Tíminn - 21.03.1984, Síða 9
Ari Teitsson:
Þankar
um lax
■ Nýlega hafa birst í Tímanum tvær
greinar um nýtingu laxastofnsins.önnur
eftir Örn Þorleifsson í Húsey, en hin
eftir Einar Hannesson starfsmann Veiði-
málastofnunar.
í grein Einars er að finna ýmsar
fullyrðingar sem þarfnast nánari um-
fjöllunar:
Vannýting
Einar telur fullyrðingar um vannýt-
ingu laxastofnsins órökstuddar, svo er
alls ekki. Veiðimálastofnunin hefur ein-
mitt ásamt fleirum gengist fyrir útgáfu
sérrits íslenskra landbúnaðarrannsókna
(10.2. 78) þar sem Philip R. Mundy og
fléiri segja orðrétt um Elliðaár (bls. 55)
„Niðurstöðurnar gefa til kynna að flestir
nýliðar fást ef hrygningarstofninn er um
2000 fiskar og að mest ganga í ána 5
fullorðnir laxar á hvern gotfisk. Sam-
sinna veiðilanda og ákveða sjálfir á
hvern hátt það er gert.
Vafasamur áróður
Undarleg þykir mér sú ályktun Einars
Hannesonar að áróðúr fyrir aukinni
nýtingu laxins í ánum ýti undir sjávar-
veiðikröfur.
Ég fæ ekki betur Séð en sterkustu
rök gegn sjávarveiði séu að bændur sýni
fram á að þeir geti og vilji, með aukinni
stangaveiði eða öðrum hætti, fullnýtt
laxinn í ánum og að miklu ódýrara sé að
veiða laxinn þegar hann gengur í árnar
en elta hann út um sjó með ærnum
útgerðarkostnaði.
Félagslegar ákvarðanir
í okkar laxveiðilögum eru mjög skýr
ákvæði um veiðifélög. Séu veiðifélög
stofnuð og starfi cftir lögunum virðist
mér eðlilegt að félögin hafi ekki aðeins
„býsna frjálsar hendur um nýtingu veiði-
vatna", heldur verði löggjöfinni breytt
þannig að félögin sjálf ákveði og beri
ábyrgð á nýtingu veiðinnar. Boðað hefur
verið að breytinga sé að vænta á laxveiði-
lögunum og verður fróðlegt að sjá hvort
bændum verður við þá breytingu treyst
til að gæta eigna sinna í veiðihlunnind-
um.
Hrísum 15. mars 1984
„Nautið ekki nefna má”
■ Ari Teitsson.
kvæmt þessu mætti veiða stærri hluta
laxagöngunnar í Elliðaánum.“
í sama riti (bls. 173) segja Ole A.
Mathisen og Þór Guðjónsson veiðimála-
stjóri. „Laxveiðin á íslandi er fyrst og
fremst stangveiði. Þar af leiðir að aðal-
hlutverk veiðiyfirvalda er ekki að ná
veiðiálagi sem gefur hámarksafrakstur í
laxafjölda heldur að halda ánægju veiði-
manna í hámarki. Þess vegna verður
alltaf að vera verulega meiri laxafjöldi í
ánni eftir veiðitíma en nauðsynlegt er
fyrir hrygningu."
Þá er einnig fróðlegt að kynna sér
frásagnir manna um laxveiði fyrri ára,
þegar fleiri veiðiaðferðir voru notaðar,
má þar t.d. nefna skýrslu Bjama Sæm-
undssonar um laxveiði á Suðurlandi en
sú skýrsla birtist í Andvara 1897.
Ekki er því ástæða til að draga í efa
að veiða mætti meiri lax í ýmsum ám
landsins. Þetta er þó aðeins lítill hluti
þessa máls. Meginmálið er ef til vill að
of mikil hrygning leiðir oft til ofbeitar í
ánum. Þetta er auðskilið öllum þeim
sem vanir eru beit búfjár. Augljóst virðist
að hver flatareining botns í laxveiðiá
getur skilað ákveðnu fæðumagni fyrir
laxaseiði (trúlega þó mismiklu eftir ár-
ferði). Einhvers staðar hljóta því að
liggja þau fjöldamörk seiða sem gefa
bestu nýtingu fæðunnar. Það hve mikið
veiði hefur minnkað síðustu ár með
kólnandi árferði bendir einmitt til að
víða hérlendis sé a.m.k. í köldu árferði
of mörg seiði í ánum. Hefði fæðufram-
leiðsla ánna hins vegar verið vannýtt
hefði kólnandi árferði ekki átt að hafa
veruleg áhrif á niðurgöngu seiða úr
laxveiðiám. Samkvæmt athugunum
Árna Helgasonar fiskifræðings hjá
Veiðimálastofnun virðist einmitt sem
laxaseiði í Selá í Vopnafirði hafi vaxið
mjög hægt árin 1980 og 1981 og þau ár
lítið gengið til sjávar. Kann þar að vera
fundin skýring á lítilli laxveiði 1982 og
1983 sem einmitt tengist of miklum
seiðafjölda miðað við fæðuframleiðslu
áa.
