Tíminn - 15.03.1984, Qupperneq 8

Tíminn - 15.03.1984, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 15. MARS 1984 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv . Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guðný Jónsdóttir Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86306. Verð í lausasólu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Skattabyrdin þyngist á Reykvíkingum ■ Það er laukrétt, sem haldið hefur verið fram í Morgunblaðinu, að nauðsynlegt er að skattabyrðin, sem lögð er á einstaklinga, léttist á tímum, þegar veruleg kjaraskerðing hefur orðið. Pað má segja um þessa réttmætu fullyrðingu Morgun- blaðsins að hægara er að kenna heilræðin en halda þau. Flokkur þess, Sjálfstæðisflokkurinn, fer a.m.k. ekki eftir þeim, þar sem hann ræður einsamall. Þar léttist ekki skattbyrðin á einstaklingum, heldur þvert á móti þyngist. Gleggsta dæmið um þetta er álagning útsvaranna í Reykjavík. Nokkru áður en bæjar- og sveitarfélög fóru að fjalla um útsvarsálagningu á þessu ári, birti Þjóðhagsstofnun glögga útreikninga, sem sýndu fram á, að ekki væri nauðsynlegt fyrir þessa aðila að nota eins háa prósentuálagningu og áður. Ástæðan væri sú, að verulega hefði dregið úr verðbólgu og eitt frumskilyrði þess, að það gæti haldist áfram væri að draga úr útsvarsálagningunni. Stærsta bæjarfélagið, Reykjavík, sem raunverulega mótar stefnu bæjar- og sveitarfélaganna í þessum efnum, hafði þessa viðvörun að engu. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins í borgarráði og borgar- stjórn ákvað að hækka útsvarsálagningu frá fyrra ári um 42%, enda þótt ekki væri reiknað með nema 22.5% hækkun á útgjöldunum miðað við fyrra ár. Samkvæmt útreikningum Þjóðhagsstofnunar þýðir þetta aukna skattbyrði, miðað við fyrra ár, sem nemur sextán þúsund krónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu í höfuðborginni. En þetta er ekki öll sagan. Nær öll gjöld þjónustustofn- ana borgarinnar hafa verið hækkuð umfram augljósar þarfir. Þannig voru gjöld Hitaveitunnar hækkuð um 25%, enda þótt sérfræðingar viðskiptamálaráðherra hefðu reiknað út, að þau þyrftu ekki að hækka nema um 10-12%. Það var þessi mikla umframskattlagning borgarstjórn- armeirihlutans í Reykjavík, sem átti mestan þátt í því að sprengja4% rammann, sem hafði verið settur í fjárlögin. Fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar var það aðallof- orð Sjálfstæðisflokksins, að skattarnir yrðu lækkaðir. Þetta eru efndirnar. Um þær steinþegir Morgunblaðið. Á ríkið að keppa við einkaf ramtakið? Fjármálaráðherra hefur verið gagnrýndur fyrir það í flokksblöðum sínum að ganga ekki nógu rösklega fram í því að selja ríkisfyrirtæki eða hluta ríkisins í sameignarfyr- irtækjum. Með réttu verður fjármálaráðherra þó ekki sakfelldur fyrir þetta. Hann hefur vissulega gengið eins langt í þessu og frekast var hægt, ef ekki átti að láta þessar eignir fyrir gjafverð. Fjármálaráðherra verður einnig að taka tillit til þess, að einstaklingar og félög, sem eru að stækka fyrirtæki sín eða að koma nýjum fyrirtækjum á fót, skortir stórlega fjármagn til að koma fyrirætlunum sínum í framkvæmd. Ríkið má vissulega ekki með sölu á fyrirtækjum ganga of langt í því að keppa við einkaframtakið um það takmarkaða fjármagn, sem á boðstólum er. Slíkt vinnur gegn einkaframtakinu og aðkallandi uppbyggingu. Þ.