Tíminn - 06.04.1984, Qupperneq 10

Tíminn - 06.04.1984, Qupperneq 10
11 10 BARNALEIKTÆKI ÍÞRÓTTATÆKI Vélaverkstæði BERNHARÐS HANNESSONAR Suðurlandsbraut 12. Sími 35810 0 !|! Heilbrigðisfulltrúi Framlengdur er umsóknarírestur um stöðu heil- brigðisfulltrúa við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur- svæðis. Staðan veitist frá 1. maí n.k. Laun samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Um menntun, réttindi og skyldur fer samkvæmt reglugerð nr. 150/1983 ásamt síðari breytingu. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi í heilbrigðiseftirliti eða hafa sambærilega menntun. Umsóknir ásamt gögnum um menntun og fyrri störf sendist fyrir 25. apríl undirrituðum, sem ásamt framkvæmdastjóra heilbrigðiseftirlits veitir nánari upplýsingar. Borgarlæknirinn í Reykjavík. FYRIR FERMINGARNAR Fjölbreytt úrval af skrifborðum fyrir unglinga og fullorðna. Sérstaklega gott verð. Einnig: Svefnbekkir, 4 gerðir. Vídeobekkir. Stereobekkir. Skrifborðsstólar. Kommóður. \ Bó kahilluro.fi. VfÞ Húsgögn og wX ^ . Suðurlandsbraut 18 ^M^+.innrettmgar simi se 900 Wímhm FÖSTUOAGUR 6. APRÍL 1981 FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1981 ■ Cíarðar JohannsMiu hrirliði KK hampar bikarnum glaður i bragði. Garðar átti frábæran Itik i gxr, skoraði mikið og tók mörg fráköst. Það var Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra, heiðursgestur á leiknum ásamt konu sinni, Kddu Guðmundsdóttur, sem afhenti bikar- inn og leikmönnum verðlaunapen- inga. Timamvnd Kóbert íþróttir umsjón: Samúel Om Erlingsson Von á hundrað - útlendingum í Hraungönguna ■ Um næstu helgi fer fram í Bláfjöllum Lava Loppet skíðagangan, sem er alþjóðleg skíða- göngukeppni. Von er á um 100 útlendingum til landsins til að taka þátt í göngunni.. Koma þeir víðsvegar að svo sem frá Hollandi, Noregi, Svíþjóð, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Austur- ríki og fleiri löndum. Einnig kemur hingað til lands hinn kunni norski göngumaður hér á árum áður, Harald Grönningen, en hann var á áratugnum 1960- 1970 margfaldur gull og silvurverðlaunahafi á Ólympíuleikum og heimsmeistarakeppnum. Nú tekur hann þátt í almenningsgöngum á borð við Lava Loppet. -BL Höttur réði Emil ■ Höttur á Egilsstöðum hefur ráðið þjálfara fyrir meistaraflokk sinn í fjórðu deild knatt- spyrnunnar næsta sumar. Sá er Emil Björnsson, íþróttakennari og þjálfari. Emil er kunnur þjálfari eystra, þjálfaði í fyrra lið UMSB, sem nærri tókst að hnekkja margra ára einveldi Leiknis frá Fáskrúðsfirði á sæti í úrslitakeppni 4. deildar. Þá hefur Emil þjálfað og stjórnað körfuknattleiksliði ÍME í úrslit 2. deildar í körfuknattleik nokkur ár í röð. Þá hefur Höttur ráðið yngri flokka og kvennaflokksþjálfara. Sá er Jón Þór Brandsson, ættaður úr FH í Hafnarfirði. -SÖE Berlin og Dresden - berjast um a-þýska titilinn ■ Dynamo Berlin og Dynamo Dresden eru nú sigurstranglegust í a-þýsku knattspyrnunni. Dynamo Berlín vann um helgina góðan sigur á Karl Marx Stadt, 4-2, en Dresden gerði marka- laust jafntefli við Halle. Berlínarliðið hefur nú 30 stig að loknum 20 leikjum, en Dresdenarliðið hefur 29 stig. Næst á eftir koma Lokomotiv Leipzig með 26 stig, Vorwárts Frankfurt og Magdeburg hafa 25 stig og Karl Marx Stadt 24. -SÖE Fallkeppni 2. deildar lokið ■ Fallkeppninni í 2. deild karla í handknatt- leik er lokið. í síðustu tveimur leikjum í fyrrakvöld vann Fylkir Reyni 28-21, og HK sigraði ÍR 27-26. Lokastaðan varð þessi í neðri hlutanum: HK............... 26 14 1 11 522-507 29 Fylkir........... 26 8 4 14 484-510 20 ÍR .............. 