Tíminn - 06.04.1984, Side 13

Tíminn - 06.04.1984, Side 13
FOSTUDAGUR 6. APRÍL 1984 13 umsjón: B.St. og K.L. Hljómsveitin frumflutti verk eftir ung- an listamann Hauk Tómasson. Pað var stórkostlega skemmtilegt, minnti mig á raddir náttúrunar í maí og júní þá grösin gróa og blómin brosa á móti sólargeislunum. Ætli hljómlistin sé æðst alira lista, eilíf eins og mannssálin - í hvaða búningi sem hún skartar? Um sauðburðinn gekk faðir minn til anna oft kvölds og morgna. Ég fór stundum með honum. Er við vorum búin að reka ærnar úr engjunum upp í skógarjaðarinn settumst við niður á mosa- þúfur í Stekkjartúninu áður en farið yrði heim. Þarna var kyrrlát stund og kær- komin hvíld eftir rölt um mosaþentbur og mýrarkeldur. Hér áttu mófuglarnir hreiður: spóinn, lóan, hrossagaukurinn, jaðrakinn, krían, þrösturinn og rjúpan í kjarrinu ofl. fuglar „æfðu lögin undir konsert morgundagsins" eins og Tómas kemst svo skemmtilega að orði. Golan hvíslaði í ilmandi björkinni, litli fossinn niðaði í gilinu, ærnar jörm- uðu á lömbin. Stundum heyrðist hestur hneggja og kýr baula. Frá vatninu hljóm- aði söngur álfta, himbrima og lóma. Þessir stóru og fögru fuglar settu svip sinn á vatnið og umhverfi þess og raddir þeirra voru uppistaðan í hljómkviðu náttúrunnar. Allstaðar var líf, störf og söngur, ekkert truflaði þennan fagra samhljóm. Allt var áhugavert, sólskinið, hlýjan og að hlusta í kyrrðinni. „Hljómlistin lýsir því sem maður hvorki getur sagt né þagað yfir'. V. Hugo. Ætli hljómlistin sé æðst allra lista, eilíf eins og mannssálin í hvaða búnaði sem hún skartar? Og þó það er erfitt að dæma. Ég held að öll sköpun sé tengd hver annarri, kraftur, sem sprcngir af sér alla fjötra, fær útrás með tjáningu í margskonar myndum. Nú kom á daginn það sem mig grunaði þegar ég fór að heiman. ísl. óperan ætlaði að flytja Rakarann í Sevilla á föstudagskvöldið. Ég hafði orð á því, að gaman væri að sjá þetta skemmtilega verk og áður en ég vissi af var yngri sonur minn Guðmundur búinn að fá miða. Og sannarlega varð ég ekki fyrir vonbrigðum. Röktum ofan af hnoðanu í orði og verki Mágkona mín Aðalbjörg hafði hringt og sagt að ef ég kæmi í bæinn yrði saumaklúbbur fyrir okkur systur hjá henni á laugardeginum. Þær systur mín- ar og mágkona sem búa í bænum hafa þann háttinn á að hittast í saumaklúbb hver hjá annarri þriðju hverja viku yfir vetrartímann og við sem búum utanbæj- ar erum velkomnar í hópinn þegar við erum á ferð og alltaf þykir okkur jafn gaman að hittast. Mættum við sex syst- urnar í þetta sinn, tvær gátu ekki komið. Þarna röktum við ofan af hnoðanu góða stund bæði í orði og verki og síðan var drukkið súkkulaði og kaffi með góðri lyst. Á sunnudeginum voru málverkasýn- ingar Hrings Jóhannessonar á dagskrá og miðdagskaffi hjá yngstu systur minni Svanlaugu. Og satt aðsegja var þetta allt eins og ég hefði dottið í lukkupottinn, svo ánægjulegir voru þessir fjórir dagar sem ég dvaldi í borginni í þetta sinn. Á mánudeginum fór ég með rútu á Selfoss og þaðan með bíl heim. Daginn eftir ljómaði sólin yfir fann- breiður sjóndeildarhringsins: Búrfellið, lngólfsfjallið, Hengillinn, Esjan, Botns- súlur og Kálfstindar jafnvel roðnuðu í vöngum. Birkið í garðinum mínum hjúpað hrímkristöllum glitraði í regnboga litum og snjótittlingarmr hópuðust í skaflinn í leit að korni og brauðmolum. Krummi sat á hesthúsburstinni og krunkaði hundinum Bokka til ánægju. Við eigum ríka og gjöfula fóstru en við skulum einnig krefjast nokkurs af okkur sjálfum. Ég ber fullt traust til stjórnvalda að þeim auðnist að leysa vandamál þjóðarinnar hverju sinni af skilningi, réttlæti og mildi. dagskrá útvarps og sjónvarps Laugardagur 7. apríl 7.00 Veðurtregnir. Fréttir. Bœn. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 7.25 Leikfimi. Tón- leikar. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Amtriður Guðmundsdóttir tal- ar. 8.30 Fomstugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephen- sen kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregn- ir). Óskalög sjúklinga, frh. 11.20 Hrimgrund - Utvarp bamanna. Stjórn- andi: Sigriður Eyþórsdóttir. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 13.40 iþróttaþáttur Umsjón: Hermann Gunn- arssoni 14.00 Listalif Umsjón: Sigmar B. Hauksson. 15.10 Listapopp-GunnarSalvarsson. (Þátt- urinn endurtekinn kl. 24.00). 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 íslenskt mál Ásgeir Blöndal Magnús- son sér um þáttinn. 16.30 Nýjustu fréttir af Njálu Umsjón: Einar Kari Haraldsson. 17.00 Síðdeglstónleikar 18.00 Ungir pennar Stjómandi: Dómhildur Sigurðardóttir (RÚVAK). 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Helmaslóð. Ábendingar um ferðaleiðir. Umsjón: Ari Trausti Guðmundsson. 20.00 Fritz Wunderllch syngur lög úr óper ettum með Sinfóníuhljómsveit Graunkes Carl Michalski stj. 20.20 Útvarpssaga barnanna: „Dýrin Rósalundi" eftir Jennu Jensdóttur Þór- unn Hjartardóttir les. 20.40 Fyrir minnihlutann Umsjón: Árni Björnsson. 21.15 Á sveitalínunnl Þáttur Hildu Torfadótt- ur, Laugum í Reykjadal (RÚVAK). 22.00 „Gunnhildurbúrkona“,smásagaeftir Verner von Heidenstam í þýðingu Helga Hjörvar. Edda Bjarnadóttir les. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. Lestur Passíusálma (41). 22.40 Harmonikuþáttur Umsjón: Bjarni Mar- teinsson. 23.10 Létt sigild tonlist 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. 24.00 Næturútvarp frá RÁS 2 til kl. 03.00. Sunnudagur 8. apríl 8.00 Morgunandakt Séra Fjalarr Sigurjóns- son prófastur á Kálfafellsstað flytur ritning- arorð og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 8.35 Létt morgunlög Strauss-hljómsveitin í Vínarborg leikur lög eftir Johann Strauss. 9.00 Fréttir. 9.05 Morguntónleikar 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Út og suður Þáttur Friðriks Páls Jóns- sonar. 11.00 Messa f Akraneskirkju. (Hljóðrituð 25. mars s.l.). Prestur: Séra Bjöm Jónsson. Organleikari: Jón Ólafur Sigurðsson. Há- degistónleikar. 12.10 Dagskrá. Tónleikar. 12.20 Fréttlr. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 13.30 Vikan sem var Umsjón: Rafn Jónsson. 14.15 Gullöldin f goðsögnum og ævintýr- um Umsjón: Hallfreður Öm Eiriksson. Les- arar með umsjónarmanni: Sigurgeir Steingrimsson og Ragnheiður Gyða Jóns- dóttir. 15.15 í dægurlandi Svavar Gests kynnir tón- list fyrri ára. I þessum þætti: Upphaf dæguri- agasöngs á hljómplötum. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Umvísindiogfræði.Örverurognýting þeirra í líftækni. Guðni Alfreðsson dósent flytur sunnudagserindi. 17.00 Frá tónleikum Kammersveitar Reykjavikur í Bústaðakirkju 1. þ.m. 17.45 Erika Köth og Rudolf Schock syngja lög eftir Gerhard Winkler. 18.00 Um fiska og fugla, hunda og ketti og fleiri fslendlnga Stefán Jónsson talar. