Tíminn - 22.03.1984, Síða 7
FIMMTUDAGUR 22. MARS 19S4
á vettvangi dagsins
helgarpár
®jór á fslandl
mnan tíðar?
M»rgt bendir
***** * því að
eins og svo
Alþingi sc ckki
* m»l í nefnd,
»4 verði
1'Villi.U,
Halldór Kristjánsson:
Hólmgöngu-
boði svarað
■ Agnes Bragadóttir nefnir mig sér-
staklega í áróðri sínum fyrir bjór í
helgarblaði Tímans 17.-18. mars.
Eg skil hana svo að hún vilji gjarnan
ræða þessi mál við mig og þetta sé
einskonar hólmgönguboð.
Mér er Ijúft að fjalla um þessi mál og
tek boði hennar hvort sem hún vill
heldur í ræðu eða riti. Ég er reiðubúinn
að tala við hana einslega ef hún vill en
vildi að sem flestir ættu kost að fylgjast
með umræðunni.
Agnes hafði tvær fyrstu síður Tímans
að mestu undir játningar sínar og um-
mæli. Mér finnst það fullmikið flatarmál
í einu en ef hún óskar þess, og er þess
umkomin að ráða slíku, skal ég sjá um
sömu síður í næsta Helgartíma.
Ég tek hólmgönguboðinu og Agnes
má velja vopn og vígvöll.
íhlutun vil ég hafa um leikreglur og
ráða mun ég drykkju minni sem endra-
nær.
Halldór Kristjánsson.
Páll Sigurjónsson Galtalæk:
Hvaða sýslur á
að eyðileggja?
■ Eins og alþjóð er kunnugt hefur að
undanförnu verið lögð mikil vinna í
samningamál.
A.S.Í. og V.S.Í. hafa lagt mjög að sér
um að ná fram lagfæringum á kjörum
þeirra, sem verst eru settir í þjóðfélag-
inu. Einnig má geta þess að B.S.R.B. og
fjármálaráöuneytið sömdu nú á dögun-
um. Það sem kalla má sérstakt við þessa
samningagerð er það, að allir bera þeir
þess merki að raunverulegur vilji hafi
verið til að jafna nokkuð kjörin í
landinu. Þá er ekki síður ástæða til að
niinna á það, að þrátt fyrir mjög skert
kjör almennings var kröfum mjög í hóf
stillt. Ábyrgð og aðgæsla sýnilega það
.sem réði gjörðum manna.
Til þess að tryggja það að santningar
næðust, var þess farið á leit við ríkis-
stjórnina af A.S.Í. og V.S.Í. að hún
beitti sér fyrir tilfærslu fjármuna innan
fjárlaga, til hækkunar ýmissa trygginga
og bóta þeim til handa, sem lakast væru
settir í þjóðfélaginu. Fjárhæð sú er til
þurfti, er á bilinu 300-330 milljónir
króna.
Maður var nú að vona að þetta mundi
nægja til þess að vinnufriður héldist, og
ekki yrði stefnt í voða þeim árangri, sem
náðst hefur í verðbólguslagnum. Eink-
um þó vegna þess að með þeirri lagfær-
ingu, sem gerð var á lægstu launum. var
í raun tryggt að enginn yrði verðbólgu-
stríðsrekstrinum að bráð. Þar rneð er
ekki verið að segja að lækningin verði
sársaukalaus, heldur hitt að af tvennu
illu er samdráttur lífskjara skárri en sá
ósjór sem verðbólgan var. Þá er hins að
geta, að án lækningar hefði efnahagnum
farið líkt og manni með bráða botn-
langabólgu.
Þess vegna vekur það undrun og
vonbrigði að einstök verkalýðsfélög
skuli koma þannig aftan að félögum
sínum, sem raun ber vitni. Og satt að
■ Páll Sigurjónsson
segja vekur furðu að félög eins og
Dagsbrún og nokkur fleiri.t.d. félögin í
Vestmannaeyjum skuli bregðast við á
þennan hatt.
Það læðist óneitanlega að manni sá
grunur að allt talið um bætt kjör þeirra
lægst launuðu, hafi verið haft uppi til
þess eins að hræra einhverja til vorkunn-
ar, en hugur tæpast fylgt máli.
Ég held að öllum ætti að vera ljóst, að
aflatjón á borð við það, sem minnkun
þorskstofnsins gefur til kynna, sé ekki
líklegt, til að verka kaupaukandi. Held-
ur hitt, að þar sé sakar að leita.
Eins og að framan greinir kontu
forystumenn V.S.Í. og A.S.Í. til fundar
við ríkisstjórnina vegna tilfærslu á fjár-
mununum.
