Tíminn - 06.04.1984, Síða 9

Tíminn - 06.04.1984, Síða 9
FOSTUDAGUR 6. APRIL 19(0 Mimrn 9 \\ á vettvangi dagsins Enn um heimavinnandi húsmæður Opið bréf til Katrínar Oddsdóttur frá Páli Péturssyni ■ Heiöraða Katrín. Ég þakka þér kærlega hlýja kveðju í Tímanum 23. mars varðandi tillögu þá til þingsályktunar er ég flyt varðandi lífeyrisréttindi húsmæðra þar sem ég legg til að Alþingi álykti „að skora á ríkisstjórnina að láta semja frumvarp til laga um lífeyrissjóð fyrir þær húsmæður sem ekki hafa þegar öðlast rétt til aðildar að lífeyrissjóöi". Það gleður mig að þér þykir ég hreyfa þörfu máli. Reyndar þóttist ég viss um það að ég ætti margan samherja varðandi þessa tillögu. Ég hef nokkuð hugleitt lífeyrissjóðsmál og hvernig þau hafa þróast í velferðarþjóðfélaginu okkar og komist á snoðir um það að þar má margt betur fara. Raunar er það alveg furðu- legt hvernig þau mál hafa fengið að þróast án þess að maður fái séð að um nokkurt skipulag hafi verið að ræða. Hver hefði átt að skipuleggja? Alþingi? Launþegasamtök? Svarið liggur ekki í augum uppi en ég held að allir hljóti að sjá að það er mjög óheppilegt hvernig komið er. Lífeyrissjóðir eru fjöldantarg- ir og bjóða sjóðfélögum mjög misjöfn kjör. Sumir hafa verið byggðir upp af mikilli framsýni og sjá mjög vel fyrir sínum, en aðrir hafa brunnið upp á verðbólgubálinu og eru vanmegnugir. Langt er síðan að einstökum alþingis- mönnum varð það ljóst að rétt væri að stefna að einum lífeyrissjóði fyrir alla landsmenn. Ég hef það fyrir satt að Ólafur Jóhannesson hafi flutt sína jóm- frúræðu á Alþingi um það efni. Pó hefur ekkert miðað í rétta átt. Ótal smákóngar stýra hver sínum sjóði og um þá stjórn alla má fara mörgum orðum. I greinar- gerð með tillögu minni læt ég fylgja huglciðingar um það hvernig ég tel að unnt sé að koma á einum lífeyrissjóði fyrir alla landsmenn. Ég tel að vel gæti komið til greina að ákveða innan tíðar með lögum, að allir lífeyrissjóðir skuli sameinaðir að liðnum nokkrum aðlög- unartíma. Þetta gæti gerst t.d. árið 1995. Undirbúningur gæti orðið þannig að frá ákveðnum degi greiddu allir landsntenn á starfsaldri tillag í sameiginlegan lífeyrissjóð og þeir sem þess óskuðu gætu fært réttindi sín úr sérlífcyrissjóði Gfsli Kristjánsson: Útlendingar við störf á íslandi ■ Fyrir stuttu sögðu fjölmiðlar frá því, að nú þurfi Norðurlandabúar ekki að sækja um atvinnu- og dvalarleyfi hér á landi. þótt þeir komi í atvinnuleit hér. Þessa var getið í sambandi við komu fólks er hér bauðst starf við fiskvinnslu. Þetta er nokkuð nýtt og gott að vera laus við mas og bras, sem ég hef staðið í um aldarþriðjungs skeið til aðstoðar hús- bændum og hjúum, sem þurftu að útfylla heilmikil skjöl og gögnin síðan að kom- ast til útlendingaeftirlitsins svo að félags- málaráðuneytið gæti skoðað þau og veitt leyfi ef verðugt þætti. Nú upplýsir félagsmálaráðuneytið, að aðeins þurfi Norðurlandabúar að mæta hér með skrifleg gögn frá sveitarstjórn- um sínum, er sýni og sanni hverjir þeir séu hver sé hæfni þeirra, þá er ísland þeim opið land. Fyrir nokkrum árum gekk í gildi samþykkt um þetta efni milli Norðurlandanna, að forskrift ráðherra- nefndar, en þá var ísland ekki viðbúið að vera með, en áskildi sér fyrirvara, af ótta við of mikið innstreymi sem gæti valdið vanda, og fyrirvarinn var veiting leyfis hér til dvalar og starfa með þókn- anlegri samþykkt ráðuneytis. Þessa sögu kannast ég vel við, þar hef ég staðið í hringiðu hlutverkanna rúman aldarþriðjung. Útlendingar við sveitastörf Á styrjaldarárunum 1940-1945 hvarf fjöldi ungmenna úr sveitum landsins til atvinnu fjarri heimabyggðum fyrst og fremst á suðvesturhorn landsins og til annarra þéttbýlisstaða. Þótt ætlunin hafi