Tíminn - 22.03.1984, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.03.1984, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 22. MARS 1984 FIMMTUDAGUR 22. MARS 1984 •Y/ r t * ' iþróttir! KR-Haukar í úrslitum? Draumur Einars Bollasonar ■ Draumur Einars Bollasonar, KR- ings og þjálfara Hauka í Hafnarfirði gæti orðið að veruleika, það er að Haukar og KR leiki til úrslita í bikarkeppni Körfu- knattleikssambands íslands. Einar hefur iátið hafa það eftir sér, að þetta væri hans draumaúrslitaleikur, þetta væri leikur sem hann gæti ekki tapað. - En draumurinn gæti orðið veruleiki vegna þess að í undanúrslitum bikarkeppninn- ar drógust saman Keflavík og KR, og Valur og Haukar, Keflavíkingar og Vals- menn fengu heimaleik. - SÖE. Gottlieb vann Einar ■ Gottlieb Konráðsson frá Ólafslirði vann í skíðagöngu 20 ára og eldri sem keppt var í í Hlíðarfjalli við Akureyri uin helgina, mölið var 15 km. bikarmót. Einar Ólafsson frá ísafirði varð annar, og þriðji varð Pröslur Jóhannsson ísa- firði. í 17-18 ára flokki sigraði Haukur Eiríksson Akureyri, Bjarni Gunnarsson ísafirði varð annar og Finnur V. Gunn- arsson Ólafsfirði þriðji. í flokki 15-16 ára, þar sem gengnir § voru 7,5 km. sigraði Ólafur Valsson frá j Siglufirði, annar varð Baldvin Kárason ! Siglufirði og þriðji varð Ingvi Óskarsson Ólafsfirði. í flokki 13-14 ára sigraði Þórir Hákon- arson Siglufirði, annar varð Magnús Erlingsson Siglufirði og þriðji Sveinn Traustason Fljótum. í flokki 16-18 ára stúlkna sigrað Stella Hjaltadóttir ísatirði, Svanfríður Jóhann- csdóttir Siglufirði varð önnur og Svan- hildur Garðarsdóttir Isafirði þriðja. Auður Ebenezeisdóttir ísafirði sigr- aði í flokki 13-15 ára stúlkna, önnur varð Ósk Ebenezersdóttir fsafirði og þriðja Harpa Óðinsdótir Ólafsfiröi, ásamt Ey- rúnu Ingólfsdóttur ísafirði. -gk Akureyri/SÖE Johnston meðtvö ■ Þrír leikir voru í ensku knattspym- unni í fyrrakvöld, Watford vann Sunder- land 2-1 heima, Leicester og Everton gerðu jafntefli 1-1, og Luton og Birming- ham einnig 1-1. Maurice Johnston skoraði bæði mörk Watford, cn Gary Rowcll fyrir Sundcr- land. Paul Walsh skoraði fyrir Luton, Kevin Richardson fyrir Everton en Gary Lineker jafnaði fyrir Leicester. í annarri deild gerðu Middlesbro og Derby markalaust jafntefli í Middles- borough. - SÖE. Meistaramót í badminton ■ Unglingameistarmót íslands í badminton 1984 verður á Akranesi dag- ana 24-25. mars næstkomandi. Keppt verður í flokkum hnokka og táta (10-12 ára), sveina og meyja (12-14 ára), drengja og telpna (14-16 ára) og pilta og stúlkna (16-18 ára). Meistarmót íslands í badminton 1984 verður haldið í Laugardalshöllinni í Reykjavík dagana 31. mars og 1. apríl næstkomandi. Keppt verður í meistara- flokkum, öðlingaflokkum (40-50 ára) og æðsta flokki (50 ára og eldri). Þá verður keppt í öllum greinum karla og kvcnna. Þátttökutilkynningar eiga að berast BSÍs í síðasta lagi 23. mars. - SÖE. Evrópukeppni meistaraliða: LJVERP00L VARD SIÖTTA BRESKA UÐÍÐ ÁFRAM ÍEvrópukeppnunum í gærkvöld, vann Benfica 4-1 ■ Liverpool varð sjötta breska liðið sem komst áfram í undanúrslit Evrópu- keppnanna í knattspyrnu, er liðið sigraði Bcnfíca Lissabon í Portúgal 4-1 í gærkvöld, frábær frammistaða breskra. Ronnie Wheelan skaut Liverpool vel áfram, skoraði tvö mörk, Craig Johnston eitt. Stórsigur Liverpool kemur nokkuð á óvart, liðið náði aðeins að sigra Benfica 1-0 á Anfield Road í Liverpool, og Benfica hefur unnið með þremur til sjö mörkum í síðustu leikjum sínum í UEFA-keppnin: Tottenham rédi í Austurríki Frá Gísla A. Gunnlaugssyni íþróttafrétta- manni Tímans í V-Þýskalandi: ■ Tottenham réð lögum og lofum í Aust- urríki, þegar liðið mætti Austria Wien í Vínarborg. 