Tíminn - 21.03.1984, Qupperneq 13
, v>i ?‘i ■ ‘ -* r yj ;o j í’ /í5ií/
MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 1984
0S*
21
heimilistfminn
umsjón: B.St. og K.L.
„Partí-salat“
fyrir f jóra
■ Fjölbreytni í matargerð hefur aukist
hér á landi og má sjálfsagt þakka
það meira úrvali af grænmeti í verslunum
og eins að með almennari ferðum til
útlanda taka ferðalangamir með sér
heim ýmsar nýjungar í matargerð sem
þeir kynnast erlendis. Það er ekki síst
ýmiss konar salöt sem setja svip sinn á
matarborðið hjá okkur nú, og salötin
eru líka mjög heppileg, því að í þau
notar maður það sem fýrir hendi er, svo
sem grænmeti, ávexti, kjöt, fisk, ost og
ýmiss konar krydd, og svo er hægt að
láta hugmyndaflugið ráða.
Munið að skola allt grænmeti vandlega
og þerra áður en það er sneitt niður, -
og gætið þess að bera salat alltaf fram vel
kalt.
„Partí-salat“ fyrir f jóra
1 salathöfuð, 250 g tómatar, pipar,
lauksalt, 300 g steiktur brytjaður kjúkl-
ingur, Vi agúrka, 1 græn paprika, 125 g
sveppir, 1 dl sólselja (dill), salt, Vi tsk
estragon, V* tsk basilikum, 1 msk krydd-
edik, 125 g áleggspylsa, 125 g Goudaost-
ur (17%)
Skolið og þerrið salatblöðin. Rífið
þau eða klippið niður í skál (1 stóra skál,
eða 4 litlar). Skolið tómatana og skerið
í sneiðar. Raðið þeim ofan á salatið og
stráið pipar og lauksalti yfir. Fjarlægið
húðina af kjúklingnum. Skerið hann í
1-2 cm stóra bita og raðið ofan á
tómatana. Skolið agúrkuna og skerið í
sneiðar. Hreinsið sveppina og skerið í
sneiðar. Skolið paprikuna, fjarlægið
kjarnann og skerið í lengjur. Blandið
saman í skál agúrku, sveppum, papriku
og 'h dl af sólselju. Kryddið með salti,
pipar, estragon, basilíkum og krydd-
edikinu. Leggið þetta sem þriðja lag í
skálina. Skerið kjötið og ostinn í ræmur
og leggið ofan á. Raðið 'A af tómötunum
yfir.
Sósa
100 g olíusósa (mayonnaise) 2 dl
sýrður rjómi, 1 tsk sinnep, salt, 1 tsk
kryddedik.
Hrærið saman olíusósu, sýrðum
rjóma, sinnepi, salti og kryddediki. nm-
ið sósunni yfir salatið og skreytið með 'A
Berið salatið fram með •
brauði og smjöri.
■ Ekki veit ég hvað garðyrkju
fræðingar segja við því, að setja
stofublómin „á Pilluna“, en í
bresku blaði segir ein blómakona
frá góðri reynslu í þessum efnum.
Hún segir frá aðferð sinni til að
koma rækt í stofublómin sín og
sendir mynd af sjálfri sér og
„hinni hamingjusömu yukka-
plöntu“, en sú planta tók best við
sér við kúrinn.
Alison Joseph sagðist hafa
heyrt að gott væri fyrir plöntur að
fá hormóna-gjöf, og þá datt henni
í hug að nota P-pillu úr sínum
■ Yukkaplantan, sem var á Pillunni, og frúín, (sem vonandi hefur ekki gleymt
að taka sinn skammt)
Plantan þreifst
vel á Pillunni!
eigin meðalaskáp og sjá hvað tóku þau heldur betur vaxtarkipp Yukka-plantan hennar Alison
gerðist. Hún leysti eina Pillu upp og nýir sprotar uxu í allar áttir. var sérstaklega vesældarleg, en
í lítra af heitu vatni, lét það siðan öll blómin urðu gróskuleg og nú er hún komin með mörg ný,
kólna og vökvaði svo pottaplönt- falleg, - nema ein gömul og græn og falleg blöð og eigandinn
urnar sínar vel og vandlega. ráðsett gúmmíplanta, sem föln- er stoitur af blóminu sínu, svo
í nokkra daga skeði ekkert aði og dó á nokkrum dögum. sem sjá má af meðfylgjandi
með blómin, en svo skyndilega Pillan átti greinilegaillavið hana! mynd.
Logandi appelsínur
■ Nú eru mjög góðar appelsínur
fáanlegar í verslunum, þá er um að
gera að nota þær sem mest, og hér
komum við með eftirrétt úr appel-
sínum, sem kallaður er Logandi
appelsínur. Það má reikna með
einni til einni og hálfri appelsínu á
mann, en þær eru sneiddar í
þunnar sneiðar.
Brúnið appelsínusneiðarnar í
örlitlu smjöri á pönnu, og stráið
flórsykri og hökkuðum möndlum
yfir sneiðarnar. Hitið nokkra desi-
lítra af koníaki og hellið yfir app-
elsínusneiðarnar og kveikið í rétt
áður en þær eru bornar fram.
Með appelsínunum skal bera
fram ískaldan þeyttan rjóma.
■ Ef pannan er falleg, þá er ágætt að
bera appelsínuréttinn fram á pönnunni
en ekki setja sneiðarnar á fat
Þrjár
sem
ein:
— bleikog
hvítperlu- •*
festi og
gullkeðja
■ Hér er langri, bleikri festi
tvívafið um hálsinn, og með
henni notuð sver gyllt keðja.
Þrjár sem ein: Hér
eru notaðar saman ein
ijósbleik festi, ein mall-
orca-perlufesti og mjó
perlufesti með gylltum
perlum inn á milli.
■ Bleiki liturinn er enn vin-
sæll í vor eins og hann hefur
verið í allan vetur. Má því
búast við, að bleikt og hvítt
verði mikið notað í vor- og
sumarklæðnaðinn. Ef þið
eigið bleikar eða hvítar
perlufestar þá er alveg upp-
lagt að vefja þær saman og
jafnvel að snúa líka með
þeim gylltri keðju og nota
þær svo saman allar þrjár
sem eina festi.
Eins getur það verið fal-
legt við ljósan sumarfatnað,
að nota saman ekta (?) kór-
alfesti og ekta (?) perlufesti
snúnar saman og gullkeðju
með. Stórir eyrnalokkar við-
eigandi eru líka mikið notað-
ir.