Tíminn - 06.04.1984, Side 2

Tíminn - 06.04.1984, Side 2
2 fréttir FQSJUDAqii^ 6.(.^PRÍ1. 1984 ELDURIAR- BÆJARKIRKIU ÞORSKAFUNN LAKARI í ÁR EN SÍÐASTA ÁR — þrátt fyrir stórfréttir um gífurleg aflabrögð og fiskgengd ■ l'rátl fyrir stórfréttir af gifurlcguin allabrögðum og fiskgengd viö vestanvert landiö cr þorskaflinn og afli annarra botnfiska heldur lakari í ár en í fyrra, og var vertíöin þá samt slæm. Halldór Ásgrínrsson sjávarútvegsráðherra upp- lýsti á Alþingi í gær, í miklum framhalds- umræðum um kvútakerfiö, aö botnflsk- afli togara fyrstu þrjá mánuöi ársins væri rúm 73 þúsund lestir, en var í fyrra tæpar 75 þús. Icstir. Þorskafli togaranna er 40(1 lcstuin lakari í ár en á tímabilinu jan-mars í fyrra. I'orskafli bátanna er 12 þús. lestum minni en í fyrra en þá var hann rúmar 66 þús. lestir, en er rúmar 54 þús. lestir í ár. Sá afli sem bátarnir hafa veitt, annar en loðna, er 12 þús. lestum minni en í fyrra. Aflaminnkunin er aðallega á Suður- landi og Reykjanesi en þar kemur á móti að frá þessum landssvæðum er lang- stærstur hluti loðnuflotans gerður út. En fyrstu þrjá mánuðina í ár er rækjuaflinn 50% meiri en á sama tíma í fyrra og sama er að segja um hörpudisk. Þessar bráðabirgðatölur eru frá Fiski- félagi íslands. Árni Johnsen hélt því fram að afla væri hent í stórum stíl og nefndi að allt að 40% af afla sumra skipa væri hent fyrir borð þegar um lélegan fisk er að ræða. Sjávarútvegsráðherra sagði að ráðuneyt- ið hefði engar upplýsingar um slíkt atferli sjómanna og minnti á að slíkt gæti haft alvarlegar áfleiðingar, m.a. væri hægt að svipta menn veiðileyfum fyrir að henda afla, og hefði hann ekki trú á að slíkt gerðist í miklum mæli. — kveikt var í rusli inné í hálfkláraðri byggingu ■ Elds varð vart í kirkjubyggingu í Árbæjarhverfi um klukkan liálf níu í gærkvöldi og var slökkviliðið kvatt á vettvang. Kveikt hafði veriö í rusli inni í kirkjuskipinu og lagði mikinn reyk út um bygginguna scm er enn ekki fokheld. Tókst fljótlega að ráða niður- lögum eldsins og þurfti ekki að dæla vatni inní kirkjuna. Að sögn Arnþórs Sigurðssonar hafði verið kveik í einangrunarplasti og öðru lauslegu drasli og lagði mikinn reyk frá þessu en engin hætta stafaði af eldinum. Hjá lögreglunni á Draghálsi fengust þær upplýsingar að ekkert væri vitaö um hver ætti sök á þessum eldi en helst er talið að krakkar hafi kveikt þarna í. - b Aðalfundur Islands: HLUTAFE AUKIÐ UM 50% skipstjóra Karlseyjar ■ Verkfall hefur veriö boðaö frá 11. apríl n.k. á skipi Þörungavinnslunnar á Reykhólum, Karlsey, sem notað er til þangflutninga fyrir verksmiðjuna. Verk- fallið er boðað af Skipstjórafélagi lslands fyrir hönd skipstjórans á Karlsey. Að sögn skipstjórans, Halldórs Stein- þórssonar, hefur áhöfn Kartseyjar verið á sérstökum kjarasamningum, en skips- menn hafa krafist þess að fá aðild að kjarsamningum sem gilda fyrir áhafnir flutningaskipa, sem eigendur skipsins hafa ekki viljað fallast á. Karlsey sagði hann um 170 tonna skip, sem auk þangflutninganna annaðist ýmiss konar aðra flutninga fyrir verksmiðjuna. Taldi hann því ekki óeðlilegt að sömu kjara- samningar giltu fyrir áhöfn Karlseyjar og t.d. fyrir áhöfn flóabátsins Baldurs, þar sem bæði stærð skipsins og starfsemi væri nokkuð áþekk. Mun á beinum launum sagði Halldór ekki mikinn, held- ur væri um ýmis önnur atriði að ræðá, sem á milli beri. Þangskurður stendur yfir mánuðina maí til október, og er nú unnið að því að ditta að Karlseynni fyrir sumarúthaldið. Um 30 manns vinna hjá verksmiðjunni á þessum háannatíma, sem allir verða verklausir svo lengi sem samningar nást ekki miili skipstjórans og viðsemjenda hans. -HEI Fiskveiðibann um páska nær aðeins til netabátanna ■ Fiskviðibann um páska mun að þessu sinni aöeins ná til netabáta vegna tilkomu kvótakerflsins. Sjómenn á neta- bátum verða nú aö hafa dregið öll net sín úr sjó kl. 22.00 þann 17. aprfl n.k. og mega ekki leggja þau á ný fyrr en á hádegi þann 24. aprfl, samkvæmt reglu- gerð sem gefin hefur verið út af sjávarút- vegsráðuneytinu. Þá hefur sjávarútvegsráðuneytið sett reglugerð um tvö sérstök línu- og