1800 enskir áhorfendur fylgdu Tottenham á völlinn, og sköpuðu usla í Austurríki, sem áætlað var. Allmargir áhorfendur enskir voru teknir fastir meðan á leiknum stóð, en undir lokin hafði skapast ró á pöllunum. Tottenham lék kraftmikla vörn, hóf vörn- ina strax í sókninni. Austurríkismönnunum gekk illa að byggja upp, og vörn Englending- anna var sterk með Clemence í markinu á nýjan leik. Á 15. mínútu náði Tottenham forystu, en Alan Brazil komst einn í gegn, 1-0 í hálfleik. Prohaska jafnaði fyrir Austria á 60. mínútu úr víti, eftir að Gary Stevens hafði fellt Niylasi. Á 82. mínútu braust Gary Stevens upp að hornfána, en bjargað var í horn. Stevens tók hornspyrnuna sjálfur, en eftir að Austria mistókst að hreinsa frá, skoraði Osvaldo Ardiles með þrumuskoti af 14 metra færi í slána og inn í vinkilhorninu. Niylasi jafnaði á 87. mínútu, og Tottenham komst áfram. -GÁG/SÖE portúgölsku meistarakeppninni. Leikur Dynamo Berlin og AS Roma* þótti slakur. Berlín sótti öllu meira allan Ieikinn, en Falcao og Conti sérstaklega sköpuðu oft hættu í skyndisóknum Róm- verja. Staðan 0-0 í hálfleik, en Oddi varamaður í Romarliðinu skoraði eftir frábæran undirbúning Cerezo og Falcao. Eftir þetta slappaði Rómarliðið af, og gaf nokkuð eftir. Andreas Thom jafnaði á 76, mínútu, og Ernst skoraði sigurmark- ið á 86. mín. McGee með þrennu Mark McGee skoraði öll mörk Aber- deen gegn Ujpest Dozsa í Skotlandi. Leikurinn var framlengdur, staðan 2-0 eftir venjulegan leiktíma. Tveir aðrir leikir voru framiengdir í gærkvöld, leikir Nottingham Forest og Sturm Grax í UEFA-keppninni, og leikur Sparta Prag og Hadujuk Split í Evrópukeppni bikar- hafa. GÁG/SÖE 3 umsjón: Samúel Öm Erlingsson Evrópukeppni bikarhafa: SCHUSTER 0G MARAD0NA LENTU í SKUGGA R0BS0N ■ Tvö af frægustu félögum, Evrópu, Máiichester Utd. frá Englandi og Barce- lona frá Spáni léku að nýju í Evrópu- keppni bikarhafa í gærkvöld. Lið Manchester Utd. er metið á rúmar 260 milljónir króna, hvorki meira né minna, en komast þó leikmenn þeirra hvað verð áhrærir ekki í hálfkvisti við lið Barce- lona, því það er metið á hvorki meira né minna 660 milljónir króna. Fyrrí leiknum lauk með 2-0 sigri Barcelona, og voru leikmenn Man. Utd. óheppnir þar. Leikurinn í gær var spegilmynd leiksins um daginn, nema United hafði yfírhöndina allan tímann. Lið United fór varlega af stað, lék rólega, byggði upp hættulegar sóknir og seig á hægt og bítandi. Lið Barcelona ■ Einar Vilhjálmsson álti gott fyrsta mót í spjótkastinu um síðustu helgi. Einar sigraði heimsmethafann Tom Petranoff, kastaði rúma 85 metra, og sigraði í skólakeppni Un- iversity of Texas við UCLA. Úrslit í gærkvöld: Evrópukeppni meistaraliða: Dundee Utd Skotlandi-Rapid Wien Austumki................1-0 (2-2) IDundee kemst áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli). Dynamo Beriin Þýskalandi-AS Roma ftalíu.................2-1 (2-4) Dinamo Bukarest, Rúmeníu-Dynamo Minsk Sovét.............1-0 (2-1) Benfica, Portúgal-Liverpool Englandi ................... 