Sé þama að finna skýringu á miklum
sveiflum í laxveiði get ég ekki láð Emi
Þorleifssyni og öðrum bændum þó þeir
vilji fá að nýta betur en áður möguleika
■ í Morgunblaðinu 6. apríl 1982 birtist
smágrein eftir Sigurð Jónsson, Borgarfirði
eystra. Hún er mjög eftirminnileg. Ég
endursegi hana hér í örfáum orðum.
Árið 1936 gaf gömul kona sonarsyni
sínum 40 krónur og lagði inn á sparisjóðs-
bók í útibúi Landsbanka fslands á Seyðis-
firði. Þessi upphæð var þá nálægt verðgildi
fjögurra líflamba. Árin liðu og krónumar
40 bættu við sig vöxtum og vaxtavötum
allt til áramóta 1981-1982. Þá fyrst var
tekið út úr bókinni og hún tæmd og
eyðilögð. Inneignin eftir 45 ára samfellda
ávöxtun bankans var krónur 6.55 - sex
krónur fimtíu og fimm aurar- (nýkrónur).
Þær nægðu þá til að kaupa 140 grömm af
1. fl. dilkakjöti.
Þessi frásögn af sparifé litla drengsins -
andvirði fjögurra sláturdilka - sem bank-
anum var trúað fyrir til varðveislu en gerði
lítið betur en nægja sem burðargjald eins
sendibréfs eftir 45 ára ávöxtun bankans,
sýnir á eftirminnilegan hátt hið sorglega
stjómleysi ísl. ráðamanna í vaxtamálum
síðustu áratugina, enda talið að aðeins á
tíu árum hafi þessi lögvemdaði ránsskapur
numið 750 milljörðum gamalla króna.
En á hverjum bitnaði einkum þessi
dæmalausa eignaupptaka? Skarðaði hún
ekki aðallega eignir efnamannanna í
þjóðfélaginu? Nei, þeir þurfa ekki aðstoð-
ar banka til að ávaxta sparifé sitt! Fjár-
munaflutningurinn var frá öðrum t.d.
börnum og gamalmennum.
Afdrifaríkust var eignaupptakan á inn-
stæðum bamanna - andvirði hagalagð-
anna þeirra eða samansafnaðra skildinga,
sem þeim hafði áskotnast í sparibaukinn
sinn.
Þótt þetta væru að vísu smáar upphæðir
að undanteknu erfðafé, voru þær stórar í
augum bamanna og vonbrigðin því sár,
þegar þessi aleiga þeirra varð að engu eins
og litfögur sápukúla við minnstu snert-
ingu.
En þarna tapaðist annað og meira en
spariaurar bamanna. Með þeim glataði
þessi uppvaxandi kynslóð ýmsum þeim
fomu dyggðum, sem best hafa dugað ísl.
þjóð til að þrauka af harðæri á liðnum
öldum, s.s. sparsemi, nýtni og hagsýni, en
hlaut í staðinn hemjulausa kröfugerð og
eyðslusemi.
Og tortryggnin skaut föstum rótum í
huga þessa æskúfólks gagnvart bönk-
unum, sem erfitt mun reynast að uppræta,
þótt þeir hafi nú bætt ráð sitt, a.m.k. að
eigin sögn. Þeir verða því vissulega lengi
að öðlast tiltrú almennings á ný.
Minningarsjóðir eða gjafasjóðir látinna
manna, er stofnaðir vom til styrktar
ýmsum verkefnum af eldmóði hugsjóna,
en oftast litlum efnum, sættu vitanlega
sömu eignaupptökunni og spariaurar
bamanna. Nú er svo komið fyrir mörgum
þessum sjóðum, að þeim er með öllu
fyrirmunað að gegna hlutverki sínu, og
árleg færsla þeirra er einungis sóun á
pappír og tíma manna við endurskoðun
og samþykktir, oft á fjölmennum fundum.
