- ast samtökum um að nota slíkt leið- beinandi verð, það verður að vera ákvörðun hvers og eins. Frá þessu eru að vísu undantekningar ef hægt er að sýna fram á að samráö á tilteknum markaði hafi hagkvæmni í för með sér". - Nú stendur til að afncma há- marksálagningu á fleiri vöruflokkum en matvöru. Hvað verður næst? „Um það er ég ekki tilbúinn að tjá mig á þessari stundu. Það var byrjað á matvörunni vegna þess að þar er samkeppni mjög augljós og einnig er vcrðlagsstofnun sæmilega undir það búin að framfylgja verðgæslu þar". sagði Georg. - Sjó. Ársþing íslend- inga í Winnipeg Heimir Kannes- son verður aðalræðu- maðurinn ■ Á hverju ári halda Islendingar bú- settir í Vesiurheimi, svo og Kanadamenn og Bandaríkjamenn af íslenskum upp- runa, ársþing í Winnipeg í Ranada, en þinghöldum þessum lýkur með kvöld- verðarhófi í Winnipeg. Að þessu sinni kemur gestur frá íslandi til að flytja aðalræðu kvöldsins skv. frásögnum að vestan, og verður það Heimir Hannesson, formaður Ferðamálaráðs íslands, en samkoma þessi verður í Winnipeg 14. aprtl nk. Heimir Hannesson er jafnframt formað- ur nefndar, skipaðrar af utanríkisráð- herra, sem fjallar fjallar um samskipti íslands við fólk sem er af íslensku bergi brotið í N-Ameríku og félög þeirra. Fyrirhugað er, að i trumhaldi af hátíð- inni í Winnipeg muni Heimir Hanncsson ferðast til ýmissa helstu borga Kanada. og eiga þar fundi með sanilökum og einstökum félögum. í stuttu samtali við blaðið staðfesti Heimir, að þetta stæði fyrir dyrum og myndi hann í ræðum og samtölum einkum fjalla um samskipti landa, félags- samtaka og einstaklinga - svo og ferða-^ mál - og jafnvel viðskipti ef til þess gæfist tilefni. Bændaskólinn Hólum: Námskeið í fiskeldi ■ Kynningarnámskeið í fiskeldi verður haldið í Bændaskólanum Hólum í Hjalta- dal, dagana 14. til 16. apríl en skólinn hefur nú um þriggja ára skeið gefið nemendum sínum kost á kennslu í þessu fagi. Auk starfskrafta skólans hafa verið fengnir til starfa við námsskeiðið nokkrir sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum fisk- eldisins. Námsskeiðið er sniðið fyrir byrjendur og veröur reynt að gera sem flestum þáttum fiskeldisins nokkur skil með bóklegri og verklcgri kennslu. Námskeiðið er öllum opið og er um- sækjendum bent á að snúa sér til skólans fyrir 6. apríl. Vegna plássleysis er búist við að takmarka þurfi aðgang. JMMÆU RAGNARS ÁRNASONAR HAFA EKKI VIÐ RÖK AÐ STYÐJAST“ — segir í athugsemdum formanns stjórnar Lánasjóðs ísl. námsmanna VERK TÆKNIw Ferir. 1984 að útgáfu þess standa, og raunar allra þeirra sem telja sig eiga erindi við tæknimenntaða menn á íslandi. Blaðið er sent til allra félagsmanna beggja félaganna, sem eru um 2000 talsins, en að auki er það sent ýmsum aðilum öðrum sem hafa með atvinnu og tæknimál að gera. Upplag Verktækni eru um 2500 eintök og er blaðið opið auglýsendum. Ritnefnd Verktækni skipa: Guðmund- ur Hjálmarsson. tæknifræðingur, Jón Erlendsson verkfræðingur og Páll Magn- ússon útgáfustjóri. Skrifstofa blaðsins er að Brautarholti 20 og síminn er 15860. - GSH. ■ Blaðinu hefur borist svohljóðandi athugasemd frá Sigurði Skagfjörð Sig- urðssyni formanni stjómar Lánasjóðs íslenskra námsmanna vegna ummæla Ragnars Árnasonar stjórnarmanns í Lánasjóðnum í viðtali við Tímann í gær. Þann 6. mars afhenti menntamála- ráðherra framkvæmdastjóra og stjórnarformanni LÍN skýrslu Könn- unarstofunnar hf. um Lánasjóð ís- lenskra námsmanna. Stjórnar- mönnum var gerð grein fyrir þessu á stjórnarfundi í LÍN þann 8. mars og þá ákveðið að fjalla um innihald hennar á næsta stjórnarfundi fimmtu- daginn 15. mars. Þar sem ráðherrann hafði einungis fjögur til fimm eintök skýrslunnar var stjórnarmönnum boð- ið ljósrit af skýrslunni á stjórnarfund- inum. Kom þá Ijós að starfsmaður stjórnarinnar hafði pantað auka- eintök í ráðuneytinu sem dreift yrði til stjórnarmanna. Af ofangreindu má vera Ijóst að ummæli Ragnars Árna- sonar í Tímanum þann 14. mars þess ■ Kvikmyndaklúbburinn Norðurljós sýnir sunnudaginn 18. mars kanadísku heimildarmyndina NOT A LOVE STORY - kvikmynd um klám. Þessi mynd var sýnd á Kvikmyndahátíð 1982 og vakti þá mikla athygli. Það er kanadíski leikstjórinn Bonnie Sherr Klein, sem gerði þessa mynd 1981. Hún fékk í lið með sér Lindu Lee Tracey, nektardansmær frá Montreal og saman kanna þær klámiðnaðinn í Banda- ríkjunum; heim gægjugatasýninga. klámblaða, nektarsýningar og kynóra- efnis að ráðherrann hafi ekki afhent skýrsluna hafa ekki við rök að styðjast. markaðinn yfirleitt. í myndinni er leitast við að sýna hvernig alið er á iítilsvirðingu og auð- mvkineu konunnar í heimi klámsins, hvernig kynórar mannsins eru skilyrtir af þessum afmynduðu hugsýnum og verða síðan ofbeldis- og hatursvakar á beinan og óbeinan hátt í samfélaginu. Þessi mynd er í raun málsvari ástar og gagn- kvæmrar nautnagleði, en sækir til saka það sem er undirrót kúgunar. Myndin er stranglega bönnuð börnum. Kvikmynd um klám sýnd í Norræna húsinu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.