4-1(5-11 Evrópukeppni bikarhafa: Manchester Utd, Englandi-Barcelona Spáni................3-0 (3-2) Shaktyor Donetsk, Sovét-Porto Portúgal .................1-1 (3-4) Juventus, Ítaliu-Haka Valkeokoska Finnlandi.............1-0 (2-0) Aberdeen, Skotlandi-Ujpest Dosza Ungverjaland ..........3-0 (3-2) UEFA-keppnin: Austria Wien, Austumki-Tottenham, Englandi........ .....2-2 (2-4) Hadjuk Split Jugóslavíu-Sparta Prag, Tékkóslóvakíu .....2-0 (2-1) Spartak Moskva Sovét.-Anderiecht Belgíu.................1-0 (3-4) Sturm Graz Austumki-Nottingham Forest Englandi..........1-1 (1-2) BIARTSÝNN A FRAMHAUNB Arsenalklúbburinn til Englands ■ Arsenalklúbburinn nefnast eldhress samtök, sem hafa höfuðstöðvarnar á Selfossi. Klúbburinn var stofnaður fyrir um einu ári, og hefur 125 félaga. Klúbb- urinn mun gangast fyrir utanlandsferð 20.-23. apríl n.k. til Englands, á heima- völl Arsenal, Highbury, til að sjá leik liðsins við Tottenham Hotspur. Verð fyrir manninn er á bilinu 9 þúsund til 9 þúsund og 5 hundruð. Hægt er að panta ferð fyrir 24. mars í síma 1344 á Selfossi á kvöldin. Þeir sem hafa hug á að ganga í Arsenalklúbbinn geta skrifað klúbbn- um utanáskriftin er: Arsenalklúbburinn, box 6, 802 Selfoss. -SOE Japanir kenna júdó hjá JSÍ um helgina ■ Tveir Japanir munu kenna júdó á vegum Júdósambands íslands um næstu helgi í íþróttahúsi Kennaraháskóla Islands. Japanirnir munu kenna bæði laugardag og sunnudag. Annar þessara Japana var heimsmeistari árin 1969 til 1971, svo eitthvað ættu þessir kappar að geta kennt júdómönnum okkar. -SÖE — segir Einar Vilhjjálmsson spjótkastari sem sigraði um helgina — Oddur varð annar í 400 metra hlaupi ■ Ég er mjög bjartsýnn á framhaldið, og mjög ánægður með það sem ég hef verið að gera, í undirbúningi og keppni", sagði Einar Vilhjálmsson, spjótkastarinn sterki, í samtali við Tímann í gær. Einar keppti um síðustu helgi á fyrsta móti sínu í ár, og sigraði þar sjálfan heimsmethaf- ann í spjótkasti, jafnframt því að sigra í spjótkasti á mótinu. Einar kastaði 85,12 metra, og Petranoff varð annar með 80,40 metra. Keppnin var skólakeppni milli Universrty of Texas, skóla Einars, Odds Sigurðssonar og Oskars Jakobssonar, og UCLA, háskólans í Los Angeles. Oddur Sigurðsson keppti einnig á mótinu, varð annar í 400 metra hlaupi, og náði betri árangri en hann hefur áður náð svo snemma á keppnistímabili. „Þetta er alveg ljómandi, þetta gekk framar vonum“, sagði Einar. „Það var frekar óvænt að ég tók þátt í þessu móti. ■ég reiknaði ekki með því fyrir keppnis- tímabilið. Eg sló til, skólinn þurfti að fá stig, og mótið virtist mjög spennandi þar sem Petranoff hafði tilkynnt þátttöku, hann keppti sem gestur. Mótið var líka skemmtilegt, gott veður og fínt“, sagði Einar. Einar sagði að Oddur hefði átt mjög gott hlaup í 400 metrunum. Hann hefði hlaupið á 46,6 sekúndum á handtíma- töku, sem jafngilti 46,8 á rafmagnstíma- töku. „Árangur Odds lofar góðu“ sagði Einar, „Oddur leiddi hlaupið allt þar 'Atil 50 metrar voru eftir, þá komst einn fram úr honum“. - Nú átti Sigurður Einarsson gott