Líklega hafa aðaleigendurnir að spari-
fé landsmanna verið gamla fólkið - beint
eða óbeint. Stærsta hluta þess átti það í
vonum - í lífeyrissjóðunum, sem ætlað
var það hlutverk að gera fjárhag þess
bærilegan á elliárunum. Þessir sjóðir guf-
uðu upp í höndum stjórnendanna svo í
gjaldþrot stefndi. Verðtrygging útlánavar
því tekin upp þeim til bjargar.
Lífeyrir ríkisstarfsmanna er þó undan-
tekning. Hann er verðtryggður hjá sam-
félaginu. Það skýrir ef til vill hvers vegna
forsvarsmenn ríkisstarfsmanna eru oft
óragir við að kasta sprekum á verðbólgu-
eldinn með óraunhæfum kaupkröfum,
sem brenna upp fjármunum hinna, er
ekki búa við gulltryggingu.
Ég ætla þó, að allstór hluti af sparifé
gamla fólksins hafi legið inni í bönkunum
á nafni eigendanna á almennum sparisj-
óðsbókum. Margt af þessu fólki hafði
gengið í harðan skóla heimskreppunnar
miklu á þriðja og fjórða áratugnum, -
eina skólann, sem flestir áttu kost á að
sitja. „Nútíð mun fyrir því naumast óra“
hve þrotlaust erfiði menn þurftu þá á sig
að leggja til þess eins að hafa í sig og á.
Þá þýddi ekkert að kalla á Rikismömmu,
þótt eitthvað amaði að. Þessi stranga
lífsreynsla kenndi þessari þynslóð nægju-
semi og nýtni - og að spara - spara hvem
afgangseyri og leggja til hliðar til að mæta
hugsanlegum áföllum morgundagsins.
Þegar svo loksins að þetta fólk hlaut að
víkja úr leiknum og seldi eigur sínar,
bættist oft drjúgur peningur við áður
saman sparaðan arð af ævistritinu, er það
hugðist nota í ellinni.
Allt þetta sparifé var nánast gert að
engu eins og gjöf gömlu austfirsku kon-
unnar. Þetta gamla fólk hefði því flest
orðið að styðjast við vonarvölinn á
elliárunum hefðu ekki tryggingamar kom-
ið til bjargar, sem í mörgum tilfellum sýna
nú okkur ellilífeyrisþegum ofrausn eins og
skuldabyrði þjóðarinnar er orðin uggvæn-
leg, t.d. þeim sem jafnframt fá mikla
fjármuni úr eigin lífeyrissjóðum. Þar og
víðar í tryggingakerfinu er þörf á ítarlegri
rannsókn, því víða leynast þar ljótar
meinsemdir, sem þyrfti að fjarlægja..
Og hvert fór svo allt þetta gjafafé?
Ákaflega víða. Það blasir við okkur hvert
sem auga er rennt.
Auðvitað fór stærsti hlutinn til þeirra,
sem greiðastan aðgang höfðu að bönk-
unum. Barist var um þessi fágætu lán, sem
í framkvæmd þurfti ekki að endurgreiða
nema að litlum hluta.
Gagnstætt því sem áður þekktist var nú
■ Jóhannes Björnsson
greiðasti vegurinn til mikils ríkidæmis að
skulda - skulda sem allra mest. Á þessum
árum var lánsemi manna metin eftir fjölda
og þó einkum stærð þeirra lána, sem þeim
hafði tekist að klófesta. Þessi nýja lífs-
skoðun komst inn á þing og hefir efalaust
átt stóran þátt í ásókn alþingismanna í
erlendar lántökur á vegum ríkisins með
þeim sorglegu afleiðingum að efnahags-
legt sjálfstæði þjóðarinnar er í hættu,
verði hún fyrir stóráföllum.
En lánið reyndist misskipt eins og
löngum áður. Hvalskurðinum lauk um
síðir. Og þeir, sem komu seint á hvalfjöru-
na og var ætlað að greiða fenginn að fullu,
þóttust illa settir hjá.
Enginn skyldi því undrast, þótt þeir
mynduðu öflug samtök og „krefðust"
þess að ríkisstjómin reki annan hval að
landi í líki nýrra „gjafalána" eða myndar-
legrar erlendrar lántöku á kostnað hinna
ófæddu!