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Bökvit Umsjón: Jón Ormur Halldórs- son. 19.50 „Segðu mér leyndarmál, svanur", Ijöð eftir Sigurð Einarsson í Holti Arnar Jónsson les. 20.00 Útvarp unga fólksins Stjórnandi: Mar- grét Blöndal (RÚVAK). 20.40 Úrslitakeppni 1. deildar karla í hand- knattleik Hermann Gunnarsson lýsir frá Laugardalshöll. 21.15 Kristinn Slgmundsson syngur úr „Söngbók Garðars Hólm“ eftir Gunnar Reyni Sveinsson við Ijóð Halldórs Laxness. Jónína Gísladóttir leikur á pianó. 21.40 Útvarpssagan: „Syndln er lævís og lipur“ eftir Jónas Árnason Höfundur les (9)- 2215. Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. Orð kvöldsins. Hermann Gunn- arsson lýsir frá Laugardalshöll. 23.05 Djassþáttur - Jón Múli Ámason. 23.50 Fréttir. Dagskráriok. Mánudagur 9. apríl 7.00 Veðuriregnir. Fréttir. Bæn. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir flytur (a.v.d.v.) A virkum degi - Stefán Jökulsson - Kol- brún Halldórsdóttir - Kristín Jónsdóttir. 7.25 Leikfimi. Jónína Benediktsdóttir (a.v.d.v.) 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð- Helgi Þorláksson talar. 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barnanna: „Elvis Karlsson" eftir Maríu Gripe Þýðandi: Torfey Steinsdóttir. Sigurlaug M. Jónas- dóttir les (6). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleik- ar. Þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10-10 Veðurfregnir. 10.30 Forustugr. landsmálabl. (útdr.). Tón- leikar. 11.00 „Ég man þá tíð“ Lög frá liðnum árum. Umsjón: Hermann Ragnar Stef- ánsson. 11.30 Kotra Endurtekinn þáttur Signýjar Pálsdóttur frá fimmtudagskvöldi (RÚVAK). 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 Blue-grass og dixieland-tónlist 14.00 „Litríkur og sérkennilegur Svii - Fabian Mánson“ eftir Fredrik Ström í endursögn og þýðingu Baldvins Þ. Krist- jánssonar sem les (3). 14.30 Miðdegistónleikar 14.45 Popphólfið - Sigurður Kristinsson. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir 16.20 Síðdegistónleikar 17.10 Síðdegisvakan Umsjón: Páll Heiðar Jónsson og Borgþór S. Kjærnested. 18.00 Visindarásin Þór Jakobsson ræðir við Guðna Alfreðsson dósent og Jakob Kristjánsson lifefnafræðing um örverur og líftækni. 18.20 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar 19.35 Daglegt mál. Sigurður Jónsson talar. 19.40 Um daginn og veginn Þorsteinn Matthiasson fyrrverandi skólastjóri talar. 20.00 Lög unga fólksins. Þorsteinn J. Vilhjálmsson kynnir. 20.40 Kvöldvaka a. Bjarndýr á Trölla- skaga Bragi Magnússon tekur saman frásöguþátt og flytur. b. Huldumanns- steinn í Reykjavík Ævar R. Kvaran leikari les frásögn úr bókinni „Álög og bannhelgi" eftir Árna Óla. Umsjón: Helga Ágústsdóttir. 21.10 Nútímatónlist Þorkell Sigurbjörns- son kynnir. 21.40 Útvarpssagan: „Syndin er lævís og lipur“ eftir Jónas Árnason Höfundur les (10). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Lestur Passíusálma (42). Lesari: Gunnar J. Möller. 22.40 Leikrit: „Bókmenntir" eftir Arthur Scnitzler (Áður útv. 1967). Þýðandi: Bjarni Benediktsson frá Hofteigi. Leik- stjóri: Ævar R. Kvaran. Leikendur: Herdís Þorvaldsdóttir, Gunnar Eyjólfsson og Baldvin Halldórsson. 23.20 „Einu sinni var", leikhústónlist op. 25 eftir Peter Erasmus Lange-Múller. Willy Hartmann syngur með kór og hljómsveit Konunglega leikhússins I Kaupmannahöfn; Johan Hye-Knudsen stj. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. Þriðjudagur 10. apríl 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Sigurðar Jónssonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Unnur Halldórsdóttir talar. 9.00 Fréttir Laugardagur 7. apríl 15.30 fþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 16.15 Fólk á förnum vegi 21. Sumarleyfi. Enskunámskeið í 26 þáttum. 16.30 iþróttir - framhald. 18.10 Húsið á sléttunnl - Eldsvoðinn - fyrri hluti. Bandarískur framhaldsmyndaflokkur. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 18.55 Enska knattspyrnan. Umsjónarmaður Bjami Felixson. 19.45 Fréttaégríp á táknmáll. 20.00 Fréttlr og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Vlð faðginin. Áttundi þáttur. Breskur gamanmyndaflokkur i þrettán þáttum. Þýð- andi Þrándur Thoroddsen. 21.05 Blelki pardusinn snýr aftur (The Pink Panther Strikes Again). Bresk gamanmynd frá 1976. Leikstjóri Blake Edwards. Aðal- hlutverk: Peter Sellers, Herbert Lom, Colin Blakely og Leonard Rossiter. Clouseau lög- reglufulltrúi fer að vitja um Dreyfus, fyrrum yfirmann sinn, sem dvelst á geðveikrahæli. Hanngrunarsist hvaða ósköpum þessi sak- lausa heimsókn á eftir að valda en slysast til að ráða fram úr þeim eins og fym daginn. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 22.45 Tólf ruddar (The Dirty Dozen) Bandarisk-spænsk biómynd frá 1967. Leik- stjóri Robert Aldrich. Aðalhlutverk: Lee Mar- vin, Emest Borgnine, Robert Ryan, Charles Bronson, Jim Brown og John Cassavetes. Myndin gerist i heimsstyrjöldinni síðari. Nokknrm bandariskum hermönnum, sem dæmdir hafa verið til þyngstu refsingar, býðst sakamppgjöf gegn þvi að taka þátt í háskalegum aðgerðum að baki víglínu Þjóð- verja. Þýðandi Jón O. Edwald. Myndin er ekki við hæfi bama. 01.15 Dagtkráriok. Sunnudagur 8. apríl 18.00 Sunnudagthugvekja Jóhanna Sig- marsdóttir, forstöðukona dvalarheimilisins Hrafnlstu í Reykjavík, flytur. 18.10 Stundin okkar Umsjónarmenn: Ása H. Ragnarsdóttir og Þorsteinn Marelsson. S$óm upptöku: Tage Ammendmp. 19.05 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáii. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýtingar og dagtkrá. 20.40 Sjónvarp næstu vlku. Umsjónarmaður Guðmundur Ingi Kristjánsson. 21.00 Nikuláa Nlckleby. Þriðji þáttur. Leikrit i nfu þáttum gert eftir samnefndri sögu Char- les Dickens. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 21.55 Otcar Peteraon. Kanadisk heimilda- mynd um djasspíanóleikarann og tónsmið- inn heimsfræga, Oscar Peterson. I mynd- inni rifjar Peterson upp minningar frá æsku sinni og listamannsferii, samferðamenn segja frá og brugðið er upp svipmyndum frá hljómleikum meistarans. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 23.00 Dagakráriok. Mánutjagur > 9. apríl 19.35 Tommi og Jenni Bandarisk teikpi- mynd. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 (þróttir Umsjónarmaður Bjarni Felix- son. , 21.20 Enn lætur Dave Allen móðan mása Breskur skemmtiþáttur. Þýðandi Guðni Kolbeinsson 22.15 Ferðin gleymda (The Forgotten Voy- age) Bresk sjónvarpsmynd. Elaine Morg- an færði í leikbúning. 'Umsjón og leik- stjóm: Peter Crawford. Aðalhlutverk: Tím Preece. Ungur, sjálfmenntaður náttúru- fræðingur tekst á hendur könnunarferð . um eyjar Austur-lndía árið 1854. Hann hét Alfred Russel Wallace. Eftir nokkurra ára rannsóknir ritaði hann Charles Dar- win um niðurstöður sinar og varð það Darwin hvatning til að gefa út „Uppruna * tegundanna". I myndinni er ferill þessa ' vanmetna brautryðjanda i náttúruvisind- um settur á svið og stuðst við bref hans og dagbækur. Þýðandi Sonja Diego. 