Þ. skrifað og skrafað LAM8A6KEj:KKáR 'l HÉIUI óí H'ALFH LDA/PCWiLAMU HPD&Tía. Zl'00 — LIFIA& 2.1,00 W&AZ £ÚUUpyi,-5Mí2. '52.3ÍS Wó ?? TIL ToP\£$m?lAVS 0& Vte íi TlL OKKAR ^ Fagurt mannlíf í gömlu höfuðborginni Um 500 ára skeið var Kaupmannahöfn höfuðborg Islendinga og þótt margt mis- jafnt megi segja um þá til- högun hefur mörlandinn löngum litið þangað í dag- draumum sínum um heimsins lystisemdir. Sumum tókst að komast þangað og undu vel við glys og glaum á meðan skotsilfur og jarðeignir uppi á íslandi entust. Enn freistar Kaupmanna- höfn margra Frónbúa og eru þeir jafnan fjölmennir við nám, störf eða á sósíalnum og er allt þetta nokkuð gott. Sukksamt hefur löngum ver- ið í borginni við Sundið og Islendingar ekki eftirbátar heimamanna í þeim efnum. Alvörubjór og danskur matur hefur löngum borið af þeim kosti sem heima fyrir er boðið upp á þótt nokkur breyting sé nú að verða á með tilkomu Gauks á Stöng, verðlækkunar á svínakjöti og rauðkál að verða hvunndags- matur. íslendingar í Kaupmanna- höfn hafa með sér styrkan félagsskap og gefa út tímarit, sem Pjóðhildur nefnist. Par er fjallað um áhugamál og hagsmuni íslendinganýlend- unnar. Róttækni, kvennaæði og námslánaskortur hafa verið fyrirferðarmikil bar- áttumál i málgögnum Hafn- aríslendinga. Fréttir hafa borist af glæsilegum fundum og samkomum alls konar þar sem athyglin hefur ekki síður beinst að danska ölinu góða en öðru því sem á dagskrá var. En í síðasta tölublaði Þjóð- hildar er heldur betur annað uppi á teningnum en sumbl og danskar krásir. Mynda- síða er látin duga undir náms- lánavandræðin. Helstu fréttir af fslending- um eru að dugnaðarkonurnar Vilborg Ingvarsdóttir og Sigríður Þorsteinsdóttir hafa um skeið rekið verslunina Grænar tómstundir, sem er náttúrulækningabúð. Forretn- inguna hafa þær rekið í ár og gengur vel og í viðtali við þær Villu og Siggu segir að leik- fimi þurfi maður ekki að stunda til að leggja af, bara borða hollan mat og sleppa brösuðu, sósum og suili, enda er miklu ódýrara að borða ekki kjöt, bara grænmeti, ávexti og brauð. Mestan áhuga hafa þær á blómameð- ulum og áhrifum þeirra á fólk og dýr, en áhuginn á áfengi og tóbaki hefur horfið og löngunin með. „Þessir undradropar koma frá Dr. Bach, sem uppgötvaði í 38 draumum um 38 mismun- andi blóm, sem læknuðu sjúkdóma sem hann átti eng- in ráð við“. Jurtamatur og AA-kvöld í Þjóðhildi er birt dagskrá- in í Jónshúsi í tvo mánuði. Þar gefur á að líta. Jurta- matur er þar á boðstólum marga daga í viku hverri og tekið er fram að þeir sem hyggjast súpa kálið verði að muna að panta fyrirfram. Soðin ýsa er á boðstólum og stundum svið og baunir. Svo er barnabíó, konukvöld og haldið ykkur nú, karlakvöld (Aften for mænd). Svo er messað. En mesta athygli hlýtur að vekja, að fslendingar í Kaup- mannahöfn halda AA-fundi einu sinni og tvisvar í viku. „Nú er hún Snorrabúð stekkur“ sagði Árni Pálsson þegar áfengisversluninni var breytt í lampabúð. Við lestur Þjóðhildar dettur manni svip- að í hug. AA-fundir og græn- metisveislur virðist orðið helsta frístundagaman ís- lendinga í sjálfri Kaup- mannahöfn. Kannski voru það ekkert slæm býti að gera Reykjavík að höfuðbæ í stað Kaupmannahafnar. En svolítinn dám dregur Kaupmannahöfn af Reykja- vík. f Þjóðhildi er auglýsing frá Vigerslev Ködforsying, sem býður upp á íslenskt lambakjöt. Fylgir hún hér með og verðið í dönskum krónum, en sölugengið er rúmar þrjár krónur íslenskar fyrir hverja eina danska. Vantraust