26 8 0 18 491-541 16 ReynirS.......... 26 5 1 20 553-654 11 ÍR og Reynir falla því í 3. deild, en upp í 2. deild koma í staðinn Ármann og Þór frá Akureyri. -SÖE England vann ■ England vann N-írland í leik í Bretlands- keppninni í knattspyrnu í fyrrakvöld. Úrslit urðu 1-0, en leikið var á Wembley. Tony Woodcock skoraði sigurmark Englendinga. Þá töpuðu írar fyrir ísraelsmönnum í vináttu- landsleik í Tel Aviv í fyrrakvöld, 0-3. Valsmenn áfram! ■ Valsmenn sigruðu Hauka 34-25 í Bikar- keppni HSÍ í handknattleik karla í fyrrakvöld. Leikurinn fór fram í kyrrþey í Hafnarfirði. -SÖE YFIRVEGAÐUR LEIKUR — og frábær hittni færdu KR-ingum bikarmeistaratitilinn — sigruðu Val 94-79 Stórleikur KR-inga gegn Vals- mönnum í gærkvöld dugði þeim til sigurs í bikarkeppni KKÍ 1984. Munurinn 15 stig í lokin, 94-79 lýsir góðum leik KR-inganna, sem komu Valsmönnum í opna skjöldu með baráttu sinni og yfirvegun. KR-ingar höfðu yfir á hálfleik 46-42. Hittni leikmanna í upphafi leiksins var ekki góð enda mikið í húfi. Eftir 5 mínútna leik voru KR-ingar komnir 6 stig yfir 12-6. Á 11. mínútu komust Valsmenn síðan yfir 24-23 og það sem eftir lifði af hálfleiknum var staðan oftast jöfn. Ásíðustu mínútuhálfleiksins færðist mikill fjörkippur í KR-ingana og þeir tryggðu sér fjögurra stiga forskot fyrir leikhlé, með góðum körfum. En það var aðeins forsmekkurinn af því sem þeir sýndu í síðari hálfleiknum. Strax á upphafsmínútunum náðu þeir 10 stiga forskoti 56-46. Villuvandræði Kristjáns Ágústssonar bættu ekki úr skák fyrir Valsmönnum, en þó tókst þeim að minnka muninn í eitt stig á 10. rnínútu, 58-57. Frábær hittni KR-inga og góð leikstjórn Jóns Sigurðssonar, ásamt mikilvægum fráköstum Kristjáns Rafns- sonar færðu KR-ingum góða forystu á nýjan leik. Forystu sem þeir héldu út leikinn og bættu heldur við hana en hitt. Valsmenn reyndu pressuvörn í lokin, en KR-ingar færðu sér hana í nyt og brunuðu fram hjá henni og skoruðu úr hraðaupphlaupum. Þegar ekki var möguleiki á hraðaupphlaupi, róaði Jón Sigurðsson leik KR-liðsins niður og lét tímann vinna mcð liði sínu. Þegar KR- ingar höfðu haldið kncttinum í um 20 sekúndur, tók Jón til sinna ráða og gaf frábærar sendingar á samherja sína sem varla gátu annað cn skorað úr skotum sínum. 15 stiga munur í lokin, 94-79, og KR-ingar bikarmeistarar í körfuknatt- leik 1984. Jón Sigurðsson var yfirburða maður á vellinum og stjórnaði sóknarleiknum af sinni alkunnu snilld, hirti fráköst og leik samherja sína uppi. Kappinn hitti einnig gríðar vel, eins og allir leikmenn KR-liðsins, að Kristjáni Rafnssyni undanskildum, en hann var afar óhepp- inn með skot sín. Kristján átti samt stórleik, hirti alls 14 fráköst, flest á lokamínútunum þegar mest reið á. Kristján var og góður í vörninni, truflaði valsmennina mikið og stal kncttinum af þeim. Garðar Jóhannsson átti frábæran leik, hitti vel og tók slatta af fráköstum. Guðni Guðnason átti líka góðan leik og Ágúst Líndal brenndi aðeins af einu skoti í leiknum og skoraði 10 stig. Páll Kolbeinsson var einnig frískur og skor- aði margar glæsilegar körfur. Valsmenn vilja áreiðanlega gleyma þessum leik sem allra fyrst. Þó þurfa þeir ekki að skammast sín að tapa fyrir KR-ingunum, sem léku í gærkvöldi sinn lang besta leik í vetur. Það var helst Jón Steingrímsson, sem lék af eðlilegri getu, en aðrir voru nokkuð frá sínu besta. Stig KR skoruðu: Garðar Jóhannsson 24, Jón Sigurðsson 21, Páll Kolbeinsson 16, Guðni Guðnason 15. Ágúst Líndal 10, og þeir Birgir Guðbjörnsson og Kristján Rafns- son skoruðu 4 stig hvor. Stig Vals skoruðu: Jón Steingrímsson 19, Torfi Magnússon 15, Tómas