Það heíur komið fram að eftir tilma-lum
þeirra verður farið. Hins vegar er ekki
full Ijóst enn, hvaðan á að flytja þetta fc,
þó vitað sé hvað hvorir um sig lögðu til.
V.S.Í. lagði til að lækka niðurgrciðslu á
landbúnaðarvörum um þessar 300-330
milljónir en A.S.Í að taka þaðaf útflutn-
ingsbótum. Hver hins vegar rökin fyrir
þessu voru er mér ekki kunnugt um. En
Ijóst er þó að með því að lækka niður-
greiðslur er verið að taka fé úr öðrum
vasa launþegans, til þess eins að láta
aftur í hinn. Þess vegna er það rangt.
Með slíkum vinnubrögðum væri aðeins
verið að taka gjafir sínar aftur.
En hvað varðar hugmynd A.S.Í. er
nokkuð annað mál á döfinni. Ég veit
ekki hvort menn hafa gert sér Ijóst hvað
það í raun þýðir.
En til þess að gefa nokkra hugmynd
um það þá má prófa að dcila nteð tölu
bænda í þessa upphæð. En það er nú
með það einsógfleiri tölursem landbún-
að varða að hún liggur ekki Ijós fyrir.
A.m.k. hef ég ekki séð hver hún er.
Þó má fullyrða aö hún liggur innan 5
þúsunda. Ef ég hef reiknað þetta rétt eru
þetta 3-5 mánaða vinnulaun bónda, eftir
stærðbúsinsogöðrum 1 afkomuþáttuin.
Su spurning hlýtur að vakna hvað sé
til ráða í þessu sambandi?
Ég gcri ráð fvrir að sitt sýnist nú
hverjum. F.n eitt er þó víst, ogþað erþað
að næsta örðugl verður að þola þvílíka
kollsteypu, sem slík ákvörðun mundi
valda.
Ef landbúnaðarráðherra lukkast ekki
að hindra þessa atlögu að bændastétt-
inni, sem cg þó veit að hann hefur fullan
hug á að gera, þá koma naumast nema
tvær leiðir til greina. Önnur er sú að
minnka ábui ðarkaupin í vor um það sem
menn vantar á fulla greiðslu, hitt er að
fækka kúnum, því mjólkurafurðir vega
þyngra í útflutningsuppbótum en sauð-
fjárafurðir.
Er nú öld skipulagningarinnar, væri
ekki nema sanngjarnt að fara þess á lcit,
að formælendur hugmyndarinnar segðu
nú hvaða sýslu eða sýslur á að eyðileggja.
Páll Sigurjónsson
Galtalæk
Dr. Hallgrímur Helgason:
MIG oft sA góm bjór
GLEDUR
■ Svo kvað eitt hinna bestu skálda
síns tíma, Ólafur Jónsson á Söndum
í Dýrafirði, um aldamótin 1600.
Víst skal ég fúslega játa mig full-
komlega sammála honum.
Satt að segja vekur furðu mína sú
áfengislöggjöf, sem leyfir hömlu-
lausa sölu á öllum tegundum léttra
og sterkra víntegunda en-bannar
sölu og neyslu tiltölulega meinlauss
áfengis, sem bjórinn er, því að
næringargildi hans stendur ofar
vímugildi, enda er hann sem svo-
kallað „fljótandi brauð" t.d. í
■ Að undanförnu hafa birst í
Morgunbl. all furðuleg skrif, og núna
síðast 19. maí, frá Halldóri Laxnes, þar
sem hann segist hafa verið að athuga „Ó
Guð vors lands“, þjóðsöng íslendinga.
Því skyldi Halldór EKKI frekar hafa
beitt sér fyrir þessari athugun fyrr, eða
fyrir fjörutíu árum, þá hefði fólk getað
tekið mark á athugasemdinni. Ég get
ekki litið á svona skrif nema algjöra
AGITATED, eða rugt. Þessar árásir og
soraskrif Halldórs um þjóðsöng OKK-
AR verður honum aðeins til helberrar
vansæmdar og skammar. Hann æpir allt
í einu upp í loftið og segir „íslendingar
eiga engan þjóðsöng“.
Bæjaralandi undanþeginn venju-
legum drykkjarfanga-skatti. Þar að
auki inniheldur hann vítamín; og
enginn verður ofurölvi af bjór-
neyslu einni saman.
Nú hefir bjór verið bruggaður og
notaður sem heimilisdrykkur árþús-
undum saman meðal allra þekktra
menningarþjóða. Og ekki er að sjá,
að menningu bjórneytandi þjóða
hafi þessvegna hrakað, né heldur
hafi ölið leitt til úrkynjunar. Ef svo
hefði virkilega verið, þá hefði fyrir
Þjóðin veit vel að hún á gullfallegan
þjóðsöng, sem hún er stolt af, og krefst
þess að megaeiga hann í friði.