23.40 Fréttir i dagskrárlok r Þriðjudagur 10. apríl 19.35 Hnáturnar Breskur teiknimynda- flokkur. Þýðandi Þrándur Thoroddsen, Sógumaður Edda Björgvinsdóttir. 19.45 Fréttir á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Fornleifafundur í Suður-Kóreu Stutt bresk fréttamynd. Þýðandi Bjarni Gunnarsson. 20.45 Lifið í Beirút Bresk fréttamynd tekin i Libanon eftir að vopnahlé komst á. Þýðandi Pálmi Jóhannesson. 21.15 Skarpsýn skötuhjú 10. Maðurinn i þokunni Breskur sakamálamyndaflokk- ur í ellefu þáttum gerður eftir sögum Agöthu Christie. Þýðandi JónO. Edwald. 22.05 Öryggismál sjómanna Umræðuþátt- ur. Þátttakendur: Guðlaugur Friðþórs- son, skipbrotsmaður frá Vestmannaeyj- um, Hannes Þ. Hafstein, framkvæmda- stjóri SVFÍ, Magnús Jóhannesson settur siglingamálastjóri. Þórhallur Hálfdánar- son, starfsmaðursjóslysanelndarog Árni Johnsen alþingismaður. Umræðum stýrir Ingvi Hrafn Jónsson. Sjóslysin á þessum vetri eru í fersku minni. Seinast fórst vélbáturinn Hellisey við Vestmannaeyjar með fjórum mönnum 12. mars. örygg- ismál sjómanna eru því venju fremur i brennideplí. Grundvallarspurningin í þessum þætti verður sú, hvað helst megi gera til að afstýra ósigrum i glímunni við Ægí. 23.00 Fréttir i dagskrárlok Miðvikudagur 1 H.april 18.00 Söguhomið. Fiskur á diskinn Jenna Jónsdóttir flytur eigin frásögu. Umsjónarmaður Hrafnhildur Hreinsdóttir. 18.10 Afi og bíllinn hans 1. þáttur. Teikni myndaflokkur frá Tékkóslóvakiu í sjö þáttum. 18.20 Tveir litlir froskar 1. þáttur. Teikni- myndaflokkur frá Tékkóslóvakiu í sjö þáttum. Þýðandi Jón Gunnarsson. 18.25 Elgurinn Bresk dýralifsmynd tekin á slóðum elgsdýra í Bandarikjunum. Þyð- andi: Jón O. Edwald. Þulur: Þuríður Magnúsdóttir. 18.55 Fólk á förnum vegi. Endursýning 21. Sumarleyfi Enskunánpskeið I 26 þáttum. 19.10 Hlé 19.45 Fréttaágrip á tákrimáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýslngar og dagskfa \ 20.40 Nýjasta tækni og visindi Umsjón-' armaður Sigurður H. Richter. 21.20 Synir og elskhugar. Þriðji þáttur Framhaldsmyndaflokkur í sjö þáttum frá breska sjónvarpinu. sem gerður er eftir samnefndri sögu eftir D.H. Lawrehce. Þýðapdi Veturliði Guðnason. 22.15 Ur safni Sjónvarpsins. Fljótsdals- hérað Sjónvarpsdagskrá frá sumrinu 1969. Kvikmyndun: Öm Harðarson. Umsjón: Eíður Guðnason. 23.10 Fréttir í dagskrárlok 9.05 Morgunstund barnanna: „Elvis Karisson“ eftir Maríu Gripe Þýðandi: Torfey Steinsdóttir. Sigurlaug M. Jónas- dóttir les (7). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleik- ar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr). 10.45 „Man ég það sem löngu leið“ Ragnheiður Viggósdóttir sér um þáttinn. 11.15 Við Pollinn Ingimar Eydal velur og kynnir létta tónlist (RÚVAK). 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 Dire Straits á tónleikum 1983 / Grace Jones syngur 14.00 „Litríkur og sérkennilegur Svíi - Fabian Mánsson" eftir Fredrik Ström í endursögn og þýðingu Baldvins Þ. Krist- jánssonar sem lýkur lestrinum (4). 14.30 Upptaktur - Guðmundur Benedikts- son 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir 16.20 Íslensktónlist 17.10 Síðdegisvakan 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar 19.50 Við stokkinn Stjórnendur: Margrét Ólafsdóttir og Jórunn Sigurðardóttir. 