neta- veiðisvæði út af Suðvesturlandi og Faxa- flóa þar sem allar veiðar með botnvörpu og flotvörpu verða bannaðar frá og með 5. apríl til og með 15. maí. Sú undantekn- ing er þó frá því banni að togveiðar verða heimilaðar þar þá daga um pásk- ana sem netaveiðar eru bannaðar, eins og frá er greint hér að framan. Framangreind línu- og netaveiðisvæði eru tvö af þeim þrem svæðum sem ákveðin hafa verið á undanförnum ver- tíðum. Reglugerð þessi er sett í þeim tilgangi að koma í veg fyrir veiðarfæra- tjón og árekstra milli línu - og netabáta annars vegar nog togskipa hins vegar. -HEI ■ Þannig lítur nýja gámaflutningaskip Sambandsins út. Sambandið kaupir gámaf lutningaskip ■ Skipadeild Sambandsins hefur fest kaup á þýska gámaflutningaskipinu “Lucy Borchard" og verður það afhent um miðjan næsta mánuð. Kaupverð þess er um 78 milljónir króna. Nýja skipið er fyrsta íslenska kaupskipið, sem útbúið er sérstökum gámagrindum í lestum, sem auðvelda allan sjóbúnað og auka öryggi í vörumeðferð. Skipið verður notað í áætlunarsiglingar milli íslands og Evrópu og leysir það af hólmi erlent leiguskip. 13 manna áhöfn verður á skipinu og burðargeta þess er 3850 tonn. -GB — Hagnaður félagsins á síðasta ári var 97.2 milljónir ■ Hlutal'é Eimskipalélags lslands verður hækkaö úr 60 milljónum króna í 90 milljónir með útgáfu jöfnunarhluta- bréfa. Ákvöröun um þaö var tekin á aðalfundi félagsins, sem haldinn var í Reykjavík í gær. Hlutafé Eimskips hefur því aukist úr 19.5 í 90 milljónir króna á tveimur árum. Halldór H. Jónsson stjórnartormaður Eimskips flutti skýrslu stjórnar og kom þar fram að hagnaður af rekstri félagsins var 97.2 milljónir króna á árinu 1983. Velta félagsins á því ári jókst um 83% frá árinu á undan og námu heildartekj- urnar 1750 milljónum króna. Ástæður þessara góðu rekstrarskilyrða má m.a. rekja til bættra ytri skilyrða, svo sem lægra olíuverðs, og til betri nýtingar Hollustuverndin fylgir ekki lögum vegna f jársveltis — segir í ályktun Heilbrigð- isfulltrúafélags íslands ■ Aðalfundur Heilbrigðisfulltrúafélags íslands scm haldinn var fyrir skcmmstu telur það alvörumál að fjárveitingar til Hollustuverndar ríkisins séu svo naumar að hún geti ekki sinnt þeim verkefnum sem henni eru ætluð lögum samkvæmt og skorar á heilbrigðis og trygginga- málaráðherra að beita sér fyrir auknum fjárveitingum stofnuninni til handa. Þá er í ályktuninni bent á þá hættu sem því er samfara að dregið sé úr þeim fjölda sýna af ncysluvörum sem heilbirðisfull- trúar landsins telja nauðsynlegt að senda til gerlarannsókna. Ennfremur er bent á að framlög til cfnarannsókna séu sáralítil og aðstaða til þeirra engin innan Hollustuverndarinnar, þrátt fyrir að efnarannsóknir séu síst þýðingarminni við heilbigðiseftirlit en gerlarannsóknir að mati fundarins. -b. skipastólsins. Heildarflutningar Eim- skips á síðasta ári námu 669 þúsundum tonna og er það 18% aukning frá 1982. Hafa flutningar félagsins aldrei verið meiri í tonnum talið. Halldór sagði í ræðu sinni, að frysti- flutningar í gámum myndu verða auknir verulega frá því sem nú er og félagið hefði því ráðist í kaup á rúmlega 200 frystigámum af nýjustu gerð. Sagði Halldór, að í náinni framtíð mætti gera ráð fyrir að 40-50% af frystum fiski yrði fluttur í frystigámum. Um verkefni ársins 1984 sagði Halldór, að 20-21 skip yrðu að jafnaði í rekstri á árinu, eins og í fyrra. Þá sagði hann að fjárfestingar félagsins yrðu um- talsverðar á árinu, og nefndi m.a. kaup á tveimur nýjum gámaskipum fyrir Skandinavíusiglingar, byggingu flutn- ingageymslu fyrir frystan fisk og útvegun nýs lítils frystiskips. I lok ræðu sinnar lagði Halldór svo áherslu á að Islendingar héldu vöruflutn- ingum fyrir varnarliðið á Keflavíkurflug- velli, en þeir færu ekki til bandarískra aðila. Slíkt yrði áfall fyrir samskipti þjóðanna. -GB ■ Halldór H. Jónsson stjórnarformaður Eimskipafélags íslands flytur skýrslu stjórnar á aðalfundi félagsins í gær. Hörður Sigurgestsson forstjóri fyrirtækisins hlýðir á. Allir verda verklaus- ir ef ekki semst við

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.