Þetta er áþekkt því, að ég æpti upp að
þjóðin ætti engan þjóðfána. Skýringin
væri sú að blái liturinn hefði átt að vera
svartur, nefnilega að fáninn túlkaði þá,
elda, ís og myrkur, þar sem sumarið á
íslandi er svo stutt.
Víkjum aðeins að síðasta pistli
Halldórs, en þar segir hann orðrétt,
„Greinilega er þetta lofkvæði til
guðdóms", hann viðurkennir það þó, og
er það vel, en hann bætir viö „sem þó ekki
virðist vera Guð kristinna manna sem
VÉR þekkjum". Hvaða Guð er það sem
Halldór vill nafngreina í þjóðsöngnum??
löngu síðan verið lagt allsherjar-
bann á slíka mannskemmandi og
heilsuspillandi framleiðslu.
íslartd mun nú vera jafnvel eina
land heimisins, þar sem góður bjór
er ekki leyfður. Margir telja það
skerðingu á mannréttindum, og
mun ekki fjarri lagi. Andstæðingar
b.jórs taka sína afstöðu vafalaust af
umhyggju fyrir siðfcrði og heilsu
landsmanna. Er það út af fyrir sig
góðra gjalda vert. En sé bjórinn
raunverulega svo mikill skaðvaldur,
Er það Kolumba helga eða Stalin?
Menn trúðu á Stalin fyrir fjörutíu
árum og gera kannski enn, og hann átti
herskara, sem hnýttu honum EKKI
KRANSA heldur steyptu honum af
stalli. En það eru einmitt herskarar
Guðs í þjóðsöngnum, scm Halldór kann-
ast ekki við í pisli sínum og segir orðrétt
„Hvaða herskarar eru þetta? Það á
enginn öflugri herskara til en Guð, hvað
sem Halldór SEGIR. Að lokum þetta.
Það væri gasalegur lofsöngur og þjóð-
söngur sem byrjar svona „Ó Stalin vors
lands“.
Fyrirfram þökk fyrir birtinguna.
Magnús Guðmundsson
Patreksfirði
sem látið er í veðri vaka, þá ætti
okkar siðavendni og heilsufar að
standa framar þeim þjóðum, sem
bjórs neytá. En sú ályktun gæti
reynst brigðul. Nóg er af ólöghlýðni
óg sóðaskap, og vant er að sjá fyrir,
hvort slík hegðun yxi til muna við
bjórneyslu. Allir þvílíkir samfélags-
legir misbrestir stafa frekar af upp-
eldis-mynstri en neysluvcnjum.
Bjórbann lýsir í rauninni mikilli
vantrú á ábyrgðartilfinningu fólks;
og félagskynjað vantraust cr jafnan
slæmur ráðgjafi. Samfélag, sem
ekki þolir bjórneyslu, riðar til falls
gegn öðrum hættulegri vímu-
gjöfum. Barátta gegn sívaxandi
hassplönturæktun og meðfylgjandi
neyslu slíkra heilafrumu-skemm-
andi „narkotika" væri lofsverðara
átak en andstaða gegn heilsusam-
legum, meltingarbætandi bjór. Far-
ísea-hugsunarháttur er aldrei til
fyrirmyndar: Bara ef við ekki fáum
bjór, þá er borgið okkar líkams- og
sálar-heill.
Svo einfalt er því miður málið
ekki. Laumuspil og leynibrugg efla
engar félagslegar dyggðir, sem
nauðsynlegar eru sérhverju ríkis-
borgaralegu samfélagi. Mest er um
vert að leika fyrir opnum tjöldum
og treysta uppeldiskerfi til þess að
leiðbeina mönnum á þeirri þroska-
braut, sem gerir þá hæfa til eigin
■ Ðr. Hallgrímur Helgason.
ákvarðanatöku, þegar frjálst er val.
Frjáls áfengislöggjöf gæti hér líka
orðið góður prófsteinn. Margir
mundu þá vafalaust frekar kjósa
fimm til tíu næringarríkar bjór-
flöskur en eina næringarlausa
brennivínsflösku.
Jákvæðni nýja testamentis, „Sæl-
ir eru þeir“, hefir löngum verið
tekin fram yfir neikvæðni gamla
testamentis, „Þú skalt eigi“. I þeim
anda yrkir séra Ólafur á Söndum
kvæði sitt, er hann segir:
„Gott er að drekka hið góða öl,
gleður það mannsins líf.“
Gleði er líka best í hófsemd; en
hófsemd er hollusta, og hollusta
löggjafa gagnvart þegnum er frelsi
innan settra marka. Þar stendur efst
á blaði frelsi til mannréttinda.
Dr. Hallgrímur Helgason.
HVflÐfl HERSKARAR ERU ÞETTA?