20.00 Barnalög 20.10 Glefsur. Um Tómas Guðmundsson og Ijóð hans. (Áður útv. 1982). Umsjón- armaður: Sigurður Helgason. Flytjandi með umsjónarmanni: Berglind Guð- mundsdóttir. 20.40 Kvöldvaka a. Almennt spjall um þjóðfræði Dr. Jón Hnefill Aðalsteinsson tekur saman og flytur. Að þessu sinni er fjallað um framliðna og afturgengna og þjóðtrú tengda þeim. Fanga er m.a. leitað í Njálu, Laxdælu og fleiri forn- sögum. b. Karlakór Reykjavíkur syng- ur Stjórnandi: Páll P. Pálsson. 21.15 Skákþáttur Stjórnandi: Jón Þ. Þóf. 21.40 Útvarpssagan: „Syndin er lævís og lipur“ eftir Jónas Árnason Höfundur les (11). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Lestur Passíusálma (43). 22.40 Kvöldtónleikar „Manfred-sinfónía" eftir Pjotr Tsjaíkovský. Hljómsveitin Fíl- harmónia I Lundúnum leikur; Riccardo Myti stj. -Kynnir: Knútur R. Magnússon. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. Miðvikudagur 11. apríl 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn Á virkum degi. 7.25 Leikfimi 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Bjarni Guðráðsson, Nesi, Reykholtsdal talar. 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barnanna: „Elvis Karlsson" eftir Maríu Gripe Þýðandi: Torfey Steinsdóttir. Sigurlaug M. Jónas- dóttir les (8). 9.20 Leikfimi 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.10 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 íslenskir einsöngvarar og kórar syngja 11.15 Ur ævi og starfi íslenskra kvenna Umsjón: Björg Einarsdóttir 11.45 íslenskt mál Endurt. þáttur Ásgeirs Blöndals Magnússonar frá laugard. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 „Hálft í hvoru“, „Afturhvarf“ og Barbara Helsingius leika og syngja 14.00 Ferðaminningar Sveinbjarnar Eg- ilssonar; seinni hluti Þorsteinn Hann- esson byrjar lesturinn. 14.30 Miðdegistónleikar 14.45 Popphólfið - Jón Gústafsson. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 S/ðdegistónleikar Fílharmóníusveit- in í Osló leikur Pólonesu nr. 2 op. 28 eftir Johan Svendsen; Kjell Ingebretsen stj. / Hljórr.sveitin „Harmonien" I Bergen leikur Sinfóníu í c-moll eftir Edvard Grieg; Karsten Andersen stj. 17.10 Síðdegisvakan 18.00 Snerting Þáttur Arnþórs og Gisla Helgasona. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Við stokkinn Stjórnendur: Margrét Ólafsdóttir og Jórunn Sigurðardóttir 20.00 Barnalög ■20.10 Ungir pennar Stjórnandi: Hildur Hermóðsdóttir 20.20 Útvarpssaga barnanna: „Veslings Krummi“ eftir Thöger Birkeland Þýö- andi: Skúli Jensson. Einar M. Guð- mundsson byrjar lesturinn. 20.40 Kvöldvaka a. „Móðrudalsprestur- inn“ Sigríður Rafnsdóttir les íslenska þjóðsögu. b. Hvernig er höfuðborgin í hátt? Eggert Þór Bernharðsson les úr bókinni „ísland um aldamótin. Ferða- saga sumarið 1899“ eftir Friðrik J. Bergmann prest í Vesturheimi. 21.10 Hugo Wolf-2. þáttur: „Mörikeljóð- in“ Umsjón: Sigurður Þór Guðjónsson. Lesari: Guðrún Svava Svavarsdóttir. 21.40 Útvarpssagan: „Syndin er lævís og lipur“ eftir Jónas Árnason Höfundur les (12). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Lestur Passiusálma (44). 22.40 í útlöndum Þáttur í umsjá Emils Bóassonar og Ragnars Baldurssonar. 23.20 íslensk tónlist Sinfónkihljómsveit Islands leikur „Ólaf Liljurós", balletttónlist eftir Jórunni Viðar; Páll P. Pálsson stj. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.