verið að koma heim aftur fór það svo, að þorri hinna ungu staðnæmdist utan fyrir heimkynna. Af þvi leiddi víða, að ættliðaskiptin við bústörf í sveitunum trufluðust og þar kom. að aldna fólkið, er eftir sat. hafði hvorki þrek né heilsu til að gegna erfiðustu störfunum og úr einhverri átt hlaut að koma aðstoð til þess að býli féllu ekki úr byggð. Strax að loknu stríði kom ég heim til landsins, eftir langa útivist. Kynntist ég fljótt bændum vítt um sveitir og var þá oft spurður hvernig best yrði leystur sá skortur, er var á vinnuafli við sveitastörf. Þá þegar hafði ég fengið fyrirspurnir austan yfir fslandsála um hvort mögu- leikar væru á íslandi til atvinnu fyrir ungmenni, er þá höfðu hug á að kynnast fólki með öðrum þjóðum. eftir langa innilokun á heimaslóð, og helst þótti álitlegt, að fara þangað. sem land og þjóð lá ekki í örtröð eftir sprengjuárásir, hallæri og hörmungar af völdum styrjald- arinnar. I fyrstu röð voru það dönsk ungmenni, sem til mín leituðu. fyrst fyrir tilstilli fólks, sem ég þekkti og mér höfðu kynnst í ýmsum hlutum Danmerkur, og þar sem hér um ræddi eingöngu viðhorf til sveitastarfa var auðsætt, að með því að kanna hæfni umsækjenda annars vegar og óskir bænda um aðstoð til ákveðinna hlutverka mundi unnt að samrýma viðhorfin ef leyfi yfirvalda yrði heimilað um innflutning vinnuafls. Á skömmum tíma féll þetta allt í ljúfa löð og strax vorið 1947 komu hingað nokkrir tugir danskra pilta til bústarfa á íslandi. Og boltinn valt og óx ört. Næstu ár stækkaði hinn árlegi hópur og ungar stúlkur komu með. Þetta þótti vel til takast, enda var Ieitast við til hins ítrasta að vanda val ungmenna og á hinn bóginn voru þau ekki send til hvers sem óskaði aðstoðar þeirra. Þýska verkafólkið Búnaðarþing 1947 samþykkti að leita aðstoðar atvinnumálaráðuneytisins með könnun og framkvæmd við innflutning vinnuafls til aðstoðar bændum. Á næsta Búnaðarþingi (1949) var ítrekuð sam- þykkt um þctta efni og óskað skjótrar úrlausnar. Ráðuneytið hófst strax handa og varð að ráði, að til Þýskalands voru sendir tveir menn, er í samráði við íslenskan konsúl í Lúbeck, skyldi ráða hingað 200 manns til sveitastarfa. Þegar þetta var auglýst í Þýskalandi streymdu umsóknir inn svo að vandi var á höndum, en hæfni fólksins til bústarfa á íslandi var ekki létt að meta. Niðurstaðan varð, að hingað komu í maí 1949 rúmlega 180 manns, síðar um sumarið bættist í hópinn svo að samtals komu á þessum vegum full 300 en beiðnir bænda um starfslið námu 330 manns, konur og karlar. í kring um þetta varð mikið vafstur, bæði við ráðningar, flutninga til landsins og ekki síst í sambandi við ýmsar vistir. Gagnkvæmt urðu ýmsir fyrir vonbrigðum og sundurlyndi spratt í því sambandi í nokkrum tilvikum svo að af því leiddi málaferli. Hvarf sumt af fólkinu því fljótt úr vistum, ýmsir fóru fljótlega til Þýskalands eða eitthvað annað svo að þegar árið var liðið töldust hér eftir aðeins 190 einstaklingar, enda þótt vistráðning fyrirfram væri undirrit- uð tii tveggja ára. Álitlegur hópur þess- arar tölu voru konur, sem þegar voru orðnar íslenskir ríkisborgarar með því að giftast íslenskum bændum. Og það skal sagt og undirstrikað hér. að margar þessarar þýsku kvenna hafa reynst hér fyrirmyndar húsmæður landi sínu og þjóð til sóma og til virðingar heimilum, er þær hafa stjórnað með heiðri og heill. Að dómi þeirra, sem stóðu fyrir athöfnum í þessu sambandi, varð þessi viðleitni og árangurinn alls ekki í sam- ræmi við það, sem menn höfðu vænst fyrirfram. og misfellur þar á miklu fleiri en kostir, enda ekki aftur sýnd viðleitni af sama tagi til útvegunar vinnuafls að utan. Nýr áfangi Störf þau, er ég hafði lagt af mörkum á árunum 1947-1952,. til yistunar