Holton 12, Leifur Gústafsson 11, Kristján Ágústsson 10, Jóhannes Magnússon 10, og Valdemar Guð- laugsson 2. Dómarar í leiknum voru þeir Davíð Sveinsson og Gunnar Valgeirsson. Davíð dæmdi mjög vel, en Gunnar var fremur slakur. Lítils samræmis gætti í dómum hans og smámunasemin var heldur mikil. -BL „SAMSTÆÐUR HÓPUt HAUKASIQPUR k BAKIKSSUM SKRf' MEISTARAR! gódur endir á góðum vetri, sagði Jón Sigurðsson — unnu hið reynda lið ÍS 69-57 ■ „Ástæðan fyrir því að við náðum þessum áfanga, að verða bikarmeistarar í kvöld er fyrst og fremst sú, að hópurinn er mjög samstæður hjá okkur, menn hafa lagt sig í þetta, og spila hver fyrir annan. Enginn reynir að gera meira en hann getur, við byggjum á því sem við kunnum og getum," sagði Jón Sigurðs- son þjálfari og leikmaður KR eftir sigur KR-inga á Valsmönnum í úrslitum bikarkeppni KKÍ. „Við vissum í upphafi þessa keppnistímabils, að við ættum á brattann að sækja, það var ekki búist við miklu af liðinu. Því hugsuðum við bara um einn leik í einu, og reyndum að gera eins vel og við gátum," sagði Jón. Og Jón Sigurðsson getur verið ánægð- ur. Frábær leikur hans og liðsstjórn sprakk út í gærkvöldi á fjölum Laugar- dalshallarinnar, og útkoman varð besti leikur sem KR hefur leikið í vetur. Hver einasti maður skilaði sínu á vellinum, og yfirvegunin og hittnin á erfiðum loka- mínútum leiksins var stórkostleg. Liðið óx með hverri mínútu, og um leið og liðið varði forskot sitt, bætti það við í stigasafnið. Jafnvel yngstu og óreynd- ustu leikmenn liðsins hittu úr næstum hverju skoti í lokin. „Þetta var góður endir á góðum vetri, ég er mjög ánægður," sagði Jón Sigurðs- son að lokum, og láir honum enginn. - SÖE ■ Ungu stclpurnar í Haukum úr Hafn- arfirði urðu í gærkvöld bikarmeistarar í körfuknattleik. Þær sigruðu nýbakaða íslandsmeistara ÍS í úrslitaleik, 69-57, eftir að hafa haft yfir 35-28 í hálfleik. Haukastelpurnar voru lengst af yfir í leiknum. Þær náðu forskoti fljótt, og hcldu því til hálfleiks. ÍS jafnaði um niiðjan síðari hálflcik, en síðan sigu Hafnarfjarðarsnötirnar fram úr að nýju. Sóley Indriðadöttir var langbest Hauka, skoraði grimmt og tók fráköst. Stigin: Haukar: Sóley 32, Svanhildur Guðlaugsdóttir 16, Sólveig Pálsdóttir 12, Anna Guðmundsdóttir 7, Ásta Ósk- arsdóttir 2. ÍS: Kolbrún Leifsdóttir 20, Ragnhildur Steinback 10, Hanna Birgis- dóttir 10, Kristín Magnúsdóttir 9, Þór- unn Rafnar 4, Þórdís Anna Kristjáns- dóttir 4. -SÖE ■ Svanhildur Guðlaugsdóttir fyrirliði Hauka tckur við bikarnum úr höndum Einars Bollasonar. Tímamynd Róbert ■ Atla skórnir komnir á markadinn ■ Eins og skýrt var frá í Tímanum fyrr í vetur, gerði stórfyrirtækiö Puma, sem framleiðir íþróttavörur.samning við Atla Eðvaldsson um að selja íþróttavörur með nafni hans. Slíkt hefur tíðkast lengi hjá Pumafyrirtækjunum og fleiri stórfyr- irtækjum á sömu línu, og eingöngu mjög frægir íþróttamenn sem hafa tekjur af slíkum auglýsingasamningum. Puma ætlar að framleiða þrjár gerðir af íþróttaskóm, og íþróttabúninga með nafni Atla. Nú eru knattspyrnuskór með nafni Atla komnir hingað til lands, Atli goal, en það útleggst á íslensku sem Atli mark. Að sögn Ingólfs Óskarssonar, umboðsmanns Puma á Islandi er um vandaða vöru að ræða. Ingólfur sagði, að hann teldi ekki að Atli hefði svimandi tekjur af því að auglýsa fyrir Puma, en hins vegar væri mikill heiður fyrir íslenskan íþróttamann að vera boðinn slíkur samningur, Atli væri fyrsti íslendingurinn sem gert hefði slíkan samning. -SÖE Auglýsingamynd fyrir Atla skóna. gjöftn sem gefiirarö

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.