kast STJARNA STUTTGART SKÍN NÚ AD NVJU Ásgeir skoraði eitt af fjórum mörkum gegn Úerdingen ■ Ásgeir Sigurvinsson lék vel í fyrra- kvöld, og hefur nú tekið þá skyldu á sig að taka vítaspyrnur fyrir Stuttgart, en vítaspymur hafa verið höfuðverkur hjá liðinu í vetur. Tímamynd Róbert Frá Gísla Á. Gunnlaugssyni íþróttafrétta- manni Tímans í V-Þýskalandi: ■ „Við voram sannariega taugaóstyrk- ir í upphafí, og það var áreiðanlega sýnilegt að áfötlin að undanförnu hafa sannarlega sett svip sinn á leik okkar. En eftir fyrstu tvö mörkin náðum við okkur á strik, og það mikilvægasta var að ná að sigra. Nú verður ferðin til Kölnar um næstu helgi talsvert léttari, við erum aftur meðal þriggja efstu og allir mögu- leikar ennþá opnir", sagði Helmut Bent- haus þjálfari Stuttgart eftir 4-0 sigur Stuttgart á Bayem Úerdingen í Búndes- lígunni í fyrrakvöld. Stuttgart lék frekar dauflega í fyrri hálfleik. Niedermayer léku með að nýju eftir meiðsli, og kunna þær breytingar að hafa haft nokkuð að segja. Frískasti leikmaður Stuttgart í fyrri hálfleik var Ohlicher, sem skoraði fyrsta markið á 27. mínútu eftir sendingu frá Niederm- ayer. Á 45. mínútu var svo dæmd vítaspyrnu á Uerdingen, eftir að Wales- búinn Thomas í liði Uerdingen brá Ohlicher innan vítateigs. Ásgeir Sigur- vinsson tók vítaspyrnuna og skoraði örugglega, staðan í hálfleik 2-0. f síðari hálfleik lék Stuttgart mun betur, og 18500 áhorfendur þekktu nú aftur liðið sem leikið hafði svo vel eftir áramótin. Leikur liðsins var allur annar og var vel stjómað af Ásgeir Sigurvins- syni sem ásamt Ohlicher var besti maður liðsins. Á 47. mínútu bætti Comeliusson þriðja markinu við eftir sendingu frá Ohlicher, tólfta mark Svíans í vetur. Tveimur mínútum fyrir leikslok náði Bem Förster að skora fjórða markið með þrumuskoti af 20 metra færi beint úr aukaspyrnu. Úerdingen átti aldrei möguleika gegn Stuttgart í leiknum, þrátt fyrir slakan fyrri hálfleik Ásgeirs og félaga. Lands- liðs-„sweeperinn“ Herget lék ekki með Úerdingen vegna meiðsla, en í stað hans lék Dietman Klinger sem vegna síend- urtekinna brota á leikmönnum Stuttgart var rekinn útaf á 65. mínútu, og varð þar með átjándi leikmaðurinn í Búndeslíg- unni í vetur til að sjá rauða spjaldið. Aldrei áður hefur svo mörgum verið vikið útaf á einu keppnistímabili í Bundeslígunni, í fyrra var t.d. einungis tólf mönnum vikið af leikvelli allt -•keppnistímabilið. -GÁG/SÖE Petranoff um síðustu helgi? „Já, alveg hreint, það er geysilega gaman að því hve Sigurður er að koma upp. Hann á örugglega eftir að gera betur í ár, hefur æft mjög vel og ér mjög sterkur, þetta lofar góðu,“ sagði Einar Vilhjálmsson. Næsti stórviðburður hjá íslenska frjálsíþróttafólkinu í Bandaríkjunum er 4. apríl, Texas Relays-leikarnir. Þá mun Óskar Jakobsson keppa í fyrsta sinn í ár, og flestir ísle: dingarnir ytra munu verða þar. - SÖE Landsflokkaglíman um helgina ■ Landsflokkagl,man 1984 verður glímd um helgina. Keppt verður í 6 flokkum, þremur flokkum fullorðinna, og þremur yngri flokkum. Keppendur era 25, frá fjórum félögum, 10 frá HSÞ, 10 frá KR, 3 frá Víkverja og 2 frá Ármanni. Þrír keppendur verða í yflr- þyngd, fjórir í milliþyngd og fimm í léttþyngd. Tveir keppendur verða í unglingaflokki, fimm í drengjaflokki og