ungs fólks frá Danmörku aðallega. báru góð- an og ágætan árangur, enda jafnan útvalinn hópur með meðmælabréf frá fyrri húsbændum. Þegar þýska fólkið hvarf úr sveitum óx eftirspurn eftir Norðurlandabúum og það leiddi til þess, að húsbændur mínir mæltust til þess. að ég annaðist útvegun fólks, en í sambandi við þýska fólkið hafði ég engin hlutverk á starfsskrá. Á næstu árum varð síðan ört inn- streymi ungs fólks til bústarfa hér, á árunum 1956-1960 samtals 220-340 manns árlega, þar af yfirgnæfandi meiri- hlutinn dönsk ungmenni, sem komu hingað beint úr lýðskólum og íþrótta- skólum, sérstaklega valin af kennurum og skólastjórum skólanna og hver vistun miðuð við þau aðalhlutverk, sem ís- lenskir bændur tilgreindu með óskum sínum um útvegun vinnuafls Það skal sagt um leið og þessa er getið, að hver einstaklingur var fyrirfram ráð- inn til ákveðins bónda og sú skráning öll fór fram á mínum vegum hér en ytra hjá íslenskum kennara í Sönderborg, Jóni Þorsteinssyni, frá Dalvík, sem í þessu efni veitti ómetanlega aðstoð árum sant- an og hefur aldrei fengið þakklæti né umbun fyrir, en þær ráðstafanir voru í reynd ómetanlegar. Með þessi mál hef ég síðan farið til þess dags, er ég lét af störfum hjá Búnaðarfélagi íslands eða um rúman aldarþriðjung samtals. Árangurinn telst mér til að sé nálægt 2700 vistráðningar útlendinga, sem ég hef annast og þar af eru rétt um 2000 Danir. Þegar svo bætist við þessa tölu 300 þýskir borgarar 1949, nemur tala útlendinga. til bústarfa ráðnir á um- ræddu skeiði, rétt um 3000 manns. Við þetta bætist svo eitthvað af fólki, sem einstaklingar hafa ráðið til sín, en það er ekki stór hópur. Hversu meta skal að verðleikum það vinnuafl, sem á nefndan hátt er fengið til starfa í sveitum landsins um aldarþriðjungs skeið, læt ég öðrum eftir. En ég vona að öll aukaverk mín, langtímum saman. sem kröfðust oft tvöfalds vinnuálags. hafi sem víðast orðið til gagns og góðs, og milli bænda, hjúa og heimila, báðum megin íslandsála veit ég gagnkvæm kynni hafa skapast og vinátta víða mótast. Á öðrum vettvangi er tilefni að gera máli þessu umfangsmeiri skil. til þessa sjóðs um nokkurra ára skeiþ til baka. Eldri sjóðirnir storfuðu áfram til þess að greiða lífeyri til þeirra sem eiga þar réttindi meðan þeim endast fjármun- ir eða þar til samkomulag næðist um inngöngu sérsjóða í lífeyrissjóð allra landsmanna. Næstu skref Þetta er verkefni sem við verðum að leysa með einum eða öðrum hætti í framtíðinni en það sem allra brýnast er að gera er að leysa vanda þeirra sem eru algjörlega réttlausir. Þar hygg ég að húsmæður, sem unnið hafa á heimilum sínum og fjölskyldna sinna. án þess að taka formlega laun úr hendi einhvers atvinnurekanda, séu stærsti hópurinn og sá verst setti. Þær njóta að vísu ellilauna, en þau nægja hvcrgi nærri til framfærslu. Fjölskyldan er hornsteinn þjóðfélags- ins og vinna við barnauppeldi. heimilis- störf og aðhlynningu sjúkra og lasburða á heimilum eru mjög mikils virði og síst minna virði en þau störf sem eru innt af hendi gegn þóknun utan heimilis. Þess ber og að gæta að með heimavinnu spara húsfreyjur ríki og sveitarfélögum oft miklar fjárhæðir með því að gæta barna sinna sjálfar eða hjúkra gömlum og sjúkum. Þess vegna er réttmætt að ætlast til þess að ríkið leggi fram stofn að sjóðnum til þess að unnt sé að hefja strax greiðslur til þeirra húsmæðra sem þegar eru komnar á eftirlaunaaldur. Þótt gcra verði ráð fyrir að heimavinnandi hús- mæður greiði til sjóðsins í framtíðinni og þær eldri fái einnig tækifæri til þess að kaupa sér aukinn rétt. Jóhanna byrjar að sífra Ég held að flestir viðurkenni að eitt allra alvarlegasta misrétti í þjóðfélaginu . sé hve eftirlaunaaðstaðan er misjöfn