á stjórnar- andstöðuna Haukur Helgason fjallar um niðurstöður skoðana- könnunar DV um fylgi stjórnmálaflokkanna í for- ystugrein og segir m.a.: „Niðurstöður skoðana- kannana DV eru vantraust á stjórnarandstöðuna, ekki síður en þær eru traustsyfir- lýsing við ríkisstjórnina. Kannanirnar sýna að al- menningur kýs stöðugleika í efnahagsmálum og gerir sér vonir um að ríkisstjórnin spjari sig áfram. Jafnframt refsar almenningur stjórnar- andstöðunni, sem oft á tíð- um vill bregða fæti fyrir að- gerðir stjórnarinnar. Ljóst er að um þessar mundir eru kjósendur hrifnastir af því, að stjórnmálamenn sýni ábyrgð. Útkoma Alþýðubanda- lagsins er til dæmis harla merkileg. Forysta Alþýðubandalags- ins hefur að undanförnu helzt vakið á sér athygli fyrir bar- áttu gegn kjarasamningun- um. Sennilega hefur forystan álitið, að með því mætti vinna fylgi. Almenningurværi lang- þreyttur á kjaraskerðingu og vildi fá mun hærra kaup. Alþýðubandalagið hefur haft forystu í stjórnarandstöðu, allt frá því að núverandi ríkis- stjórn var mynduð, og stundum barið bumbur. En hvað uppsker Alþýðu- bandalagið? Samkvæmt skoðanakönnuninni hefur flokkurinn tapað töluverðu fylgi. Það er rétt, sem Steingrím- ur Hermannsson forsætisráð- herra sagði í viðtali í DV í gær um niðurstöður skoðana- könnunarinnar: „Frammi- stöðu stjórnarandstöðunnar má rekja til ábyrgðarleysis... Málflutningur stjórnarand- stæðinga er ekki sannfær- andi, og sérstaklega hefur málflutningur Alþýðubanda- lagsins verið óábyrgur.“ Samkvæmt skoðana- könnuninni er fylgi Alþýðu- flokksins talsvert undir því sem var í kosningunum í fyrra. En staða Alþýðu- flokksins hefur skánað að undanförnu, ef saman eru bornar niðurstöður könnun- arinnar nú og skoðana- könnunar DV í október síð- astliðinum. Alþýðuflokksmenn hafa verið miklu ábyrgari í kjara- samningunum en forysta Al- þýðubandalagsins. Vel má vera, að Alþýðuflokkurinn njóti góðs af því í þessari skoðanakönnun." OÓ á vettvangi dagsins SJONVARPIÐ MEÐ VILLANDI FRÉTTIR ■ Sjónvarpið sýndi landsmönnum fyrir skömmu fréttamynd af hrossahóp og eignaði hestamönnum í Grundarfirði bæði hrossahópinn og aðbúnað þeirra, þótt sennilega hafi myndin verið tekin á freðmýrum sunnaniands. Meðíréttinni var látið fylgja álit einhverra búfræðinga á að hrossin hefðu haft mjög slæma beit síðast liðið haust. Þar sem fyrrnefnd frétt er alröng vilja hestaeigendur í Grundarfirði koma eftirfarandi á framfæri: Við hestamenn í Grundarfirði eigum jú allnokkuð af hrossum. Þau voru öll með tölu komin á hús fyrir jól, enda eigum við nóg af góðum nýlegum hesthúsum og ennfremur nægjanlegt og gott fóður, að mati forðagæslumanna, enda hafa verið hér jarðbönn síðan um vetrarsólhvörf og varla að tittlingur fengi í nef sitt, nema það sem góðhjartaðar konur hafa gefið þeim á hjarnið. Hesthús okkar eru byggð á skipulögðu svæði kauptúnsins. Þau eru öll raflýst og í þeim rennandi vatn. Aðal skeiðvöllur okkar er Kirkjufellsleirar, margir ferkílómetrar rennisléttir sjávarsandar. Við höfum úrvals góða sumar- oghausthaga, sem eru vafðir kjarngresi enda ábornir eftir milljónir máva og múkka, sem byggja Kirkjufell, Stöð, Mýrarhyrnu og Lárdal og sérlega skjólsamir þótt Kári gamli nísti Helgrindur og Máva- hnjúk. Hjálmar Gunnarsson ■ Hjálmar Gunnarsson liðkar sjálfan sig og tryppin sín þegar stundir gefast til þess. Mynd Ari Libermann.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.