sex í sveinaflokki. Glímt verður í íþróttahúsi Vogaskóla í Reykjavík, og hefst glíman klukkan 17.00 á laugardag. -SÖE tók á móti Englendingunum lanet úti á THflTTeSTrangst ö ð u t a k t flcTemgelF vel upp framan af. Þjóðverjinn Schuster og Argentínumaðurinn Maradona báru af í liði Barcelona framan af, en döluðu þegar á leið, og stjörnur United fóru að skína, engin þó skærar en Bryan Robson. Smám saman urðu Englendingar hættulegri. Muhren gaf vel fyrir og hætta skapaðist, og Whiteside skaut í slá. Á 23. mín. kom fyrsta markið, hornspyrna Wilkins var skölluð áfram til Robson sem kastaði sér áfram og skallaði stór- glæsilega í netið. Er á leið þyngdist sóknin enn, og á 50. mínútu skoraði mark sitL Bryan Róhson annað_______________ leiknum. Moses gaf fyrir af hægn kanti. knötturinn barst til Wilkins inni í víta- teignum sem skaut hörkuskoti sem markvörðurinn hélt ekki. Robson náði frákastinu og ýtti knettinum yfir mark- línuna. Stórkostleg stemmning skapaðist á áhorfendapöllum á Old Trafford, er Man Utd. hafði unnið upp muninn. Og strax á 53. mín skoraði United enn. Frank Stapleton skoraði með föstu skoti af 10 metra færi. Nokkur rangstöðulykt var af markinu, en það gilti. Barcelona náði ekki að svara, komst ekki í færi. GÁG/SÖE Southampton skelHi Wednesday og fer áfram í bikarnum ■ Sonthampton mun leika gegn Ever- ton í undanúrslitnm ensku bikarkeppn- innar í knattspyrnu. Southampton vann stórsigur á Shefficld Wednesday í öðrum leik liðanna í 8 liða úrslitum í fyrrakvöld 5-1, en leikið var á the Dell, heimavelli Sonthampton. Sheffield Wednesday byrjaði leikinn af krafti, og skoraði fyrsta markið, Peter Shirtliff eftir hornspyrnu. Peter Shilton hélt Southampton á floti framan af með góðri markvörslu, og Steve Williams jafnaði svo óvænt fyrir Southampton með glæsiskoti beint úr aukaspyrnu. Skömmu síðar skoraði Wednesday sjálfsmark, og síðan hallaði undan fæti hjá liðinu. Mark Wright skoraði með skalla þriðja markið, Steve Morgan fjórða og David Armstrong fimmta. Þrjú síðustu mörkin komu í síðari hálf- leik, þá réði Southampton lögum og lofum á vellinum. í hinum undanúrslitaleiknum leikur Watford við þriðjudeildarlið Plymouth Argyle. Báðir leikirnir verða 14. apríl. -SÖE ■ FH varð á dögunum íslandsmeistari í stúlknaflokki í innanhússknatt- spyrnu, en keppt var á Akranesi. Til úrslita léku ÍA og FH, og sigruðu FH-stúlkurnar í spennandi leik 2-1. Á myndinni er signrlið FH ásamt þjálfara sínum. Standandi frá vinstri eru Guðrún Ögmundsdóttir, Helga Sigurðardótt- ir, Sandra Antonsdóttir og Albert Eymundsson þjálfari. Krjúpandi eru Helga Guðmundsdóttir til vinstri og Sigrún Skarphéðinsdóttir til hægri. Vfkingsmótið íborðtennis: GUNNAR OG RAGNHILDUR BEST ■ Gunnar Finnbjömsson Erainum og Ragnhildur Sigurðardóttir UMSB vora best á Víkingsmótinu í borðtennis, sem , haldið var í Fossvogsskóla og Laugar- dalshöll um síðustu helgi. Gunnar sigraði Stefán Konráðsson Víkingi í æsispenn- andi leik í úrslitum meistaraflokks karla 2-1, 21-18, 18-21 og 21-19. RagnhUdur sigraði Ástu Urbancic Eminum í úrsUta- leik í kvennaflokki 2-1 21-15, 17-21 og 21-12. Þetta var fimmti sigur RagnhUdar á Víkingsmótinu á jafnmörgum áram. Úrslit urðu þessi á mótinu: Mcistaraflokkur karla: 1. Gunnar Finnbjörnsson Erainum, 2. Stefán Konráðsson Víkingi, 34. Tómas Guðjónsson KR. 3.4 Tómas Sölvason KR. Meistaraflokkur kvenna: 1. Ragnhildur Sigurðardóttír fJMSB, 2. Ásta Urbancic Eminum, 3.4. Sigrún Bjamadóttír UMSB 3.4. Kristín Njálsdóttír UMSB 1. flokkur karla: 1. Kristján Viðar Haraldsson Vfldngi, 2. Bergur Konráðsson Víkingi, 3. Bjarai Bjamason Vflúngi 1. flokkur kvenna: 1. Ehn Eva Grimsdóttír Eminum, 2. Maria Hrafnsdóttír Víkingi, 3.4. Hjördís Þorkelsdóttír Víkingi. 