Hér verður ekki reynt að benda á hina
„lánsömu“ nema sjálfa bankana, því sök
þeirra tel ég mesta svo og ríkisstjóma
okkar, sem löngum hafa verið fjarstýrðar
af þrýstihópunum eða verðbólgu-
rekendum (launþegafomstunni). Eins og
vænta mátti af stjómendum hvalskurðar,
drogu bankamir ekki tómar þjóttur í
hlutarkast sitt. Þeir tóku brátt að reisa
glæsilegar bankahallir „fyrir sína pen-
inga“, og fjölgun þeirra var með slíkum
ógnarhraða, að trúlega hefðu þeir haldið
eitthvað í við gullhringinn Draupni, sem
af dmpu „átta jafnhöfgir níundu hverja
nótt“, eins og segir í Snorra-Eddu, hefðu
ekki ríkisstjómir okkar eytt mörgum
hugarfóstmm þcirra. Já það var ekki
undarlegt, þótt í bankakerfið hlypi mikil
sæld, þegar það skilaði ekki nema sem
svaraði hluta einnar harðgreipar af fjórum
dilkum eftir 45 ára leigu!
Ég efa það ekki, að bankastjórarnir
okkar hafa oft í einrúmi - með roða í kinn
- leitt hugann að þessum viðskiptum
sínum fyrir bankanna hönd við „óvitana í
fjármálum" - börnin og gamalmennin -,
sem í grandleysi trúðu þeim fyrir sparifé
sínu, og að þeim hafi sett illan beyg um
afleiðingamar. Það má ráða af því, að
þeir hafa gripið til sömu varúðarreglu og
best dugði sjómönnum okkar fyrr á
öldum gegn illhvelum!
Jón Ámason segir frá því í þjóðsögum
sínum að einhver „algildasta varúðarregla
á sjó“ sé sú, „að nefna aldrei hval heldur
ávallt „stórfisk" við hvern hval sem maður
á,“ eins og fram kemur í eftirfarandi vísu,
þar sem háskalegustu illhvelin eru talin
upp: „Varastu búra, hross og hund, / haltu
svo fram um langa stund; / stökklinum
stýrðu frá, / nautið ekki nefna má / nokkur
maður sjónum á“. Væri hið rétta nafn
einhvers slíks hvals nefnt, var hann vís að
æða að skipinu og granda því og áhöfn-
inni. Brygði einhver út af þessari reglu, en
skipshöfn næði samt landi, hafði sá hinn
sami gerst sekur um „sjóvíti". Þar með
hafði hann „fyrirgjört mötunni sinni",
sem skiptist á milli skipsfélaga hans, svo
hann varð „að éta þurrt til vertíðarloka".
Bankamenn okkar margir - og raunar
fleiri - virðast ákaflega hræddir við hið
meinlausa, tæra orð: Vextir (ft. af vöxtur)
og verjast „vítunum“ af mikilli hugvits-
semi og leikni. Þeir myrkva þetta orð með
ýmsum hætti, stundum með öfugmælastíl.
T.d. getur hið gamalkunna orð: Okur-
vextir táknað nú stórfellda rýmun á
verðgildi inneignar. Bankamennimir tala
um „nafnvexti“ svo og „raunvexti“, en
loka svo fyrir alla skilningshimnu almenn-
ings með viðbótinni: „Jákvæðir raunvext-
ir“ og „neikvæðir raunvextir“.
Og fleira má nefna þessu líkt, s.s.
„jákvæða og neikvæða ávöxtun sparifjár",
og loks „jákvæða vexti" og neikvæða
vexti“.
Trúlega myndi einhver glotta, ef Sigurj-
ón Rist, vatnsmælingamaður tilkynnti nei-
kvæðan vöxt í Súlu!
Þetta stofnanamál, sem hér hefir verið
tínt saman, skilur almenningur hreinlega
ekki, enda til þess ætlast. Hins vegar
skilur hann mæta vel ótta bankamannanna
við „vítin“, nefni þeir eignaupptökuna í
bönkunum réttu nafni.
Ef almenningur hætti að leggja inn
sparifé sitt í banka, fengi margur banka-
maðurinn „pokann sinn“ og missti „mötu-
na sína" - þrettánda mánuðinn úr launaár-
inu-, og yrði „að éta þurrt“ til lokadagsins.
Ytri-Tanga, 93.1984.
JóhiMM BjonMOft.