og þess vegna gerði cg ráð fyrir að þessi tillaga mín ætti greiða leið í gegnum Alþingi. Mér kom því nokkuð á óvart þegar ég sá í Tímanum 29. mars að Jóhanna Sigurðardóttir alþm. var farin að sífra. Þaðer að vísu ekki nýnæmi fyrir okkur alþingismenn að Jóhanna sífri. Hún vill gjarnan vekja á sér athygli og gerir það ekki með því að vera sjarmer- andi eða skemmtileg heldur með því að sífra og nöldra. Jóhanna er eljusöm og fer oft í ræðustól. Sem betur fer er hún þar sjaldan lengi í einu því að hún les einstaklega hratt og er því tiltölulega fljót að ryðja úr sér í hvert skipti. Hún flytur oft mál á Alþingi og sömu málin gjarnan þing eftir þing. Sum þeirra eiga rétt á sér, önnur ekki. Eitt af málum úr .syrpu Jóhönnu er tillaga sem er á þessu þingi á þingskjali nr. 5 en þar leggur hún til „að makalífeyrir verði gagnkvæmur hjá lífeyrissjóðum þannig að bæði kynin njóti sambærilegra réttinda til makalíf- eyris eftir því sem reglur lífeyrissjóðanna kvcða á um".....Áunnin stig hjóna eða sambúðarfólks verði lögð saman og skipt til helminga á sérreikninga þeirra fyrir þann tíma ersambúð varir. Sérhver aðili faí þannig grciddan lífeyri í sam- ræmi við áunnin stig. Þeir sent eru heimavinnandi eða fráskildir fari ekki varhluta af áunnum lífeyri". Eins og allir hljóta að sjá cr þetta engan veginn fullnægjandi lausn á vanda heimavinnandi húsmæðra. Þó konan fái helminginn af áunnum rétti eiginmanns. Alltof margar yrðu með þessu móti settar hjá og skildar eftir réttlausar. Þrátt fyrir þetta fer Jóhanna að reyna að halda því fram að sín tillaga sé sú sama og mín. Það er vel cf Jóhanna vill vinna að úrbótum í lífeyrismálum húsmæðra en það gerir hún best með því að styðja tiliögu mína en ekki meö því að nöldra gegn henni í blööunum. Þrátt fyrir frumhlaup Jóhönnu trcysti ég á stuðning Alþingis við tillögu mína. Einnig treysti ég því að Alþingi fallist á frumvarp Jóns Helgasonar landbúnaðarráðherra um breytingu á lífeyrissjóði bænda þannig að eftirlaunaréttur sveitakvenna verði tryggður, en þaö frumvarp er einnig til umfjöllunar á Alþingi. Með bestu kveöjum. Páll Péturssun. Hörður Sigurgrímsson: RÍKISBÚ? ■ Eftir áramótin varð dálítið upphlaup í blöðum og útvarpi vegna þeirrar ákvörðunar ráðamanna að hætta rekstri tilraunabús í sauðfjárrækt á Reykhólum. Sparnaðarráðstöfun segja menn. Talað er um að flytja tilraunirnar frá Reykhól- um að Hesti. Undir þessum fréttalestri datt mér í hug að fyrst á að fara að spara mætti spara meira-f þessum rekstri án þess að tapa niður hagnýtum tilraunum. Ríkið rekur fjárbú við bændaskólann á Hvanneyri. Skólinn þarf að hafa það vegna kennslu og til að halda uppi reisn staðarins. Tilraunirnar á Hesti og Reyk- hólum gætu alveg eins verið á Hvanneyri og búið þó notast við kennsluna. Á Hvanneyri þyrfti að byggja betra fjárhús en þess þarf líka á Hesti. Á fjárlögum fær Reykhólabúið kr. 530 þúsund. búið á Hesti kr. 1.027.000, en skólabúið á Hvanneyri kr. 5.230.000 til búrekstrar og auk þess kr. 1.767.000 til tilrauna. Dálítið ætti að rúmast innan þessa ramma eins og oft er sagt þessa dagana. Á Reykhólum og Hesti eru engin mannvirki, sem ekki nýtast við venjuleg- an búskap. Því ekki að spara ríkisféð, selja Reykhóla og Hest og hressa aðeins upp á fjárbú Hvanneyrarskólans í leið- inni? Þetta er ef til vill full byltingarkennt, og þeim, sem þessum hlutum ráða, þyki nóg að leggja eitt ríkisbú niður á fyrsta sprettinum. En þá ættu þeir að byrja á Hestbúinu. Lofa Vestfirðingum aðhalda sínu blómi eins og segir í kvæðinu. Óþarfa rausn að ríkið reki tvö tilrauna- bú í fjárrækt í sama hreppnum við sömu landkosti. 27. mars 1984 Hörður Sigurgrímsson

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.