3.4. Gróa Sigurðardóttír Eminum. 2. flokkur karla: 1. Valdimar Hannesson KR, 2. Snorri Briem KR, 3.4. Bjami Hauksson Vfltingi, 3.4. Magnús Þorsteinsson KR. f 1. flokki karla var hörkukeppni, en þar voru Víkingar allsráðandi. Jónas Kristjánsson, punktahæsti maður 1. flokks fyrir mótið hitti ■ á Berg Konráðs- son í 2. umferð, og sigraði Bergur mörgum mjög á óvart 2-1 í mesta hörkuleik mótsins, 18-21, 25-23 og 21-19, en í oddalotunni hafði Jónas yfir 17-10. í úrslitaleik hittust Kristján og Bergur og sigraði Kristján 2-1 í hörku- leik, 19-21, 21-18 og 21-18. -SÖE Elmar til Þýskalands ■ Elmar Geirsson, fyrrum knattspyrnukappi í Fram, Hertha Trier í V-Þýskalandi og KA er nú á leið til V-Þýskalands. Ætlar Elmar að taka þátt í miklum afmælishátiðahöldum í Trier, og leika þar með gullaldariiði Trier. Trier er elsta borg Þýskalands, 2000 ára í ár, og verða mikil hátíðahöld þar á næstunni í tilefni þess. Einn liður í hátíðahöldum borgarinnar er sá, að lið Hertha Trier frá 1976 leikur við heims- meistara V-Þóðverja 1974. Elmar mun því etja kappi við þá Franz Becken- bauer, Gerd Múller. Sepp Maier og fleiri 19. apríl, cn þá á leikurinn að verða. Elmar Geirsson lék síðast í íslands- móti sumarið 1982, þá með KA á Akureyri. Síðan hefur Elmar æft og leikið með „old boys“ tiði félagsins. gk - Akurcyri. Metin verða ekki staðfest ■ Allmargir KR-ingar lyftu yfir gild- andi unglingametum í sínum flokknm í kraftlyftingum í sveitakeppninni í kraft- lyftingum um síðustu helgi. Met þessi fást þó ekki staðfest, þar eð í reglum kraftlyftinga er, að ekki megi allir þrír dómarara vera frá sama félagi, sem var í félagakeppninni. Einn keppandi hjá KR, Hjalti „Úrsus“ Árnason reyndi að lyfta 342,5 kg í réttstöðulyftu, en honum mistókst. Sú þyngd er 2,5 kg meiri en gildandi heimsmet unglinga. í sigursveit ÍBA í félagakeppninni voru Kári Elísson, Freyr Aðalsteinsson, Víkingur Traustason, Flosi Jónsson, og Jóhannes Hjálmarsson. { B-sveit KR sem var í öðru sæti voru Halldór Eyþórs- son, Viðar Sigurðsson, Matthías Egg- ertsson, Magnús Steindórsson og Ólafur Sveinsson. í A-sveit KR sem varð í þriðja sæti voru Hörður Magnússon, Hjalti Ámason, Alfreð BjörnssonBirgir Þorsteinsson og Halldór E. Sigurbjörns- son. -SÖE. Blak í kvöld ■ í kvöld eru tveir leikir í 1. deild kvenna í blaki. Þróttur og Vöisungur keppt í íþróttahúsi Vogaskóla klukkan 22.(X), og Breiðablik og Víkingur í íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi klukkan 22.00. - SÖE. ■ Dregið hefur verið í happdrætti Körfuknattleikssambandsins. Eftirtalin númer komu upp: 5146,3187,7574,375, 3092, 2715, 2539. Öll hafa númerin í för með sér utanlandsferð með Samvinnu- ferðum/Landsýn að verðmæti um 15 > þúsund krónur. - SÖE.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.